Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Helcjarblaö DV
45
Hús Eds Gein.
Herbergi Augustu Gein. Ed hafði girt það af og lialdið óbreyttu frá dauða
hennar.
enda ekki reynst honum mikill faðir.
Bræðurnir tóku því við framfærslu fjölskyldunn-
ar og tóku að sér ýmis verkefni, svo sem lagfæring-
ar á húsum auk þess sem Ed passaði börn. Það þótti
eiga mjög vel við þennan óframfærna einfara.
Réttum fjórum árum eftir dauða Georges missti
Ed bróður sinn á sérkennilegan hátt. Ed og Henry
höfðu verið að berjast við sinuelda á jörðinni og að
sögn Eds höfðu þeir orðið viðskila. Ed hafði síðan
ekki heyrt til Henrys í nokkurn tíma og farið að gá
hverju liði. Ed fann bróður sinn látinn skömmu sið-
ar.
Á þeim tíma sem dauösfallið átti sér stað þótti
ekkert undarlegt við það og Henry var úrskurðaður
látinn af völdum reykeitrunar. Þegar menn fóru síð-
ar að líta á málið, þá í tengslum við verk Eds, tóku
menn eftir því að líkið hafði fundist nokkru frá
brunasvæðinu auk þess sem sérkennilegir áverkar
voru á höfði þess.
Áfallið varð hins vegar þann 29. desember árið
1945 þegar Augusta Gein lést á Wild Rose-sjúkrahús-
inu í Plainfield, 67 ára gömul. Hún var jörðuð
nokkrum dögum síðar og komu fáir til að votta
henni virðingu sína. Ed var mjög feginn; hann hafði
enga stjóm á tilfinningum sínum og grét eins og
smákrakki. Eini vinur hans og eina manneskjan á
jörðunni sem elskaði hann var dáin.
Einkennilegur gestur
Eftir dauða Augstu varð Ed æ einrænni. Hann
hélt þó áfram að taka að sér smáverkefni fyrir
bændurna í nágrenninu en hafði helst samskipti við
konurnar þeirra. Honum þótti óþægilegt að vera
innan um marga karla þar sem þeir stríddu honum
mikið og níddust á honum. Hann var því tíðari gest-
ur við eldhúsborðið þegar húsbóndinn var fjarri. Ed
var einkennilegur gestur en fyrirferðarlítill. Heima-
sætunum þótti samt óþægilegt þegar þær litu upp
frá störfum sínum og mættu óræðu augnaráði Eds.
Nokkrum árum siðar hefur þær eflaust hryllt við
tilhugsuninni um Ed sitjandi við matarborðið hjá
þeim og þær án karlmanns í húsinu.
Þurrkuð mannshöfuð
í einrænu sinni hóf Ed að sanka að sér ömurleg-
um bókum um dauða og ógeð. Hann hafði frá barn-
æsku'hrifist af spennuteiknimyndasögum og sönn-
um frásögnum af glæpum. Eftir fráfall móður sinn-
ar sneri hann sér að skuggalegri bókmenntum sem
lýstu tilraunum nasista á gyðingum og hryllingi
helfararinnar. Hann lá yfir lífeðlisfræðibókum og
stúderaði meðhöndlun vefja.
Ed var hættur að sinna viðhaldi á húsinu og það
grotnaði niður. Hann bjó aðeins í litlum hluta þess,
dvaldi mest í eldhúsinu og einu herbergi inn af því.
Ruslahrúgur tóku að hlaðast upp um allt húsið og
þefurinn varð torkennilegur. Húsið varð draugahús
í augum ungviðisins i bænum og um það og Ed
spunnust einkennilegar sögur. Ein þeirra var kom-
in frá tveimur drengjum sem höfðu heimsótt Ed.
Þeir sögðu frá því að þeir hefðu séð samanskroppin
mannshöfuð i herbergi Eds sem hann hafði tjáð
þeim að væru ættuð úr Suðurhöfum þar sem menn
hefðu sérstaka tækni við að þurrka líkamshluta.
Tæknina útlistaði hann nákvæmlega fyrir drengj-
unum.
Fólk var tregt til að trúa drengjunum og voru sög-
ur þeirra hafðar í flimtingum. Einhverju sinni
komu hjón í heimsókn til Eds og þegar þau voru á
efri hæðinni benti karlinn á herbergisdyr og spurði
í gríni hvort þetta væri herbergið með þurrkuðu
hausunum. „ Nei,“ svaraði Ed. „Þau eru niðri.“
Hús myrlíraverkanna
Undarlegir atburðir tóku að eiga sér stað í ná-
grenni við Plainfield. Tvær ungar stúlkur hurfu og
tveir karlmenn. Hvarf þessara manneskja varð
aldrei sannanlega tengt við Ed Gein. Mary Hogan,
kráareigandi sem þótti í útliti einstaklega lík Aug-
ustu Gein en algjör andstæða hennar á andlega
sviðinu, hvarf en á kránni fundust blóðblettir og
merki um átök. Hún fannst ekki aftur.
Síðasta manneskjan sem hvarf var Bernice Wor-
den, miðaldra kona. Það var árið 1957. Daginn sem
hún hvarf hafði Ed Gein sést í bænum og ákveðið
var að kanna hvort hann vissi eitthvað um hvarf
Bernice. Lögreglumenn fóru að heimili Eds. í raf-
magnslausu húsinu þreifuðu þeir sig áfram í leit að
einhverri sönnun. í eldhúsinu hékk skrokkur niður
úr loftinu. Það var í raun ekki óeðlilegt á þessum
árstíma sem var mikið veiðitimabil. Við nánari at-
hugun kom hins vegar í ljós að hræið var af Bern-
ice Worden og hafði Ed Gein höggvið af henni höf-
uðið og rist hana upp frá nára og upp að strjúpa.
Við rannsókn á húsinu kom í ljós að einkennileg
skál sem stóð í eldhúsinu var mannshöfuð; lampa-
skermarnir voru úr mannshúð svo og ruslakarfan.
Fleira fannst í húsinu, til dæmis: hægindastóll úr
mannshúð, kvensköp geymd í skókassa, helti gert
úr kvenmannsgeirvörtum, mannshöfuð, fjögur nef
og hjarta. Að lokum fundust föt sem gerð voru úr
mannshúð.
Fórnarlömb Eds reyndust ekki öll hafa verið lífs
heldur hafði hann einnig grafið upp lik til að rann-
saka. Aðspurður hvort hann hefði haft mök við lík-
in sagði hann það af og frá, lyktin hefði verið svo
Bernice Worden, síðasta fórnarlainb Eds.
vond. Hann fló líkin og klæddist skinninu því hann
var forvitinn um hvernig það var að vera kona með
kvensköp, brjóst og síðast en ekki síst, vald yfir
karlmönnum líkt og móðir hans hafði yfir sínum
drengjum.
Hælið
Eftir handtöku Eds og réttarhöldin, þar sem hann
var úrskurðaður geðveikur og ósakhæfur, var hann
settur á geðveikrahæli. Tiu árum síðar, eða árið
1968, var réttað yfir honum og hann fundinn sekur
um morð og vistaður á geðveikrahæli. Hann var fyr-
irmyndarsjúklingur til æviloka og vildu sumir efast
um að hann væri geðsjúkur.
Húsið hans varð hins vegar gífurlegt aðdráttarafl
fyrir ferðamenn sem flykktust nú aö til þess að sjá
hús myrkraverkanna. Uppboð var haldið á eigum
hans og seldist bíOinn sem flutt hafði fómarlömb og
lík á mjög háu verði. Ibúum Plainfield þótti nóg um
aðdáunina sem þessi óþverri fékk og á óútskýran-
legan hátt kviknaði í húsi Eds og það brann til
kaldra kola. Engin skýring fannst á brunanum þrátt
fyrir að yfirvöld hefðu rannsakað hann.
Edward Theodore Gein lést þann 26. júlí árið 1984
eftir áralanga baráttu við krabbamein. Hann var
jarðsettur við hlið móður sinnar í kirkjugarðinum í
Plainfield, Wisconsin, skammt frá gröfunum sem
hann hafði rænt nokkrum árum fyrr.
Heimildir:
Harold Schechter: Deviant
www.crimelibrary.com
www.houseofhorrors.com
Ed við réttarhöldin árið 1968.