Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Síða 20
20
H e l c) u rb l o cJ JOV
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Köttur, ofurhetja
og formaður
Jóhann G. Jóhannsson leikari er nýr umsjón-
armaður Stundarinnar okkar, formaður
Leikfélaqs Reqkjavíkur og leikari. Jóhann
talar við DV um nærinqu hróssins, erfið pen-
inqamál LR oq kvíðann fqrir að feta í fót-
spor Brqndísar Schram.
Þaö hlýtur að vera skemmtilegt fyrir leikara að fá
góða dóma enda sat Jóhann G. Jóhannsson skælbrosandi
þegar fundum okkar bar saman i vikunni.
Jóhann leikur köttinn í söngleiknum Honk sem var
frumsýndur fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Þetta er í
meginatriðum sagan af ljóta andarunganum eftir H. C.
Andersen sem er leikin og sungin á fjölunum.
Daginn sem við Jóhann áttum stefnumót var sagt í
Mbl. að hann hafi átt stórleik í rullu kattarins og atrið-
ið þegar kisi ætlar að matreiða andarungann ljóta hafi
verið eitt skemmtilegasta atriði leiksins. f DV sama dag
var sagt að Jóhann hefði verið bæði hættulegur og sexí
í hlutverki kattarins.
Samtal okkar fer fyrst í stað í vangaveltur um það á
hvaða tungumáli svanir segi nákvæmlega Honk. Ekkert
íslenskt orð lýsir nákvæmlega orðræðu svana með lík-
um hætti og við segjum: mjá, bra, me eða voff fyrir hönd
annarra dýrategunda. Leikhópurinn hugsaði djúpar
hugsanir um þetta mál á æfingatímanum og fór meðal
annars niður á Tjörn til að hlusta á svani sem Jóhann
segir að stynji stundum upp hljóðum sem hljóma
nokkurn veginn eins og Honk. Hann gefur mér tóndæmi
svo þjónustufólkið á kaffihúsinu hrekkur við.
Þögnin er verst
- En hvernig tilfinning er það að fá góða dóma?
„Það er afskaplega góð tilfinning. Sumir leikarar lesa
aldrei dóma en ég geri það alltaf. Leikarar geta vel lent
i því að telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru
umkringdir cif já-fólki og eru að gera einhverja dellu.
Auðvitað er þetta aðeins skoðun eins manns en ég hef
gaman af að pæla í þeim og sérstaklega þegar þeir eru
góðir.
Það hættulegasta sem gerist er þegar leikarar fara að
breyta leik sínum í samræmi við dómana. Það versta er
þegar það er ekki sagt neitt," segir Jóhann sem segir
einnig að hrósið sé nokkurs konar uppskera sem leikar-
ar nærast á.
- Hvað annað er á verkefnaskrá þinni í vetur?
„Ég er í Kryddlegnum hjörtum en vorið er óskrifað
blað. Vonandi gengur Honk vel sem mér finnst það hafa
alla burði til. Höfundurinn var svolitið undrandi á því
að við skyldum setja þetta upp sem barnasýningu en alls
staðar annars staðar hefur þetta verið skilgreint sem
fjölskyldusýning og sýnt á kvöldin enda vottar mjög víða
í textanum fyrir gríni sem fullorðnir skilja mjög vel og
sennilega á annan hátt en börnin."
Það var reyndar beinlínis talað um tvíræöan húmor í
umsögnum gagnrýnenda en tvírætt barnaleikrit hlýtur
að vera óviðeigandi þversögn en Jóhann talar um felu-
brandara í verkinu.
Jóhann hefur verið leikari hjá LR frá árinu 1997 en
hann útskrifaðist frá leiklistarskóla í Hartford í Conn-
ecticut vorið 1994 og fyrsta verkefni hans var að leika í
söngleiknum Hárinu sem var sýndur það sumar við
miklar vinsældir.
„Það var gæfa að lenda í Hárinu og var góð kynning
því leikarar sem læra úti eiga stundum erfitt með að
komast inn í leikhúsin því þeir fá ekki að sýna sig nóg.“
Jóhann segist hafa verið í hefðbundnu leiklistarnámi
þar sem ekki var lögð sérstök áhersla á söng og dans
sem hann segist þó alltaf hafa haft mikinn áhuga á.
Hver leikari b'tíð fyrirtæki
Jóhann gerði bragð úr ellefta boðorðinu árið 1999 þeg-
ar hann yfirgaf leikhúsið um hrið og tók meistaragráðu
í viðskiptastjórnun við Háskólann í Exeter og vann sem
markaðsstjóri í stóru fyrirtæki i nokkur misseri eftir
nám áður en hann sneri aftur í leikhúsiö Hvað átti þetta
eiginlega að þýöa?
„Ég ætlaði aldrei að yfirgefa leikiistina en vildi opna
hugann. Ég heillaðist af því hve þetta eru ólíkir heimar.
Viðskiptafræðin byggist á ósveigjanlegum lögmálum
meðan leiklistin gerir það alls ekki.“
- Ég get skilið að leikarinn geti leikið viðskiptafræð-
ing af innlifun eftir slíkt nám og starf en hvar getur leik-
listin nýst markaðsstjóranum í starfi?
„Á íslandi er hver leikari lítið fyrirtæki sem er í stöð-
ugum samningaviöræðum svo leikararnir þekkja þetta
betur en maður skyldi halda.
Leiklist og leiklistarnám virkar vel alls staðar og sú
hópvinna og hópefli sem leikarar kunna öðrum betur
Jóhann G. Jóhannsson skemmtir börnum og leiknr kött milli þess sem hann hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu
Leikfélags Reykjavíkur en haun er formaður þess.
DV-mynd ÞÖK
virkar afskaplega vel í viðskiptalífinu.
Það getur þurft að leika í viðskiptalífinu og bregða sér
í hlutverk þess sem vel gengur en allur heimurinn er
leiksvið," segir Jóhann.
Formaður félags í kröggum
- Kannski var það í krafti þessarar óvenjulegu sam-
setningar viöskipta og leiklistar sem Jóhann var kosinn
fyrir rúmu ári formaður Leikfélags Reykjavíkur vegna
fjölda áskorana. Samkvæmt skipuriti félagsins er hann
því í krafti síns embættis eiginlega yfirmaöur leikhús-
stjórans sem er þó í hefðbundnum skilningi yfirmaður
hans.
Leikfélag Reykjavíkur hefur strítt við fjárhagsvand-
ræði síðan félagið flutti í hið stóra og glæsilega Borgar-
leikhús. Eftir hallarekstur og skuldasöfnun í allmörg ár
var gerður merkur samningur við Reykjavíkurborg fyr-
ir rúmu ári síöan. í þeim samningi fólst að borgin leysti
til sín eignarhluta LR í Borgarleikhúsinu og við það
grynnkaði verulega á skuldunum. Þessi samningur átti
að leysa fjárhagsvanda félagsins og koma því á nokkuð
lygnan sjó en raunin hefur orðið önnur.
Á fyrsta árinu eftir að samningurinn var í höfn og
leikhúsið var rekið eftir nýju skipulagi varð hallarekst-
ur Leikfélags Reykjavikur 50 milljónir króna. Þegar það
er haft i huga að Leikfélagið veltir um 380 milljónum
króna á ári verður ljóst að hér er um skuggalegar upp-
hæðir að ræða. Af þessu hafa ýmsir sem málið varðar
miklar áhyggjur og í vikunni varð
heyrinkunnugt að safnað haföi verið undirskriftum
meðal leikara i Félagi íslenskra leikara og áskorun send
einhverjum borgarfulltrúum með bón um úrlausn.
Launaskriðið erfiðast
Jóhann segir að samningaviðræður standi yfir við
borgaryfirvöld sem hafi sýnt Leikfélaginu og vanda þess
mikinn skilning og áhuga sem félagið sé þakklátt fyrir.
Borgaryfirvöld fylgjast grannt með stöðu mála og hafa,
að sögn Jóhanns, miklar áhyggjur af framvindunni.
- En hver er orsök þessa fjárhagsvanda?
„Það er ekki komin enn nein lausn á þessum vanda og
það er auðvelt að skilja fólk sem óttast að missa vinn-
una. Leikfélagið hefur verið að borga niður skuldir en
höfuðástæðan fyrir vanda þessa síðasta árs er gífurlegt
launaskrið. Skömmu eftir að samningurinn var gerður
fóru af stað samningar við leikara og annað starfsfólk og
launakostnaður hækkaði töluvert.
Leikfélag Reykjavíkur hefur þurft að elta öll launakjör
Þjóðleikhússins til að vera samkeppnishæft á leikhús-
markaðinum. Þessi hallarekstur er að mestu leyti kom-
inn til vegna þessa launaskriðs. Það er ekki gott að þurfa
að segja það en þannig er það samt. Þetta er mannleg
vinna og ef fólk fær greitt vel fyrir sína vinnu þá skilar
það góðu verki svo það er ekki alveg sanngjarnt að skil-
greina þetta sem vanda félagsins."
í fótspor Bryndísar, Ástu og Kela
- Helgina 5.-6. október birtist Jóhann landsmönnum í
splunkunýju hlutverki en hann og Þóra Sigurðardóttir
hafa verið ráðin til að annast Stundina okkar í Ríkis-
sjónvarpinu og vera auk þess kynnar með bamaefni sem
sýnt er á morgnana um helgar.
Með þessu fetar Jóhann í fótspor Rannveigar og
Krumma, Bryndisar Schram, Þórðar húsvarðar, Halla og
Ladda, Gunna og Felix og Ástu og Kela og eru þá ekki
taldir allir þeir sem unnið hafa hug og hjörtu ungra fs-
lendinga gegnum áratugina. Sjálfur segist Jóhann vera
alinn upp við Bryndísi Schram sem umsjónarmann og
hún hlýtur því að vera hans stóra fyrirmynd á skjánum.
Þau Jóhann og Þóra hafa farið þá leið að tvær persón-
ur, Birta og Bárður, sjá um Stundina okkar. Birta er
vénjuleg íslensk stelpa en Bárður er ofurhetja utan úr
geimnum, alinn upp á plánetunni Súper. Þótt hann sé
gæddur ýmsum ofurhetjueiginleikum, geti t.d. reimað
skóna sína leifturhratt þá kemur það í hlut Birtu að
kenna honum á mannleg samskipti og fræða hann um ís-
land.
„Þetta er frábærlega skemmtilegt verkefni en þetta er
líka mikil ábyrgð og ég neita því ekki að fyrsta daginn
sem upptökur fóru fram var ég í nettu kvíðakasti en það
lagaðist fljótlega," segir Jóhann að lokum.
-PÁÁ