Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
25
pv_____________________________________________________________________________Sport
Sannfærandi
Blika á
Blikar unnu nokkuö sann-
færandi sigur, 93-78, á ÍR-
ingum í Kjörísbikarnum í
íþróttahúsi Seljaskóla í gær-
kvöldi. Það sem helst gerði
útslagið var stórleikur
þeirra Kennys Tates og
Pálma Sigurgeirssonar sem
skoruðu saman 67 af þessum
93 stigum Blika á sama tíma
og enginn tók af skarið hjá
ÍR-ingum þegar leikur liðs-
ins var kominn í óefni.
Fyrsti leikhlutinn var
nokkuð jafn og spennandi en
Blikar höfðu þó heldur
frumkvæðið. En þegar líða
tók á annan leikhluta
hrukku Blikarnir í gang svo
um munaði. Þeir náðu að
auka muninn úr fjórum stig-
um í 18 stig, 27-45, en ÍR-ing-
ar klóruðu svo í bakkann
undir lokin og var munur-
inn aðeins níu stig í leik-
hléi, 37-46.
ÍR-ingar byrjuðu svo síð-
ari hálfleikinn ágætlega og
virtist sem leikurinn ætlaði
að fara að snúast þeim í vil
þegar dæmt var ásetnings-
villa á Jóhannes Hauksson í
upphafi leikhlutans. í kjöl-
farið minnkuðu ÍR-ingar
muninn í sex stig, en lengra
komust þeir síðan ekki.
Blikar juku muninn aftur
fant og þétt með Kenny og
Pálma sem bestu menn og
bjuggu til bil sem ÍR-ingar
náðu aldrei að brúa. Mun-
urinn var 15 stig eftir þriðja
leikhluta, 57-72, og munur-
inn var síðan sá sami i
leikslok, 78-93, og sigurinn í
raun aldrei í hættu.
Það voru fyrmefndir tveir
leikmenn sem vom alit í
öllu hjá Blikum en mikil
stemning og leikgleði var í
liði þeirra og gætu þeir farið
langt á henni í vetur, rétt
eins og á síðasta tímabili.
Hjá ÍR-ingum var Eugene
Christopher góður þegar
hann náði sér á strik en
hann lék ekkert i fyrsta leik-
hluta. Þá var Óðinn Öm
Sævarsson sterkur í vörn-
inni og Eiríkur Önundarson
átti góða spretti.
Unnu aftur í Hólminum
Leikmenn Tindastóls
mættu í Hólminn í annað
sinn á fáum dögum í gær-
kvöld, nú í fyrri leik liðanna
í 16-liða úrslitum Kjöríss-
bikarsins. Kristinn Friðriks-
son, þjálfari þeirra og leik-
maður, lék ekki vegna veik-
inda en það virtist hafa lítil
áhrif á liðið. Hlynur Bær-
ingsson lék fyrsta leik sinn
fyrir Snæfell en tókst ekki
að setja mark sitt eins vel á
hann og hann getur.
Sóknarleikur Snæfellinga
varð ráðaleysislegur og
fundu þeir i raun aldrei al-
mennilega taktinn í leiknum
við að leysa málin í sókn-
inni. Staðan eftir fyrsta leik-
hluta var 16-22 og í hálfleik
32-45. Seinni háifleikur þró-
aðist á svipaðan hátt. Gest-
imir héldu Snæfellingum í
þægilegri fjarlægð og léku
svæðisvörnina af mikilli
grimmd og festu. Við upphaf
fjórða og síðasta leikhluta
var staðan 53-67 en Snæfell
vann síðasta leikhlutann
17-15 og lokatölur urðu
71-82. Sem fyrr segir var það
svæðisvörn gestanna sem
Snæfeliingum gekk illa að
leysa. Maurice Carter skor-
aði grimmt fyrir gestina og
lék vel. Þá var Clifton Cook
síógnandi og Óli Barðdal átti
skínandi leik. Hjá Snæfelli
var meðalmennskan í fyrir-
rúmi en það var helst Lýð-
ur Vignisson sem reif sig
upp í seinni háifleik. Seinni
leikur liðanna fer síðan
fram á Króknum á fmuntu-
daginn en í hann ganga
Tindastólsmenn með 11
stiga forskot.
18 stiga sigur Hamars
Hamarsmenn virtust ætla
að endurtaka leikinn frá því
þeir töpuðu með einu stigi
gegn KR á föstudagskvöld en
eins og þá vom þeir með 22
stiga forskot í hálfleik gegn
Val að Hlíðarenda í gær-
kvöld í fyrri leik liðanna í
Kjörísbikarnum. Valsmenn
náðu að minnka forskotið
niður í sex í lokin en þá
tóku Hvergerðingar við sér
aftur og innbirtu 18 stiga
sigur, 98-116, og eiga heima-
leikinn eftir.
Valur leiddi 29-26 i byrj-
un annars leikhluta en þá
fór að síga á ógæfuhliðina og
þegar flautað var til hálf-
leiks var staðan orðin 37-59
og virtist stefna í stórsigur
Hvergerðinga. Heimamenn
gáfust þó ekki upp og byij-
uðu að saxa á forskot gest:
anna og náðu því niður eins
og áður sagði í sex stig en
lengra komust þeir ekki. Hjá
Val var Laverne Smith best-
ur en hann átti mjög góðan
seinni hálfleik eftir að hafa
verið í vandræðum í þeim
fyrri. Ólafúr Ægisson átti
flnan í kafla þegar Vals-
menn vom að saxa á forskot
Hamars og Baldvin Johnsen
sýndi flna takta inn á miili.
Vörnin var þó ekki öflug og
hafa Valsmenn fengið 110 og
116 stig í fyrstu tveimur
leikjum liðsins. Ragnar
Steinarsson lék þó ágætis
vörn á Robert O’Kelley, er-
lendan leikmann Hamars.
O’Kelley tókst þó aö skora 45
stig þrátt fyrir að hafa verið
gætt vel allan leikinn. Svav-
ar Birgisson var góður og þá
var Láms Jónsson gríðar-
lega öflugur þegar hans naut
við. Svavar Pálsson byrjaði
vel en minna fór fyrir hon-
um þegar leið á leikinn.
-HI/KJ/Ben
Milan Stefán
til Keflavíkur
Milan Stefán Jankovic verður næsti
þjálfari 1. deildar liðs Keflavíkur en geng-
ið var frá ráðningu hans i gær. Milan var
í ár yfirþjálfari yngri flokka hjá Grinda-
vík en hann þjálfaði meistaraflokk liðs-
ins í þrjú ár áður en Bjarni Jóhannesson
var ráðinn fyrir nýafstaðið tímabil.
Ekki er ljóst hve langur samningur
Milans verður en að sögn Rúnars Arnar-
sonar, formanns knattspyrnudeildar
Keflavíkur, á eftir að ganga frá nokkrum
smáatriðum. Rúnar segir jafnframt að
stefnt sé að því að dúsa ekki lengi í 1.
deild. „Við ætlum beint upp aftur og höfum tröllatrú á því að
Jankovic takist það. Við erum mjög sáttir við að hafa klófest
hann og bindum miklar vonir við störf hans. Hann er rétti
maðurinn til að ná því besta út úr ungu strákunum og það
bendir allt til þess að við höldum öllum leikmönnum okkar.
Nokkrir leikmanna okkar verða að vísu i útlöndum í vetur en
það hefur enginn gefið það út að hann ætli að hætta hjá okk-
ur,“ sagði Rúnar Amarson þegar DV-Sport náði tali af hon-
um í gær. -vig/ósk
Milan Stefán Jan-
kovic.
Korfuboltadrama af bestu gerð
- þegar KR lagöi Hamar í Hveragerði á föstudagskvöldið, 96-95
Það fá allir áhorfendur mikið fyrir
sinn snúð að mæta á leiki Hamars og
KR. Þetta eru allt háspennuleikir og var
leikurinn á fóstudaginn engin undan-
tekning.
Þó að Hamarsmenn hafl gjörsamlega
rúllað yflr KR-inga í fyrri hálfleik og
verið 19 stigum yfir í hálfleik varð þessi
leikur eins og allir aðrir hjá þessum lið-
um, háspenna lífshætta í síðasta leik-
hluta. Hamar var yfir á öllum tölum allt
þangað til að KR komst yfir þegar rétt
mínúta var eftir og hófst þá villtur
stríðsdans sem stiginn var í Hvera-
gryfiunni. Að endingu stóðu KR-ingar
uppi sem sigurvegarar og Hamarsmenn
sátu eftir með sárt ennið og geta
kannski sjálfum sér um kennt að halda
ekki haus síðustu mínútumar. Að
sama skapi var frábært hjá KR aö sýna
mikinn styrk og vinna upp forskotið.
„Þetta var gríðarlegt," sagði Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari KR, er DV-Sport
ræddi við hann i leikslok.
„Ég vissi að liðið ætti eitthvað inni
en hvílík kúvending á Uði í hálileik. Ég
hef ekki séð liðið svona hauslaust eins
og i fyrri háifleik. Okkur tókst að kom-
ast í takt við leikinn í gegnum góðan
vamarleik í síðari hálfleik og það var
það sem skóp þennan sigur bjá okkur.
Hamarsliðið kom mér verulega á óvart.
Við vorum hræddir við þennan leik og
vissum að það var með góðan útlending
sem hafði spilað vel í æfinga leikjum
með þeim. Svo em aðrir leikmenn
miklir baráttumenn og gefast aldrei
upp og það sýndi sig í þessum leik og ég
er ótrúlega ánægur með þennan leik og
að ná í þessi stig í Hveragerði því það
er ekki auðvelt,” sagði Ingi Þór að lok-
um, rjóður og sveittur.
„Þetta var ekki óskabyrjum og við
gerðum mikil mistök i síðasta leik-
hluta, misstum mörg vítaskot sem
hefðu getað stuðlað að sigri í þessum
leik. Við fengum á okkur tækniviilu
þar sem við vorum með boltann og
misstum við það þrjú stig og gerðum
önnur slæm mistök sem kostuðu okkur
sigurinn. Þó að við spiluðum vel í
fyrstu tveimur leikhlutunum var það
ekki nóg og ég vil heldur spila vel í
tveimur síðustu en tveimur fyrstu og
tapa leiknum. Þetta var ekki okkar dag-
ur. Það er tuttugu og einn leikur eftir
og við verðum að horfa fram á veginn
sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham-
ars.
Hjá Hamri var það liðsheildin sem
skóp þetta forskot í fyrri hálfleik og
fóru þar fremstir í flokki þeir Robert
O’Kelly, Svarar B., Gunnlaugur og Lár-
us. Spumingin er samt hvort þeir hafi
ekki haft úthald í þetta allt þvi eins og
þjálfari þeirra sagði gerðu menn ótrú-
leg mistök í lokin. Hjá KR var Darrell
Flake bestur þrátt fyrir bakmeiðsl sem
hijáðu hann, Skarphéðinn, Magni og
Herbert léku líka leika vel. -EH
16-liða úrslit
Kjörísbikarsins
í körfubolta:
KFÍ-Keflavlk ...........65-110
Stig KFl: Jeremy Sargent 21 (13
frák.), Ásgeir Ásgeirsson 12, Baldur
Jónasson 11, Haraldur Jóhannesson
8, Branislav Dragojlovic 6, Seko
Dragolovic 5, Neil Þórisson 2.
Stig Keflavikur: Gunnar Einarsson
27, Gunnar Stefánsson 19, Jón N. Haf-
steinsson 12, Þorsteinn Húnfjörð 11,
Kevin Grandberg 10, Damon Johnson
9, Davíð Jónsson 9, Sverrir Sverris-
son 8, Sævar Sævarsson 4, Amar
Jónsson 1.
Keflavtk-KFÍ.............83-83
Stig Keflavíkur: Damon Johnson 33
(13 frák.), Magnús Gunnarsson 20,
Sævar Sævarsson 14, Þorsteinn
Húnfjörð 8, Kevin Grandberg 4, Jón
N. Hafsteinsson 2, Aranr Jónsson 2.
Stig KFÍ: Baldur Jónasson 31, Ásgeir
Ásgeirsson 14, Jeremy Sargent 12 (14
frák.), Branislav Dragojlovic 8, Neil
Þórisson 7, Haraldur Jóhannesson 5,
Seko Dragolovic 3, Guðmundur
Guðmannsson 2, Hrafn Kristjánsson
1.
Skallagrimur-Grindavík . . 66-97
Stig Skallagríms: Egill Egilsson 13,
Isaac Hawkins 13, Sigmar Egilsson
10, Pétur Sigurðsson 10, Hafþór
Gunnarsson 7, Ari Gunnarsson 6,
Finnur Jónsson 4, Pálmi Jónsson 3.
Stig Grindavlkur: Darrell Lewis 48,
Guðlaugur Eyjólfsson 14, Páll Axel
Vilbergsson 12, Guðmundur Braga-
son 9 (10 frák.), Bjami Magnússon 6,
Jóhann Ólafsson 4, Davíö Hermanns-
son 4.
Þór Ak.-Haukar...........63-106
Stevie Johnson var með 38 stig gegn
sinum gömlu félögum. Marel
Guölaugsson gerði 22 stig, Þórður
Gunnlaugsson með 17 og Sævar
Haraldsson var með 10 stig.
ÍS-Njarðvík .............72-72
Stig IS: Atli Þorbjömsson 15, Aöal-
steinn Pálsson 15, fvar Ásgrímsson
10, Guðni Einarsson 9, Þór Ámason
8, Kristinn Haröarson 6, Hermann
Birgisson 4, Stígur Þórhallsson 3,
Leifur Ámason 2.
Stig Njarðvlkur: Pete Philo 13, Sig-
urður Einarsson 12, Halidór Karlsson
11, Amar Smárason 10, Guðmundur
Jónsson 8, Ágúst Dearbom 7, Jóhann
Ólafsson 6, Gunnar Einarsson 3, EgiU
Jónasson 2.
iR-Breiðablik............78-93
Stig fR: Eugene Christopher 25, Ei-
ríkur Önundarson 13, Ómar öm
Sævarsson 10 (6 varin skot), Ólafur
Sigurðsson 10, Siguröur Þorvaldsson
9, Hreggviður Magnússon 4, Fannar
Helgason 4, Alexander Cimic 2, Bene-
dikt Pálsson 1.
Stig Breiðabliks: Kenny Tate 42 (20,
frák., 4 stolnir), Pálmi Fr. Sigurgeirs-
son 25 (7 stoðs.), Þórarinn Örn Andr-
ésson 9, Jón Amar Ingvarsson 5,
Valdimar Helgason 4, Ólafur Hrafn
Guðnason 4, Friðrik Hreinsson 2, Jó-
hannes Hauksson 1, Þórólfur Þor-
steinsson 1.
Snæfell - Tindastóll ....71-82
Stig Snæfells: Lýður Vignisson 21,
Clifton Bush 16, Jón Ólafur Jónsson
13, Hlynur Bæringsson 12, Helgi
Reynir Guðmundsson 4, Andrés
Heiðarsson 3 og Sigurbjöm Þórðar-
son 2.
Stig Tlndastóls: Maurice Carter 29,
Clifton Cook 18, Michael Andropov
15, Óli Barðdal 10, Axel Kárason 5,
Gunnar Andrésson 3 og Helgi Rafn
Viggósson 2.
Valur-Hamar.............98-116
Stig Vals: Laveme Smith 34, Ólafur
Ægisson 16, Ragnar Steinarsson 14,
Ægir Jónsson 11, Baldvin Johnsen 11,
Hinrik Gunnarsson 10, Steingrímur
Ingólfsson 2.
Stig Hamars: Robert O’Kelley 45,
Svavar Bfrgisson 21, Láras Jónsson
15, Svavar Pálsson 15, Gunnlaugur
Hafsteinn 10, Marvin Baldvinsson 5,
Hallgrimur Brynjólfsson 3, Pétur
Ingvarsson 2.