Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 49
LAUGARD AGU R 28. SEPTEMBER 2002
Helga rblctö 13 V
53
Magnús Guðmundsson
fyrrv. menntaskólakennari, verður áttatíu og fimm ára á morgun
Magnús Guðmundsson, cand. mag. í íslenskum
fræðum, Droplaugarstöðum við Snorrabraut í
Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Magnús er fæddur 29.9. 1917 að Stóra-Laugardal,
Tálknafirði, og ólst upp að Ytri-Sveinseyri á
Tálknafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskól-
ann á Núpi við Dýrafjörð 1936-1938, lauk kennara-
prófi frá Kennaraskóla íslands árið 1940 og stúd-
entsprófi 1949. Hann varð cand mag í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands 1955 og lagði einnig
stund á nám við Tónlistarskóla í Reykjavík í nokk-
ur ár.
Magnús starfaði við sundkennslu á Sveinseyri á
yngri árum, var kennari við Miðbæjarbarnaskól-
ann í Reykjavík frá 1941 og síðan við gagnfræða-
deild sama skóla frá 1946-1957. Hann var kennari
við Verslunarskóla íslands frá 1957-1964 og við
Menntaskólann í Reykjavík frá 1964-1980.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 11.9. 1943 Önnu Hallgrímsdótt-
ur kennara, f. 16.9. 1912, d. 14.11. 1997. Foreldrar
hennar voru Hallgrímur Jónsson, skólastjóri Mið-
bæjarbarnaskólans, f. 24.7. 1885, d. 7.12. 1961, og
Vigdís Erlendsdóttir húsmóðir, f. 26.4. 1871, d. 17.3.
1948.
Barn Magnúsar með Margréti Jóhannesdóttur er
Ásdís Berg Magnúsdóttir, f. 7.4. 1937, Sigtúni 15,
Patreksfirði, maður hennar er Hermann Ármanns-
Þórdís (Stella)
Brynjólfsdóttir
afgreislustúlka er sjötug í dag
Þórdís (Stella) Brynj-
ólfsdóttir, Hrísmóum 9, í
Garðabæ er sjötug í dag.
Starfsferill
Þórdís fæddist í
Reykjavík 28. september
1932 og ólst upp þar og í
Kaupmannahöfn. Hún
gekk í S.T. Hansga-
deskóla, Nörribrú í Kaup-
mannahöfn, 1938-1945 og
var í Reykjaskóla í Hrútafirði 1946-1948. Lengst
af starfsæfinni vann hún í apóteki Hafnarfjarðar
og apóteki Garðabæjar.
Fjölskylda
Þórdís gekk í hjónaband 9. 2. 1952. Eiginmað-
urinn er Sigurður Þorsteinsson vélfræðingur, f.
1.3. 1931. Foreldrar hans voru Þorsteinn K. Sig-
urðsson, f. 2.8. 1904, d. 1.3. 1987, bifreiðastjóri í
Reykjavík, og Guðmundína Kristjánsdóttir, f.
14.9. 1907, d. 8.5. 1995.
Börn Þórdísar og Sigurðar eru Brynjólfur, f.
8.8. 1952, prentari, kona hans er Hrafnhildur
Hlöðversdóttir hárgreiðslumeistari; Steinunn
Guðmundína f. 29.9. 1954, starfsmaður hjá Delta;
Ruth, f. 2.4. 1957, skurðhjúkrunarfræðingur,
maður hennar er Guðmundur Guðmundsson
vélaverkfræðingur; Hrefna f. 16.6. 1959, tækni-
teiknari, maður hennar er Baldur Baldursson
framkvæmdastjóri. Barnabörn Þórdísar og Sig-
urðar eru 13 og barnabarnabörnin þrjú.
Hálfsystir Þórdísar, sammæðra, er Ragnheið-
ur Benediktsdóttir f. 7.12. 1936. Maöur hennar
var Jón Árnason en hann er látinn. Börn þeirra
eru fjögur. Ragnheiður býr í Vindsor í Kanada.
Hálfsystkini Þórdísar, samfeðra, eru Ólafur Frið-
mar, f. 12.5. 1956 og Danfríður Kristín, f. 23.9.
1958.
Foreldrar Þórdísar voru Brynjólfur Kristjáns-
son, f. 8.9. 1902, d. 7.9. 1960, verkstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins og fyrri kona hans, Dagbjört Stein-
dórsdóttir, f. 24.6. 1912, d. 9.11. 1968, húsmóðir.
Þau skildu. Þórdís var kjörbarn þeirra en raun-
móðir hennar var Sigriður Sveinbjörnsdóttir, f.
20.9. 1904, 7.5. 1948.
Ætt
Faðir Brynjólfs er Kristján Jóhann Páil Páls-
son, f. 25.8.1880, d. 21.10.1962, bóndi í Hólslandi í
Eyjahreppi, sonur Páls Kristjánssonar, f. 28.1.
1856, d. 24.9. 1921, sem Pálsætt er kennd við, og
k.h., Kristínar Hannesdóttur, f. 10.2.1857, d. 11.6.
1897.
Móðir Brynjólfs var Danfríður Brynjólfsdóttir,
f. 24.6.1883, d. 17.8.1958, dóttir Brynjólfs Daníels-
sonar og Guðríðar Þorsteinsdóttur, frá Garða-
brekku, Þorsteinssonar, Loftssonar á Bolavöll-
um.
Snorri Hjaltason
byggingarverktaki verður
fimmtugur á mánudag
Snorri Hjaltason bygging-
arverktaki, Funafold 61,
Reykjavík, verður fimmtugur
á mánudaginn.
Starfsferill
Snorri er fæddur í Reykja-
vík 30. september 1952 og ólst
upp í smáíbúðahverfinu.
Hann lauk sveinsprófi í húsa-
smíði frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti 1983 og hlaut
meistararéttindi byggingar-
manna frá meistarskólanum i
Reykjavík 1986. Snorri starf-
aði við húsgagnasmíði hjá
Ólafi R. Árnasyni 1970-1974,
við húsasmíði hjá Búlka sf.
1979 og Trésmiðju Hornafjarð-
ar 1981. Hann var sjálfstæður
atvinnurekandi við húsa og
innréttingasmíðar 1974-1979
og frá 1982 hefur hann rekið
eigið fyrirtæki, Trésmiðju
Snorra Hjaltasonar ehf.
Snorri sat í stjórn félags
starfsfólks í veitingahúsum
1975, í byggingarnefnd Sjálf-
stæðisflokksins í Grafarvogi
1990- 1992, í stjórn hverfafé-
lags Sjálfstæðisflokksins í
Grafarvogi 1990-1993, formað-
ur í eitt ár. Hann var í stjóm
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík 1993, í stjórn
landsmálafélagsins Varðar
1991- 1995, varaborgarfulltrúi
í Reykjavík 1998-2002, í stjórn
ÍTR og Hverfisnefnd Grafar-
vogs 1998-2002, í byggingar-
og sóknarnefnd Grafarvogs-
kirkju 1990-1991, formaður al-
menningsdeildar Fjölnis 1992,
formaður UMF Fjölnis 1993-
1998 og frá 2000, í stjórn ÍBR
1998-2000, formaður Taek-
wondo-nefndar ÍSÍ 2000-2002
og formaður Taekwondo-sam-
bands íslands frá stofnun,
2002.
Fjölskylda
Snorri kvæntist 16.11.1974
Brynhildi Sigursteinsdótt-
urbókara, f. 25.2. 1957. For-
eldrar hennar eru Helga G.
Guðmundsdóttir og Sigur-
steinn Þórðarson, sem er
látinn.
Börn Snorra og Brynhildar
eru Sigursteinn, f. 25.9. 1975,
kennari, sambýliskona hans
er Sigríður G. Ólafsdóttir,
Reykjavík: Þórunn Kristín, f.
5.11. 1979, ferðaráðgjafi, sam-
býlismaður hennar er Svan-
þór Gunnarsson og eiga þau
eitt barn; Ólafur Páll, f. 22.4.
1982, knattspyrnumaður, sam-
býliskona hans er Hrafnhild-
ur Eymundsdóttir, Reykjavík.
Fyrir hjónaband átti Snorri
dótturina Guðnýju Ástu, f.
11.4. 1973, maöur hennar er
Steinþór Eggertsson og eiga
þau þrjú böm.
Systkini Snorra eru Ragna
Kristín, f. 28.10. 1946, þjón-
ustufulltrúi í Reykjavík, Jón
Edwarð, f. 16.1. 1948, tónlist-
arkennari í Reykjavík, Vignir
Sveinbjörn, f. 1.1. 1951, múr-
ari i Reykjavík, og Lilja, f.
16.8. 1956, tónlistarkennari í
Reykjavík, Ólafur Páll, f. 3.10.
1959, d. 8.6. 1978.
Foreldrar Snorra: Hjalti
Ólafur Jónsson, f. 5.10. 1926,
múrari, og Halldóra Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, f. 14.9.
1926, húsmóðir og skrifstofu-
maður í Reykjavík.
Ætt
Hjalti er sonur Jóns Hjalta-
sonar, f. 29.3. 1898, d. 7.12.
1972, verkstjóra í Reykjavík,
og konu hans, Evu Sæmunds-
dóttur, f. 22.8. 1908.
Halldóra Þórunn er dóttir
Sveinbjörns Rögnvaldssonar,
f. 15.9. 1886, d. 23.3. 1975,
bónda á Uppsölum, og konu
hans Kristínar Hálfdánardótt-
ur f. 22.11. 1896, d. 2.1. 1951.
Snorri tekur á móti vinum
og kunningjum í Golfskála
GR, Grafarholti, á morgun,
sunnudaginn 29. september
kl. 11-14.
son, f. 13.11. 1937.
Börn Magnúsar og Önnu Hallgrímsdóttur eru
Hallgrímur Magnússon, f. 17.1. 1949, dr. med.,
Grundarstíg 17, sonur hans er Einar Hallgrimsson,
f. 14.3. 1985; Vigdís Magnúsdóttir, f. 14.2. 1951,
heilsugæsluhjúkrunarfræðingur, Baughúsum 36,
maður hennar er Egill Már Guðmundsson, f. 27.1.
1952, synir þeirra eru tveir, Magnús Guðmundur
Egilsson, f. 16.10. 1970, hann á soninn Pál Skirni
Magnússon, f. 13.12.1993, og Arnar Óskar Egilsson,
f. 16.10. 1978.
Hálfsystir Magnúsar, samfeðra: Þrúður Guð-
mundsdóttir kennari. Alsystkini Magnúsar: Þór-
hallur Guðmundsson verkamaður, f. 9.2. 1900, d.
30.6. 1987; Helgi Guðmundsson pípulagningameist-
ari, f. 16.2. 1902, d. 1.10. 1973; Hólmfríður Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 19.11. 1903, d. 2.5. 1989;
Sigurður Guðmundsson sjómaður, f. 1904, látinn;
Gísli Guðmundsson skipstjóri, f. 13.7. 1908, d. 17.2.
1943; Jóhann Guðmundsson, starfaði hjá Samein-
uðu þjóðunum, f. 5.2. 1923, d. 2001.
Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Hallsson,
f. 8.4. 1864, d. 22.6. 1948, bóndi, og Margrét Einars-
dóttir, f. 13.7. 1880, d. 5.7. 1972, húsmóðir. Þau
bjuggu að Ytri-Sveinseyri í Tálknafirði.
Höfuöstafir
Kormákur Erlendsson hét maður sem lengst af átti
heima á Egilsstöðum. Hann var slyngur hagyrðingur.
Einhverju sinni vann hann í Skógrækt ríkisins á Hafl-
ormsstað ásamt fleira fólki. Þar var þá ráðskona sem
lá undir ámæli fyrir að liggja lengst af í sólbaði og
gefa starsfólkinu skonrok með kaffinu. Um þetta orti
Kormákur:
Puöar viö pottlok,
pínd undir þrœlsok,
mórauö sem moldfok
maddama skonrok.
Helgi Seljan, fyrrum skólastjóri og alþingismaður,
orti ungur að árum vísu um mann sem honum llkaði
ekki við:
Hlœr svo dátt, en hyggur flátt,
hímir þrátt og sefur.
Yrkirfátt og undur smátt
andans gáttaþefur.
Eftir að Guðni Ágústsson ráðherra hafði haldið
fund með Norður-Þingeyingum orti Jóhannes Sigfús-
son á Gunnarsstöðum:
Allt sem vonum okkar brást
allt sem mátti klaga,
allt sem Drottni yfirsást
ætlar Guðni aö laga.
Sá snjalli vísnasmiður Ólafur Sigfússon í Forsælu-
dal orti einhvern tíma að gefnu tilefni:
Eg hef fundi átt í dag
meó ýta kindum
alsjáandi á eigin hag
en annars blindum.
Boxarinn fékk sér bi-eta
en bi-etann þó vildi ekki éta
úr andstœöings eyra.
Ógn er aö heyra.
Hann kunni ekki ketið aó meta.
Ýta kind merkir maður. Takið eftir að fyrsta orðið
í fyrstu línunni er Eg, ekki Ég. Að öðrum kosti er
stuðlasetning vísunnar röng og það hefði Ólafur ekki
látið henda sig.
í síðasta þætti birtist limra um þann hápunkt
íþróttasögunnar þegar boxarinn Tyson beit eyrað af
mótherja sínum og fékk bágt fyrir. Mér barst nýlega
önnur limra um þetta efni, höfundur er Sigurður
Ó. Pálsson á Egflsstöðum. Eitt rímorð limrunnar
inniheldur svokallað skriðhljóð sem lengi tíðkað-
ist á Austurlandi en er nú að mestu aflagt, hér
táknað með i-e:
Umsjón.<*»
Ragnar Ingi
Aðalstcinsson
ria@ismcnnt.is
Og hér verða viðkvæmar sálir aö hætta að
lesa því að síðasta vísan er svolítið dónaleg.
Björn Ingólfsson á Grenivík kom eitt sinn inn í
matvöruverslun og vildi kaupa frosið nauta-
hakk. Afgreiðsludama tjáði honum þá að allt
nautahakkið væri þiðið. Þetta þótti Birni undar-
lega til orða tekið og orti:
Merkilegt hvaö málfarssviöið
margir teygja breitt og vítt.
Nautahakkiö þitt er þiöið.
Þér hefur sjálfsagt veriö rítt.