Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Side 15
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
31
DV
Sport
ívar Ingimarsson:
Ekkert
vanmat
í gangi
„Ég er mjög svekktur með
þessi úrslit. Við komum vel
stemmdir til leiks og ætluðum að
byrja af krafti. Við fengum á okk-
ur frekar dapurt mark í byrjun
og eftir það var þetta erfítt. Þá
fauk planið okkur út um glugg-
ann og við þurftum að færa okk-
ur framar á völlinn.
í seinni hálfleik fannst mér við
vera að komast inn í leikinn, við
vorum halda boltanum ágætlega
og komast í hálffæri. Síðan fáum
við annað markið á okkur og eft-
ir það var þetta búið. Mér fannst
við samt reyna að koma til baka
en því miður tókst okkur ekki að
skora.“
Skotarnir böröust fyrir öllu
„Skotarnir hafa alltaf kunnað
að verjast og eftir markið duttu
þeir bara aftur. Við vissum aö
það væri mikil pressa á þeim eft-
ir Færeyjaleikinn en það var ekk-
ert vanmat i gangi. Þetta eru
Slcotar, þeir eru þekkt knatt-
spyrnuþjóð og þeir voru með
sært stolt. Þeir komu ákveðnir
hingað og börðust fyrir öllu.
Mér fannst spilið hjá okkur til
að byrja með ekki nógu gott en
það komu kaflar í leiknum sem
voru ágætir og við náðum að
komast upp kantana hjá þeim
sem voru opnir. Fyrirgjafirnar
voru hins vegar ekki að ná fyrir
og því vantaði að reka smiös-
höggið á það.“
Alltaf væntingar
Það byggjast alltaf upp vænt-
ingar fyrir leiki, sérstaklega þeg-
ar úrslitin hjá þeim höfðu ekki
verið betri en raun bar vitni. Við
þurfum hins vegar að gera okkur
grein fyrir því að við erum ís-
land. Þó að við séum smáþjóð þá
fórum við í leiki til að vinna þá
en við getum ekki verið að van-
meta andstæðinga okkar, hverjir
sem þeir eru. Það væri algjör
barnaskapur og ég held að það
hafi engin gert það í dag, í það
minnsta ekki leikmenn.
Verðum aö læra af leiknum
„Fyrir leikinn á miðvikudag-
inn verðum við að byrja á þvi að
hvíla, reyna siðan að gleyma
leiknum og draga þann lærdóm
af honum sem við getum og koma
vel undirbúnir fyrir leikinn gegn
Litháum,“ sagði miðjumaðurinn
ívar Ingimarsson sem átti góðan
leik á miðju íslenska liðsins gegn
Skotum og sýndi að þar er leik-
maður sem verður lykilmaður í
liði íslands í framtíðinni. -ósk
ívar ingimarsson sést hér á fleygiferð í leiknum gegn Skotum á laugardaginn en Skotinn Barry Ferguson reynir að ná honum. ívar átti góðan leik á miðju
íslenska liösins í leiknum og gaf ekki tommu eftir í tæklingum og öðrum návígjum. DV-mynd E. 01.
Hermann Hreiðarsson segir íslenska liðið geta gert miklu betur en á laugardaginn:
Skota á góðum degi
„Það vantaði ekki viljann og
baráttuna en þetta gekk ekki hjá
okkur í dag. Það er náttúrlega mjög
svekkjandi að fá á sig þetta mark
svona snemma en við sköpuðum
okkur þarna nokkur færi, Eiður
skaut í slá og fleira en einhvern
veginn var boltinn ekki að detta
fyrir okkur eins og við hefðum
viljaö," sagði Hermann Hreiðars-
son, annar miðvarða íslenska
liðsins, að leik loknum. Hermann
hafði verið slæmur í baki
undanfamar vikur en hann sagði
við DV-sport eftir leik að meiðslin
hefðu ekki komið niður á
spilamennsku hans í leiknum.
Völlurinn erfiður
„Við vorum kannski ekki alveg
nógu öruggir í vöminni, það voru
nokkrar slakar sendingar en þeir
voru þó ekki að skapa sér nein færi
upp úr því. Völlurinn var ekki
góður, mjög sleipur og þungur og
það hafði sitt að segja,“ sagði
Hermann og bætti við að leikurinn
hefði ekki spilast eins og lagt var
upp fyrirfram.
„Haukur Ingi átti að fara meira
upp kantinn og reyna að teygja
aðeins á vörninni svo að menn eins
og Eiður Smári fengju meira pláss
til að athafna sig en í staðinn vorum
við að beita háum sendingum og
þar voru skosku vamarmennimir
eins og kóngar í ríki sínu og mjög
sterkir í loftinú. Þeir komust yflr
og gátu því varist og beitt
skyndisóknum en við náðum aldrei
að setja nægilega mikla pressu á þá.
Þeir eiga þarna tvö skot á mark í
seinni hálfleik. Seinna markið
náttúrlega mjög vel gert hjá Nays-
mith og tek ég það ekkert frá
honum en við hefðum getað gert
betur.“
Erum miður okkar
Auðvitað erum við allir miður
okkar og svekktir yflr því að ná
ekki betri úrslitum og við viljum
síst af öllu tapa leik á heimavelli.
En við vissum alveg hvað
Skotamir geta og bárum fulla
virðingu fyrir þeim áður en
leikurinn hófst. Það er valinn
maður í hverju rúmi hjá þeim en
við vitum vel að við getum unnið
þetta lið, það er kannski mesta
svekkelsið í þessu.“
Hermann vildi lítið tjá sig um
leikinn á miðvikudaginn.
„Við gerum það sem þjálfarinn
leggur upp með fyrir þann leik.
Þetta er einn hópur og ein heild og
við stöndum bara allir saman og
ætlum okkur að gera betur.“
Uppsögnin óvænt
„Eins og kunnugt er var George
Burley, framkvæmdastjóra Ipcwich,
vikið úr starfi rétt fyrir helgi og
sagði Hermann að það hefði
vissulega komið sér á óvart.
Já, ég get ekki neitað því. Hann
er búinn að vera hjá liðinu í mörg
ár, bæði sem leikmaður og síðan
þjálfari. En svona er fótboltinn bara
og það er aldrei að vita hvað er
handan við homið.
Stundum er þetta svona. Það
gengur lítiö upp en ég hef enga trú
á öðru en að þetta komi. Þetta er
sami hópur og lenti í 5. sæti i
úrvalsdeildinni fyrir tveimur áram
þannig að við þurfum að ná því
besta fram hver hjá öðrurn." -vig
Getum vel unniö
Haukur Ingi Gudnason
hægri kantur
Haukur Ingi hljóp og hljóp í
leiknum og átti greinilega aö nýta
hraöa hans til að valda usla í vöm
Skota. Þrátt fyrir aö eiga sínar rispur
komst hann
samt lítið
áleiðis gegn
Gary Nay-
smith og var á
endanum
skipt út af
eftir að hafa
fengið
krampa.
Skot (á mark): . . . 1 (1)
Færi/mörk:.......0/0
Stoðsendingar: .... 0
Lykilsendlngar: ... 1
Aukasp. fengnar ... 0
Aukasp. gefnar .... 0
Rangstöður:......0
Eiður Smári Guðiohnsen
framherji
Virkar þungur og hreinlega ekki í
nægilega góðu formi. Komst aldrei al-
mennilega í takt við leikinn. Sýndi þó
hvað hann getur á köflum og átti m.a.
gott skot í slá í
fyrri hálfleik.
Það skapast
alltaf hætta i
kringum Eið
þegar hann fær
boltann í fæt-
uma en hann
virðist vánta
meiri stuðning
frá félögum
Skot (á mark): .. . 2 (1)
Færi/mörk:.......2/0
Stoðsendingar: .... 0
Lykilsendingar: ... 2
Aukasp. fengnar ... 3
Aukasp. gefiiar .... 0
Rangstöður:......2
Helgi Sigurðsson
framherji
Helgi náði sér engan veginn á strik
i leiknum og fyflti engan veginn það
skarð sem Ríkharður Daðason skildi
eftir sig. Var skipt út af í hálfleik fyr-
ir Heiðar
Helguson sem
átti í fullu tré
viö Skotana í
skallaboltun-
um framan af
en af honum
dró þegar leið
á hálfleikinn.
Skot (á mark): . .. 0 (0)
Færi (mörk): .... 0/0
Stoösendingar: .... 0
Lykilsendingar: ... 0
Aukasp. fengnar ... 2
Aukasp. gefiiar .... 1
Rangstöður:........1
Varamenn íslenska landsliðsins í leiknum
Atli notaði allar skiptingarnar í leiknum og var kannski of fljótfær með þá síðustu
þar sem nárameiðslin voru farin að há Rúnari það mikið seinni hluta leiks.
Heióar kominnáfyrirHelgaíhálfleikogbyrjaði díbmí
vel. Var duglegur við að vinna boltann og fljótur að oUOJOnSSOn
skila honum á Eið Smára, eitthvað sem liðið
sárvantaði fyrir hlé. Heiðar datt hins vegar niður skot (á mark)- 0 (0)
með liðinu eftir annað mark Skota. Færi/mörk: .'. " ! 0/0
Marel kom mn fynr Arnar Þor og boðaði „ ,.
augljósar áherslubreytingar í leik liðsins. Hann hélt Þtoösendingar: .... o
boltanum ágætlega og skapaði hættu í tvígang og Lykilsendlngar: ... 0
sýndi að hann getur haft í fullu tré við varnarmenn í Aukasp. fengnar ... 0
alþjóðlegum gæðaflokki. Aukasp. gefaar .... o
Bjarni kom seint inn á eða á þeim tíma þegar Rangstöður- 0
leikur liðsins var orðinn afar lágstemmdur. Bjarni s
átti þó tvær af betri fyrirgjöfum liðsins og gerði engin
Heiöar Helguson mistök Marel Baldvinsson
Skot (á mark): . . . 1 (0)
Færi/mörk:.......0/0
Stoðsendingar: .... 0
Lykilsendingar: ... 0
Aukasp. fengnar ... 2
Aukasp. gefiiar .... 0
Rangstöður:......0
Skot (á mark): . .. 0 (0)
Færi/mörk:.......0/0
Stoðsendingar:.... 0
Lykilsendingar: ... 1
Aukasp. fengnar ... 1
Aukasp. gefitar .... 0
Rangstöður:......0