Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 5
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
21
DV
Sport
ÍR-ingurinn Sturla Ásgeirsson
skorar hér eitt fimm marka sinna í
sigurleik gegn Pór frá Akureyri á
föstudagskvöldiö. DV-mynd Hari
Valur-Víkingur:
Enn einn
stórsigur
Valsmanna
Valur vann Viking örugglega á
Hlíöarenda á föstudagskvöld og
var þetta þriöji sigurleikur liðs-
ins í vetur með meira en 10
marka mun. Valur hefur sem fyrr
gott tak á Víkingum á heimavelli
sínum þar sem Víkingur hefur
aldrei farið með sigur af hólmi.
Markús Máni erfiður
Jafnræði var með liðunum
fyrstu mínúturnar og Víkingar
voru greinilega staðráðnir í að
veita toppliðinu harða keppni.
Þeir spiluðu langar sóknir gegn
öflugri vörn Valsmanna og var
leikurinn af þeim sökum frekar
leiðinlegur á að horfa. Valsmenn
sigu loks fram úr á sama tíma og
Víkingar misnotuðu nokkur góð
færi sem hefðu getað haldið þeim
betur inni í leiknum.
Markús Máni var Víkingum
sérstaklega erfíður með langskot-
um sínum og Roland Eradze
sömuleiðis í markinu en Víking-
ar sýndu baráttu og munurinn í
hálfleik var aðeins fjögur mörk,
13-9.
Leikurinn var fjörugri í seinni
hálfleik og varnirnar ekki eins
góðar. Á kafla náðu liðin að nýta
til samans 15 sóknir í röð sem er
sjálfsagt einsdæmi en annars
jókst forysta Vals jafnt og þétt til
loka. Liðin létu varamönnum sin-
um eftir að spila síðustu mínút-
urnar og einn þeirra, Pálmar Pét-
ursson, varamarkvörður Vals,
gerði sér lítið fyrir og varði átta
skot á síðustu 11 mínútunum.
Markús Máni Michaelsson og
Bjarki Sigurðsson voru bestir úti-
leikmanna Vals en munurinn á
liðunum lá fyrst og fremst í
markvörslunni. Hjá Víkingi bar
einna mest á Eymari Krúger og
Hafsteini Hafsteinssyni en ann-
ars var liðið jafnt. -HRM
Valur-Víkíngur 32-20
1-0, 3-1, 3-3, 0-3,10-5,10-3,13-3, (13-9), 15-9,
1&-12, 21-12, 26-18, 29-19, 32-20.
Valur:
Mörk/viti (skot/víti): Markús Máni
Michaelsson 10/2 (14/2), Bjarki Sigurðsson
8 (8), Freyr Brynjarsson 4 (8), Ragnar Ægis-
son 2 (2), Friðrik Brendan Þorvaldsson
2 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 2 (3), Hjalti
Pálmason 2/1 (4/1), Siguröur Eggertsson 1
(1), Þröstur Helgason 1 (3) og Roland Eradze
(1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 9 (Bjarki 3,
Freyr 2, Markús 2, Friörik 1, Hjalti 1).
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3.
Fiskuö viti: Snorri Steinn, Siguröur, Davíö
Sigursteinsson.
Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze
15/2 (32/6, 47%, 12 haldiö), Pálmar Péturs-
son 8/1 (11/2, 73%, 5 haldið).
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Ingvar Guöjóns-
son og Jónas
Elíasson (6).
Gæöi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 250.
Maöur leiksins:
Markús Máni Michaelsson, Val
Vikinsur:
Mörk/viti (skot/viti): Hafsteinn Hafsteins-
son 7/4 (10/6), Eymar Krúger 5 (13/1), Ágúst
Guðmundsson 2/1 (3/1), Bjöm Guömunds-
son 2 (7), Siguröur Sigurösson 1.
(1), Davíð Guðnason 1 (1), Pálmar Siguijóns-
son 1 (3), Ragnar Hjaltested 1 (5), Sverrir
Hermannsson (1), Þórir Júlíusson (3), Bene-
dikt Jónsson (3).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Ragnar,
Pálmar). Vitanýting: Skoraö úr 5 af 8.
Fiskuö vitU Þórir 4, Benedikt 2, Ragnar 1,
Eymar 1.
Varin skot/viti (skot á sig): Sigurður Sig-
urösson 7 (33/2, 21%, 6 haldiö), Jón Ámi
Traustason 0 (6/1, Ó%).
Brottvísanir: 10 mínútur.
- sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, eftir sigur á Þór
Það var meira en mark á mínútu
skorað í leik ÍR og Þórs frá Akur-
eyri í Austurbergi í gær. Svo fór aö
heimamenn unnu góðan sigur,
33-29, eftir að hafa haft yfirhöndina
allan tímann í nokkuð spennandi
leik.
Ósáttur með vörnina
„Ég er fyrst og fremst mjög ósátt-
ur með vamarleik okkar,“ sagði
Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson, þjálf-
ari Þórs, eftir leikinn á fóstudags-
kvöldið. „Vömin var mjög slök og
þar töpuðum viö leiknum. Við vor-
um í eltingarleik allan leikinn og
fengum fuflt af góðum færum í síð-
ari hálfleik og náðum að minnka
muninn í 2-3 mörk, þar sem við
brenndum af nokkrum dauðafærum
þegar við hefðum getað náð að
komast inn í leikinn og jafna hann.
Eftir ágæta byrjun i haust er ég að
vona að við séum á réttri leið en
þetta var án efa okkar langslakasti
leikur,“ sagði Sigurpáfl Ámi.
Kollegi hans hjá ÍR, Júlíus Jónas-
son, má einnig vera ósáttur við
varnarleikinn en liðið hefur nú
fengið á sig 67 mörk í síðustu tveim-
ur leikjum. Eitthvað sem þessi
sterka ÍR-vöm á ekki að venjast. En
sem betur fer í þetta sinn náðu þeir
að halda niðri sóknarleik Þórsara
nógu mikið þannig að þeir voru
alltaf með yfirhöndina í leiknum.
Þeir byrjuðu vel í leiknum og náðu
strax eftir 6 mínútna leik 6-2 for-
ystu. Gestimir náðu að vísu að
jafna leikinn í 11-11 en þá kom
strax góður leikkafli hjá ÍR og
mynduðu þeir þá forskot sem gest-
imir náðu aldrei að minnka meira
en í 2 mörk.
Þrátt fyrir þennan mikla marka-
leik var nokkuð mikið um klaufa-
skap í sóknarleik beggja liða og
runnu margar sóknir út í sandinn
þess vegna. Þá var markvarslan hjá
ÍR-ingum í góðu lagi þó að ekki hafi
verið hægt að segja það sama um lið
gestanna. En í ljósi þessa er athygl-
isvert hve mikið var skorað og gef-
ur það vísbendingar um hversu
stuttar sóknirnar hafi verið en þó
aðaflega hversu slakur vamarleikur
liðanna var.
Alltaf mlkiö skorað
„Það er alltaf mikið skorað í leikj-
um Þórs,“ sagði Júlíus, þjálfari ÍR.
„Þó það sé engan veginn einhver
afsökun fyrir slöppum vamarleik
okkar. En þetta er orðið hörkulið
sem er orðið betra á útivöflum ef
eitthvað er. Það á eftir að taka
marga punkta og sjálfsagt eftir að
blanda sér í toppbaráttuna. En það
er greinilegt að það er hellingur
sem við getum lagað í okkar liði.
En það góða við leik dagsins var
sóknarleikurinn og hvað hann gekk
vel upp aflan fyrri hálfleikinn og
framan af þeim síðari. Við héldum
haus allan leikinn, þrátt fyrir að
þeir hafi aldrei verið langt undan,"
sagði Júlíus í samtali við DV-Sport
eftir leikinn. -esá
lfM>óry Mi. 33-29
2-6, 4-1, 6-2, 6-5, 8-8, 10-10, 14-11, 17-13,
(16-14), 20-14, 20-17, 23-20, 27-22, 30-25,
31-28, 32-29, 33-29.
ÍEl
Mörk/viti (skot/víti): Einar Hólmgeirsson
7 (10), Sturla Ásgeirsson 5 (8/1), Bjami
Fritzson 4 (6), Fannar Þorbjömsson 4 (6),
Ingimundur Ingimundarson 4 (9), Tryggvi
Haraldsson 4/4 (5/5), Kristinn Björgúlfsson
3 (3), Ólafur Sigmjónsson 2 (4), Ragnar
Helgason (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Einar 2,
Sturla 2, Fannar 1, Kristinn 1).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Fiskuö viti: Fannar 2, Ólafur 1, Bjami 1,
Ingimundur 1, Ragnar 1.
Varin skot/viti (skot á sig): Hreiðar
Guömundsson 22/1 (50/5, hélt 9, 43%),
Stefán Petersen 0 (1/1, hélt 0, 0%).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Gísli H. Jóhanns-
son og Hafsteinn
Ingibergsson (5).
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 180.
Maöur leiksins:
Hreiöar Guömundsson, ÍR
Þór Ak.:
Mörk/víti (skot/viti): Goran Gusic 7 (9),
Páll V. Gíslason 6/5 (11/5), Ámi Þór
Sigtryggsson 4 (12), Halldór Oddsson 3 (6),
Þorvaldur Sigurðsson 3 (9), Höröur
Sigþórsson 2 (3), Aigars Lazdins 2 (4/1),
Bergþór Morthens 1 (3), Sigurður B.
Sigurösson 1 (4).
Mörk úr hradaupphlaupum: 3 (Þorvaldur
1, Bergþór 1, Goran 1).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Fiskuö vitU Höröur 2, Lazdins 1, Páll 1,
Siguröur 1, Bergþór 1.
Varin skot/viti (skot á sig): Hörður Flóki
Ólafsson 12 (36/4, hélt 6, 33%, 1 víti í stöng),
Hafþór Einarsson 3 (12, hélt 1, 25%, 1 víti í
stöng).
Brottvisanir: 4 mínútur.
KA-Stjarníin 27-26
1-0, 2-2, 5-5, 9-7, 13-11, 15-13, (15-16) 16-20,
20-20, 21-24, 24-25, 26-26, 27-26.
KA:
Mörk/viti (skot/viti): Andrius Stelmokas 10
(12), Amór Atlason 7/4 (11/5), Jónatan
Magnússon 5 (9/1), Baldvin Þorsteinsson 3
(4), Einar Logi Friöjónsson 2 (8), Ingólfur
Axelsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Baldvin
Stelmokas).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 6.
Fiskuó vítU Stelmokas 3, Amór 2, Einar.
Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus Pet-
kevicius 12/3 (38/8, hélt 6, 31,6%, víti yfir,
víti í stöng).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Dómarar (1-10):
Jónas Elíasson
og Ingvar
Guöjónsson (4).
GϚi leiks
(1-10): 4.
Áhorfendur: 300.
Maöur
Vilhjálmur Halldórss., Stjörnunni.
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/viti): Vilhjálmur Halldórs-
son 14/3 (24/6), David Kekelia 5 (8), Þórólf-
ur Nielsen 4/2 (6/3), Bjami Gunnarsson 2
(5), Amar Theódórsson 1 (2), Andrej Laz-
arev (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Kekelia).
Vitanýting: Skoraö úr 5 af 10.
Fiskuö vitU Þórólfúr 3, Vihjálmur 3, Bjöm
2, Kekelia 2.
Varin skot/víti (skot á sig): Guömundur
Geirsson 8/1 (19/1, hélt 3, 42,1%), Ámi Þór-
varðarson 4/1 (20/5, hélt 4, 20,0%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
KA-menn í 2. sætið
- eftir 27-26 sigur á Stjörnumönnum í KA-húsinu - Vilhjálmur með 14 mörk
Spenna og dramatík var í KA-
heimilinu á laugardaginn þegar KA
mætti Stjömunni. KA-menn byrj-
uðu betur en áttu þó erfitt með að
stöðva „tundurskeytin" frá Vil-
hjálmi Hafldórssyni sem var hreint
óstöðvandi í leiknum og kom það
heldur betur í ljós á lokamínútum
leiksins. KA-menn höfðu þó sigur að
lokum og em komnir upp i 2. sæti
deildarinnar.
KA-menn komust aldrei meira en
í tveggja marka forystu og vom
Stjömumenn vel inni í leiknum og
náðu loksins að komast yfir 10 sek-
úndum fyrir hálfleik og byrjuðu
með boltann í seinni hálfleik.
KA-menn vilja eflaust gleyma
fyrstu tiu mínútum í seinni hálfleik
en KA-menn skomðu aðeins eitt
mark á þeim tíma og náðu Stjömu-
menn fjögurra marka forystu á
þeim tíma. KA-menn náðu þó hægt
og sígandi að jafna leikinn en
Stjömumenn voru alltaf fyrri til að
skora þar til á síðustu mínútu leiks-
ins.
Vilhjálmur vankast
Þegar tvær mínútur vom eftir af
leiknum lenti Vilhjálmur í samstuði
við Jónatan Magnússon. Þegar KA
fór í sókn féll Vilhjálmur í yfirlið og
virtist vera vel vankaður. Óskað var
eftir lækni ef einhver væri i húsinu.
Virtist Vilhjálmur eiga erfitt með
gang en var borinn á varamanna-
bekkinn. Um leið og leikurinn hófst
aftur vildi Vilhjálmur ólmur fara
inn á og tryggja þeim sigurinn.
Hann fór inn á og virtist ekki
vera í sambandi við leikinn.
Stjömumenn misstu boltann út af í
sókninni og KA-menn tóku leikhlé.
Vilhjálmur virtist þá eiga erfitt með
gang og hefði frekar átt að vera í að-
hlynningu frekar en að vera að spila
á veflinum. Hann hafði greinilega
baráttuna sem þurfti til í leikinn og
ætlaði ekki að láta smávanlíðan
stöðva sig.
KA-menn fóra i sókn og þegar um
þrjár sekúndur vora eftir fékk
Andrius Stelmokas boltann en brot-
ið var á honum og dæmt víti. Arn-
ór Atlason tók vitið og skoraði og
tryggði KA-mönnum sigurinn.
Hjá KA var Andrius Stelmokas
bestur en hann barðist vel á línunni
og skoraöi mörg mörk þar.
Hjá Sfjörnunni var Vilhjáhnur
Halldórsson langbestur með
sín dúndurskot og gífurlegu baráttu.
Stjörnumenn vora óheppnir að tapa
leiknum enda var áfaflið mikið við
að missa Vilhjálm út en hann skor-
aði meira en helming marka Sfjöm-
unnar. -JJ