Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Rafpostur: dvsport@dv.is Fallið frá ákærum Ákærur þess efnis að Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hafi misnotað suður-afríska stúlku kyn- ferðislega hafa verið dregnar til baka. Lögreglan sagði ásakanir um að Ferguson hefði káfað á læri stúlkunnar hlægilegar og ekkert benti til annars en að frásögnin væri uppspuni frá rótum. Ferguson sagði sjálfur að þekktir einstaklingar gætu alltaf átt von á atvikum sem þessu. -vig Björt framtíð Það var fjölmenni í hinu stórglæsi- lega fimleikahúsi Bjarkar í Hafnarfirði í gær þegar fram fór haustmót fimleika- sambands íslands. Mótið er það fyrsta á keppnistímabilinu og var allt sterkasta fimleikafólk landsins af yngri kynslóð- inni mætt til leiks. Stúlkumar kepptu ekki í saman- lagðri stigakeppni heldur var aðeins ^ keppt í einstökum áhöldum. í flokki stúlkna 14 ára og eldri var það íslandsmeistarinn Sif Pálsdóttir úr Gróttu sem bar sigur úr býtum í tveim- ur af fjórum áhöldum, stökki og tvíslá, en Inga Rós Gunnarsdóttir, Gerplu, var sterkust á jafnvægisslá og náði einnig hæstu einkunn í gólfæfingunum. Einnig vakti athygli góður árangur Tönju B. Jónsdóttur, Björk, en hún fékk þrenn silfur- og ein bronsverðlaun. í flokki stúlkna 13 ára og yngri voru það Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Gerplu, og Harpa Snædís Hauksdóttir, ’*• Gróttu, sem höfðu nokkra yfirburði. Kristjana sigraði í þremur áhöldum og Harpa þótti standa sig best á tvíslá. Mótið í gær var einnig úrtökumót fyrir Norðurlandamót drengja sem fer fram í íþróttahúsi Bjarkar dagana 26.-27. október og því að miklu að keppa. Það er skemmst frá því að segja að það var Jónas Valgeirsson, Ármanni, sem sigraði í samanlagðri keppni drengja 16 ára og yngri, hlaut samtals 46,25 stig. Jónas sigraði einnig í þremur áhöldum. Anton Heiðar Jónsson úr Ár- manni varð annar í samanlagðri keppni og sigraði í tveimur áhöldum. Eftir mótið valdi tækninefnd FSl lið íslands. Það skipa Jónas Valgeirsson, _v Anton Heiðar Jónsson, Gunnar Sigurðs- son, Teitur Páll Reynisson, Róbert Kristmannsson og Gísli Ottósson. Til vara er Daði Snær Pálsson. „Þetta var bara mjög gott miðað viö að þetta var fyrsta mót vetrarins. Mað- ur er að sjá fulit af nýjum hlutum sem eru náttúrlega ekki alveg tilbúnir og þá verða einkunnimar lægri fyrir vikið. Sif (Pálsdóttir) er að gera fullt af nýjum æfingum þannig að einkunnirnar eru kannski alveg eins háar og þær eiga að vera en á sumum stöðum hefur hún hækkaö sig töluvert. Hún er komin með nýtt stökk og það gekk mjög vel í dag og hún er greinilega á uppleið,“ sagði Ás- dís B. Pétursdóttir landshðsþjálfari við DV-sport að lokinni keppni í gær. „Það er fullt af nýjum stelpum að koma upp, ég get nefnt Kristjönu Sæ- unni Ólafsdóttur úr Gerplu, sem er að- eins 11 ára gömul, mjög efnileg. En hún er bara ein af mörgum sem eiga fram- tíðina svo sannarlega fyrir sér,“ sagði Ásdís. Norður-Evrópumót stúlkna verður haldið í Svíþjóð fyrstu helgina 1 nóvem- ber og verða fimm stúlkur valdar til að taka þátt í því. íslenska liðið hefur ekki verið valið en Ásdís segir að valið yröi út frá árangri í haustmótinu ásamt mót- um síðasta árs. Þröstur Hrafnsson, mótsstjóri og yfir- þjálfari hjá Björk, segir fimleikafólkið koma ágætlega undan vetri. „Strákamir hafa verið að æfa mjög mikið í þessari nýju glæsilegu aðstöðu i Bjarkarhúsinu. Hér verður Norður- landamótið haldið þar sem við eigum að ég held alveg ágætismöguleika. Það fer aht eftir dagsforminu og ein mistök geta gert gæfumuninn. Það eru sterkir strákar að koma upp, t.d. Jónas Valgeirsson í Ármanni. Svo er það líka Ingvar Jochumsson hjá Gerplu sem er gríðarlega mikið efni. Annars er mikið af yngstu kynslóð- inni að koma inn og þaö er greinilega mikh fjölgun í fimleikum hjá strákum," sagði Þröstur að lokum. -vig Urslit á Haustmóti FSI Stúlkur 13 ára og yngri Stökk 1. Kristjana Ólafsdóttir . .. 8,234 stig 2. Harpa Hauksdóttir .... 8,167 stig 3. Elín Andrésdóttir ..... 7,434 stig Tvislá 1. Harpa Hauksdóttir .... 7,350 stig 2. Kristjana Ólafsdóttir .. . 5,884 stig 3. Elín Andrésdóttir ..... 5,267 stig Slá 1. Kristjana Ólafsdóttir .. . 7,017 stig 2. Harpa Hauksdóttir .... 6,667 stig 3. Elín Andrésdóttir ..... 5,200 stig Gólf 1. Kristjana Ólafsdóttir . .. 7,534 stig 2. Harpa Hauksdóttir .... 6,967 stig 3. Margrét Karlsdóttir .... 6,667 stig Stúlkur 14 ára eldri Stökk 1. Sif Pálsdóttir........ 8,400 stig 2. Tanja B. Jónsdóttir .... 8,367 stig 3-4. Birta Benónýsdóttir .. 8,134 stig 3-4. Ásdís Guðmundsdóttir 8,134 stig Tvlslá 1. Sif Pálsdóttir........ 7,800 stig 2. Tanja B. Jónsdóttir .... 7,684 stig 3. Inga Rós Gunnarsdóttir . 7,300 stig Slá 1. Inga Rós Gunnarsdóttir . 8,234 stig 2. Sif Pálsdóttir........ 7,467 stig 3. Tanja B. Jónsdóttir .... 7,100 stig Gólf 1. inga Rós Gunnarsdóttir . 8,234 stig 2. Tanja B. Jónsdóttir .... 7,667 stig 3. Auður Guðmundsdóttir . 7,500 stig Drengir 16 ára og yngri Gólf 1. Anton Þórólfsson ......8,50 stig 2-3. Gunnar Sigurðsson . .. 8,45 stig 2-3. Róbert Kristmannson .. 8,45 stig Bogi 1. Gunnar Sigurðsson......6,75 stig 2. Jónas Valgeirsson.....6,65 stig 3. Anton Þórólfsson ......6,60 stig Hringir 1. Jónas Valgeirsson.....8,05 stig 2. Róbert Kristmannson ... 6,90 stig 3. Gunnar Sigurðsson.....6,60 stig Stökk 1. Jónas Valgeirsson.....8,55 stig 2. Anton Þórólfsson ......8,40 stig 3. Gunnar Sigurðsson.......8,15 stig Tvlslá 1. Anton Þórólfsson ......7,60 stig 2. Jónas Valgeirsson......7,45 stig 3. Gunnar Sigurðsson.......7,40 stig Svifrá 1. Jónas Valgeirsson ......7,8 stig 2. Anton Þóróifsson.............6,8 stig 3. Gunnar Sigurösson .....5,95 stig Samanlögð keppni 1. Jónas Valgeirsson..... 46,25 stig 2. Anton Þórólfsson...... 44,35 stig 3. Gunnar Sigurðsson......43,30 stig 4. Viktor Kristmannsson . .40,50 stig íslandsmeistarinn Sif Pálsdóttir sýndi snilldartilþrif á jafnvægisslá á Haustmóti FSÍ sem var haldið í gær í hinu stórglæsilega íþróttahúsi Bjarkar í Hafnarfirði. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.