Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 36
A O
// e l c) a rb la c) IDV LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Snjóflóð og
niðurgangur
Þvælinqur um Netið leiddi til þess að ég slóst í
för með óþekktum indverskum fjaUaklúbbi til
að reqna við óklifinn tind íHimalaya. Þetta
var engin fræqðarför, enda setti hitabglgja,
lestarslys, herinn, matareitrun og mútuþæqir
skriffinnar mark sitt á annars ágætisferð.
Á þvælingi um Netið við að undirbúa næstu erlendu
fjallaferð komst ég óvart í kynni við Indverja að nafni An-
indya Mukherjee en kallaðan Raja. Raja hafði mikinn
áhuga á íslandi og fannst mikið til þess koma að skrifast
á við íslending. Hann skoðaði mikið heimasíðu Fjallavina-
félagsins sem leiddi til þess að hann þýddi grein um
Dimmugljúfur sem birtist í indversku tímariti. Sjálfur var
hann ásamt fjallaklúbbnum sínum í Kolkata (áður
Kalkútta) að skipuleggja ferð í eitt afskekktasta hérað Ind-
lands, Sikkim, tU að klífa þar tvo ónefnda og óklifna yfir
6.500 metra háa tinda. Þessir tindar eru nálægt hæsta
tindi Indlands og þriðja hæsta fjalli heims, Kangchenj-
unga, 8.598 metra hátt. Þetta var einmitt eitthvað sem ég
var að leita að. Sikkim var sjálfstætt konungsríki tU 1975
en er hérað á Norðaustur-Indlandi og þangað þarf sérstakt
visa tU að fá aö komast inn. Eftir að við Raja höfðum
skrifast á i nokkra mánuði varö úr að ég kæmi með þess-
um Indverjum sem ég hafði aldrei séð eða hitt.
Mútur ekkert mál
Snemma að morgni sumardagsins fyrsta tók ég morgun-
flug Flugleiða tU London og þaðan áfram tU Kolkata. Tæp-
lega sólarhring síðar beið ég spenntur eftir að hitta Raja.
Hann mætti strax við töskubandið og kom öllum fjall-
göngubúnaðinum ótrúlega auðveldlega fram hjá tollurum
(sem ég frétti siöar að hann hefði mútað en það er mjög
eðlilegt). Heima hjá honum tók á móti mér öll fjölskylda
hans, nokkrir ættliðir, og eftir hálftíma handabönd og
kossaflens var mér boðið tU morgunverðar. Þar stóð svo á
annan tug manna að horfa á mig einan borða og bjóða mér
sífellt ábót. Þótt margt sé ólíkt mUli íslands og Indlands þá
komst ég fljótt að því að ömmurnar eru alveg eins, þær
eru ekki ánægðar fyrr en þú ert búinn að borða gjörsam-
lega yfir þig - sem er frekar erfitt því ekki var boðið upp
á pitsu og pepsi heldur mjög sterkt kryddaða rétti sem
maður kann ekki að nefna. Fyrstu fréttir voru heldur ekki
góðar, búiö var að loka Sikkim fyrir öUum útlendingum
því tveir Rússar höfðu verið handteknir fyrir að smygla
fiðrUdum úr héraðinu. Þar fór margra mánaða undirbún-
ingsvinna, dálítið mútufé ásamt visa-áritunum og leyfum.
Ekkert gaman og aUt of heitt. Sem betur fer vorum við
búnir að undirbúa plan B þvi það má alltaf gera ráð fyrir
að skriffinnarnir skipti um skoðun eða geri manni erfitt
fyrir. í plani B var Raja búinn að finna óklifinn og ónefnd-
an 6.523 metra tind sem liggur vestan við Nepal, skammt
frá landamærum við Kína. Eftir þeyting um Kalkútta við
að múta embættismönnum, afla leyfa og meðmælabréfa
tókum við lest frá Kolkata í átt að Himalaya tU einnar af
sjö helgustu borgum Indlands, Haridwar.
Eins og ofnbökuð síld
Lestarferðin frá Kolkata tU Haridwar tekur um 36 klst.
og mér leið eins og ofnbakaðri sUd loksins þegar við
komumst af stað. Það hafði orðið mannskætt lestarslys á
teinunum sem tók 2 daga að hreinsa en lestarferðir á Ind-
landi virðast ekki vera nákvæm vísindi. Hitinn var um 45°
Buröarinenn á leið í grunnbúðir fjallgöngumannn.
Þarna er leiðangurinn staddur undir Parvati-tindi seni
sést gnæfa yfir. Þótt þetta sé á Indlandi koma burðar-
mennirnir frá Nepal. Parvati er 6.275 inctra liátt fjall.
Tveir fjallgöngumenn á leið í skarðið undir Parvati þar sem ætlunin var að setja upp hæstu búðir. Þarna sneri
greinarhöfundur við, fárveikur í um 5000 metra hæð en sambland hæðarveiki og vökvataps getur verið lífs-
hættulegur kokkteill.
á daginn en hrapaði niður í 34° á nóttunni í yftrfullri lest-
inni. Hitabylgja sem þarna reið yfir kostaði tæp 800
manns lífið. Eini kosturinn við þessa lestarferð var verð-
ið, þrír express-lestarmiðar á svefnklassa (brandari út af
fyrir sig) yfir hálft Indland kostar töluvert minna en einn
bíómiöi hér. Minningin um lestarferðina er nokkuð þoku-
kennd en við vorum frekar fegnir þegar við loks náðum
endastöðinni í Haridwar.
Haridwar, sem þýðir himnahliðið, liggur við rætur
Himalaya þar sem Ganges-fljót kemur úr fjöllunum og
fram á sléttumar. Borgin er forn áfangastaður pílagríma
og enn streyma milljónir hindúa þangað til að baða sig í
ánni. Hindúar trúa því að Ganga Ma (Móðir Ganga) þvoi
af þeim allar syndir þvi áin er guö, lífið og hreinleikinn.
Ég sá hins vegar alveg tvær hliðar á þessu fljóti.
Tvær hliðar fljótsins
Dekkri hliðin er sú staðreynd að þetta 2.500 km langa
fljót er smitleið fyrir kóleru, blóðkreppusótt og lifrar-
bólgu, hálfbrennd lík af fólki og dýram fljóta þarna niður
auk þess sem miklu af heimilisúrgangi og iðnaðarmengun
er beint í ána. Talið er að allt að 10 milljónir manna baði
sig i ánni á dag og ekki eru allir jafnhreinir og heilbrigð-
ir. Það er því hætt við aö baðið í Ganga Ma geri eitthvað
annað en að skola af manni syndirnar. Það er frekar und-
arlegt að ganga eftir árbakkanum og horfa á mann alsæl-
an að baða sig og bursta í sér tennurnar upp úr hinu
heilaga fljóti og næsti maður fyrir ofan hann er að míga í
ána. Öllu stórkostlegri og fallegri sjón má sjá þar á hverju
kvöldi við sólsetur þegar tugþúsundir manna safnast sam-
an á árbakkanum við helgiathöfn og fleyta hundruðum
kerta í blómakörfum niður ána. Athöfnin heitir Ganga
Aarti og er haldin í öUum musterum Haridwar samtímis
kl. 19 á hverju kvöldi. Þetta er athöfn sem ég mæli með að
Indlandsfarar sjái eigi þeir þess kost. Haridwar er alger
túristaborg þótt ég sæi þar ekki hvítan mann, þangað
sækja nær eingöngu hindúar í pílgrímsför. Borgin er yfir-
full af litlum sérkennilegum verslunum, sölumönnum,
betlurum, slöngutemjurum og öðrum þeim sem eru að
reyna að skrapa saman aurum. Söluvarningurinn er yfir-
leitt trúarlegs eðlis, tindollur til að bera heilagt vatn, trú-
arlegar bækur og myndir auk fatnaðar og minjagripa sem
allir tengjast trúnni.
Draumaborg ljósmyndarans
Haridwar er draumaborg ljósmyndarans því þar sér
maður flestar hliðar indversks mannlífs; betlara af öllum
stærðum og gerðum, munka og ýmsar útgáfur af trúmönn-
um auk fjölskyldna úr öllum stéttum sem koma í frí og píl-
grímafor. Fólkið er kurteist, flestir hafa ekkert á móti því
að tekin sé af þeim mynd og betlurunum nægja 2-3 rúpí-
ar sem er ca fimmkall. Alltaf er samt góð regla að spyrja
fólk um leyfi til myndatöku. 1 stuttum göngutúr við ána
finnur maður hrein og falleg musteri á bökkum Ganges en
ein lítil beygja og útsýnið breytist í svin liggjandi í for-
arpytti og kýr að éta úr ruslahaug. Heilagar kýr, svín og
hundar ráfa um alla borg en samt er allt kjötát bannað í
Haridwar. Dýrin gegna kannski helst því hlutverki að éta
allt lífrænt sorp en opinber sorphirða er eitthvað tak-
mörkuð. Kannski engin furða að Indverjar séu ekki mikl-
ar kjötætur.
Frá Haridwar lá leiðin upp í fjöllin og fararskjótinn var
rúta sem var tilefni til bjartsýni í mínum huga, aUt hlaut
að vera betra en lestin. Fyrsti hluti leiðarinnar lá í gegn-
um Corbett-þjóðgarðinn sem er fyrsti þjóðgarður Ind-
lands, stofnaður 1936. Þar eru ein af heimkynnum tígris-
dýra og talið að um 100 tígrisdýr lifi i þessum rúmlega 500
ferkílómetra þjóðgarði auk fjölda annarra dýra. Fljótlega
eftir að komið var út úr þjóðgarðinum fór vegurinn að
hækka og þrengjast. Leiðin liggur meðfram Ganges í ótal
hlykkjum í snarbröttum fjallshlíðum. Mér til hughreyst-
ingar sagði Raja mér að árlega yrðu á þessum vegi mann-
skæð rútuslys þegar rútur keyrðu út af og steyptust ofan
í Ganges. Til að minnka líkurnar á slysi er flautað fyrir
hverja einustu blindu beygju en þær virka óendanlega
margar. Fyrirhyggjusamur bilstjórinn var búinn að setja
þokulúður í rútuna sem Titanic hefði verið stolt af en
eyrnatappa væri snjallt að hafa með í svona ferð.
Vegurinn var svo mjór aö það var mjög erfitt að mæt-
ast. Þrengslin voru slík að varla hefði mátt koma blaði á
milli bíla sem mættust, sem skýrir líklega af hverju ég sá
ekki einn einasta bíl með hliöarspegla i öllu Indlandi. Eft-
ir 12 tíma þokulúðrablástur og nokkur létt hjartaáfóll
komumst við þó alla leið til síðasta bæjarins í fjöllunum,
Joshimath.
Komnir til Joshimath
Bærinn Joshimath er miðstöð þeirra þriggja meginhópa
sem eiga leið á þessar slóðir; hersins, pílagrima og ferða-
manna. Eitthvað er um vestræna ferðamenn sem koma
þarna í gönguferðir yfir sumartímann en tímabOið var
ekki byrjað þegar ég var þar á ferð og því rakst ég aðeins
á fimm vestræna ferðamenn. Flestir ferðamennirnir eru