Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 52
} 5& HelQarblacf H>’V
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
ÞURRKUBLOÐ
Engar tím&paritanir.
Korridu núna?
REYKJAVIK * AKUfíE/fii B / l A '/ A K T I N
Skákþátturinn___________
Umsjón
Sævar Bjarnason
Stórmeistarinn Eduard Gufeld er látinn:
Litríkur og skap-
mikill persónuleiki
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, óskar eftir
tilboðum í verkið: Uppsteypa lokahúsa Forsteypa á þrjú lokahús sem skal
síðan koma fyrir á tveim stöðum í Reykjavík og á einum á Akranesi í dreifikerfi
ORá kölduvatni.
Helstu magntölur eru:
Steypumót 200 m2
Steypa 27 m3
Járnbinding 2000 kg
Flutningur og frágangur húsa 3 staðir
Skiladagur á lokahúsi á Akranesi er 15. nóvember2002.
Skiladagur á lokahúsi Klettagörðum er 15. desember 2002.
Skiladagur álokahúsi Barðastöðum er 15. febrúar 2003.
Skiladagur heildarverks er 15. febrúar 2003.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frikirkjuvegi
3,101 Reykjavík, frá og með 24. september 2002 gegn 20.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða: 2. október 2002, kl. 11:00 hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar.
notahús, stór og líti
Bjóöum RC íbúðarhús, sumarhús og
sem gæðin skipta máli“
RC húsin og sumarhúsin eru öll byggð úr KJÖRVIÐI, sem er sérvalin,
hægvaxin og þurrkuð, norsk fura af 1. sorteringu. Það fylgir allt með,
sem til þarf til að byggja RC húsin og þú þarft því aldrei út í búð á
byggingartímanum. Efnið í RC húsin kemur tilsniðið. Teikningar koma
númeraðar og með sömu númerum og efnispakkarnir.
Það fylgja einnig frágangs-og smíðateikningar fyrir smiðina.
NÝTTÁ ÍSLANDI
RC Hús bjóða nú NÝJA „Royal“ þrýstifúavöm, þar sem
allt útitimbur, er nú soðið í náttúruvænum olíum, í
þrýstitönkum, við 300° hita og í þeim lit sem þú vilft hafa
húsið þitt. Eftir þetta þarfnast timbrið ekki eftirmeðferðar
fyrr en eftir 6-10 ár.
„RC hus þegar
gæðin skipta máli“
ftG ftúif
Sóltún 3,105 Reykjavík
Sími: 511 5550
Veffang: www.rchus.is
Netfang: rchus@rchus.is
flahátlurinn
Utvarpi Sögu fm 94.3
Þáttur um viðskipti og efna-
hagsmál þar sem blaðamenn
Viðskiptablaðsins rýna í það
helsta á markaðnum á hverjum
virkum degi milli klukkan 17-18
nlll l>m) úliiiítiirriDdxlii i liriiui riúslúplii i iliiu
-það borgar sig að hlusta
\
Landsbankinn
Landsbréf
Stórmeistarinn Eduard Gufeld
er látinn í Los Angeles í Banda-
ríkjunum. Hann fæddist í Úkraínu
1936 og um 1960 var hann meðal
fremstu stórmeistara heims og
lagði alla þá sterkustu: Tal,
Spasskí, Kortsnoj og Bronstein.
Hann var oft með sovésku ólymp-
íusveitinni sem fararstjóri og
þjálfari. Gufeld var lengi búsettur
í Georgíu og var skákþjálfari
kvenna þar. En konur frá Grúsíu
þóttu öðrum fremri í skák í Sovét,
eins og t.d. Maya Chiþurdanidze,
sem varð síðasti heimsmeistari
kvenna úr Sovétríkjunum. Hann
ritaði margar bækur um skák.
Það vakti furðu margra að
Gufeld fékk að ferðast einn á skák-
mót víðs vegar um heiminn á Sov-
éttímanum, þegar allir aðrir höfðu
með sér „leiðsögumenn". Það kom
þeim orðrómi af stað að hann
væri háttsettur í KGB en sjálfur
neitaði hann þeim orðrómi ávallt.
Eftir fall Sovétsins hélt hann tii
Bandaríkjanna, þar sem hann
dvaldi til æviloka. Gufeld þótti lit-
rikur persónuleiki og skapmikill
en einnig skemmtilegur. Honum
var í mun að breiða út skáklistina
og hélt fyrirlestra um skák um
alla heimsbyggðina. Hann tefldi
mjög skemmtilega og af miklu
harðfylgi eins og við fáum að
kynnast í dag.
Hér er fórnarlamb Gufelds
Vassilí Smyslov, fyrrverandi
heimsmeistari, sem á þessum
árum var enn í fullu fjöri við
skákborðið.
Hvítt: Vassilí Smyslov
Svart: Eduard Gufeld
Vængtafl.
Sovéska meistaramótið 1967
1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. b4 Bg7 4.
Bb2 0-0 Þessi leikmáti var i miklu
uppáhaldi hjá Smyslov sem hafði
rólegan stöðustil. Þetta afbrigði
fór á verkstæði í nokkurn tíma
áður en Smyslov tefldi það aftur
eftir þessa skák! 5. e3 b6 6. d4 c5
7. dxc5 bxc5 8. b5 a6 9. a4 Re4!
Skemmtilegur leikur og Smyslov
stenst ekki freistinguna að reyna
að vinna lið. 10. Bxg7 Kxg7 11.
Dd5 Da5+ 12. Ke2.
Síðasti leikur hvíts, 12. Ke2, var
nauðsynlegur. Eftir 12. Rbd2 Rxd2
13. Rxd2 axb5 er svartur i góðum
málum. En nú koma óvæntar fórn-
ir! 12. - Bb7! 13. Dxb7 Rc6 Hér
afræður Smyslov að fóma drottn-
ingunni. Eftir 14. bxc6 Hab8! 15.
dxd7 Hb2+, fylgt af Hd8, er sókn
svarts ógnvænleg. 14. Rfd2 Ha7
15. bxc6 Hxb7 16. cxb7
Sumar stöður sem upp koma á
skákborðinu lúta engum lögmál-
um og þessi staða er ein af þeim.
Hvítur hefur 2 létta menn og hrók
fyrir drottninguna og peð á b7 að
auki. Meira en nóg oftast. En eftir
næsta leik svarts er ljóst að eitt-
hvað af liði hvits fýkur út af borð-
inu! 16. - Db4!! 17. Rxe4 Db2+
18. Rbd2 Dxal 19. Rxc5 Hb8
Hvitur hefur 3 létta menn fyrir
drottninguna sem væri einnig í
lagi ef þeir gætu unnið saman! 20.
g3 Da3 21. Rxd7 Hxb7 22. Bh3
Dd6 23. c5 Dd5 24. f3 Hb2 25.
Hdl e6 26. c6
Hvítur hefur smávon um að
menn hans nái saman. En eftir
næsta leik er ljóst að svartur hef-
ur teflt sérlega glæsilega. 26. -
Dc4+ 27. Kel Dd3 28. Bfl Dxe3+
29. Be2 a5 30. f4 f6 31. c7 Hc2
32. Kfl Hxc7 33. Rc4
Og nú kemur smáleikflétta til
að kóróna skákina. Það var illa
farið með góðan mann í þessari
skák! 33. - Hxc4 34. Bxc4 Df3+
35. Kel Dc3+ 0-1
Annar sdgur í röð
Hellir vann annan sigur sinn í
röð í fimmtu umferð Evrópumóts
taflfélaga. Að þessu sinni voru and-
stæðingarnir enska liðið Barbican,
með stórmeistarann Jonathan
Parker (2.570) i broddi fylkingar.
Hannes Hlífar er að komast á eðli-
legt ról og lagði kappann. Andri
Áss Grétarsson sigraði einnig í
sinni skák. Liðinu hefur ekki geng-
ið sem best en mótið er sterkt. Það
eru franska liðið NAO, bosniska
liðið Sarajevo og rússneska liðið
Tomsk sem berjast um sigurinn en
tefldar eru 7 umferðir eftir sviss-
nesku Monradkerfi. Um 200 stór-
meistarar taka þátt í mótinu!
Liðsstjórinn sagði að þetta væru
fyrstu úrslitin sem hann væri
nokkuð sáttur við þótt sigurinn
hefði getað orðið stærri. Þannig lék
Ágúst Sindri illa af sér og tapaði og
Ingvar lék einnig af sér í sjötta leik
en tókst af ótrúlegri þrautseigju að
halda jafntefli.
Úrslit fimmtu umferðar:
Barbican chess club - Taflfélag-
ið Hellir:
Jonathan Parker, (2570) - Hann-
es Hlífar Stefánsson, 0-1
Stephen Dishman, (2297) - Helgi
Ólafsson, 0,5-0,5
David Sands, (2246) - Ágúst
Sindri Karlsson, 1-0
Peter P. Taylor, (2224) - Ingvar
Ásmundsson, 0,5-0,5
Alex Tucker, (2199) - Snorri
Bergsson, 0,5-0,5
David Flower, (2108) - Andri
Áss Grétarsson, 0-1.
Haustmót TR
Sigurður Daði Sigfússon heldur
forystunni á Haustmóti TR og er
með 7,5 vinninga eftir 9 umferðir.
I öðru sæti er Magnús Örn Úlfars-
son með 7 vinninga og Davíð
Kjartansson er í því þriðja með 6
vinninga. Mótið hefur verið
skemmtilegt og spennandi og úr-
slit ekki ráðin enn þegar 2 umferð-
ir eru eftir.
Staðan 1 A-flokki:
1. Sigurður Daði Sigfússon,
2400, 7,5, 2. Magnús Örn Úlfarsson,
2345, 7, 3. Davíð Kjartansson, 2155,
6, 4.-6. Guðmundur Halldórsson,
2275, Dagur Arngrímsson, 2115, og
Kristján Eðvarðsson, 2240, 5 v. 7.
Torfi Leósson, 2085, 4,5 v. 8.-9.
Björn Þorsteinsson, 2200, og Sig-
urður P. Steindórsson, 2185, 3,5 v.
10.-11. Sigurbjöm Björnsson, 2330,
og Jón Árni Halldórsson, 2155, 3 v.
12. Halldór Pálsson, 1915, 1 v.
Staðan í B-flokki:
1-2 Stefán Freyr Guðmundsson,
1810, og Stefán Bergsson, 1895, 8 v.
3 Kjartan Maack, 1940, 6,5 v. 4.-5.
Gísli Gunnlaugsson, 1875, og
Guðni Stefán Pétursson, 1880, 5 v.
6. Halldór Garðarsson, 1855, 4,5 v.
7. Bjami Sæmundsson, 1725, 3,5 v.
8. -10. Egill Þórðarson, 1835, Rafn
Jónsson, 1800, og Sigurður G. Dan-
íelsson, 1950, 3 v. 11. Atli Antons-
son, 1720, 2,5 v. 12. Sigurður Inga-
son, 1710, 2 v
Staðan efstu manna í C-flokki:
1. Ámi Þorvaldsson, 1615, 8 v. 2.
Sturla Þórðarson, 1400, 7 v. +
frestuð skák, 3. Skúli Haukur Sig-
urðarson, 1595, 6,5 v. 4.-5. Atli
Freyr Kristjánsson, 1370, 5,5 v.
Þórir Benediktsson, 1585, 5,5 v. +
frestuð skák, 6.-8. Aron Ingi Ósk-
arsson, 1410, Arnar Sigurðsson og
Helgi Brynjarsson, 5 v.
I ^Smáauglýsingar
^ tómstundir
tua
550 5000