Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 23
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 39 Sport i>v Lokaumferð heimsbikarmótsins í götubílaflokki í torfærunni: „Jeppinn var góður við mig“ - sagði Ragnar Róbertsson heimsbikarhafi í samtali við DV-Sport „Það hafðist hjá mér að sigra í dag og það er ég mjög ánægður með,“ sagði Ragnar Róbertsson eftir að hann haföi tryggt sér heimsbikartitilinn í torfæru- akstri í götubílaflokki. „Pizza 67 Wiilysinn var í lagi í dag. Ég skipti um kveikju og blöndung fyrir þessa keppni þannig að hann gekk eins og bíll. Það var mikið um beygjur í keppninni í dag og stundum var það gott fyrir mig. Willysinn grísaðist einhvem veginn i beygjumar. Hann er oft svo góður við mig bíllinn og hann stóð sig ágætlega í dag,“ sagði Ragnar fullur hógværðar. „Ég er ánægður með að vinna þennan titil þriðja árið í röð því að þá ég fæ að eiga dolluna. I dag átti ég betri dag en Gunnar, við erum orðnir mjög jafnir og það var alltaf spuming hvemig þetta færi. Mér fannst siðasta brautin mjög erfið en hún skipti engu máli fyr- ir mig vegna þess að ég var búinn að vinna keppnina fyrir hana, þannig að mér var alveg sama hvemig mér gengi þar,“ sagði Ragnar að endingu. Nokkuð sáttur viö sumarið Gunnar Gunnarsson háði haröa baráttu við Ragnar um heimsbikartitil- inn en varð að lúta í lægra haldi að þessu sinni eftir að hafa náð íslands- meistaratitlinum fyrir þremur vikum. „Ég lenti í klúðri í fyrstu brautinni, misreiknaði mig aðeins," sagði Gunn- ar. „Þórður Bragason varð á undan mér í brautina. Hann hafði bakkað nið- ur, þvert yfir brautina. Maður horfir oft á nýjustu hjólfórin. Ég kom yfir barðið í loftköstum, var rosalega „Pizza 67 Willysinn var góöur viö mig í dag,“ sagöi Ragnar Róbertsson en honum gekk vel í lokaumferö heimsbikarmótsins. Ragnar Róbertsson var aö vonum ánægöur meö aö hafa unniö heimsbikar- inn til eignar eftir aö hafa unniö hann þrjú ár i röö. DV-myndir JAK Torfæru- punktar Sigurður Þór Jónsson hefur verið að þróa stýrið i Toshiba-tröllinu seinni part sumars og að þessu sinni mætti hann með nýjan, öflugri stýristjakk sem Þorsteinn Gunnarsson, vélstjóri og aöstoðarmaöur hans, haföi smíðað og var tilgangurinn að létta Sigurði erfiðið við að stýra jeppanum. Sigurður Þór Jónsson var einnig bú- inn að breyta fjöðrunarkerfinu að framan í Toshiba-tröllinu. Gunnar Ásgeirsson á Goodyear Em- inum hætti keppni eftir 2. braut eftir að hann þurfti að kljást við bilanir í framöxli í tveimur fyrstu brautunum. Gísli Gunnar Jónsson á Arctic Trucks-Toyotunni og aðstoðarmenn hans þurftu að fara í bremsuviögerö- ir eftir 5. braut þegar steinn, sem spýttist undan dekki bílsins hjó bremsuslöngu i sundur. Leó Viðar Bjömsson á Steðjanum braut millikassann 1 5. brautinni og varð að hætta keppni eftir það. Haraldur Pétursson sprengdi vökva- slöngu í stýri Mussoins í 5. braut og varö uppi fótur og fit í liði hans til að gera við bilunina. í 6. braut var álagið á stýrið í Tos- hiba-tröllinu svo mikið að Siguröur Þór Jónsson braut stýristjakkinn nýja sem hann hafði sett i jeppann fyrir þessa keppni. Daníel G. Ingimundarson átti í erfið- leikum með að hemja Grænu þmmuna eftir að vökvastýrið bilaði i tímabrautinni. Gunnar Gunnarsson vellti Trúðnum í 8. brautinni þegar hann gerði villi- mannslegar tilraunir til að komast upp snarbratta brekkuna. Úrslit keppninnar á Hellu 1. Ragnar Róbertsson ........1735 2. Gunnar Gunnarsson ........1095 3. Bjarki Reynisson..........1080 4. Þórður Bragason.............10 Lokastaða íslandsmeistara- mótsins. 1. Ragnar Róbertsson..........140 2. Gunnar Gunnarsson..........132 3. Bjarki Reynisson...........104 4. Karl Víðir Jónsson .........18 5. Pétur V. Pétursson..........10 6. Þórður Bragason.............10 <4, vr vr ánægður að hitta í hliðið. Ég beygði og ir fór í hjólfór Þórðar. Við það keyrði ég út úr brautinni. Það voru mistökin. Maður á að vita betur. Þetta voru augnabliksmistök sem ég gerði þegar ég lenti eftir stökkið. Þar náði Ragnar strax forystu og þraut númer tvö var einnig mjög slæm hjá mér. Ég kom út á núlli þegar búið var að draga refsistigin af mér. Ég var því með 50 stig eftir tvær brautir þannig að þetta var eiginlega búið þá. Svona er þetta. Trúðurinn var í ágætislagi í dag. Þó var nitroið eitt- hvað að hrekkja mig en ég veit ekki al- veg hvað það var. Ég vil að lokum óska Ragnari til hamingju með titilinn og góðs gengis í Rockcrawler- keppninni í Ameríku," sagði Gunnar Gunnarsson, tiltölulega sáttur eftir að hafa þó náð ís- landsmeistaratitlinum. -JAK Gunnar Gunnarsson reyndi hvaö hann gat til aö ná heimsbikartitlinum en þaö tókst ekki og veröur hann aö láta sér nægja íslandsmeistaratitilinn þetta áriö. Siguröur Þór Jónsson náöi fjóröa sætinu f heimsbikarmótinu og miöaö viö ökulag hans í sumar er Ijóst aö hann ætlaöi sér þar betra sæti. Siguröur Þór hugsar sér vafalaust gott til glóöarinnar næsta sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.