Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 18
34
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Sport
Undankeppni EM U-21:
Ísland-Skotland 0-2
0-1 Kevin Kyle (17.), 0-2 Simön Lynch
(88.).
Lið Islands: Ómar Jóhannsson,
Ólafur Ingi Skúlason, Ármann Smári
Bjömsson, Indriði Sigurðsson (fyrirliði),
Haraldur Guðmundsson, Helgi Valur
Danielsson (79. Hjálmur Dór Hjálmsson),
Grétar Rafn Steinsson, Viktor Bjarki
Amarsson (67. Gunnar Heiðar
Þorvaldsson), Ellert Jón Bjömsson (81.
Magnús Sverrir Þorsteinsson),
Sigmundur Kristjánsson, Hannes
Sigurðsson.
Lið Skotlands: Derek Soutar, Gary
Caldwell, John Kennedy, Christopher
Doig, Ian Murray (fyrirliði), Gareth
Williams, Brian Kerr, Stuart Duff,
Stephen Hughes (70. Darren Fletcher),
Kevin Kyle, Tom McManus (84. Simon
Lynch).
Gul spjöld: Indriði Sigurðsson (21.),
Tom McManus (27.).
Rautt spjald: Ólafur Ingi Skúlason
(90.).
Indriði Sigurðsson:
Vorum
smeykir
„Mér fannst við vera alveg
ótrúlega lélegir í fyrri hálfleik.
Við vorum ekki að vinna neina
seinni bolta, fórum ekki í návígi
af krafti og gáfum okkur ekki
100% í leikinn. Ég held að við
höfum verið smeykir í byrjun en
í seinni hálfleik sáum við að
þetta var hægt og þá fór þetta
strax að skána hjá okkur.
Mér fannst Skotarnir ekki
vera að skapa sér nein færi að
ráði í leiknum heldur töpum við
leiknum á eigin mistökum. Við
gerum einstaklingsmistök sem
kosta bæði mörkin og það varð
okkur dýrt. Skotarnir voru ná-
kvæmlega eins og við bjuggumst
við þeim, líkamlega sterkir og
fljótir. Við vissum að þetta yrði
barátta og það lið sem myndi
hafa yfirhöndina þar myndi
vinna leikinn. Því miður gerðum
við það ekki í dag,“ sagði Indriði
Sigurðsson, fyrirliði íslenska
liðsins, í samtali við DV-Sport
eftir leikinn gegn Skotum.
Vantaði grimmd
„Það vantaöi grimmd í leikinn
hjá okkur. Við fengum óteljandi
homspyrnur í seinni hálfleik en
náðum ekki að nýta neina. Það
leit út fyrir að við ætluðum ekki
að skora í leiknum. Mér fannst
okkur vanta sjálfstraust í fyrri
hálfleik. Við vom ragir og hrædd-
ir og það er aldrei gott. Mér
fannst að viö hefðum átt að sækja
meira í seinni hálfleik. Við vor-
um bara með einn frammi og
hefðum mátt vera duglegri að
koma upp með honum og styðja
við hann. Leikurinn í heild var
mikil vonbrigði en við ætlum
okkur að mæta gegn Litháum á
þiðjudaginn og sýna okkar rétta
andlit,“ sagði Helgi Valur Daní-
elsson eftir leikinn. -ósk
Góð byrjun
„Ég er mjög ánægður með sig-
urinn, sérstaklega i ljósi þess að
þetta er fyrsti leikur okkar í
keppninni og það er mikilvægt
að byrja vel. Góð byrjun gefur
leikmönnum sjálfstraust í næstu
leikjum. Þetta var mjög erfiður
leikur því að það má segja að við
höfum verið heppnir að fá ekki á
okkur mark í seinni hálfleik. Ég
er stoltur af mínum mönnum
fyrir að halda einbeitingu og
standast sóknir íslenska liðsins
á móti vindinum.
íslenska liðið er gott. Þaö spil-
aði mjög vel í síðari hálfleik og
setti mikla pressu á okkur. Það
eru margir góðir leikmenn í lið-
inu en ég var sérstaklega hrifinn
af leikmönnum nr. 10 (Sigmundi
Kristjánssyni) og nr. 6 (Indriða
Sigurðssyni," sagði Rainer Bon-
hoff, þjálfari skoska U-21 árs
landsliðsins, viö DV-Sport eftir
leikinn. -ósk
Skoski markvöröurinn Derek Soutar grípur hér eina af fimmtán hornspyrnum fslenska liösins f seinni hálfleik. Grétar Rafn Steinsson stekkur upp um meö
honum og Hannes Sigurösson fylgist meö. DV-mynd ÞÖK
íslenska landsliöiö skipað leikmönnum U-21 árs og yngri tapaöi fyrir Skotum:
Dagur og nótt
- íslenska liðið spilaði tvo gjörólíka hálfleiki í Kaplakrika á föstudaginn
Islenska landsliðið skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri hóf keppni í und-
ankeppni EM á versta mögulega máta
þegar liöið beið lægri hlut fyrir Skot-
um, 2-0, í Kaplakrika á fóstudaginn.
íslenska liðið átti mjög sérkennileg-
an dag því að það var eins og dagur og
nótt. I fyrri hálfleik var liðið á hælun-
um og virtist eiga litla möguleika í
skoska liðið en í þeim seinni brettu
leikmenn liðsins upp ermamar,
pressuðu Skotana stíft og heföu undir
venjulegum kringumstæðum átt að
vera búnir að jafna þegar Skotar gull-
tryggðu sér sigurinn á lokamínútun-
um.
íslenska liðið stillti upp með leikað-
ferðina 4-3-3 að leiðarljósi. Hún náði þó
aldrei að verða neitt annað en 4-5-1 í
fyrri hálfleik því að leikmenn íslenska
liðsins virkuðu hálfsmeykir og þorðu
aldrei almennilega fram á völlinn.
Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós
á 3. mínútu þegar Skotinn Thomas
McManus komst einn inn fyrir vöm is-
lenska liðsins en missti boltann of
langt frá sér og færið rann út í sand-
inn. íslenska liðið var nálægt því að
komast yfir á 6. mínútu þegar Grétar
Rafn Steinsson átti fyrirgjöf fyrir mark
Skota en Hannes Sigurðsson skaut
beint í Derek Soutar, markvörð
skoska liðsins. Eftir þetta gerðist fátt
markvert hjá íslenska liðinu þar til
undir lok hálfleiksins.
I millitíðinni tóku Skotar leikinn í
sinar hendur. Þeir fengu nóg pláss til
að athafna sig á miðjunni og létu bolt-
ann ganga ágætlega manna á milli án
þess þó að skapa sér góð færi. Þeim
tókst hins vegar að skora á 17. mínútu
en það var meira fyrir klaufaskap ís-
lensku leikmannanna heldur en ágæti
skoska liðsins. Skotar fengu horn-
spymu. Ómar Jóhannsson, markvörð-
ur íslenska liðsins, misreiknaði sig
hrapallega í úthlaupinu og stóð eins og
bryggjustólpi úti í miðjum teig þegar
sóknarmaðurinn Kevin Kyle, sem leik-
ur með Sunderland, þrumaði boltanum
i mark íslenska liðsins úr miðjum teig.
Kyle þessi var í A-landsliðshópnum
gegn Færeyingum en var færður niður
í U-21 árs landsliðið fyrir þennan leik.
íslenska liðinu gekk illa að halda
boltanum innan liðsins í fyrri hálfleik
og spil liðsins var ómarkvisst. Skotar
voru nærri búnir að bæta við marki á
41. mínútu en Ómar bjargaði skoti frá
McManus glæsilega með úthlaupi.
Þetta virtist vekja íslenska liðið og
áttu það tvær bestu sóknir sínar í hálf-
leiknum í kjölfarið. Fyrri sóknin rann
reyndar út i sandinn eftir að Viktor B.
Amarsson hafði skotið í vamarmann
skoska liðsins en seinni sóknin endaði
með besta færi íslenska liðsins í leikn-
um. Grétar Rafn komst upp að enda-
mörkum og gaf fyrir mark Skotanna
þar sem Hannes Sigurðsson var aleinn
fyrir framan mark Skota. Honum
mistókst hins vegar að ná til knattar-
ins en sóknin var góð engu að síður.
íslenska liðið kom gjörbreytt til
leiks í síðari hálfleik, dyggilega stutt af
öflugum vindi í bakiö. Horfið var hik-
ið sem einkenndi það í fyrri hálfleik og
íslensku leikmennimir héldu uppi
stífri pressu að marki Skotanna nánast
allan hálfleikinn. Aukinn kraftur kom
í liðið á 66. mínútu þegar Gunnar
Heiðar Þorvaldsson kom inn á fyrir
Viktor Bjarka og Ólafur þjálfari spilaði
með tvo framherja það sem eftir lifði
leiks. Liðið fékk fimmtán homspymur
en þrátt fyrir að margar þeirra, frá Ell-
erti Jóni Bjömssyni og Sigmundi
Kristjánssyni, væru stórhættulegar
tókst íslenska iiðinu ekki að gera sér
mat úr þeim. Mesta hættan eftir hom-
spymu skapaðist á 84. mínútu þegar
markvörður skoska liðsins sló spymu
Sigmundar í slána. Síðustu mínútum-
ar lagði íslenska liðið allt kapp á að
jafna leikinn, tók áhættu en uppskar
því miður aðeins annað mark á sig
undir lok ieiksins þegar varamaðurinn
Simon Lynch komst einn inn fyrir
vömina og vippaði snyrtilega yfir
Ómar markvörð. Tveggja marka tap
var þvi staðreynd og leikmenn ís-
lenska liðsins hljóta að naga sig í hand-
arbökin fyrir að hafa ekki byrjað að
spila almennilega fyrr en í síðari hálf-
leik. Það setti ljótan svip á leikinn und-
ir lokin þegar Ólafur Ingi Skúlason
fékk að líta rauða spjaldið fyrir að
sparka viljandi í Skotann Brian Kerr
og má hann teljast heppinn ef hann
sleppur með eins leiks bann.
Ekki er hægt að segja að neinn leik-
manna íslenska liðsins hafi verið að
spila vel í þessum leik. Leikurinn hlýt-
ur að hafa verið þeirn mikil vonbrigði
en þeir hafa tækifæri á þriðjudaginn í
leiknum gegn Litháum tÚ að sýna hvað
í þeim býr. Það em margir góðir knatt-
spymumenn í liðinu en menn þurfa
hins vegar að leggja sig fram í 90 mín-
útur en ekki 45 til að ná árangri í
knattspymu. -ósk
Verða að forna sér
- sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari íslands
„Strákarnir vom ekki tilbúnir að
taka nógu vel á þeim á fyrri hálf-
leik. Við gerum ein alvarleg mistök
sem kosta okkur mark og eigum
síðan tvö bestu færin í hálfleiknum
sem við náum því miður ekki að
nýta. Við verðum náttúrlega að
nýta svona færi í svona leikjum til
að eiga möguleika á að vinna.
í seinni hálfleik eigum við nátt-
úrulega að skora. Það er alveg sorg-
legt að fá þennan fjölda af góðum
hornspyrnum og ná ekki að vinna
einn bolta í teignum. Menn fórna
sér ekki í teignum og þá er erfitt að
skora. Það vantaði alla grimmd í
strákana upp við markið.
Skotamir vora nákvæmlega eins
og við bjuggumst við þeim. Þeir
náðu reyndar að halda boltanum
ágætlega í fyrri hálfleik en það var
vegna þess að við gáfum þeim of
mikinn tíma. Við vorum ekki að
pressa þá nægilega vel og liöið
slitnaði allt of mikið í sundur.
Skoska liðiö er mun sterkara en
það ungverska sem við unnum á
dögunum en við eigum að geta unn-
ið þetta lið á góðum degi.
Við getum spilað betur en í dag ef
litið er á heildina. Seinni hálfleik-
urinn var ágætur en sá fyrri var
slakur. Það er ekki nógu gott því að
fótboltaleikur er níutíu mínútur.
Við gáfum aulamörk og enduðum á
því að elta skottið á sjálfum okkur í
djöfulgangi allan seinni hálfleik-
inn,“ sagði Ólafur Þórðarson. -ósk