Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Side 6
22
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Sport
i>v
Selfoss-Frani 27-29
FH-Stjarnan 21-21
Fram:
Mörk/viti (skot/viti): Þórir S. Sigmunds-
son 7 (9), Valdimar Fannar Þórsson 7 (10/2),
Þorri Gunnarsson 4 (5), Björgvin Þór Björg-
vinsson 4/1 (7/2), Hjálmar Vilhjálmsson 3
(8), Héöinn Gilsson 2 (3), Haraldur Þorvarö-
arson 2 (4), Gunnar B. Jónsson (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Þórir 3,
Þorri 2, Valdimar).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 4.
Fiskuö víti: Þórir 2, Hjálmar, Haraldur.
Varin skot/viti (skot á sig): Sebastian Alex-
andersson 10 (29/4, hélt 2, 30%), Magnús
Gunnar Erlendsson 2 (10/3, hélt 1,15%).
Brottvisanir: 20 mínútur. (Guölaugur Am-
arsson og Hjálmar rautt fyrir 3x 2 mín.).
Sjötta tap
Selfyssinga
2-0, 3-2, 4-7, 7-3, 8-12 (9-13), 10-13, 11-15,
13-16,16-17,17-21, 21-22, 22-24, 25-27, 27-29.
Selfoss:
Mörk/víti (skot/víti): Ramunas Mikalonis
9/1 (15/1), Hannes Jón Jónsson 9/6 (16/6),
Hörður Bjamarson 3 (5), Reynir Freyr
Jakobsson 3 (8), ívar Grétarsson 2 (3), Andri
Olfarsson 1 (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 0.
Vitanýting: Skorað úr 7 af 7.
Fiskuö viti: Mikalonis 3, tvar 2, Hannes,
Reynir.
Varin skot/viti (skot á sig): Jóhann Ingi
Guðmundsson 23/3 (52/4, hélt 10, 44%).
Brottvisanir: 12 minútur.
Maður leiksins:
Jóhann Guðmundsson, Selfossi
„Við vorum dálítið taugastrekktir
í leiknum. Það hefur ekki gengið
vel að undaníomu og strákamir
vildu gera betur en það er oft erfitt
að koma í svona leiki og rífa sig upp
úr lægðinni. Selfyssingarnir börð-
ust allan tímann og spOuðu skyn-
samlega, við vorum í vandræðum
með nokkra leikmenn þeirra," sagði
Heimir Rikharðsson, þjálfari Fram,
eftir leikinn á Selfossi á fóstudag.
„Það var líka mikið rekið út af og
þess vegna erfitt að spila skipulagð-
an leik, bæði í vöm og sókn. Mark-
varslan og vamarleikurinn virkuðu
ekki sem skyldi í kvöld frekar en
undanfarið og við fengum á okkur
mikið af mörkum og það er það sem
við erum að reyna að laga. Ég er að-
allega glaður að fá þessi tvö stig.
Þau skipta máli því að það em all-
ir að vinna alla,“ sagði Heimir.
Leikurinn fór rólega af stað. Sel-
íyssnigar stilltu upp i 3-2-1 vörn og
mættu gestunum því framarlega. Á
fyrstu mínútunum áttu heimamenn
fhimkvæðið og komust fljótlega yfir
en um miðjan fyrri hálfleik höfðu
gestimir skoðað sig um í gryfiunni
á Selfossi undir fararstjórn Valdi-
mars Fannars Þórssonar sem nú lék
í fyrsta skipti gegn sínu gamla liði.
Valdimar var reyndar klipptur út
nánast allan leikinn en gerði Sel-
fyssingum þó oft skráveifur.
Síðari hálfleikur var allur í járn-
um og Selfyssingar nöguðu hælana
á Frömumm allan tímann. Mikalon-
is fór að hitta á markið og gestimir
áttu engin svör við þrumufleygum
hans og Jóhann Ingi skellti Selfoss-
markinu í lás og gleypti lykilinn.
Hann varði m.a. þrjú víti, tvö frá
fyrmm félaga sínum, Valdimar.
Þrátt fyrir að Selfyssingar
minnkuðu muninn jafnt og þétt
tókst þeim cddrei að jafna þó að þeir
hefðu oft tækifæri til þess. Ófá skot
lentu í tréverkinu og einnig misstu
þeir boltann úr höndunum á mikil-
vægum augnahlikum.
Eftir mikinn baráttuleik höfðu
Framarar sigur enda höfðu þeir
lukkudisimar með sér yfir heiðina.
Bestur í liði Fram var Þórir Sig-
mundsson en hann skoraði 7 mörk,
rétt eins og Valdimar sem þó var
haldið niðri allan leikinn. Þótt
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/víti): Jóna Margrét Ragnarsdóttir
8/4 (13/5), Margrét Vilhjálmsdóttir 4 (6), Ebba S.
Brynjarsdóttir 3 (4), Amela Hegic 2 (4), Júlíana
Þóröardóttir 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Sól-
veig Kæmested 1 (3), Anna Blöndal 1 (3), Kristín
Clausen (1), Hind Hannesdóttir (1), Svanhildur
Þengilsdóttir (1)..
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Margrét 2,
Amela, Ebba, Anna).
Vítanýting: Skoraö úr 4 af 5.
Fiskuð vitU Margrét 2, Ebba, Kristín, Elísabet.
Varin skot/víti (skot á sigk Jelena Jovanovic
24/2 (45/6, hélt 15/1, 53%, tvö víti í stöng).
Brottvísanir: 10 mínútur. (Hrund Sigurðard.
fékk rautt spjald).
Ótrúlegur karkater FH
- jafnaði á lokasekúndunum gegn Stjörnunni eftir að hafa verið mest 9 mörkum undir
Þó að stigin hafi skipst jafnt á milli
FH og Stjömunnar í Kaplakrika á
fóstudagskvöld er ekki hægt að segja
það sama um gleðina eftir leikinn.
Hún var öll FH-inga eftir að þær skor-
uðu jöfhunarmark á lokasekúndum
leiksins. Stúlkumar höfðu verið á
hælunum mestallan leikinn, einkum í
fyrri hálfleik, en sýndu gríðarlegan
karakter með því að minnka mun
Stjömunnar og jöfnuðu síðan með frá-
bærum kafla á síðustu fimm mínút-
um leiksins. Það var Dröfn Sæmunds-
dóttir sem tryggöi jafnteflið með
marki langt fýrir utan punktalínu á
lokasekúndum leiksins en þá voru
Stjörnustúlkumar reyndar tveimur
leikmönnum færri.
Leikurinn fór annars rólega af staö.
Eftir 11 mínútna leik var staðan 3-4,
Stjömunni i vil, en þá skildi leiðir.
Það var ekki heil brú í leik FH-inga á
meðan Stjömustúlkur léku við hvum
sinn fingur, einkum þó Jóna Margrét
Ragnarsdóttir, og hver glæsisóknin
rak aðra á meðan allt sat fast hjá FH.
Á 14 mínútum gerði Stjaman átta
mörk í röð og komst í 3-12.
Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks
var jafnræði með liöunum og fátt sem
benti til annars en að Stjömustúlk-
umar fæm með öraggan sigur af
hólmi. En það sem gerði útslagið síð-
ustu fimm mínútumar var innkoma
Kristínar Guðjónsdóttur í mark FH.
Hún kom inn á í stöðunni 17-21 og
byrjaði á því að verja vítakast og hélt
svo markinu hreinu á meðan FH-ing-
ar jöfnuðu leikinn og var sigurmarkið
gert á lokasekúndunum eins og áður
er lýst hér að framan.
„Við gátum ekki spilað verr en viö
gerðum í fyrri hálfleik og þá var bara
um að gera að rífa sig upp. Við unnum
upp stóran mun á móti Víkingum líka
þannig að við vissum alveg að við gát-
um þetta,“ sagði Dröfn Sæmundsdótt-
ir, hetja FH-inga, eftir leikinn. Og um
sigurmarkið sagði hún:
Ákvað að nýta plássið
„Við héldum að þær myndu koma
út á móti okkur þannig að við ætluð-
um að spila fyrir utan og gefa boltann
annaðhvort á línu eða út í homið. Þær
vörðust hins vegar aftarlega þannig að
ég fékk pláss sem ég ákvað að nýta
mér.“
Sigrún Gilsdóttir átti mjög góðan
leik fyrir FH, bæði á miðjunni og á
línunni, og Dröfn og Björk áttu góða
spretti. Þá var innkoma Kristínar í
markinu mikilvæg i lokin.
„Við köstuðum frá okkur stigi í þess-
um leik. Við spiluðum mjög vel á tutt-
ugu mínútna kafla í fyrri hálfleik þar
sem við sýndum okkar rétta andlit.
Fyrstu 15 minútumar í seinni hálfleik
spiluðu svo bæði liðin álíka vel en síð-
an hélst einbeitingin ekki og það var
sama hvaða stöðubreytingar ég reyndi
að gera, enginn kláraði það sem átti að
klára, sérstaklega í vöminni. En þetta
er reynsla sem við munum læra af.
Þetta er ekki búið fyrr en dómarinn
flautar af,“ sagði Matthías Matthías-
son, þjálfari Stjörnunnar.
Jelena Jovanovic og Jóna Margrét
Ragnarsdóttir voru langbestu menn
Stjörnuliðsins og Margrét Vilhjálms-
dóttir sýndi á köflum ágæta takta. En
lykilmenn eins og Anna Blöndal og
Amela Hegic náðu sér ekki á strik í
leiknum og það munar um minna.-HI
Best á vellinum:
Jelena Jovanovlc, Stjörnunni
Dröfn Sæmundsdóttir tryggöi FH-stúlkum jafntefli gegn Stjörnunni meö fallegu marki á lokasekúndum leiksins. FH-
stúlkum tókst aö vinna upp níu marka forystu Stjörnustúlkna á lokamínútunum.
Rótbu rst
- Haukastúlkur unnu Fylki/ÍR með 22 marka mun
Það var heldur betur rótburst á
Ásvöllum á laugardaginn þegar
Haukar mættu sameinuðu liði Fylk-
is/ÍR í Essodeild kvenna. Munurinn
í leikslok varð tuttugu og tvö mörk,
38-16, og segja má að þessi leikur
hafi veriö eins og létt æfing fyrir
heimastúlkurnar.
Framan af leik tókst gestunum að
hanga I heimastúlkunum en fljót-
lega skildi leiðir og einstefna er eig-
inlega rétta lýsingarorðið fyrir
þennan leik. Haukaliðið keyrði
grimmt í hraðaupphlaupin og þar
fór fremst í flokki sjálf hraðaupp-
hlaupsdrottningin, Hanna G. Stef-
ánsdóttir, sem skoraði úr átta slík-
um.
Þau hefðu sjálfsagt orðið mun
fleiri efhúnhefðispilaðeitthvaðað
ráði í síðari hálfleik en munurinn
var þá það mikill að Haukaliðið gat
leyft sér þann munað að hvila
helstu kanónur liðsins og leyfa ung-
um og efnilegum stelpum að spreyta
sig og stóðu þær fyrir sínu.
Haukamir eru allir að braggast
eftir frekar slaka byrjun, liðið er jú
íslandsmeistari, en hafa ber í huga
að talsverðar breytingar hafa oröið
á því. Góðir leikmenn eru horfnir á
braut og það tekur smátíma fyrir þá
nýju að komast á fulla ferð.
Nína aö komast í gang
Til að mynda er Nína Bjömsdótt-
ir rétt að komast í gang en hún
ákvað nýlega að hætta við að hætta,
sem betur fer fyrir Haukana. Nýr
markvörður liðsins, Lukresija Bok-
an, lofar góðu en hún verður þó
ekki alveg metin af þessum leik,
fékk á sig mikið af auðveldum skot-
um. Þá gerði góð vöm henni lífið
frekar auðvelt.
Missti boltann of oft
Lið gestanna náði nokkrum góð-
um andartökum en það missti bolt-
ann alltof oft klaufalega og skrifast
það á reynsluleysi og taugaspennu.
Sigurbirna Guðjónsdóttir var
þeirra sterkust og var í raun sú eina
sem ógnaði eitthvað að ráði. -SMS
1-0, 24, 34, 3-12, 4-13 (7-13), 8-13, 9-16, 11-17,
13-18,14-20,17-20, 17-21, 21-21.
FH:
Mörk/víti (skot/viti): Sigrún Gilsdóttir 7/2 (10/3),
Dröfii Sæmundsdóttir 6/1 (16/2), Björk Ægisdóttir
4 (7), Harpa Vífilsdóttir 2/1 (7/3), Berglind Björg-
vinsdóttir 1 (1), Eva Albrechtsen 1 (4), Sigurlaug
Jónsdóttir (1), Bjarný Þorvaröardóttir (1), Bima
Helgadóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Sigrún 2, Dröfii,
Björk). Vítanýting: Skorað úr 4 af 8.
Fiskuö vitU Sigrún 2, Berglind 2, Eva, Harpa, Sig-
urlaug, Bjamý.
Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 9
(24/3, hélt 9,38%), Kristin María Guðjónsdóttir 5/1
(11/2, hélt 3/1,.45%). Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10):
Ingi Már
Gunnarsson og
Þorsteinn
Guönason (4).
GϚi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 100.
Sebastian verði lítið tók hann mikil-
væga bolta undir lok leiksins. Sel-
foss getur þakkað markverði sínum,
Jóhanni Inga, að ekki fór verr og
Mikalonis fór mikinn í seinni hálf-
leik. Þá átti hinn efnilegi Reynir
Freyr Jakobsson ágætan leik.
Ekkert sem heitir réttlæti
„Þetta var mjög sárt tap en við
verðum ekki sakaðir um að gefast
upp hér í kvöld. Við áttum fullt af
færum til að klára leikinn en verð-
um enn og aftur að kenna reynslu-
leysinu um. Það er ekki spuming
að við áttum að fá stig í þessum leik
en það er ekkert sem heitir réttlæti
í þessu. Ég vona að þetta sé það sem
koma skal og að fólk fari að koma á
leiki og styðja okkur því að við
stöndum öllum þessum liðum á
sporði hér á heimavelli,“ sagði Gísli
Guðmundsson, þjálfari Selfoss, í
leikslok. -GKS
Dómarar (1-10):
Hlynur Leifsson
og Anton G.
Pálsson (8).
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 109.