Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 45
^ T?:iLiL^N^£íiVir/ BILASALAN SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐA 10 • S: 577 2800 / 587 1000 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 l~~Í ÍCj arblaö TL>V 4 «9 ^ Nýr Audi 54 í París Audi hefur svipt hulunni af nýrri sportútgáfu A4 línunnar. Nýr Audi S4 var frumkynntur á bílasýning- unni í París í vikunni og eins og fyr- irrennari sinn verður Audi S4 fram- leiddur sem hlaðbakur og stallbak- ur. Stærsta nýjungin í nýjum S4 er vafalaust vélin, en hún er 4,2 lítra V8 bensínvél sem skilar 344 hestöfl- um við 7000 snúninga. Með sex gíra handskiptum gírkassa er hröðunin í hundraðið aðeins 5,6 sek. Vélin er aðeins 464 mm að lengd og mun hún vera fyrsta vélin af þessari stærð- argráðu til að passa i bil í þessum flokki. V8 vélin vegur aðeins 195 kg en það er álíka og 2,7 lítra V6 vélin sem er í fyrirrennara S4. Vélin hef- ur mikið tog en hámarkstogi nær vélin við 3500 snúninga eða 410 Nm. Framluktir eru með Xenon-ljósum og titaniumlituðum ljóskerum. Speglar og krómlistar gefa bílnum síðan mjög sterkan og ákveðinn svip sem greinir hann frá öðrum gerðum Audi. -NG Nýtísku Nissan Micra Nýjasta tíska er þema Nissan á bílasýningunni í París og besta vís- bendingin um það er ný tilraunaút- gáfa Micra með fellanlegu þaki. Bill- inn mun heita Micra C+C og bætist hugsanlega við nýja framleiðslulínu Micra sem væntanleg er á markað á næsta ári. C+C er hugsaður fyrir borgarbúa sem vilja útlit og stíl opna bílsins án þess að þurfa að fóma öryggi eða þægindum. Bíllinn mun keppa við hinn vinsæla Peu- geot 206 CC og verður með sætum fyrir fjóra. Ef billinn fer á markað er líklegt að hann fái e-4WD vélina sem kynnt var í Tokyo í fyrra en það er tveggja lítra vél með sex gíra kassa eða valskiptingu. Afl vélar- innar fer þá beint til framhjólanna en þegar þörf er á drífa rafmótorar afturhjólin áfram. í þessum litla bíl verður upptakið gott en hann ætti r að fara í hundraðið á sjö sekúndum. Hjólahafið er 72 mm lengra en í nýrri Micra sem þýðir meira pláss í aftursætum og farangursrými. Einnig eru aftursæti á sleða til að auka fjölnýtimöguleika hans. -NG Forvitnilegur sportbíll meö dísilvél Lítíll og ódýr sportbíll frá Smart Smart er lítill bílaframleiðandi með litla bíla en stóra drauma. Hann frumsýndi á bílasýningunni í París lítinn sportbíl með vélina aft- ur í, líkt og aðrir bílar fyrirtækisins. Bíllinn var frumsýndur sem til- raunabíll fyrir tveimur árum og er lítil breyting á bílnum sem fer í framleiðslu. Hann er á lengri undir- vagni en er samt sem áður einn minnsti bíll á evrópskum bílamark- aði. Bíllinn er byggður á Tridion stálgrind og eru ýmsir hlutar yfir- byggingar úr plasti þótt hurðir séu úr áli. Afturgluggi hallar skáhallt aftur og bognar svo beint niður til að auka útsýni. Farangursrými eru tvö, 59 lítra í nefinu og 189 lítra í skottinu bak við vélina. Litla þriggja strokka vélin hefur stækkað úr 599 rúmsentímetrum í 698 rúmsentí- metra og er nú 81 hestafl. Bíllinn er aðeins 790 kíló og er þvi 103 hestöfl á tonnið sem ætti að gefa honum nokkuð líflega framkomu. Eyðsla í blönduðum akstri á að vera undir 5,5 lítrum á hundraðið. Bíllinn fer á markað í Evrópu á vormánuðum og mun verðið fyrst verða aðeins 1,3 milljónir króna. -NG Meðal forvitnilegustu bíla sem frumsýndir eru í París er Opel Eco- Speedster tilraunabillinn sem er sportbíll með dísilvél. Opel notar bíl- inn til að kynna fjórar nýjar dísilvél- ar sem væntanlegar eru á þessu og næsta ári. Þær eru allt að 177 hestöfl en vélin í sportbílnum er 1,3 lítra einbunuvél með mikinn hámarks- hraða en litla eyðslu. Vélin, sem er 112 hestöfl, skilar þessum 660 kg bíl í rúmlega 250 km hámarkshraða meðan eyðsla í blönduðum akstri var aðeins 2,5 lítrar á hundraðið. Vélin er afurð samstarfsverkefnis Fiat og GM og kemur á markað á næsta ári. Tilraunabíllinn byggir á Speedster sportbílnum og er meö vélina fyrir miðju. Mikið hefur ver- ið lagt í að bæta loftflæði og náðu hönnuðir Opel að lækka loftmót- stöðu bílsins í 0,20 Cd. -NG Toyota Land Cruiser 100 VX, 4700 Volvo S40, 2000 cc, 05/97, cc, bensín, 07/00, ssk., ek. 67 þ. km. álfelgur, spoiler, ek. 42 þ. km, ssk., leðuráklaeði, topp- dráttarkúla. lúga, tölvustýrð fjöðrun og margt fleira. Verð 1.290.000 Verð 5.590.000 Peugeot 406 st, 2000 cc, bsk., 07/99, ek. 61 þ. km. ABS, álfelgur, spoiler, dráttarkúla. Verð 1.320.000 Range Rover HSE, 4600 cc, 05/00, ek. 23 þ. km, ssk., leðuráklæði, topplúga, stillanleg fjöðrun, dráttarkúla ásamt mörgu fleira. Verð 5.700.000 Subaru Legacy 2000 cc, bsk., 10/00, Musso Grand luxe, 2900 cc, dísil, ek. 25 þ. km, dráttarkúla, spoiler. beinskiptur, 03/00, Verð 1.890.000 ek. 68 þ. km. Viðarmælaborð, topplúga, dráttarkúla. Verð 2.490.000 Hil 1H T9ÖÖ1 Nýr Subaru Forester kynntur um helgina Um helgina verður kynning á nýj- um Subaru Forester hjá Ingvari Helgasyni hf. Nýr Subaru Forester kemur nú með nýju og gjörbreyttu útliti, jafnt að utan sem innan. For- ester hlaut meðal annars hæstu ein- kunn hjá IIHS í Bandaríkjunum í árekstrarprófl þeirra fyrir öryggi ökumanns og farþega. Eitt af aðals- merkjum Subaru Forester hefur ver- ið mikil veghæð en jafnframt lágur þyngdarpunktur sem gerir Subaru Forester að góðum kosti þegar velja á bíl sem nýtur sín mjög vel við all- ar aðstæður. Að sögn Ragnars F. Valssonar, sölufulltrúa hjá Ingvari Helgasyni, hefur nýr Forester þegar vakið mikla eftirvæntingu og hafa nú þegar verið gerðar fjölmargar pantanir á nýjan Subaru Forester. „Grunnverð bílsins er 2.559.000 kr. og þá 2.689.000 kr. sjálfskiptur. Lux- ury útgáfan kostar svo 2.949.000 kr. en hún er hlaðin aukabúnaði eins og álfelgum, topplúgu, þokuljósum o.fl.“ sagði Ragnar. Skuldir Daewoo afskrifaöar Lánardrottnar hins gjaldþrota Daewoo-bílaframleiðanda ætla að afskrifa stóran hluta skulda fyrir- tækisins. Fyrirtækið er mjög skuldsett svo ekki sé meira sagt, skuldar 1400 milljarða króna, en lánardrottnar munu afskrifa 77% þeirra. Er þá síðustu hindruninni rutt úr vegi svo að GM geti fjár- fest í fyrirtækinu. Búist er við að GM hefji endurreisn Daewoo í næsta mánuði ásamt Suzuki bíla- framleiðandanum og mun nýja fyrirtækið heita GM Daewoo Auto & Technology. Afgangur skulda Daewoo verður greiddur með rútu- og vörubílaframleiðslu Da- ewoo og Pupyong-bílaverksmiðj- unni sem ekki eru hluti af samn- ingnum við GM. -NG Blæjugerð bjöllunnar væntanleg Blæjugerð bjöllunnar, New Beetle Cabriolet, er meðal þeirra bíla sem sýndir eru á bílasýning- unni í París og mun koma á Evr- ópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2003. Nýja Bjallan byggist á sterk- um stoðum því hún kemur í kjöl- far tveggja af mest seldu blæjubíl- um í heimi, Golf Cabriolet og blæjugerð gömlu bjöllunnar. í bílnum verður boðið upp á fjöl- hæfa notkun aftursæta, sem gefur aukna möguleika á að flytja hluti, og veltigrind sem kemur sjálf- krafa upp ef bíllinn lendir í óhappi. Heilsársblæjan er meðal annars með upphitaðri afturrúðu úr gleri. Nýja Bjallan verður fáan- leg á Þýskalandsmarkaði með fjórum vélum, þremur bensínvél- um og einni dísilvél, með aflsvið frá 75 upp í 115 hestöfl. Líkt og á eldri gerð bjöllunnar liggur blæj- an á ímyndaðri miðsúlu. Þessi hönnun er gerð með ráðnum hug til að undirstrika tengslin við klassísku bjölluna. Á hinn bóginn ber miklu minna á þessari blæju þegar hún er brotin saman. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningar- og blaöafulltrúa Heklu, verður hægt að sérpanta blæjubjölluna frá Volkswagen í apríl á næsta ári. „Við gerum ekki ráð fyrir mikilli sölu á þess- um bíl en þó er ljóst að þær blæju- bjöllur sem við tökum inn eiga eftir að vekja mikla eftirtekt. Verð á blæjubjöllunni liggur ekki fyrir fyrr en í vor,“ sagði Jón Trausti. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.