Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGU R 12. OKTÓBER 2002
HeÍQarbloö 1OV
31
Arsene Wenger um skoska knattspyrnumenn
Berti Vogts, þjálfari skoska landsliðsins:
íslenska liðið
sigurstrang-
legra
Berti Vogts var áhyggjufullur á blaðamanna-
fundi sem skoska landsliðið hélt á Grand Hótel í
hádeginu í gær. Hann heldur sig enn við þá skoð-
un sína að hann telji íslenska liðið sigurstrang-
legra í leiknum og að þetta sé ekki hluti af sál-
fræðihemaði hans fyrir leikinn.
Vogts á ekki sjö dagana sæla þar sem hann hef-
ur nú þegar misst tvo af aðalvamarmönnum liðs-
ins og í gær komu upp meiðsli hjá tveimur öðrum
leikmönnum liðsins. Hann bar sig þó vel og sagði
að hann hefði stóran hóp leikmanna úr að velja.
„I mínum huga eru íslendingar sigurstranglegri
því þeir eru með góðan leikmannahóp. Ég vonast
þó eftir góðri frammistöðu minna manna og við
munum líklega reyna að pressa meira fram á við.
Við verðum að vera skipulagðir og agaðir ef við
ætlum að ná hagstæðum úrslitum," sagði Vogts.
Hann sagði enn fremur að það væri ekki hægt að
kvarta yfir aðstæðum, völlurinn væri frábær og
veðurútlit væri gott. Það myndi að sjálfsögðu
hjálpa sá mikli stuðningur sem kemur með þeim
fjölda stuðningsmanna skoska landsliðsins sem
lagt hefur leið sína hingað til lands til að styðja
landsliðið á þeim erfiðu tímum sem nú eru hjá lið-
inu.
Vogts sagði að hann vonaðist eftir að ná einu
stigi úr viðureigninni, en síðan yrði leikurinn gegn
íslendingum heima tvímælalaust að vinnast. Það
væri nauðsynlegt í þeirri baráttu sem hann bjóst
við að standa muni á milli íslands, Skotlands og
Litháen um annað sætið í riðlinum. -PS
Skotar ekki nógu góðir
Arsene Wenger hefur aldrei keypt skoskan leikmann
til meistara Arsenal frá því að hann tók við liðinu fyrir
um sex árum. Ástæðima segir hann einfalda, þeir séu
einfaldlega ekki nægOega góðir. Þetta sagði fram-
kvæmdastjórinn í viðtali við skoska sjónvarpsstöð.
Hann segir aö útsendarar liðsins hafi nokkrum
sinnum komið upp með nöfh skoskra leikmanna sem
þeir hafa talið vera þess virði að kíkja á og meta getu
þeirra. „Við iitum á þá, en i engu þeirra tOvika sáum
við ástæðu tO að skoða málið nánar. Geta þeirra var
þess eðlis,“ sagði Wenger, en síðastur skoskra leik-
manna tO að leika með Arsenal var Charlie Nicholas, en
hann lék með liðinu fyrir 15 árum.
„Ef ég á að vera hreinskOinn þá eru skoskir leikmenn
í dag ekki nægOega góðir, sem ég hreinlega skO ekki.
Þegar ég var krakki og unglingur voru mörg af stærstu
nöfnunum í enska boltanum Skotar og ég dáðist þá að
skoskum leikmönnum," segir Wenger.
Ástæðuna fyrir þessu megi rekja tO þess að í dag séu
aðeins tvö stór félög í skosku deOdinni og í þeim séu er-
lendir leikmenn um 80% af leikmannahópi liðanna.
„Þetta þýðir að það eru aUtof fáir innlendir leikmenn að
leika knattspyrnu í hæsta gæðaflokki. Það er greinOegt
að forsvarsmenn knattspymunnar þar í landi hafa van-
rækt einhverja hluti og af þeim sökum er enginn efni-
Enska knattspyrnan:
Burley rekinn
frá Ipswich
Ipswich Town, lið Hermanns Hreiðarssonar, hefur
rekið framkvæmdastjóra sinn, Georg Burley, en lið-
ið er í 19. sæti ensku 1. deildarinnar en er þó enn
með í Evrópukeppni félagsliða. Brottreksturinn
kemur í kjölfar 3-0 taps gegn botnliði Grimsby í
deOdinni. Georg Burley hefur verið framkvæmda-
stjóri félagsins síðan 1994 og áður var hann leikmað-
ur hjá félaginu og var gríðarlega vinsæll hjá stuðn-
ingsmönnum, bæði sem leikmaður og framkvæmda-
stjóri. -PS
Haustmót í Pool verður haldið á veitingastaðnum
Players í Kópavogi dagana 15. og 16. október
næstkomandi. Mót þetta hefur verið vinsælt og
þátttaka góð. Skráning er á staðnum og allar
upplýsingar eru veittar í síma 544-5514.
viður fyrir hendi og enginn efnOegur leikmaður sjáan-
legur í komandi framtið."
Arsene Wenger er þó bjartsýnn og segir að ef forystu-
menn knattspymumála í Skotlandi snúi við blaðinu nú
þá geti þeir búið tO knattspymumenn á borð við þá sem
léku hér á árum áður. „Ég dái viðhorf þeirra tO leiks-
ins, hvemig þeir helga sig íþróttinni og ást þeirra á
henni. Af þessum sökum er gaman að koma tO
Skotlands, en eins og staðan er í dag eru skoskir leik-
menn ekki nægOega góðir," sagði Arsene Wenger að
lokum. -PS