Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 13
28
+
29
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Sport
Sport
Heiöar Helguson kom inn á sem varamaöur ( byrjun síöari hálfleiks fyrir
Helga Sigurösson. Hér sést hann í baráttu við skosku varnarmennina Lee
Wilkie og Callum Davidson. DV-mynd E.ÓI.
Skoskir áhorfendur skemmtu sér
vel á Laugardalsvellinum á laugar-
daginn og kannski fullvei ef marka
má þessa mynd. DV-mynd E.ÓI.
Leikur íslands
og Skotlands
Stuttar
sendinéar
Undir stjórn Atla Eðvaldssonar hef-
ur íslenska liöið aðeins tapað tveimur
af þeim ellefu leikjum þar sem liðið
hefur komst í 1-0 og sjö þeirra hafa
unnist. Töpin komu gegn Dönum á
Laugardalsvellinum 2000 og úti í
Búlgaríu 2001.
I rauninni er þetta það mark and-
stæðinga íslenska liðsins sem
næstfyrst er skorað á Laugardalsveli-
inum frá upphafi. Fyrir sjö árum kom
Svisslendingurinn Ciriao Sforza sínu
liði yfir í 0-1 eftir fjögurra mínútna
leik og kom það mark einnig upp úr
horni.
islenska landslióió hefur tapað öllum
fjórum landsleikjum sínum fyrir Skot-
um og það sem meira er að íslenska
liöið hefur ekki skorað allar þessar 360
mínútur. Skotar unnu 1-0 1964 og 1985
3-0 1984 og svo 2-0 á laugardaginn.
íslenska landslióió tapaöi sjötta
leiknum f röö þar sem liöiö lendir 0-1
undir. Síðast vann íslenska liðið sig út
úr slíkri stöðu gegn Pólverjum á Laug-
ardalsvellinum í fyrra þegar Andri
Sigþórsson tryggði jafntefiiö Ijórum
mínútum fyrir leikslok.
íslenska landsliðið hafði ekki fengiö
á sig mark svo snemma í sjö ár þegar
Christian Dailly kom Skotum yfir eft-
ir 6 mínútur og 20 sekúndur.
i
-m
Islendingar komust aldrei undan því kverkataki sem Skotar náðu á þeim í byrjun leiks
íslenska landsliöið í knattspyrnu hóf leik í
undankeppni EM á versta mögulegan hátt
þegar liöið tók á móti Skotum á laugardag-
inn. Miklar væntingar voru gerðar til ís-
lenska liðsins fyrir leikinn og er ekki orðum
aukið að segja að þeir hafi ekki staðið undir
þeim. Niðurstaðan þegar flautað var til
leiksloka var mönnum vonbrigði, 2-0, tap fyr-
ir Skotum, sem þar með unnu sinn fyrsta leik
undir stjóm Berti Vogts. Ekki er hægt að
segja annað en að sigurinn hafi verið sann-
gjarn. Skotar gerðu nákvæmlega það sem
þeir þurftu til að leggja hikandi, staða og
máttlausa íslendinga.
Atli Eðvaldsson gjörbreytti ölium sóknar-
leik liðsins fyrir leikinn gegn Skotum ef mið
er tekið af vináttuleikjunum tveimur á undan
sem hljóta að hafa átt að vera undirbúningur
fyrir leikinn mikilvæga á laugardaginn.
í stað stóra framherjans sem átti að halda
boltanum og vinna skallaeinvígi voru komn-
ir leikmenn, Helgi Sigurðsson og Haukur Ingi
Guðnason, sem vilja ekki fá boltann í lappir
heldur í svæðin á bak við vörnina. Atli rétt-
lætti þessar breytingar með því að segja að
Skotarnir væru svo sterkir í loftinu og því
hefði verið ákveðið að finna leiðina bak við
vörnina þeirra.
Gott og vel en þessi staðreynd var uppi á
borðinu í lok ágúst þegar Ándorra kom í
heimsókn og af hverju í ósköpunum var ekki
reynt að spila þann sóknarleik sem átti að
spila gegn Skotum í leikjunum gegn Andorra
og Ungverjalandi þar sem ekkert var undir og
timi til að vera með tilraunastarfsemi.
Varð að tilraunaverkefni
Leikurinn gegn Skotum varð að tilrauna-
verkefni þar sem sóknarleikurinn var lagður
upp með von og óvon án mikillar reynslu. Að
auki stillti Atli upp Bjarna Þorsteinssyni í
hægri bakvarðarstöðunni, jafnvel þó hann
hefði ekki valið hann í vináttuleikina tvo.
Það val er enn eitt dæmið um tilraunastarf-
semina sem var í gangi í leiknum.
íslenska liðiö mætti ágætlega stemmt til
leiks en fékk á sig mark eftir rúmar sex mín-
útur. Markið var afskaplega klaufalegt og má
segja að röð mistaka hafi orsakað það. Skóg-
arhlaup Árna Gauts, léleg dekking inni í teig
og enginn maður á fjærstöng þrátt fyrir að
Skotar hefðu rétt á undan fengið hornspyrnu.
Eftir þetta kjaftshögg Skotanna má segja að
leikur íslendinga hafi verið ansi tilviljana-
kenndur. Sendingar leikmanna voru út og
suður, hreyfing án bolta var lítil sem engin
og það gekk engan veginn að koma tveimur
bestu sóknarmönnum liðsins, Rúnari og Eiði
Smára, inn í leikinn.
Rúnar var týndur úti á vinstri kanti og við
getum einfaldlega ekki ætlast til þess að Eið-
ur Smári geri allt upp á eigin spýtur þegar
hann fær holtann. Sendingarnar inn fyrir
vörnina, sem Atli hafði beðið um fyrir leik-
inn, gengu aldrei upp né heldur fyrirgjafirn-
ar sem voru nær undantekningalaust sorgleg-
ar.
Þetta bar allt að sama brunni. Áttavitinn á
fótum leikmanna íslenska liðsins var van-
stilltur og þeir gátu hvorki gefið fimm metra
sendingu, stungusendingu né fyrir markið.
Geisluöu af sjálfsöryggi
Skotarnir, sem höfðu verið með bakið upp
við vegginn eftir háðulegt gengi að undan-
fomu, mættu á Laugardalsvöllinn og léku
eins og þjóð í miklum meðbyr. Leikmenn liðs-
ins geisluðu af sjálfsöryggi og á þeirra leik
mátti sjá að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir
voru að gera. Annað er hægt að segja um Is-
lendingana sem vissu varla í hvorn fótinn
þeir áttu að stíga enda erfitt að ná upp takt-
fostu spilmynstri þegar kúvending á sér stað
í sóknarleik liðsins nokkrum dögum fyrir
leik.
Það er alveg ljóst að íslenska landsliðið í
knattspyrnu á í kröggum. Árangur og spila-
mennska í undanfórnum landsleikjum hafa
ekki veriö upp á marga fiska og einhvern veg-
inn hefur maður það á tilfinningunni að ís-
lenska liðið sé lið sem leikur án sjálfstrausts,
gleði, og hugmyndaauðgi, stefnulaust rekald
á hafi úti.
í þessum leik var það aðeins Ivar Ingimars-
son sem komst frá leiknum með sóma. Aðrir
leikmenn eiga mikið inni og það er sorglegt
að þurfa að horfa upp á leikmann eins og Eið
Smára vera vannýttan vegna þess að hann
fær ekki þá þjónustu sem hann þarf til að
gera það sem hann getur.
Atli þarf að finna stöðugleika í liðinu. I
augnablikinu er of mörgum spurningum
ósvarað eins og bent var á í grein í DV-Sport
fimmtudaginn 3. október og því fer fjarri að
einhver svör hafi fengist á laugardaginn.
Atli þarf að finna sér ákveðið sóknar-
mynstur þar sem hæfileikar manna á borð
við Eið Smára fá að njóta sín og halda sig við
það i stað þess að vera að skipta um sóknar-
stíl í tíma og ótíma. Hann þarf að finna hægri
bakvörð sem getur borið boltann upp og hann
þarf auk þess að velta því fyrir sér hvort Arn-
ar Þór Viðarsson heldur sjó varnarlega gegn
sterkum liðum. Að auki er kantspil liðsins
mikið vandamál og það væri ekki verra ef
það væri hægt að finna einhvern mann sem
getur komið boltanum fyrir markið utan af
kanti.
Raunhæfar kröfur?
Maður spyr sig eftir gengi undanfarinna
leikja hvort kröfumar sem fjölmiðlar og al-
menningur á Islandi geri til landsliðsins séu
raunhæfar. I Ijósi stöðunnar í dag eru þær
það ekki og það má vel vera að við höfum séð
getu okkar manna sem spila erlendis í hyll-
ingum. Þeir eru góðir knattspymumenn, um
það efast enginn, en sem liðsheild virkar lið-
ið engan veginn og þegar þannig er í pottinn
búið er óraunhæft að búast við árangri.
Við gerðum kröfur af þvi við höföum trú á
liðinu, ekki til þess að skaða þaö. Trúin lifir
ekki endalaust og líklega er þannig í pottinn
búið nú að ég mæti á Laugardalsvöllinn á
miðvikudaginn albúinn hinu versta. -ósk
I %
Stuöningsmenn Islenska liösins létu vel í sér
heyra. DV-mynd ÞÖK
Hvílík vonbrigði
Stuðningsmenn íslenska lands-
liðsins áttu erfitt með að leyna
vonbrigðum sínum þegar ljóst
var að Skotar myndu fara með
sigur af hólmi á laugardaginn.
Mikil og góð stemning var á með-
al áhorfenda á fyrri hálfleik en
íslensku áhorfendurnir fylltust
sama vonleysinu og íslensku
leikmennirnir þegar Skotar skor-
uðu annað markið og voru marg-
ir hverjir horfnir af velli löngu
áður en lokaflautan gall.
íslensku áhorfendurnir mættu
gjarnan læra af skosku áhorfend-
unum sem kunna manna best aö
halda uppi stemningu á leikjum
með söngvum, hljóðfæraleik og
góðu skapi, Skosku stuðnings-
mennirnir voru svo sannarlega
dýrmætir fyrir skoska liðiö og
virkaði á stundum sem Skotar
væru á heimavelli en ekki íslend-
ingar. íslendingar mættu gjaman
láta heyra meira í sér þegar á
móti blæs i stað þess að hengja
haus. íslensku strákamir þurfa á
öflugum stuðningi áhorfenda að
halda á miðvikudaginn gegn Lit-
háen á Laugardalsvelli. -ósk
Ísland-Skotland 0-2 (0-1)
0-1 Christian Dailly (7., skalli úr markteig eftir fyrirgjöf Gary Naysmith sem hafði fengið
boltann aftur eftir homspymu sína frá hægri. Ámi Gautur komst ekki út í fyrirgjöfma.)
0-1 Gary Naysmith (63., glæsilegt skot rétt innan vítateigs eftir gott upphlaup og fyrirgjöf
Maurice Ross frá hægri. Vel heppnuð skyndisókn Skota.)
ísland (4-5-1)
Ámi Gautur Arason .......2
Bjami Þorsteinsson.......2
Lárus Orri Sigurðsson .... 3
Hermann Hreiðarsson .... 3
Amar Þór Viðarsson........2
(66., Marel Baldvinsson ... 3)
Brynjar Bjöm Gunnarsson 3
ívar Ingimarsson.........4
Rúnar Kristinsson........2
Haukur Ingi Guðnason ... 2
(75., Bjarni Guðjónsson ... -)
Eiöur Smári Guðjohnsen . . 3
Helgi Sigurðsson .........2
(46., Heiðar Helguson.....3)
Dómari: Alain Sars frá
Frakklandi (4).
Áhorfendur: 7065.
Gul spjöld:
Rúnar (32.), Is-
land, Lee
Wilkie (23.),
Steven Thomp-
son (39.), Call-
um Davidson
(73.)
Rauð soiöld:
Engin
Skot (á mark):
7 (4)-10 (5)
Horn:
11-6
Aukaspyrnur:
19-15
Rangstöóur:
3-4
Varin skot:
Ámi Gautur 2
- Douglas 2
Skotland (3-5-2)
Robert Douglas .
Christian Dailly .
Steven Pressley .
Lee Wilkie.....
Maurice Ross ...
Barry Fergusson
Paul Lambert...
Jackie McNamara ...
(34., Callum Davidson
Gary Naysmith ......
(90., Russell Anderson
Steven Thompson . . .
(89., Scott Severin ...
Steven Crawford ....
Gæöi leiks:
Maður leiksins hjá DV-Sporti:
Gary Naysmith, Skotlandi