Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Síða 19
„Þegar ég lít til baka þá er enginn vafi í mínum huga að hún er hin sanna ást í mínu lífi. Við vorum alltaf í kringum hvort annað en við tókum ekki eftir hvort öðru.“ Hermundur og Pálína Rósinkranz. Laminn í leikfimi Það tók Hermund mörg ár að beisla þann kraft sem í honum bjó. Hann missti föður sinn þegar hann var fimm ára og við missinn féll skuggi á líf hans. Það birti ekki til fyrr en mörgum árum síð- ar. „Ég vissi að pabbi var andlega þenkjandi en á þessum árum voru menn ekki mikið að tala um þetta, allavega ekki fyrir framan börn eins og mig. Ég var alltaf mjög tilfinningalega tengdur pabba og vafalaust erfi ég þessa hæfileika frá honum. Þegar hann lifði var ég opinn og hamingjusamur krakki. Ég átti það til að fara út á götu og sækja ókunnugt fólk og bjóða þvi heim í kaffi til mömmu og pabba. Þegar hann dó árið 1965 lokaðist veröld mín. Ég varð mjög þögull og ég lokaði á allar minar tilfinn- ingar og reyndi að sýna fólki sem minnst af mér. í raun mundi ég mjög lítið hvað gerðist fram að fjórtán ára aldri - ég var tilfinningalega dauður. Það er á síðustu árum sem minningarnar streyma fram.“ „Fannstu fyrir þessum eiginleika þínum sem barn?“ spyr ég. „Já,“ svarar Hermundur. „Ég var einhvers stað- ar á bilinu eins til tveggja ára gamall þegar ég varð fyrir mjög undarlegri reynslu. Ég sat í gluggakistu í herberginu minu um miðja nótt og horfði á stjörnurnar. Ég heyri bamsgrát og síðan sé ég pabba minn stumrandi yfir barni sem liggur í rúm- inu og það er greinilega veikt. Síðan átta ég mig á því að barnið er ég. Ég hafði farið úr mínum eigin líkama til að hvila mig á honum. Ég á margar LAUGAROAGUR 28. SEPTEMBER 2002 HelQorhlaö DV æskuminningar svipaðar þessari. Þegar ég var barn lék ég mér gjaman við klett sem var nálægur heimili mínu i Hveragerði. Þar lék ég mér við börn í hvítum fötum en þegar ég var að rifja þetta upp með móður minni mörgum árum síðar vissi hún ekkert um hvað ég var að tala.“ „En áttirðu þá enga „alvöru" vini?“ spyr ég. „Nei, ég hef alltaf verið einfari og ég geng alltaf út frá því sem vísu að fólk hafni mér. Þegar ég byrjaði í skóla reyndi ég að tengjast einhverjum hópi. Ég reyndi að vera með strákunum og hlust- aði á þá tala um bíla og stærðir á vélum en ég þoldi það ekki - mig langaði mest til að kasta upp. Ég settist því niður með stelpunum og þær voru að tala um tískuna og stráka og ég skildi þær ekki heldur. Ég horfði bara upp í loftið og hugsaði um hvað væri langt á milli stjarnanna. Krökkunum fannst ég vera mjög skrýtinn. Ég reyndi af svo miklum krafti að vera eins og hinir, ég var trúður- inn, en mér bara tókst ekki að „fitta inn“.“ Og Hermundur fékk að finna fyrir því að hann væri öðruvisi. „Stundum fékk ég að vera með hópnum en svo var ég stunginn af og skilinn eftir. Mér var mikið strítt og oft lenti ég í því að sund- skýlan var rifin af mér eða ég var laminn í leikfimi og annað i þessum dúr,“ segir hann og finnst greinilega erfitt að tala um þessa daga. „Ég var svo lítill í mér,“ heldur hann áfram. „Þegar það var nafnakall í íþróttasalnum varð ég mjög órólegur því nafnið mitt var svo langt. Ég faldi mig á bak við nafnið Hemmi.“ Eineltið hætti ekki fyrr en hann eignaðist vernd- arengil. Hann hét Ingþór og var raunverulegur. „Þetta var stór og sterkur strákur sem verndaði mig,“ segir Hermundur og brosir við hugsunina um þennan góða dreng sem sá að þarna var við- kvæm sál á ferð. Þegar unglingsárin færðust yfir virtust andlegu hæfileikar hans hverfa. „Ég hætti að verða var við ýmislegt sem ég hafði gert sem krakki. Þegar mað- ur er gelgja þá hefur maður ekki tíma fyrir andleg- ar bollaleggingar,“ segir Hermundur og hlær í fyrsta sinn í nokkum tíma. Ég lifði efnislegum dauða Hermundur hóf sambúð um tvítugt við stúlku sem hann hafði verið með frá fimmtán ára aldri. Þau voru saman í tuttugu og tvö ár. „Við vorum mjög ólíkar persónur," útskýrir hann. „Ég fann alltaf fyrir svo miklu óöryggi og fór í sambúð við fyrsta tækifæri og fann mér aðra móður, einhvern sem gæti passað mig. Það var minn draumur. Sam- búðin varð langlif og ég er þakklátur henni fyrir þá reynslu sem hún veitti mér. En ég var þreyttur á þessu lífi. Alltaf sama rútínan, alltaf sama fólkið í heimsókn, alltaf sömu jólin, fyllirí um helgar. Þetta kalla ég að lifa efnislegum dauða." „Drakkstu mikið?“ spyr ég. „Já, ég drakk mikið í mörg ár. Stundum byrjaði ég á fimmtudegi og hætti ekki fyrr en á sunnudegi. Það voru ekki endilega áhrifin af áfenginu sem ég sóttist eftir. Þau glöddu mig ekki en þau losuðu mig við tilfinningar sem ég gat ekki tjáð, ég gat ekki talað um líðan mína af því að ég skildi hana ekki.“ Dag einn fyrir tólf árum sat Hermundur og hlust- aði á útvarpið. Þáttastjórnandinn var að gefa miða á miðilsfundi og Hermundur hringdi inn. Hann fékk miða og lífið eins og hann þekkti það breytt- ist. „Ég var alltaf að leita að einhverjum svörum. Þegar ég hitti fólkið á miðilsfundinum fannst mér eins og ég væri að stökkva út í sundlaug eftir marga daga í eyðimörk. Loksins fann ég fólk sem skildi mig og vissi hvernig mér leið. Þessi fundur markar upphafið að því ferli sem hefur skilað mér þangað sem ég er í dag. Og því er ekki lokið.“ „Þetta var engin venjuleg þrautarganga," segir Hermundur. „Löngunin til að vita meira um þessi mál varð eins og einhver fikn. Ég fór á alla fundi og reyndi að komast á öll námskeið. Síðan fór ég á námskeið hjá tveimur breskum miðlum og þeir sáu það strax að það var eitthvað að mér. Þeir sögðu mér einfaldlega að slaka á og taka hlé. Ég gerði það og hlutirnir urðu skýrari. Mig dreymir eina nótt- ina að falleg kona, einhver vera, kemur og heim- sækir mig. Hún spyr mig hvort ég sé tilbúinn að fara alla leið og segir mér í leiðinni að það muni kosta fórnir. Þegar ég vakna er ég efins. Af hverju þarf ég að fórna einhverju fyrir meiri þekkingu? Þetta setti strik í reikninginn en það leið ekki á löngu þar til ég tók ákvörðun. Veran heimsótti mig aftur og spurði mig sömu spurningar. Þá svaraði ég játandi og hún sagðist sjá að svarið kæmi frá hjartanu." Stuttu síðar fórnaði Hermundur sambýliskonu sinni fyrir hið nýja líf. Ég fómaði sambýliskonu minni „Ég var að halda námskeið í hugleiðslu árið 1996. Þar var Pálína nemandi og við drógumst strax að hvort öðru. Hún var líka í sambúð en við réðum ekki við neitt. Við skildum við okkar maka árið eftir og byrjuðum að búa saman. Ég fórnaði ekki konu minni fyrir nýja konu, ég fómaði konu minni fyrir nýtt líf. Samband mitt við mína fyrrverandi festi mig í aðstæðum sem ég þoldi ekki, þetta ver- aldlega munstur „vinna-éta-sofa“. Endalausar áhyggjur af skuldum og við áttuðum okkur ekkert á því hvert við stefndum. Ég hélt að þetta væri hið venjulega líf.“ Og Hermundur fórnaði hinu „venjulega lífi“ fyr- ir líf með konu sem átti fjögur börn og þrjú hjóna- bönd að baki. Hann átti sjálfur tvö börn. „Ég fórn- aði ekki konu minni fyrir nýja konu. Pálína var hluti af þessu nýja lífi sem ég var að hefja. Ég vildi umturna því og gera það sem ég vildi en það tók mig langan tíma að átta mig á því hverju ég var að leita að. Pálína var mjög lífsreynd þegar ég kynnt- ist henni. Hún var misnotuð sem barn og hafði gengið í gegnum þrjá skilnaði. Hún sá strax að ég var leitandi og hún hjálpaði mér að finna rétta leið. Þegar ég lít til baka þá er enginn vafi í mínum huga að hún er hin sanna ást í mínu lífi. Við vor- um alltaf í kringum hvort annað. Fyrsta stelpan sem ég varð ástfanginn af var systir hennar. Við sóttum sömu skemmtistaðina, bjuggum í sama hverfi og þar fram eftir götunum. Við tókum bara ekki eftir hvort öðru.“ „Þegar þú skoðar líf þitt og þessa þrautagöngu hugsarðu aldrei: ég vildi að ég væri eðlilegur?“ segi ég. „Hvernig er að vera eins og þú?“ spyr Hermund- ur á móti. „Ég get ekki svarað þessari spurningu því ég þekki bara sjálfan mig. Af hverju ert þú ekki eins og ég? Ég er mjög þakklátur fyrir að búa yfir þessum hæfileika, þetta er kjarninn í mér.“ „Það er einn mjög góður kostur við að vera eins og ég,“ segir Hermundur eftir dálítið hik og brosir. „Ég sé alltaf hvort börnin mín eru að ljúga að mér.“ -JKÁ „Ég hef alltaf verið álitinn skrýtinn og heimurinn leyfir mér það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.