Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 18
s
/7 elQ a rb la c) X>V
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Eg er
öldróttur
„Ég hef alltaf verið álitinn skrýtinn og heimurinn
leyfir mér það. Stundum hugsa ég til fólksins sem
situr innilokað á geðdeild og heldur að það sé
Napóleon eða einhver álíka. Er þetta ímyndun eða
sér það meira en við hin?“ segir Hermundur og spyr
mig í leiðinni. Það er erfitt að vera ósammála því að
veruleikinn sé meiri og stærri en einungis það sem
augað nemur. Hermundur Rósinkranz, sem er ekki
skyldur Páli Rósinkranz söngvara, trúir þessu og
trúin er forsenda þess sem hann er. Hann er spá-
maður.
Fékk spádómshæfileika í vöggugjöf
Spádómar Hermundar byggja á hinni fornu talna-
speki. Þetta er ein elsta spádómslistin en hinn
gríski heimspekingur og stærðfræðingur Pýþagóras
var fyrsti Vesturlandabúinn til að nota hana og er
gjaman talinn faðir talnaspekinnar. „Lífiö er hring-
ur og talnaspekin byggist á því að reikna út hring-
inn. Ef ég þekki fæðingardag og nafn viðkomandi
get ég sagt fyrir um fortíð og framtiö viðkomandi.
Ef fornleifafræðingur kæmi til mín og benti mér á
einhvern stað og segði að þarna lægi Egill Skalla-
grímsson þá gæti ég sagt honum ýmislegt um Egil,
jafnvel að hann hefði verið sjúkur á geði. Allt í um-
hverfi okkar er hægt að lesa með aðferðum talna-
spekinnar."
Hermundur segir ekki nóg að vita eingöngu þess-
ar tölur. „Það er ekki þannig að ef tvær stúlkur fæð-
ast sama daginn og heita sömu nöfnunum að þær
verði eins. Það eru aðrir þættir sem eru að verki
sem eru tilfinningalegs eðlis. Það sem skiptir mestu
máli er nærvera fólks og þegar ég rissa upp kort fyr-
ir manneskju þá skynja ég nærveru hennar og reyni
að lesa úr henni. Tölurnar sem slíkar segja ekki
neitt nema að ég túlki þær og það geri ég með því
að lesa einstaklinginn."
„Að hve miklu leyti er þetta lært?“ spyr ég.
„Talnaspekin er lærð. Ég þarf að læra hvað hver
tala þýðir og það reyndist mér mjög auðvelt að ná
tökum á þessari speki. Það var Guðbjörg Hermanns-
dóttir sem kenndi mér þetta. Ég var þrjátíu og
tveggja ára gamall og ég fór til hennar í lestur. Hún
gerir kort og ég virtist einhverra hluta vegna
þekkja þetta og átti mjög auðvelt með að lesa úr
kortinu. Henni fannst það merkilegt hvað þetta
reyndist mér auðvelt og spurði mig hvort ég vildi
ekki koma og læra þetta. Ég þáði það og fór á nám-
skeið hjá henni. Ég varð strax mjög flinkur og lík-
lega hef ég einhvern tímann fengist við þetta áður.
Sumir koma með hæfileika inn í þetta líf. Beet-
hoven var orðinn píanósnillingur innan við tíu ára
aldur. Spádómsgáfan var mín vöggugjöf, þ.e. að geta
túlkað rétt úr tölunum. Það tók mig bara langan
tima að átta mig á því að lesa úr öllum þeim tilfinn-
ingum sem ég upplifði. Ég áttaði mig ekki á því fyrr
en ég var orðinn fullorðinn að ég fékk hellu fyrir
eyrun þegar jarðskjálfti var i aðsigi."
„Hvað sérðu gerast í framtíðinni?" spyr ég.
„Tuttugasta og fyrsta öldin verður vatnsrík öld.
Talan tveir tengist vatni og samkvæmt kínverskri
speki erum við að ganga inn í öld vatnsberans. Árið
í ár, þ.e. 2002, hefur summuna fjóra og sú tala teng-
ist jörðinni. Ég hef það á tilfinningunni að ég geti
tengt þetta við umbrot, eldgos undir vatni, hvort
sem það er undir jökli, í stöðuvatni eða í sjó. Við
höfum nú þegar séð flóð og jarðskjálfta á stöðum
þar sem þau eru ekki venjulega. Það tóku þýskir
sjónvarpsmenn viðtal við mig um daginn og ég
spáði því að það yrðu flóð þar sem síðan urðu að
veruleika fyrir stuttu. Það hafa orðið jarðskjálftar á
stöðum þar sem þeir eru ekki venjulega, t.d. í
Wales.
Árið 2003 tengist loftinu og vandamálin liggja í
loftinu. Það gæti hugsanlega tengst aukinni loft-
mengun, t.d. vegna eldgosa eða óhappa í kjamorku-
verum. Þetta ár gæti líka orðið ár sjúkdóma sem
berast með lófti og mikilla storma á stöðum þar sem
þeir eru ekki algengir."
„Er heimurinn að farast?" spyr ég.
„Það eina sem ég vil segja er að ef Bush fer í stríð
þá erum við í djúpum skít. Þá munu kraftar losna
sem við gerum okkur engan veginn grein fyrir. Ég
hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessum manni.
Þegar hann var kosinn vissi ég að kosningamar
myndu vekja mikla athygli og það gat ég lesið úr
sjálfum kosningadeginum. Hvorki Bush né Gore
áttu að verða forsetar en við hlustuðum ekki á það
sem umhverfið var að segja okkur. Indíánar hlust-
uðu alltaf á náttúruna. Þeir virtu það ef tréð gaf
þeim ekki epli og leituðu annarra leiða til að afla
sér matar. í dag notum við tæki og tól til að ná okk-
ar vilja fram og berum engar tilfinningar í garð
náttúrunnar. Ef þú stingur niður skóflu og jöröin
gefur ekki eftir þá áttu ekki að byggja hús á þeim
stað. Við eigum að hlusta og það þarf engan spá-
mann til þess. Við getum öll gert það.“