Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 21
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 37 Sport Fimmta rallið hjá - keppir í Póllandi dagana 15. til 21. ol Witek Bogdanski er á leið- inni til Póllands dagana 15. til 21. október til að keppa í War- szawski rall í nágrenni Var- sjár en þetta er fimmta keppn- in sem hann og hinn 22-ja ára gamli Mariusz Stec keppa saman í á Mistubishi Lancer EVO VI. Það hefur gengið mjög vel í keppnum þeirra hingað til en þeir náðu þó ekki að klára þá síðustu sem var um síðustu mánaðamót. Witek og Mariusz kepptu í Karkonoski ralli á dögunum en þessi umferð fór öll íram á malbiki í Sudety-fjöllunum í kringum Jelenia Góra. Karpacz er talin ein af hættu- legustu rallkeppnum í Pól- landi en í því voru eknir 532 km, þar af 217 á sérleiðum. Karkonoski rallið var mjög erfitt að þessu sinni þar sem mikil rigning var á fyrri degi og margir keppendur enduðu utan vegar eða hættu vegna bilana. Rúmlega 60 bílar voru skráðir í keppnina og aðeins 32 kláruðu hana. Eftir frábæran árangur hjá þeim félögum í síðustu 3 um- ferðum náðu þeir ekki að ljúka keppninni í þetta skiptið. Túrbina fór á 3. sér- leið og þar töpuðu þeir dýr- mætum tíma og féllu niður í 26 sæti. Eftir að skipt var um túrbinu náðu þeir að vinna sig upp um 10 sæti en á næstu sérleiðum þurftu þeir að berj- ast við fleiri bilanir i drifbún- aði bílsins sem leiddi til þess að þeir þurftu að hætta keppni eftir 9. sérleið. „Við neyddumst til að hætta eftir sérleið nr. 9. Vand- ræðin byrjuðu reyndar fyrr og eftir hvert viðgerðarhlé fór staðan bara versandi. í lokin vorum við að spóla í fimmta gír og þá var staðan orðin mjög hættuleg," sagði Witek um Karkonoski rallið. -ÓÓJ Hornfirðingarnir Siguröur G. Jónsson og Einar Sigurjónsson sigruðu i nýliðaflokki Suöurlandsrallsins. ] 1 Baldur Jónsson, íslandsmeistari í rallakstri, sigraði í Suðurlandsrallinu ásamt Arnari Valsteinssyni sem var aðstoðarökumaöur hans í fjarveru Jóns Ragnarssonar. DV-myndir JAK Suðurlandsrall Esso fór fram um helgina: Yfirburðasigur - hjá Baldri og Arnari í síðustu keppni ársins Baldur Jónsson og Arnar Val- steinsson sigruðu með nokkrum yf- irburðum, í síðustu umferð íslands- meistaramótsins í rallakstri sem ek- in var á Suðurlandi á laugardaginn. Eknar voru fjórar leiðir á Syðra- Fjallabaki en þær voru Skógshraun og Hekluleið sem voru eknar fram og til baka. Áætlanir gjörbreyttust Baldur var búinn að tryggja sér íslandsmeistaratitil ökumanna fyr- ir þessa keppni og Jón Ragnarsson, faðir hans, titilinn sem að- stoðarökumaður. Baldur hefur sigr- að í öllum keppnum sumarsins en í fyrstu keppninni var hann að- stoðarökumaður hjá Rúnari Jóns- syni, bróður sínum. Til stóð að þeir bræður myndu keppa saman í sum- ar en það breyttist allt skyndilega þegar Rúnar greindist með æxli í höfði og varð að hætta keppni. Jón, faðir þeirra, ákvað þá að setjast aft- ur í aðstoðarökumannssætið en hann hafði verið búinn að ákveða endanlega að draga sig í hlé frá rallkeppnum. „Við vildum halda titlinum í fjöl- skyldunni," sagði Baldur, „og því kom pabbi aftur inn.“ Jón Ragnars- son gat hins vegar ekki keppt með Baldri í lokaumferðinni því hann var erlendis, ásamt konu sinni, að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæl- iö en gengið hafði verið frá ferðinni áður en veikindi Rúnars komu upp. Sigurinn tryggður strax „Við tókum strax svolítið á á fyrstu leið um Skógshraun sem mér finnst gríðarlega skemmtileg leið,“ sagði Baldur eftir lokakeppnina. „Við keyrðum þétt án þess að taka nokkra áhættu, reyndum að halda góðri línu en þétt samt til að sjá hvað það myndi gera. Það skilaði okkur 20 sek. forskoti. Síðan ákveðum við að taka einnig tiltölulega vel á á Hekluleiðinni og gerðum það alls staðar nema þar sem við vorum hræddir um að vera tæpir með eitthvað. Þar keyrðum við rólega. Eftir tvær fyrstu leiðirn- ar vorum við komnir með tvær til þrjár mínútur í forskot þar sem Gunnar og Björn á Escortinum féllu úr keppni. Eftir það snerist þetta fyrst og fremst um að klára keppn- ina og verja stöðuna. Liðsheildin skilaði titlinum „Það gekk allt upp hjá okkur í sumar meðan keppinautar okkar voru að lenda i miklu basli,“ sagði Baldur. „Það er með ólíkindum hvað óheppnin er búin að elta suma keppinauta okkar. Subaroinn hefur því alltaf skilað sér í gegn og okkur þessum árangri. Aðstoðarmenn okkar hafa verið rosalega duglegir. * Þeir hafa unnið í bUnum langt fram á nætur tU að gera hann kláran ef eitthvað hefur komið upp á. Þeir eiga mikinn heiður skUið fyrir sitt framlag því án þeirra hefði þetta aldrei tekist," sagði Baldur Jónsson, íslandsmeistari í raUi 2002, í samtali við DV-Sport eftir SuðurlandsraUið í gær. -JAK Hannes Jónsson og Hlööver Baldursson eru íslandsmeistarar í nýliða- og eindrifsflokkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.