Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 18
HelQa rblaö 33 "V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
I 8
Rokkarinn
sem þagnaði
Jón fór af landi brott árið 1988. „Ég var orðinn
þreyttur," segir hann. „Sjónvarpið sem miðill er
eins og tyggigúmmí. Það er gott fyrst en svo verð-
ur það bragðlaust."
Hann hélt því út til Bretlands og hóf nám í kvik-
myndagerð. Þaðan fór hann til Bandaríkjanna í
mastersnám og loks til Toronto í Kanada þar sem
hann býr í dag ásamt pólskri unnustu sinni. Und-
anfarnar tvær vikur hefur hann verið á íslandi við
tökur á heimildarmynd sem ber vinnuheitið
Savage cuisine.
„í öllum menningarheimum er til matur sem
þykir lostæti á þeim stað en viðbjóðslegt hjá þeim
sem ekki þekkja til,“ útskýrir Jón rólega og maður
man um leið eftir röddinni. Hann er ólíkur þeim
Jóni sem maður þekkti á sjónvarpsskjánum. Þessi
Jón lítur út eins og bóhem: þriggja daga skegg,
kringlótt gleraugu, hárlubbi og Camel-sígarettur.
„í Kína borðar fólk til dæmis apa á mjög sérstak-
an hátt,“ heldur Jón áfram. „Þeir setja lifandi apa
undir kringlótt borð sem er með gat i miðjunni en
höfuð apans stendur upp úr. Svo höggva þeir efsta
hluta höfuðkúpunnar af með sveðju og borða heil-
ann, heitan og ferskan. Sumum kann að þykja
þetta viðbjóðslegt en þetta er algert lostæti í Kína
sem aðeins hinir auðugu hafa efni á. Ég get nefnt
annað dæmi frá Kína. Þeir borða lifandi mýs sem
þeir dýfa ofan í olíu svo hún renni ljúflega niður.
Svo hlaupa þær um í maganum á þér á meðan þær
eru enn á lífi. Þessi matur á að hafa góð áhrif á lífs-
kraftinn. Skemmtilegasta dæmið um undarlegan
mat kemur frá Suður-Kóreu að mínu mati. Þar
veiðir fólk nýfædda kolkrabba og borðar þá lifandi.
Þeir hafa hins vegar sogskálar og því verður þú að
kyngja hratt svo að hann festi sig ekki í kokinu.
Þetta er víst voðalega mikið sport.“
Siðustu daga hefur Jón verið að mynda matar-
venjur Islendinga. Með honum í för er kanadískur
leikari sem fær það verkefni að bragða á þessum
undarlega mat fyrir framan myndavélina. Jón er
með ferðatölvu með sér og sýnir mér afraksturinn.
Myndskeiðið sýnir leikarann fylgjast með í slátur-
húsinu þegar kindin er aflífuð, rist á kvið og þar
fram eftir götunum. Að þvi loknu fer hann til ís-
lenskrar fjölskyldu og hjálpar til við sláturgerð.
Hámarkinu er náð þegar hann gæðir sér á sviða-
haus og borðar augun með bestu lyst að því er
virðist.
„Þetta er svona „trend“ í dag,“ segir Jón. „Við
sjáum þessa svokölluðu raunveruleikaþætti í sjón-
varpinu eins og Survivor og Fear Factor. Þátttak-
Jón Gústafsson árið 1985: Sér eftir hárgreiðslunni.
Jón um hina íslensku frægð: „Þetta
er kjánalegasta aðstaða sem ég hef
nokkurn tímann verið í og náttúr-
lega lygilega fyndin því það er ekk-
ert hlægilegra en að vera frægur á
íslandi." DV-mynd Hari
endur eru látnir borða skordýr og tilgangurinn er
að ganga fram af fólki. í mínum þætti er fólk vissu-
lega að borða framandi mat en ég reyni líka aö
kafa dýpra og reyni að skilja hvers vegna þjóðir
hafa fundið leiðir til að matreiða mat með þessum
sérstaka hætti.“
„Hvernig kviknaði hugmyndin?“ spyr ég.
„Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd lengi
í maganum. Þegar ég var úti í Bretlandi voru
margir félagar minir meðlimir í Greenpeace og
þeir kepptust við að segja mér hvað íslendingar
væru miklir villimenn. Síðar las ég grein i bresku
dagblaði sem íjallaði um hráefnið sem er í ham-
borgurum sem seldir eru i stærstu skyndibitakeðj-
unum. Þar kom í ljós að hamborgarabufíið var í
raun búið til úr öllu sem hægt er að hakka, hvort
sem það voru augu, æðar eða hvað, og síðan er lit
bætt út í til að þetta líti út eins og kjöt.
ísland er fyrsta landið sem hann heimsækir
enda ágætt fyrir hann að prófa sig áfram í landinu
sem hann þekkir best og þykir vænt um eftir fjar-
veruna. Svo vænt reyndar að hann hefur tekið þátt
í mótmælum virkjunarandstæðinga við Austurvöll
þegar Alþingi var sett.
Allir vilja vera í vinningsliðinu
„Þegar maður kemur svona sjaldan heim sér
maður hluti sem manni finnast undarlegir þegar
ég set þá í samhengi við það sem ég hef vanist úti,“
segir Jón. Þó honum finnist fólkið og landið fagurt
er hann vonsvikinn með þá litlu athygli sem mót-
mælin hafa fengið. „Mér finnst alveg ótrúlegt að
það skuli ekki fleiri láta í sér heyra varðandi þess-
ar virkjunaráætlanir. Þegar við verðum búin að
byggja þessi skrímsli verður alltof seint að hætta
við. Viö getum ekki kennt stjórnmálamönnum um
þetta eftir nokkur ár. Við höfðum tækifæri til að
láta í okkur heyra og við gerðum ekkert. Það er
annaðhvort að tjá sig núna eða þegja. Ég er sann-
færður um að eftir tíu ár verður þetta álver á Reyð-
arfirði úrelt og við sitjum uppi með það. Mér finnst
þetta mál afskaplega skrýtið þvi íslendingar virð-
ast vera svo stoltir af landinu sínu og svo gera þeir
þetta. Við erum að fórna sérstöðu okkar fyrir
stundarhagsmuni fólks sem býr fyrir austan og
misviturra stjórnmálamanna," segir Jón og það fer
ekki milli mála að þetta er honum hjartans mál.
„Af hverju heldurðu að hlutunum sé svona fyrir-
komið?“ spyr ég.
„Ég held að menn séu bara alltof uppteknir af
því að vera í vinningsliðinu. Það er búið að afnema
stjórnarandstöðu í þessu landi og það virðist ekki
vera í tísku lengur að vera á móti. Mér skilst að
Margaret Thatcher hafi sagt við Hannes Hólmstein
Gissurarson að ísland væri svona æðislegt því að
við værum að framkvæma allt sem hún gat ekki er
hún sat á valdastóli. Ég veit fyrir víst, því ég bjó í
Englandi á þessum tíma, að breskur almenningur
er enn að súpa seyðið af ákvörðunum sem teknar
voru á valdatíma Thatchers. Það eina sem virðist
skipta máli á íslandi er hagkvæmni og gróði. Ung-
lingar, börn og fólk almennt er látið sitja á hakan-
um. Hvernig samfélag er það sem lætur það við-
gangast að leyfa útihátiðir þar sem það er í tísku
að hópnauðga stúlku? Alls staðar annars staðar í
heiminum væru svona hátíðir bannaðar eftir slíkt.
En viö hugsum sem svo: Ef við græðum þá er þetta
í lagi. Fórnarkostnaðurinn skiptir engu máli.
Það sama er að gerast alls staðar í hinu íslenska
samfélagi. Ég kem heim og hitti vini og kunningja
sem hafa misst allt, vinnuna, húsið og bílinn af því
að fyrirtæki sem þeir unnu hjá voru að gera rekst-
ur sinn hagkvæmari. Og ekki heyrist múkk í nein-
um. Fyrirtækin ná sínu fram og við kinkum kolli
til samþykkis."
„Finnst þér minna varið í ísland eftir að þú flutt-
ir út?“ spyr ég.
„Alls ekki. Þess vegna er ég að æsa mig. Mér
þykir svo vænt um ísland en ég get skoðað það með
öðrum gleraugum. Ég á hvergi annars staðar
heima en á íslandi. Hérna er allt sem ég á, minn-
ingar, vinir og fjölskyldan. Það er agalegt að vera
íslendingur í útlöndum, maður getur einfaldlega
ekki losnað við það og ég veit að ég kem til með að
koma aftur og vinna að kvikmyndum héma. Ég er
nú þegar að vinna með íslendingum að minni
næstu kvikmynd," segir Jón en eftir hann liggur
önnur kvikmynd sem virðist hafa verið sýnd alls
staðar í heiminum nema á íslandi.
„Fyrir mér er heimurinn leikvöllur," segir Jón
og útskýrir fyrir mér hvers vegna hann er enn bú-
settur erlendis. „Mér finnst svo gott að geta gert
það sem foreldrar mínir gátu ekki. Eg get farið og
unnið þar sem mig langar til að vinna hverju
sinni. Ég hef þetta tækifæri og ég notfæri mér
það.“
Sé eftir hárgreiðslunni
Jón yfirgaf sjónvarpsheiminn í raun á hátindi
ferilsins. Hann hafði skömmu áður en hann fór út
hannað sjónvarpsþátt sem síðar varð þekktur sem
Gettu betur - spurningakeppni framhaldsskólanna.
Hann var umsjónarmaður þáttarins fyrsta árið en
gekk síðan út uppgéfinn á lifi sjónvarpsstjörnunn-
ar.
„Mig langaði aldrei til að vera nein sjónvarps-
flgúra,“ segir hann. „Ég hafði farið út til Bretlands
og lært útvarpsframleiðslu og þegar ég kom heim
var ekkert að gera fyrir mig. Ég fór upp í Sjónvarp
og þar var mér vísað á Hrafn Gunnlaugsson sem þá
var nýbúinn að koma sér fyrir á skrifstofunni
sinni. Ég sagði honum hvað ég kynni og hann bauð
mér að búa til þrjá þætti á þessum sama degi. í lok
vinnudags ætlaði hann að skoða afraksturinn og
hugsa málið.“
Úr þessu kom þátturinn „Rokkararnir geta ekki
þagnað“ þar sem ungar hljómsveitir fengu að
spreyta sig í sjónvarpssal. Hljómsveitir eins og
Greifarnir og Rikshaw stigu þar sín fyrstu skref.
Eftir þetta var Jón nánast fenginn í öll tilfallandi
verkefni hjá Ríkissjónvarpinu.
„Þetta gerðist óvart,“ segir Jón þegar ég spyr
hann hvort það hafi ekki verið draumur hans að
vera nafntogaðasti sjónvarpsmaður landsins. „Ég
leit á þetta sem leiklist. Ég bjó bara til þennan