Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helgarblað DV •i Hvar verður tónlist hans flokkuð í fraiiitíðinni? Verður hann svanur? Tónlist Ljóti andar- unginn Skemmtitónlist í háum gæðaflokki Píanóleikarinn og tónsmið- urinn Jacques Loussier hefur leikið sína útgáfu af sígildum tónverkum i meira en fjóra áratugi. Að námi loknu lék hann víða um heim, m.a. sem undirleikari Catherine Sauvage og Charles Aznavour. Sígildu tónlistina lét hann bíða en lék því meira með sígauna- hljómsveitum. Árið 1959 stofn- aði hann svo Play Bach-tríóið sem sameinaði djassáhuga hans og túlkun á verkum J.S. Bachs. Tríóið ávann sér ótrúlega hylli, þrátt fyrir það að djass- áhugamenn teldu Loussier ekki leika djass og aðdáendur sigildrar tónlistar væru langt frá því -að vera hressir með túlkun hans á Bach. En hér var komin ný gerð af skemmtitón- list sem ekki var hægt að flokka sérstaklega. Á þremur árum, 1960-63, hljóðritaði trió Loussiers fjórar plötur fyrir Decca hljómplötufyrirtækið. Þessar plötur lögðu grunninn að gífurlegum vinsældum. Á fimmtán árum seldust rúmlega sex milljónir eintaka af þessum plötum. Vinsældirnar urðu til þess að Loussier lagði tríó sitt niður árið 1978 og naut afrakstursins á heimili sínu í Provence. Þar byggði hann hljóðver þar sem stjörnur poppsins voru fasta- gestir. Þeirra á meðal voru Elton John, Pink Floyd, Sting o.fl. Jacques Loussier sneri sér að tónsmíðum en illa gekk að koma þeim á framfæri. Á af- mælisári Bachs, 1985, stofnaði hann því nýtt tríó sem hefur m.a. hljóðritað verk eftir Bach, Scarlatti og Hándel, og það var þetta tríó sem heimsótti okkur 20. sept. Það er nú skipað þeim André Arpino trommuleikara og bassaleikaranum Benoit Dunoyer de Segonzac. Ekki verður sagt annað en að þessir félagar Loussiers séu frábærir tónlistarmenn. Bassa- leikarinn, de Segonzac, spilaði afburðahreint og fallega. Þegar hann, einstaka sinnum, fékk tækifæri til að leika sínar eigin línur og djassa örlítið kom i ljós að hann er einn af betri bassaleikurum sem hafa sótt okkur heim. Hann „skálmaði" og „blúsaði" eins og best gerist, en á tónleikunum fékk hann aðeins eitt tækifæri og það að- eins í nokkra takta. Arpino sýndi frábæran leik. Hann lék að mestu leyti eins og slagverksleikari í sígildum tón- listarflutningi, en grunnurinn var mögnuð djasstilfinning sem því miður fékk ekki að njóta sín til fulls. Jacques Loussier hefur stækkað tónverkaskrá tríósins undanfarin ár. Auk Goldberg- tilbrigða Bachs verða nú Al- binoni, Pachelbel, Scarlatti og Handel fyrir barðinu á sveiflu- meðferð þeirra félaga. Þá lék trióið verk byggð á frönskum tónverkum eftir Satie, Debussy og Ravel. Loussier virtist kunna best við sig i útfærslu sinni á verki Saties en áheyr- endur fógnuðu mest flutningi tríósins á Bolero eftir Ravel þar sem de Segonzac laumaði inn kunnuglegum línum eftir Charles Mingus á skemmtileg- an hátt. Það er erfitt að heimfæra út- gáfur Loussiers á sígildum tón- verkum. Þetta er skemmtileg og leikandi tónlist sem varla telst til djassverka - persónu- leg túlkun á sígildum verkum sem varla telst til dægurtónlist- ar. Ferill Jacques Loussiers minnir óneitanlega á sögu H.C. Andersens um Ljóta andarung- ann, en það er bara óvíst hvar tónlist Loussiers verður flokk- uð þegar þar að kemur. Næsta tilraun Loussiers til að nálgast djasstónlistina verð- ur í Þýskalandi í næsta mánuði þegar Dave Brubeck og Jacques Loussier leika „Brand- enburgarkonsert" eftir Brueck á tónleikum. Ólafur Stephensen Tríó Jacques Loussiser lék í Háskóla- bíói 20.9. 2002: Loussier, pno, Benoit Dunoyer de Sogonzac, bs, Andrc Arp- ino, trm. 04/1999 • Ekinn 74 þús. km Verð 990.000 kr. TILBOÐSVERÐ 730.000 kr. 06/2001 • Ekinn 21 þús. km Verð 1.340.000 kr. TILBOÐSVERÐ 1. 150.000 kr. 04/1999 * Ekinn 69 þús. km Verð 1.020.000 kr. TILBOÐSVERÐ 730.000 kr. 02/1999 • Ekinn 77 þús. km Verð 1.120.000 kr. TILBOÐSVERÐ 880.000 kr. 02/1999 • Ekinn 71 þús. km Verð 1.140.000 kr. TILBOÐSVERÐ 880.000 kr. 04/1999 • Ekinn 87 þús. km Verð 970.000 kr. TILBOÐSVERÐ 730.000 kr. NISSAN ALMERA GX I 1/1999 • Ekinn 75 þús. km Verð 790.000 kr. TILBOÐSVERÐ 620.000 kr. tilboðs- bílar! Ingvar Helgason notaðir bílar Sævarhöfða 2 • Sími 525 8020 ■ www.ih.is/notadir Gólfefna 25-40% 2.990 kr./m2 Flís Almonia. Amadeus. Mottur 25 til 50% afsláttur, mikiö úrval, margar stærðir. Lamella parket Eik Country Verð 2.890 kr./m2 Beyki Standard verð 2.990 kr./m2 Merbau Classic verð 3.995 kr./m2 Barnamottur 30% afsláttur 1.390 kr. Rykmottur 60x90. Heimilisdúkar Verð frá 1.150 kr./m2 Verð frá m Alloc Smelluparket. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 2.495 kr./m2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.