Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 T-fr-Hjr Fréttir Greinargerð Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans: Reglur ekki brotnar - forsætisráðherra telur ekki tilefni til að breyta neinu í söluferlinu „Niðurstaöan er sú að engar regl- ur i þessu ferli hafl verið brotnar og í annan stað væri það eðlileg og sanngjörn niðurstaða að ákveða að hefja viðræður við hópinn sem kem- ur fram undir heitinu Samson í þessu söluferli. Þetta er meginnið- urstaða Ríkisendurskoðunar og er hún jákvæð. Síðan gerir Ríkisend- urskoðun nokkrar athugasemdir. Einkavæðingarnefndin er ekki sam- mála þeim öllum en það skiptir engu meginmáli því meginniður- staðan liggur fyrir,'1 sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar greinargerð Ríkisendurskoðunar vegna sölu ríkisins á kjölfestuhlut í Landsbankanum var kynnt í gær. Forsætisráðuneytið bað Ríkisendur- skoðun að yfirfara vinnuhrögð fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu við undirbúning á sölu hlutabréfa rik- isins í Landsbanka íslands. Tilefhi beiðninnar voru alvarlegar ásakanir sem Steingrímur Ari Arason lét falla í bréfi til forsætisráðherra þar sem hann sagði af sér sem fulltrúi fjár- málaráðherra í einkavæðingamefnd. Þrátt fyrir áðumefnda meginniður- stöðu Rikisendurskoðunar gerir hún engu að síður athugasemdir byggðar á gagnrýni Steingríms Ara og aðilanna þriggja sem buðu í hlut rikisins í Landsbankanum. Meðai annars þær að ekki hafi legið fyrir nákvæm verk- áætlun um söluna, ekki hafi verið gerð nákvæm og formleg grein fyrir söluferlinu og tímasetningum fyrr en 16. ágúst og að æskilegra heföi verið að fyrr í ferlinu hefði legið fyrir ná- kvæmari og skýrari upplýsingar um þau atriði sem úrslitum réðu um val á bjóðanda og leiðbeining um innbyrðis vægi þeirra. Ákvörðun Steingríms Ara um af- sögn var gerð samhliða því að beinar viðræður hófust við Samson um kaup á ráðandi hlut í Landsbankanum. Átaldi hann harðlega vinnubrögð nefndarinnar sem orsökuðu, að hans mati, að of margir lausir endar og of mörg ósamrýmanleg markmið hafi Sáttur við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar „Niöurstaöan er sú aö engar reglur í þessu ferli hafi veriö brotnar, “ segir Davíð Oddsson forsætisráöherra um greinargerö Ríkisendurskoöunar um sölu Landsbankans. verið í gangi þegar ákveðið var að fara í viðræður við Samson. Væri einka- væðingamefnd komin inn á braut sem væri dæmd til að mistakast. Öðrum nefndarmönnum fannst óskynsamlegt að binda verðið á hlut ríkisins í Landsbankanum við til- tekið hámark og lágmark eins og til- laga Steingríms Ara gerði ráð fyrir. Afsögn hans kom þeim mjög á óvart. Þó vitað væri að hann vildi leggja meiri áherslu á verðið þegar bjóðendur í hlut ríkisins voru metn- ir hefði hann hvorki gert athuga- semdir við vinnubrögð nefndarinn- ar né áherslur, hvorki formlega né óformlega, en til þess hafi hann fengið ærin tækifæri. Um athugasemdir Steingríms Ara sagði Davíð Oddsson: „Þau atriði sem Steingrímur Ari nefnir í bréfi sínu til mín fá ekki undirtektir hjá Ríkisend- urskoðun. Hins vegar er tekið undir atriði sem koma fram hjá honum sið- ar í viðræðum við Ríkisendurskoðun en höfðu aldrei komið fram í viðræð- um við okkur ráðherrana eða við sam- nefndarmenn hans í einkavæðingar- nefhd. Þetta eru eftirákomnar athuga- semdir." Um framhaldið á einkavæðingar- ferlinu sagði Davíð: „Það heldur bara áfram í því ferli sem það hefur verið. Það er ekkert til- efhi í þessari skýrslu tO að breyta neinu þar um. En við viljum taka mið af athugasemdum Ríkisendurskoðun- ar varðandi birtingu á reglum og þess háttar." -hlh Landbúnaðarráðherra á hljómleikum með Rolling Stones: Ruttu gömlu lögin og æröu liðið - segir Guðni Ágústsson sem upplifði ævintýri í Washington Skelltu sér á hljómleika Guöni Ágústsson og Margrét, eiginkona hans, létu gamlan draum rætast. „Þeir voru í stuði og náðu að trekkja liðið upp, eina ferðina enn,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra, sem brá sér ásamt eig- inkonu sinni, Margréti Hauksdótt- ur, á hljómleika með gömlu brýnun- um í Rolling Stones í Washington í síðustu viku. „Þetta var 70 þúsund manna há- tíð,“ sagði Guðni. „Þeir spiluðu þarna i tvo tíma, gömlu mennimir. Þeir voru stórkostlegir og fluttu sín góðu lög af mikilli innlifun. Mick Jagger hljóp þama um allt og var eins og unglamb að sjá. Þeir enduðu svo náttúrlega á því stórbrotnasta: „I cant get no ..." Ærðu allt Iiðið.“ Guöni sagði að ferðin til Was- hington hefði átt sér aðdraganda og það hefði gengið upp að fá miða. Þau hjónin hefðu verið bæði í borg- inni og hefðu upplifað í fyrsta sinn að komast á Stones-tónleika. Það hefði veriö ævintýri, því eitt það fyrsta sem þau hefðu upplifað sem unglingar hefðu verið Rolling Sto- nes og Bítlarnir. „Já, ég var Stones-maður,“ sagði Guðni aðspurður, „og var alltaf hrif- inn af músíkinni þeirra. En maður var hógvær og lítillátur á þessum unglingsárum. Þessar hljómsveitir voru í Lögum unga fólksins og á þessum byltingartímum ungu kyn- slóðarinnar voru þetta hetjumar. Þetta var mikið ævintýri þá og stór- kostlegt að sjá nú þessa kalla vera enn að sigra heiminn, 40 árum síð- ar eða svo. Núna eru þeir orðnir öðruvísi, biðja um jógúrt og aðrar hollar vörur fyrir tónleika. Ef þeir hefðu vitað að til væri Skyr.is hefðu þeir sjálfsagt beðið um það.“ Guðni sagði að tónleikarnir hefðu verið haldnir undir beru lofti. Þyrlur hefðu flogið yflr og ver- ið mikill viðbúnaður og mikið „show“, sem varpað hefði verið upp á myndskjái. Þau hjónin hefðu ver- ið þarna í góðri stúku, í félagsskap góðra íslendinga og Stones-aðdá- enda, svo sem Sigga Hall mat- reiðslumeistara. „Það er ógleymanlegt ævintýri að heyra í þessum miklu snilling- um við svona aðstæður. Mig hafði alltaf langað til þess að sjá þá, en ég held að konan min hafi átt sér enn ríkari draum þess efnis,“ sagði Guðni, sem kvaðst ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að forseti Stones-klúbbsins, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, byði þeim hjónum inngöngu í hann aö fenginni þessari upplifun. -JSS S®líiSittx5JJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18:19 18:12 Sótarupprás á morgun 8:11 8:25 Síödegísflób 23:08 15:10 Árdegisflóö á morgun 11:47 16:20 Rigningarveður Búist er við talsveðri rigningu suðaustan til á landinu. Reiknað er með suðaustan- og austanátt, 5-10 m/s, um landið vestanvert en annars víöa 10-18 m/s. Úrkomulítið verður norðan til á landinu en skúrir suðvestan til. Hiti 7-15 stig. Rigning sunnan til Á morgun, sunnudag, er búist við austan 5-10 m/s, rigningu á Suður- og Austurlandi, en annars skúrum. Hiti 7 til 12 stig. •JL L Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur “ðTð Hiti 5° Hiti 2° Hiti 2° til 10° til 7° ti! 6° Vtndur: 8-13 Vindur: 8-13 ,,l/‘ Vtndur: 5-10 »>A * Austlæg átt norövestantil og við suöurströnd- ina. Rigning með köfium suðaustaniands. Annars skýjað með köflum og úrkomulrtið. Hiti 5 til 10 stig. Austan- og norðaustanátt, skúrir noröan- og austanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Heidur kólnandi veður. Austan- og norðaustanátt, skúrír noröan- og austaniands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Heldur kólnandi veður. iklAyyAjjjjtsj Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Jbl/sl'h Jll. 'ö AKUREYRI hálfskýjað 8 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö 9 EGILSSTAÐIR rigning 12 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 8 KEFLAVÍK skúrir 8 RAUFARHÖFN alskýjað 9 REYKJAVÍK hálfskýjaö 10 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 9 BERGEN léttskýjaö 1 HELSINKI alskýjað 1 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 3 ÓSLÓ alskýjaö 4 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN skúrir 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -1 ALGARVE léttskýjaö 11 AMSTERDAM léttskýjaö 4 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN léttskýjaö 1 CHICAGO þokumóöa 11 DUBLIN rigning 12 HALIFAX alskýjaö 7 FRANKFURT alskýjaö 7 HAMBORG léttskýjaö 1 JAN MAYEN skýjað 6 LONDON mistur 11 LÚXEMBORG þokumóöa 6 MALLORCA þrumuveöur 14 MONTREAL heiöskírt 9 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 1 NEWYORK rigning 14 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS léttskýjaö 7 VÍN súld 7 WASHINGTON rigning 16 WINNIPEG heiöskírt 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.