Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 26
26
/ / e / C) o r b la c) 3Z>“V
LAU GARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Stuðmenn að eilífu
Stuðmerw ætla að halda ti/enna tónleika í
Þjóðleikhúsinu eftir helgina og það er þeg-
ar uppselt á þá báða. Si/o trgggan sess á
þessi roskna gleðisveit íhjörtum þjóðar
sinnar.
Stuðmenn eru um margt merkileg hljómsveit og á þeim
tæplega 30 árum sem þeir hafa verið innan skynjunar-
sviðs íslenskrar alþýðu hefur listsköpun þeirra og afþrey-
ing tekið á sig ýmsar myndir. Það má eiginlega segja að
Stuðmenn séu nokkurs konar menningarstofnun frekar
en hljómsveit eða birtingarmynd einhvers heilkennis sem
tengir fáeina listamenn saman.
Saga Stuðmanna hefur verið rakin oftar en tölu verði á
komið enda eina íslenska hljómsveitin sem lét skrifa um
sig heila bók á miðjum níunda áratugnum. Hljómsveitin
varð til í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1973-74 og var lík-
lega stofnuð af Jakobi Frímanni Magnússyni og Valgeiri
Guðjónssyni. Markmið þeirra með hljómsveitarstofnun-
inni var áreiðanlega sýniþörf í bland við athafnaþrá en
upphaflega mun „conseptið" hafa gengið út á það að vera
sem hallærislegastir. Það er skýringin á svörtu jakkaföt-
unum og lakkrísbindunum sem voru lengi ásamt brillant-
íngreiðslu einkennisbúningur sveitarinnar en á fæðingar-
tíma hennar var þetta eins langt frá því að vera „kúl“
eins og hægt var að komast.
Þessi hugmyndafræði sem var í rauninni lymskuleg
uppreisn gegn gildismati foreldra sveitarmeðlima sem
flestir voru virðulegir millistéttarborgarar í Reykjavík
varð fljótlega að sérstakri tegund af kímnigáfu sem er í
senn lágstemmd og æpandi. Hinn sérstaki Stuðmanna-
húmor er ekki alltaf auðsær en sumt sem aðdáendur
þeirra taka sem dauðans alvöru finnst þeim sjálfum
mesta grín. Sumt af því sem hefur orðið hvað vinsælast
af verkum sveitarinnar hefur líklega byrjað sem brandari
eða útúrsnúningur.
Stuðmenn sem móðurhljómsveit
Stuðmenn uxu fljótlega frá því að vera undarleg innan-
búðarhljómsveit í Hamrahlíðinni og urðu hulduhljóm-
sveit með grímur. Eftir að þeim hluta ferils þeirra lauk
sem stóð seinni hluta áttunda áratugarins og gat af sér
plötur eins og Sumar á Sýrlandi og Tívolí sundraðist
hljómsveitin í ýmsar áttir. Það er við fyrstu sýn erfitt að
sjá hvað það er sem tengir saman verkefni eins og hið
hippalega og léttróttæka Spilverk þjóðanna, hinn rammís-
lenska Þursaflokk, barnahljómsveitina Hrekkjusvínin,
hina furðulegu hljómsveit Jolli og Kóla, bræðingstónlist-
armanninn Jack Magnet og nýbylgjuhljómsveitina Strax
en allir þræðirnar sem tengja þessi ólíku verkefni ólíkra
tíma saman liggja gegnum Stuðmenn og kannski eru all-
ar þessar sveitir í rauninni ólík birtingarform sveitarinn-
ar.
Líklega er sanngjarnt að segja að ferill Stuðmanna rísi
hvað hæst á níunda áratugnum þegar kvikmyndin Með
allt á hreinu var gerð og sýnd við meiri vinsældir en
nokkum tíma verða jafnaðar en alls sáu um 120 þúsund
manns myndina. Það ber séríslenskri kímnigáfu myndar-
innar fagurt vitni að örfáar tilraunir til að sýna útlend-
ingum hana fóru algerlega út um þúfur,
í kjölfarið fóru Stuðmenn marga hringi um landið og
léku af miklum móð fyrir dansgesti sem troðfylltu flest fé-
lagsheimili og þjóðhátíðardali sem finnast á landinu.
Síðan má eiginlega segja að Stuðmenn hafi lifað á
fornri frægð og gengið það bara nokkuð vel með þeim
hætti að sveitarmeðlimir hafa jafnan vasast í ýmsum ólík-
um verkefnum en ávallt skroppið saman í kös aftur með
reglulegu millibili.
Illjómsveitin glaðhlakkalega ásanit aðdáendum í kringum 1976 þegar
Stuðnicnn voru hvað vinsælastir og ferill þeirra nýhafinn.
Egill Ólafsson virðist þungbúinn á þessari mynd en það er ekki allt sem sýnist.
DV-mynd Sigurður Jökull
Það er útgáfufyrirtækið Edda sem hljóðritar tónleika
Stuðmanna í Þjóðleikhúsinu en þar koma fram auk Stuð-
manna Borgardætur, sem syngja nýjar útsetningar á
Stuðmannalögum, og nokkrir blásarar eru sveitinni til
fulltingis á sviðinu.
Óskalög Stuðmanna
Skúli Helgason, starfsmaður Eddu, sem heldur um
ýmsa þræði varðandi tónleikana, sagði í samtali við DV
gegnum tölvupóst frá Ameríku að stefnt væri að því að
sýna Stuðmenn í öðru ljósi en alþjóð hefði vanist.
„Ferill þeirra geymir margar glerfinar lagasmíðar sem
sumar hverjar hafa hvílt í skugganum af því þær henta
ekki á ballprógrammið. .
Þannig verða einungis fimm lög á prógramminu sem
Stuðmenn hafa spilað í sínu söngprógrammi á liðnum
árum, sex ný lög og margir gamlir vinir sem hafa sumir
aldrei verið fluttir á tónleikum áður,“ reit Skúli þegar
hann lýsti dagskránni fyrir DV.
Hann segir í sama skeyti að Stuðmenn séu fjarri því
saddir lifdaga heldur séu útlendingar sem óðast að opna
augun fyrir þeirra séríslensku tónlist og vegsauki nokkur
sé væntanlegur á þvi sviði.
Á dagskránni í Þjóðleikhúsinu verða sex ný lög og í
fyrsta sinn verða flutt lög eftir alla meðlimi hljómsveitar-
innar en Ásgeir Óskarsson trommari og Tómas Tómasson
bassaleikari hafa ekki átt lög á efnisskrá sveitarinnar
áður.
Flest gömlu lögin hafa fengið nýja útsetningu sem
gestasöngvarar og spilarar setja sinn svip á en líklegt er
að blásarar gefi tónlistinni jasskotnara yfirbragð en
hlustendur eiga að venjast.
Það er í anda Stuðmanna að sérstakur leynigestur verð-
ur á dagskrá tónleikanna. Hans nafn hefur ekki verið aug-
lýst að sjálfsögðu en hann tengist sveitinni frá fornu fari.
Stuðmenn sjálfir orðuðu það svo í eyru blaðamanns að
þarna væri safnað saman best geymdu lögum sveitarinn-
ar í bland við nýrra efni. Það mátti ráöa af ýmsu sem þeir
sögðu að sum þessara laga þættu þeim vera í flokki þeirra
betri.
Týndir Stuðmenn
Það hafa tveir meðlimir hætt i Stuðmönnum frá upp-
hafi. Annar er Valgeir Guðjónsson sem lengi var rytma-
gítarleikari og söngvari sveitarinnar og afkastamikill
lagahöfundur. Valgeir hætti í bandinu seint á níunda ára-
tugnum og hefur átt á köflum blómlegan feril síðan við að
flytja eigin tónlist. Valgeir hefur aldrei komið fram með
Stuðmönnum síðan þrátt fyrir ýmis tilefni og hann hefur
aldrei tjáð sig opinberlega um sérstakar ástæður fyrir
brotthvarfi. Fyrir vikið er það gæluverkefni Stuðmanna-
aðdáenda að velta vöngum yfir ýmsum samsæriskenning-
um um brotthvarf Valgeirs og þá margt dregið til þeirrar
sögu sem varla telst prenthæft.
Hinn „týndi“ Stuðmaðurinn er Sigurður Bjóla sem
starfaði með sveitinni og Spilverki þjóðanna um árabil.
Sigurður á nokkur afar vinsæl lög á plötum beggja sveita
og hæfileikar hans á því sviði eru óumdeildir. Sigurður
hefur ekki frekar en Valgeir stigið á svið með Stuðmönn-
um síðan hann hætti.
Svo skemmtilega vill til að Sigurður er um þessar
mundir starfsmaður Þjóðleikhússins og kemur því í krafti
sins embættis talsvert að tónleikum Stuðmanna. Hvort
hann lætur tilleiðast í þetta skipti og stígur fram á sviðið
með fyrrum félögum sínum verður að koma í ljós en það
verðu þó að teljast frekar óliklegt.
Þegar fréttist af umræddum tónleikum seldust miðar á
þá báða upp á skömmum tíma án þess að mikið væri haft
fyrir auglýsingum og ætti það að styrkja orðstír sveitar-
innar sem stundum hefur verið atyrt fyrir það í unglinga-
blöðum að vilja ekki hætta.
Þegar blaðamaður hitti Egil Ólafsson í æfingahúsnæði
sveitarinnar fyrir skömmu fór Egill ýmsum orðum um
þetta mál i misjafnlega heimspekilegu samhengi en taldi
að þegar öllu væri á botninn hvolft þá hefðu hljómsveit-
armeðlimir einfaldlega afskaplega gaman af því að starfa
saman og hann taldi að sú gleði myndi halda hljómsveit-
inni á lífi eins lengi og séð verður.
„Þetta er bara svo gaman,“ sagði hann og gott ef það
var ekki konseptið sem upphaflega var lagt til grundvall-
ar þegar sveitin varð til. -PÁÁ