Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 iy^sr Fréttir Elstu menn muna vart meiri bleytutíð í kartöfluræktinni: Verðið fyrir afurðirn- ar er handónýtt - smásöluverslunin tekur æ stærri hlut, segir kartöflubóndi í Þykkvabænum „Verðið fyrir afurðimar er bara h„Verðið fyrir af- urðirnar er bara handó- nýtt. Smásöluverslunin tekur svo stóran hluta af verðinu til sín að lítið er eftir fyrir okkur,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kart- öflubóndi og stjórnarmað- ur í Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. Hann seg- ir kartöflubændur ekki öf- undsverða eftir frekar lélegt upp- skerusumar og fádæma vætutíð í september. „Elstu menn muna ekki annað eins,“ sagði Sigurbjartur. Hann seg- ist reyndar hafa heyrt það um dag- inn að búið væri að reikna það út að minni elstu manna væri ekki nema þrjú ár. „Hjá okkur í Þykkva- bænum rigndi að jafnaði sjö og hálf- an millímetra á dag alla daga sept- embermánaðar. Það er einfaldlega of mikið fyrir okkar smekk." Hann er sjálfur með kartöflurækt LSH í Fossvogi: Deild lokað vegna bakteríu Bæklunarskurðdeild Landspítalans í Fossvogi var lokað í gær eftir að baktería fannst í sýnum fjögurra sjúk- linga á þremur stofum deildarinnar. Bakterían, sem er sjaldgæf, er ónæm fyrir algengustu sýklalyljum. Sjúk- lingarnir hafa ekki orðið veikir en þeir hafa veriö settir í lyflameðferð og einangrun. Aðrir sjúklingar á deild- inni fóru ýmist heim í gær eða voru fluttir á aðrar deildir. Bráðaaðgerðum er sinnt á öðrum deildum spítalans, en á þriðja tug aðgerða hefur verið frestað vegna lokunarinnar. Um 600 manns bíða eftir aðgerð á bæklunar- deildum Landspítalans. Unnið verður aö sótthreinsun deild- arinnar næstu daga og standa vonir til að hún verði opnuð í lok næstu viku. -aþ á um 30 hekturum og hættur að taka upp þetta árið. „Það sem ég á eftir er mjög óveru- legt en ég met að það sé orð- ið ónýtt.“ Hann segir að kartöflu- bændur hafi verið að fá um 35 krónur fyrir síðasta árs úppskeru í sumar. Venjulega hefur verðið síðan farið eitt- hvað upp með nýjum kartöfl- um á markaði. „Ég sé ekki annað en að það stefni í að framleið- endur verði áfram að fá um 35 krón- ur fyrir kílóið sem síðan er selt út úr búð á 150 krónur eða guð má vita hvað.“ Samkvæmt könnun Morgunblaðs- ins sem birt var í gær kemur fram að meðalverðið er eftir tegundum frá 161 til 276 króhur á kílóið. Lægst var verðið samkvæmt könnuninni 88 krónur og hæst 479 krónur. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, sagðist í morgun ekki gera sér grein fyrir hvort verslunin væri að taka til sín meira en eðlilegt væri. Benti hann á að hátt verð út úr búð skýrðist oft af miklum afíollum og þar með gæti afrakstur kaupmanns- ins verið mjög lítill þegar upp er staðið. Við stóra að eiga „Hlutur smásöluverslunarinnar í útsöluverðinu hefur verið að stækka á undanförnum árum,“ seg- ir Sigurbjartur. „t þessari sam- þjöppun sem átt hefur sér stað í smásölunni er það alveg klárt mál að þeir hafa tekið sér stærri hluta af heildarverðinu. Við njótum þess alls ekki neitt. Við erum settir upp við vegg enda við stærri og sterkari kaupendur að eiga. Þrátt fyrir allar kostnaðarhækk- anir sem orðið hafa við framleiðsl- una síðustu 15 árin erum við að fá í krónutölu um 60% af þvi sem við vorum að fá fyrir 15 árum. Að vísu hafa búin stækkað og einhver hag- ræðing náðst um leið og framleiðsl- an hefur færst á færri hendur. Raunverðið fyrir framleiðsluna til okkar hefur hins vegar lækkað verulega." Sigurbjartur segir nánast útilok- að fyrir kartöflubændur að selja sína vöru beint. Hann segir að í dag séu tveir aðilar langstærstir á markaðnum í hópi kaupenda, Baug- Sigurður Jónsson. DV-MYND NJORÐUR HELGASON Kartöflubændur ekki öfundsverðir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi og stjórnarmaöur í Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf„ segir kartöflubændur ekki öfundsveröa. Eftir frekar lélegt uppskerusumar og fádæma vætutíð í september sé veröiö fyrir afuröirnar mjög lélegt. ur og Búr. Auk þeirra eru Samkaup líka nokkuð stór kaupandi en sam- anlagt segir hann að þessir þrír að- ilar kaupi um 90% af allri kartöflu- framleiðslunni. - Hvernig gengur að láta enda ná saman í rekstrinum? „Það er bara mjög erfitt og nán- asta ekki hægt. Ef eðlileg kostnaðar- hækkun fæst ekki greidd i gegnum afurðaverðið þá endar það bara á einn veg. Það hefur verið að fækka mjög ákveðið í greininni undanfar- in ár og það koma ekki nýir í stað- inn fyrir þá sem hætta vegna aldurs eða hreinlega gefast upp.“ Sigur- bjartur segir að nú séu eftir á svæð- inu á milli 30 og 40 bændur. Hvorki náðist í forsvarsmenn Ávaxtahússins-Nýtt og ferskt ehf., sem annast að mestu innkaupin á kartöflum frá bændum fyrir Baug, né forsvarsmenn Búrs. Samkaup kaupir lítið sem ekkert beint af bændum heldur að mestu í gegnum Búr. -HKr. Nýgift hjón í Grafarvogi misstu allt innbú sitt í eldsvoða: Biúðargjafirnar brunnu til ösku Ung hjón, Sólrún Valdimarsdóttir og Kristján Kristjánsson, misstu allt sitt í eldsvoða síðastliðinn laugardag. Þau bjuggu í Mosarima 16 í Grafar- vogi, ásamt dóttur sinni 5 ára, Rögnu Björg. Ungu hjónin voru nýgift, og meðal annars sem þau máttu sjá á eft- ir í klær eldsins voru allar brúðargjaf- irnar sem þau höfðu fengið fyrir tæp- um mánuði. Það var nöturleg aðkoma þegar DV hitti ungu hjónin í Mosarimanum i gær. Búið var að hreinsa út alla bú- slóðina sem var gjörónýt eftir eldsvoð- ann. Það eina sem bar merki um að einhvem tíma hefði verið búið í íbúð- inni voru brunnin og sótug hreinlæt- istæki og nokkrar sviðnar bamabæk- ur i glugga herbergisins hennar Rögnu Bjargar. Allt annað var farið, gjörónýtt. íbúðin var kolsótug, glugg- ar brotnir og allt útvaðandi í sóti og bleytu. „Við hjónin urð- um samferða út á laugardaginn, nokkru áður en vart varð við eldinn," sagði Kristján við DV í gær. „Ég fðr á landsleikinn, en Sól- rún fór að versla í Bónus. Þegar hún kom til baka, smeygði hún inn- kaupapokanum inn fyrir dymar og varð þá einskis vör. Hún fór síðan út á róló, héma rétt fyrir framan húsið. Skömmu siðar heyrði hún í reykskynjara. Hún flýtti sér heim og sá þá reyk koma út um svalagluggann. Hún lagði lófann á útidyrahurðina en fann engan hita svo hún opnaði. Þá gaus kolþykkur reykur út á móti henni." Þegar var hringt á slökkviliðið og tókst að ráða nið- urlögum eldsins á um það bil hálf- tíma. Engu að sið- ar var allt ónýtt í íbúðinni sem eyði- lagst gat. Hitinn var gífurlegur, svo mikill að heimilis- tækin bókstaflega bráðnuðu. Vitað er að eldurinn kom upp í þvottahúsi sem var í miðri íbúðinni, en ekkert liggur fyrir með vissu um hver elds- upptök voru. Innbúið var tryggt, en Kristján sagði að þær tryggingar dygðu í sjálfu sér skammt. Fyrir utan innbúið hefðu til dæmis allar brúðargjafirnar, sem þau fengu á brúðkaupsdaginn 21. septem- ber sl., brunnið, þar á meðal mörg mál- verk og ýmsir munir aðrir sem aldrei yrðu bættir. „Ég vil benda þeim á sem lesa þetta að endurskoða tryggingar sínar,“ sagði hann. „Fólk getur verið tryggt, en ekki nógu vel.“ Þau Sólrún báðu fyrir þakkir til for- eldra, systkina og vina sem hefðu veitt þeim ómetanlega aðstoð. Hugur ná- grannanna, bæði fullorðinna og bama, hafði líka greinilega verið hjá fjöl- skyldunni, því þegar hún birtist til að ræða við DV í gær réttu vinir Rögnu Bjargar henni poka með alls konar dóti í, þar á meðal dúkkum og dúkkufótum. Sjálf hafði hún haft mestar áhyggjur af því vídeóspóla sem hún var með í láni frá vini sínum hefði eyðilagst í eldin- um. Hún var ekki í rónni fyrr en pabbi hennar hafði sagt henni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur, nýrri spólu yrði skilað með sóma og sann. -JSS DV-MYND E.ÓLÞ. Allt brunnið Ungu hjónin, Kristján og Sólrún, í ibúöinni í Mosarimanum í gær. Dýr úrskurður Útgjöld ríkisins munu aukast um hundruð milljóna króna á ári vegna úr- skurðar kjaranefnd- ar um kjör heilsu- gæslulækna þar sem laun læknanna hækkuðu um 17-20%. Aö sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra má lauslega áætla að kostnaðaraukinn sé allt að 300 milljónir króna á ári. Mbl. sagði frá. Vaxtalækkun Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka vexti bankans gagnvart lána- stofnunum um 0,3% þar sem verð- bólguspár bankans eru að ganga eftir, slaki á vinnumarkaði vex og horfur eru á minni hagvexti árið 2003 en spáð var. Eru vextir Seðlabankans nú 6,8%. Hrókeringar Ólafur Egilsson, sem verið hefur sendiherra í Kína, flyst heim en Eiður Guðnason, sem hef- ur verið aðalræðis- maður í Winnipeg, kemur í hans stað. Til Winnipeg fer hins vegar Komelius Sigmundsson sem hef- ur verið í Helsinki. Gunnar Snorri Gunnarsson, fráfarandi sendiherra hjá ESB, verður ráðuneytisstjóri. Móðgandi tilboð Mikil óánægja varð á Kirkjuþingi í gær um tilboð kirkjumálaráðherra vegna uppgjörs og afhendingar prests- setra. Tilboðið hljóðar upp á 150 millj- ónir króna og felur m.a. í sér að þjóð- kirkjan afsali sér rétti til bóta fyrir allar þær eignir sem gengið hafa und- an prestssetrum meðan ríkið hafði umsjón með þeim. Þótti tilboðið móðgandi. Mbl. sagði frá. Hraðskákmót í kvöld kl. 20.30 verður opið hrað- skákmót á Hótel Selfossi í boði Við- skiptablaðsins. Meðal keppenda verða meistararnir af Mjólkurskákmótinu. Áhugamenn fá því frábært tækifæri til að komast í návígi við þá. Vill byggja á Balí Gunnar Friðþjófsson, sem býr í Noregi, áformar að byggja gistihús á ferðamannaeyjunni Balí þar sem mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar um helgina. RÚV sagði frá. Halldór í aðgerð Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra gekkst undir aðgerð á Landspítal- anum i gærmorgun vegna meins í blöðruhálskirtli. Að- gerðin heppnaðist vel en Halldór verð- ur í veikindaleyfi meðan hann er að ná sér og ná fullri starfsorku. Börnin hlýði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vill að sett verði í barnalög ákvæði um að börnum beri að hlýða foreldrum sinum. Ákærðir Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur tveimur fyrrverandi framkvæmdastjórum Sæunnar Axels ehf. og framkvæmdastjóra inn- og út- flutningsfyrirtækisins Valeikur ehf. fyrir brot á tollalögum og almennum hegningarlögum. Valt með járn Stór flutningabifreið með brota- málm valt við vegamótin til Hvamms- tanga mn miðjan dag í gær. Ökumað- ur bifreiðarinnar hlaut áverka á eyra og eymsli í öxlum og hálsi. Vilja hlutlausan aðila Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði vilja að fenginn verði hlut- laus aðili til að fara yfir fjárhagslegar forsendur sem liggja til grundvallar kaupverði á ljósleiðaraneti og tengd- um kerfum Línu.Nets. Mbl. sagði frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.