Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 35 r>v 1. riðill Frakkland-Slóvenia............5-0 1-0 Patrick Vieira (10.), 2-0 Steve Marlet (35.), 3-0 Steve Marlet (64.), 4-0 Sylvain Wiltord (79.), 5-0 Sidney Gouvu (90.). Malta-ísrael..................0-2 0-1 Balili (57.), 0-2 Revivo (77.). Frakkland 2 2 0 0 7-1 6 ísrael 110 0 2-0 3 Slóvenía 2 10 1 3-5 3 Kýpur 10 0 1 1-2 0 Malta 2 0 0 2 0-5 0 2. riðill Rúmenla-Noregur . . . . O-l 0-1 Steffan Iversen (83.). Danmörk-Lúxemburg . 2-0 1-0 Jon Dahl Tomasson, víti (52.), 2-0 Ebbe Sand (71.). Danmörk 2 110 4-2 4 Noregur 2 110 3-2 4 Rúmenía 110 1 3-1 3 Lúxemburg 10 0 1 0-2 0 Bosnía 10 0 1 0-3 0 3. riðill Moldavla-Tékkland . . . 0-2 0-1 Jankulowski, víti (71.), 0-2 Rosicky (80.). Hvlta-Rússland-Austurriki .. 0-2 0-1 Schopp (57.), 0-2 Akagúndiiz (89.). Austurríki 2 2 0 0 4-0 6 Holland 110 0 3-0 3 Tékkland 110 0 2-0 3 Moldavía 2 0 0 2 0-4 0 Hv. Rússl. 2 0 0 2 0-5 0 4. riðill Pólland-Lettland 0-1 Laizans (30.). 0-1 Sviþjóö-Ungverjaland . . 1-1 0-1 Kenesei (5.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (76.). Lettland 2 110 1-0 4 Pólland 2 10 1 2-1 3 Svíþjóö 2 0 2 0 1-1 2 Ungverja). 10 10 1-1 1 San Marino 10 0 1 0-2 0 5. riðill Ísland-Skotland 0-2 0-1 Christian Dailly (7.), Naysmith (63.). 0-2 Gary Litháen-Færeyjar 2-0 1-0 Razanauskas, víti (23.), 2-0 Poskus (37.). Skotland 2 110 4-2 4 Þýskaland 1 1 0 0 2-0 3 Litháen 2 10 12-2 3 Færeyjar 2 0 11 2—4 1 ísland 10 0 10-2 0 6. riðill Úkrafna-Grikkland ...........2-0 1-0 Vorobey (50.), 2-0 Voronin (90.). Spánn-N-lrland ..............3-0 1-0 Ruben Baraja (18.), 2-0 Guti (59.), 3-0 Ruben Baraja (89.). Spánn 2 2 0 0 5-0 6 Úkraína 2 1 1 0 4-2 4 Armenía 1 0 1 0 2-2 1 N-írland 1 0 0 1 0-3 0 Grikkland 2 0 0 2 0-4 0 7. riðill Makedónia-Tyrkland...........1-2 1-0 Grozdanovski (7.), 1-1 Okan (29.), 1-2 Nihat (54.). Slóvakia-England ............1-2 1-0 Szilard Nemeth (23.), 1-1 Michael Owen (65.), 1-2 Michael Owen (85.). Tyrkland 2 2 0 0 5-1 6 England 1 1 0 0 2-1 3 Liechtenst. 10 10 1-1 1 Makedónía 2 0 112-3 1 Slóvakía 10 0 10-3 0 Sport Undankeppni EM 2004 á laugardaginn: Michael Owen sýndi mátt sinn o megin og mikilvægi sitt fyrir enska landsliðið þegar hann skoraði sigur- mark liðsins í 2-1 sigri á Slóvakíu í Bratislava á laugardaginn. Fyrra mark Englendinga skoraði fyrirlið- inn David Beckham beint úr auka- spymu en eitthvað voru íjölmiðlar í Evrópu í vafa um hvort Michael Owen hefði komið við boltann áður en aukaspyma Beckhams langt ut- an af velli hafnaði í m£u:ki Slóvaka. Framherjinn Szilard Nemeth, sem leikur með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, hafði áður komið Slóvökum yfir í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn beggja liða hög- uðu sér eins og fífl og setti það svip sinn á leikinn. Ensku stuðnings- mennirnir reyndu að stofna til slagsmála á meðan Slóvakar á áhorfendapöllum eyddu meiri tíma í að hrópa ókvæðisorð að hinum hörundsdökku leikmönnum Eng- lands, þeim Emile Heskey og Ashley Cole, en í að hvetja lið áfram. Forráðamenn enska landsliðsins hafa ákveðið að leggja fram kvörtun til Knattspymusambands Evrópu vegna hegðunar Slóvakanna og Sven Göran Eriksson, þjálfari liðs- ins, sem sá margt misjafnt í þessum efnum á tíma sínum sem þjálfari Lazio, var hneykslaður. „Svona ætti ekki að gerast árið 2002. Þetta var hræðilegt. Ég veit allt um svona mál þar sem ég kom frá félagi, Lazio, þar sem vandamál voru til staðar og þaö er ekki auð- velt að útrýma þeim,“ sagði Eriks- son. Hann sagðist jafnframt vera ánægður með sigurinn á rennblaut- um vellinum í Bratislava. „Við spiluðum ekki vel fyrsta hálftímann og voram ekki nógu grimmir. Við komumst inn i leikinn eftir það og byrjuöum að spila betur og betur. Það að hafa unnið gott liö á velli eins og þessum sýnir hversu sterkur liðsandinn er hjá okkur. Við náðum þremur stigum og misst- um enga menn í meiðsli fyrir leik- inn gegn Makedóníu á miðvikudag- inn. Pólverjar gripnir í bólinu Lettar unnu sennilegast óvæntasta sigur helgarinnar þegar þeir báru sigurorð af Pólverjum, 1-0, í 4. riðli i Varsjá. Juris Laizans skoraði sigurmark- ið á 30. mínútu með þrumuskoti af löngu færi sem var óverjandi fyrir Jerzey Dudek, sem leikur með Liverpool. Lettar sitja nú á toppi riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki og þjálfari liðsins, Aleksandrs Star- kovs, var sáttur eftir leikinn. „Ég er stoltur af mínum mönn- um. Við spiluðum þennan leik af mikilli skynsemi og þessi úrslit sýna að knattspyrnan í Evrópu er alltaf að verða jafnari,“ sagði Star- kovs eftir leikinn. Zbigniew Boniek, þjálfari Pól- verja, var niðurbrotinn maður eftir leikinn. „í mínum verstu martröðum hefði mig ekki getað dreymt að við myndum tapa þessum leik. Það var möguleiki á að við myndum gera jafhtefli en ekki tapa. Það er alltaf sárt að tapa leikjum. Við erum hins vegar í uppbyggingu eins og stend- ur en sem þjálfari tek ég fulla ábyrgð á tapinu," sagði Boniek. Litháar lögðu Færeyinga Litháar unnu Færeyinga, 2-0, í Vilnius í 5. riðli og skildu þar með íslendinga eina eftir án stiga á botni riðilsins. Sigur Litháa var öruggur og gerðu þeir út um leikinn með tveim- ur mörkum i fyrri hálfleik. Þessi úr- slit sýna að íslenska liðið á mjög erf- iðan leik fyrir höndum á miðviku- daginn næstkomandi þegar Litháar koma í heimsókn á Laugardalsvöll- inn. -ósk Michael Owen fagnar hér seinna marki sínum gegn Slóvökum í Bratislava ó laugardaginn en þaö tryggöi Englendingum mikilvægan sigur í fyrsta leik þeirra í 7. riöli undankeppni EM. Reuters Magnaður Owen - tryggði Englendingum sigur gegn Slóvökum með marki undir lokin Andre Bergdoimo, varnarmaöur norska liösins, sést hér f baráttu viö rúm- enska sóknarmanninn Viorel Moldovan í leiknum á laugardaginn. Reuters Undankeppni EM 2004 á laugardaginn: Norðmenn lögðu Rúmena - og virðast loks komnir á beinu brautina Norðmenn virðast vera að ná sér á strik eftir dapurt gengi í síöustu undankeppni. Þeir unnu Rúmena, 1-0, í Búkarest þar sem lélegur völlur og mikill vindur vom í aðal- hlutverki. Steffen Iversen skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok með skalla eftir hom- spymu. Nils Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, sagði eftir leikinn að hann hefði vonast eftir einu stigi út úr leiknum en væri himin- lifandi með þrjú. Vandræöi á Svíum Svíar eiga í vandræöum eftir slaka byrjun í undankeppninni. Þeir gerðu jafntefli, 1-1, gegn ís- landsbönunum Ungverjum í Stokk- hólmi á laugardaginn og eru með tvö stig eftir tvo leiki. Lars Lagerback, þjálfari sænska liðsins, sagði eftir leikinn að léleg- ur fyrri hálfleikur hefði eyðilagt mikið fyrir liðinu. Skyldusigur Dana Danir unnu skyldusigur á Lúx- emburg í Kaupmannahöfn, 2-0. Bæði mörkin komu í seinni hálf- leik, það fyrra úr vafasamri víta- spymu. Morten Olsen, þjálfari Dana, sagði eftir leikinn að liðið væri efst í riðlinum og það væri því ástæða til að brosa. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.