Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 10
26
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Sport
Radcliffe
setti
heimsmet
Enska hlaupadrottningin
Paula Radcliffe setti nýtt og
glæsilegt heimsmet í maraþon-
hlaupi kvenna i gær en þá fór
fram hið árlega Chicago-mara-
þon. Radcliffe kom í mark eftir 2
klst., 17 mínútur og 18 sekúndur
og stórbætti gamla metið sem
Cathrine Ndereba frá Keniu setti
á sama stað í fyrra, eða um heil-
ar 89 sekúndur. Ndereba kom
önnur í mark, rúmum tveimur
mínútum á eftir Radcliffe.
„Ég fékk ótrúlega mikinn
stuðning frá áhorfendum sem
komu hingað frá Bretlandi og
það er þeim að þakka að ég hljóp
stöðugt áfram,“ sagði Radcliffe
eftir hlaupið en hún hefur aðal-
lega getið sér gott orð i fimm og
tíu þúsund metra hlaupi kvenna.
Menn höfðu gert sér vonir um
heimsmet í karlaflokki en sú
varö ekki raunin. Khalid Khann-
ouchi frá Bandaríkjunum kom
fyrstur í mark á tímanum 2 klst.,
17 mín. og 18 sek. og var 18 sek-
úndum frá sínu eigin heimsmeti
sem hann setti í London í apríl
síðastliðnum. -vig
Hrósarensku
úrvalsdeildinni
Franski landsliðsmaðurinn
Thierry Henry segir að enska
úrvalsdeildin sé ástæðan fyrir
frábærri frammistöðu franska
landsliðsins um helgina þegar
það valtaði yfir Slóvena, 5-0.
Átta af ellefu byrjunarmönnum
liðsins spila með liðum i ensku
deildinni.
„Þetta lýsir bara styrkleika
enskrar knattspyrnu. Svona
leikir eru á dagskrá í hverri
einustu viku í Englandi," segir
Henry og bætti við að hann hefði
lært gríðarlega mikið um
andlega þætti knattspymunnar
síðan hann gekk til liðs við
Arsenal. -vig
Stoke vill háar
skaðabætur
íslendingaliðið Stoke City vill
fá umtalsverðar skaðabætur frá
Sunderland fyrir að hafa lokkað
Steve Cotterill frá félaginu til að
taka við starfi aðstoðarmanns
Howards Wilkinsons, nýráðins
framkvæmdastjóra Sunderland.
Stoke er sagt vilja fá um 130
milljónir króna í skaðabætur
fyrir missinn en Sunderland
segir að í samningi Cotterills við
Stoke sé ákvæði um að aðeins
þurfi að greiða tæpar 20
milljónir króna.
Forráðamenn Stoke segjast
vona að málið leysist í sátt og
samlyndi og reynt verður af
fremsta megni að forðast
málaferli. -vig
l**: iNGLAND
1. deild:
Bradford-Derby ...............0-0
Bumley-Walsall................2-1
Ipswich-Sheff. Wed............2-1
Watford-Grimsby...............2-0
Millwall-Wimbledon........... 1-1
Rotherham-GiUingham.......... 1-1
2. deild:
CardifT-Wycombe.............. 1-0
Bamsley-Bristol C............ 1-4
Chesterfield-Tranmere........ 1-0
Huddersfield-Notts County .... 3-0
Luton-Cheltenham..............2-1
Northampton-Brentford ....... 1-2
Peterborough-Mansfield .......0-0
Plymouth-Wigan .............. 1-3
Port Vale-Oldham ............ 1-1
Stockport-Crewe.............. 1-4
Swindon-Colchester............2-0
Naumt hjá Njarðvík
- vann nýliða Hauka, 58-63, á Ásvöllum -15 þriggja stiga körfur í leiknum
DV
Bland i poka
Gunnar Berg Viktorsson skoraði tvö
mörk fyrir lið sitt, Paris HB, sem tap-
aði fyrir Montpellier, 36-28, á heima-
velli í frönsku 1. deildinni í handknatt-
leik um helgina.
Nýliðar Hauka voru nálægt því
að vinna annan sigur sinn i röð í 1.
deild kvenna í gær þegar Njarðvík
sótti sigur á Ásvöllum. Njarðvík
skoraði tiu af tólf síðustu stigum
leiksins og vann fyrsta leik sinn á
íslandsmótinu, 58-63, en liðið varð
meistari meistaranna á dögunum.
Það var einkum góð þriggja stiga
hittni stelpnanna sem vakti mesta
athygli í þessum leik og nýttu stelp-
urnar langskotin mun betur en þau
sem þær tóku nær körfunni. Alls
voru gerði fimmtán þriggja stiga
körfur, allar í fyrstu þremur leik-
hlutanum, er liðin nýttu 15 af 26
skotum fyrir utan þriggja stiga lín-
una.
Haukar byrjuðu betur en Auður
Jónsdóttir og Bára Lúðvíksdóttir
fóru í gang í öðrum leikhluta og
skoruðu saman 17 af 24 stigum
Njarðvíkurliðsins í leikhlutanum
sem náði 29-38 forskoti í hálfleik.
Haukaliðið kom ákveðið til leiks í
seinni hálfleikinn og náði 19-7 kafla
í upphafi hans og þar með forustu í
leiknum. Síðasti leikhlutinn var
æsispennandi en Njarðvíkurliðið
var sterkara á taugunum á lokasek-
úndunum.
Helena sterk
Hin 14 ára Helena Sverrisdóttir
var mjög góð í liði Hauka og eins
stóðu þær Birna Eiríksdóttir og
Stefanía Jónsdóttir sig vel. Litháinn
Egedija Raubvaité hitti hins vegar
afar illa, eða aðeins 4 af 14 skotum,
auk þess sem hún var í villu-
vandræðum allan leikinn.
Hjá Njarðvík voru Auður og Bára
sterkar fyrir hlé en eftir hlé voru
það þær Helga Jónasdóttir og Fjóla
Eiríksdóttir sem stuðluðu mest að
því að landa sigrinum.
Helga lék fyrsta leik sinn á tíma-
bilinu eftir erfið veikindi. Sacha
Montgomery var stigahæst í
Njarðvíkurliðinu en fyrir utan góða
hittni fyrir utan þriggja stiga línuna
gerði hún alltof mörg mistök. Það
kom þó ekki að sök og liðið vann
mikilvægan sigur.
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 15 (8
fráköst, 8 stolnir), Bima Eiríksdóttir 14,
Stefanía Jónsdóttir 8 (9 stoðsendingar, 6
fráköst, 4 stolnir), Egedija Raubaité 8 (11
fráköst, 7 í sókn), Hafdís Hafberg 7, Ösp
Jóhannsdóttir 6.
Stig Njarðvíkur: Sacha Montgomery
20 (hitti 4 af 7 þriggja stiga skotum), Auð-
ur Jónsdóttir 13 (5 fráköst, 4 stoðs.), Fjóla
Eiríksdóttir 11, Bára Lúðvíksdóttir 8,
Helga Jónasdóttir 5 (6 fráköst á 15 mín.),
Eva Stefánsdóttir 3, Guðrún Ósk Karis-
dóttir 3. -ÓÓJ
■
Sacha Montgomery
skoraöi 20 stig fyrir
Njarðvík gegn
Haukum í gær.
DV-mynd Hari
Heiðmar Felixson skoraði tvö mörk
fyrir Bidasoa sem gerði jafntefli,
24-24, gegn Teucro á útivelli i
spænsku 1. deildinni 1 handknattleik
á laugardaginn. Rúnar Sigtryggsson
var ekki meðal markaskorara hjá
Real Ciudad sem vann Valladolid,
28-25, á heimavelli.
Sunderland er í miklum mark-
mannsvandræðum þessa dagana en
Thomas Myrhe meiddist um helgina í
landsleik Norömanna og Rúmena og
verður frá í óákveðinn tíma. Aðal-
markvörður liðsins, Thomas Sören-
sen, er frá til áramóta vegna meiðsla
og því er búist við að þriðji mark-
vörður liðsins, Júrgen Macho, muni
byrja inná í næsta leik.
Enski vamarmaðurinn Matthew Up-
son, sem er á mála hjá Arsenal, en er
nú i láni hjá 1. deildar liðinu Read-
ing, óttast að hann muni aldrei
tryggja sér sæti í liöi Arsenal og þá
sérstaklega eftir að Frakkinn Pascal
Cygan var keyptur.
„Mér leiðist að horfa á leiki með
Arsenal því að í hvert sinn sem ég sé
þá ímynda ég mér að það sé ég þama
inni á vellinum. Mér finnst ég hafa
verið rændur tækifærinu til að fá að
vera með,“ segir Upson.
Nú eru uppi sögusagnir um að
brasilíska stórstjaman Ronaldo sé á
leið frá Real Madrid til Arsenal. Gil-
berto Silva, Brasilíumaðurinn hjá
Arsenal, segist hafa sagt Ronaldo að
Arsenal sé besta lið í heimi og hann
væri vel settur ef hann gengi til liðs
við það. Ekki veröur þó talið ltklegt
að af þessum kaupum verði þar sem
Ronaldo segir að sér liði vel i Ma-
drid.
Franski tennisleikarinn Paul-Henri
Mathieu bar sigur úr býtum á Lyon-
Grand-prix mótinu sem lauk um helg-
ina. Mathieu vann Brasilíumanninn
Gustavo Kuerten í þremur settum,
4-6, 6-3, 6-1 .
Sigur Mathieu kom nokkuð á óvart
enda hefur Kuerten verið einn af
bestu tennisleikurum heims undan-
farin ár. Hann er hins vegar nýbúinn
að ná sér eftir erfið meiðsl sem hafa
gert það að verkum að hann hefur
hríðfallið niður styrkleikalista Ai-
þjóða tennissambandsins. -vig
$
1. DEILD KVENNA
KR
Keflavík
Grindavík
Haukar
Njarðvík
ÍS
2 1 1
1 1 0
2 1 1
2 1 1
2 1 1
1 0 1
143-132 2
74-68 2
141-140 2
112-112 2
112-135 2
49-54 0
ÍS tekur á móti Keflavik klukkan
19.30 í Kennaraháskólanum og
Keflavík spilar síðan annan útileik í
Njarðvík á miðvikudaginn.
- Grindavík kom til baka og vann KR, 73-66, í kvennakörfunni
Enn ein vísbendingin um
æsispennandi vetur í kvennakörf-
unni kom með 73-66 sigri Grindavík-
ur á KR í leik liðanna í 1. deild
kvenna á laugardaginn.
Grindavík byrjaði mun betur og
náði meðal annars 11 stiga forystu í
upphafi annars leikhluta, 26-15, en
það munaði fimm stigum á liðunum í
hálfleik þegar Grindavík hafði yfir,
38-33.
KR-konur komu mjög ákveðnar til
seinni hálfleiks og skoruðu ellefu
fyrstu stig hans og voru allt í einu
komar með góða forustu, 38-44. Hild-
ur Sigurðardóttir skoraði sjö fyrstu
stig hálfleiksins og eftir að Helga Þor-
valdsdóttir haföi komið KR níu stig-
um yfir, 39-48, með tveimur laglegum
körfum í röð, benti fátt til annars en
að KR-liðið væri að landa öruggum
sigri.
Denise Shelton, bandarískur leik-
maður Grindavíkur, sem skoraði
hafði 50 stig í tapleik tveimur dögum
áður og 21 stig í fyrri hálfleik, var á
þessum tima orðin mjög þreytt og
misnotaði meöal annars sex skot í
röð. En Grindavíkurliðið var þó ekki
á því að gefast upp. Sólveig Gunn-
laugsdóttir tók af skarið og gerði
mikilvægar körfur auk þess sem
Shelton fann körfuna á ný. Grinda-
vík endaði leikhlutann 12-4 og það
munaði aðeins einu stigi fyrir siðasta
leikhlutann. KR var 51-52 yflr.
KR-liðið hafði hins vegar misst
taktinn í leik sinum. Öll sjö þriggja
stiga skotin í síðasta leikhlutanum
misfórust, Grindavík vann hann
22-14 og þar með leikinn, 73-66.
Sólveig Gunnlaugsdóttir átti mjög
góðan leik fyrir Grindavík, hitti með-
al annars úr 8 af 13 skotum sínum,
þar af 3 af 4 þriggja stiga skotum.
Sólveig tók af skarið þegar liðið
þurfti mest á því að halda. Shelton
átti einnig afbragðsleik en þrátt fyrir
37 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta
getur þessi frábæri leikmaður meira,
enda hafði þreytan sín áhrif.
María Anna Guðmundsdóttir
mætti sýna skynsamlegri leik í send-
ingavali en átta stoðsendingar, 6 frá-
köst og mikilvæg þriggja stiga karfa
í lokin höfðu mikið að segja þegar
upp var staðið.
KR tókst ekki að fylgja eftir góðum
leik í Njarðvík. Hanna Björg Kjart-
ansdóttir bryjaði af krafti (11 stig i
fyrri hálfleik) en eyddi mikilli orku í
að dekka Shelton í seinni hálfleik.
Hildur Sigurðardóttir átti bestan leik
en Hanna og Gréta María Grétars-
dóttir skiluöu sínu.
Stig Grindavikur: Denise Shelton 37 (13
fráköst, 6 stolnir, hitti úr 13 af 28 skotum),
Sólveig Gunnlaugsdóttir 19 (8 fráköst),
María Anna Guðmundsdóttir 5 (8 stoðs., 6
fráköst, 12 tapaðir), Sandra Guðlaugsdóttir
5, Erna Rún Magnúsdóttir 4 (4 stoðs.), Guð-
rún Ósk Guðmundsdóttir 2, Sigríður Anna
Ólafsdóttir 1.
Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 18 (9 frá-
köst, 5 stolnir), Hanna B. Kjartansdóttir 15
(7 fráköst, 5 stolnir), Gréta María Grétars-
dóttir 11 (7 fráköst, 5 stoðs.), Helga Þor-
valdsdóttir 10 (6 fráköst, 4 stoðs.), Guðrún
Arna Sigurðardóttir 6 (6 fráköst), Sara
Smart 2, Georgia Kristiansen 2, Tinna
Björk Sigmundsdóttir 2. -ÓÓJ