Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir af sér: Kveðst ekki hafa þolað hroka formannnsins Gylfi Svafar Gylfason, varafor- maður Sjómannafélags Eyjafjarö- ar og sjómaður á Árbaki EA-5, tog- ara Útgerðarfélags Akureyringa, sagði sig úr stjórn sjómannafé- lagsins sl. föstudag. Gylfi segir að við brottfór hafi hann látiö bóka ýmis atriði þar sem Konráð Al- freðsson, formaður félagsins og varaformaður Sjómannasambands íslands, hefur farið með ósannindi og jafnvel hótanir og hroka auk launamála hans sjálfs. Þessi deila hafi staðið síðustu 16 mánuði og nú sé mál að linni. „Formaðurinn hefur í umræðu um launamál sagt ósatt og reynt þannig að fegra eigin stöðu og fela staðreyndir. Hrokinn kemur m.a. fram i þvi að hann lét þá skoðun í ljósi að hann vildi reka sjómann úr félaginu sem ekki hafi fengið verkfallsbætur en hugðist ná sínum rétti með því að kæra félagið og leita þannig réttar síns. Maður heyrir stundum svona orð hjá útgerðar- mönnum en aldrei hjá for- svarsmönnum stéttarfé- laga sem eiga að gæta rétt- ar þeirra sem eru í félag- inu. Þessi sjómaður kærði aldrei, lét líklega bugast. Ég hef verið hvattur til þess aö bjóða mig fram gegn Konráöi á næsta aðal- fundi um næstu áramót, enda er mikil óánægja ríkjandi innan stjórnar og trúnaðarráðs með störf formannsins. Það var vara- maður í stjóm sem gerði það en hann hefur skipt um skoðun af einhverjum undarlegum og óskiljanlegum ástæð- um. Ég ætla alls ekki að bjóða mig fram, hef fengið nóg,“ segir Gylfi Svafar Gylfason. Engar skýringar „Ég hef ekki skýringu handa þér. Væntanlega hefur Gylfi haft skýringar á reiðum höndum en þú verður að leita þeirra hjá honum.“ - Er það vegna ósættis við þig? „Ég vil ekki tjá mig um það. En það er stjórnarkjör um næstu ára- mót og þangað til kemur maður úr varastjórn inn í aðalstjórnina," segir Konráð Alfreðsson, formað- ur Sjómannafélags Eyjafjarðar. Nokkur óvissa og erfitt ástand er ríkjandi nú um stöðu þeirra sjómanna sem eru hjá Samherja, að sögn Konráðs Alfreðssonar. Togarinn Baldvin Þorsteinsson fer úr rekstri, Kambaröstin verð- ur seld, Hjalteyrin liggur við bryggju á Akureyri, Margrétin hættir á frystingu og fer á ísfisk- veiðar og allt þetta þýðir látlausa fækkun á mönnum um borð. Reynt er að minnka róðrarlag hjá öðrum til þess að koma öllum þeim mannskap að sem útgerð Samherja vill halda i. Nýr Baldvin Þorsteinsson, sem áður hét Hannover en kom nýr til landsins á sinum tíma sem Guðbjörg ÍS, kemur ekki til landsins fyrr en um næstu áramót. -GG DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Loksins uppstytta! Eftir margra vikna rigningar skein sól á íbúa suðausturhomsins í morgun. Mikil flóð hafa herjað á Austfirðinga að undanfömu enda hefur ekki þornað á steini á þessum slóðum lengi. Þegar íbúar Víkur héldu til vinnu í morgun blöstu við þeim gullin ský á himni. -SKH Milljónir í húfi Tilkynnt verður á Norðurlanda- ráðsþing í Helsinki 29. október hver hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs í ár og þar með ávísun hálfa fimmtu milljón króna. Tíu norrænar myndir sem frumsýndar hafa verið á sl. tólf mánuðum eru tilnefndar, þar á meðal Hafið og Mávahlátur frá íslandi. -GG Sala á hluta af Arnarneslandi í Garðabæ: Sjö aðilar kaupa land af Jóni - málið kynnt í bæjarráði í gærmorgun Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gærmorgun kynnti Gísli R. Rafns- son hjá Teymi fyrir hönd nýrra kaupenda eignarbreytingar sem greint var frá i DV í gær á hluta af svokölluðu Arnameslandi í Garða- bæ. Jón Ólafsson fjármálamaður, eða fyrirtæki hans, Byggingarfélag- ið Amames ehf., keypti þetta land í ársbyrjun 1999 á 680 milljónir króna. Naut hann aðstoðar Lands- banka íslands til kaupanna. Sam- kvæmt heimildum DV er nú unnið að frágangi á samningum upp á um 400 milljónir króna við sjö aðila um kaup á landi af Amarnesi ehf. fyrir lóðir undir 275 íbúðir. Búist er við að þeirri samningsgerð ljúki á næstu tveim vikum. Þangað til verður biðstaða varðandi ákvörðun bæjaryfirvalda varðandi fram- Arnarnesland í Garöabæ Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaöi skipulag svæöisins en búist er við aö nýir eig- endur syöri hluta landsins muni óska einhverra breytinga á deiliskipulaginu. kvæmdaröö og framkvæmdahraða á svæðinu. Hilmar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Arnamess, staðfesti í gær að kominn væri á bindandi samningur um sölu á hluta landsins til verk- taka. Landið sem selt er mun vera allt það svæði í suðurhluta Arnar- neslands sem skipulagt hefur verið undir fjölbýlishúsa-, raðhúsa- og parhúsalóðir, alls undir 275 íbúðir. Samkvæmt samningsdrögum sem hafa verið rædd við bæjaryfirvöld á landið allt að byggjast upp á árun- um 2003 til 2008. Þarna er gert ráð fyrir samtals 416 íbúðum, þ.e. 168 íbúðum í íjöleignahúsum, 77 rað- húsum, 30 parhúsum og 141 einbýl- ishúsalóð. Ingimundur Sveinsson arkitekt sá um skipulagsteikningar af umræddu Arnarneslandi. -HKr. Arnarnesvogur í Garðarbæ: Framkvæmdir hafnar við bryggjuhverfi - skapað pláss fyrir 760 íbúðir DV-MYND ÞÖK Nýtt bryggjuhverfi í Garðabæ í mótun Svokallaöar Búkollur hafa unniö aö jarövegsflutningum aö undanförnu i Arnarnesvogi undir nýtt bryggjuhverfi sem þar á aö risa. Veröur þarna um aö ræöa taisveröa landfyllingu en verkefnið mun komast á fullan skriö næsta vor. Egill Jónsson, byggingarfulltrúi Garðabæjar, segir framkvæmdir að hluta hafhar við nýtt bryggjuhverfi neðan við umrædd Amamesland Jóns Ólafssonar við Amamesvog í Garða- bæ. Það em Byggingafélag Gylfa og Gunnars, eða BYGG ehf., og Björgun hf. sem standa að uppbyggingu þessa nýja hverfis. Búið er að fjarlægja stór- byggingu skipasmiðastöðvarinnar Stál- víkur sem þama var og verið er að gera vamargarða með stórvirkum vinnuvélum fyrir uppfyllingu á svæð- inu. Ráðgert er að sanddæluskip dæli efhi í uppfyOingu bak við vamargarð- ana. Miðað er við að framkvæmdir verði komnar á fuOan skrið næsta vor. MOdar deUur stóðu um hugmyndir að nýja bryggjuhverfinu. DeUt var m.a. um umhverfisáhrif skerts útsýnis íbúa i nágrenninu og meinta eyðUeggingu á fiörunni og dýralifi í voginum. Upphaflega var fyrhhugað að reisa á landfyUingu 2000 manna íbúðabyggð og áttu framkvæmdh að hefiast seinni hluta ársins 2002 og þeim skyldi ljúka á árunum 2006-2007. í matsskýrslu, sem lá tU grundvaUar úrskurði Skipulags- stofiiunar um svæðið, var kynnt 7,3 hektara landfyUing í Amamesvogi. Átti hún að vera framlenging á núver- andi 2,7 hektara landfyUingu sem not- uð hefur verið sem skipakví. Athugun Skipulagsstofnunar leiddi í ljós að svæðið nyti bæjarvemdar og væri á náttúruminjaskrá vegna sérstakrar náttúru, landslags, umhverfis- og úti- vistargildis. Einnig var bent á að fyrir- hugað bryggjuhverfi væri ekki i sam- ræmi við aðalskipulag Garðabæjar 1995-2015. Þó var með vísan tU ýmissa skUyrða í niðurstöðu Skipulagsstofn- unar faUist á minni landfyUingu í Am- amesvogi. Bæjarstjóm samþykkti sið- an að auglýsa landfyUingu sem er 2,5 hektarar en sú fyUing þurfti ekki að fara í umhverfismat. Þar er gert ráð fyrir samtals 760 íbúðum. Þar af eru 560 óskUgreindar íbúðh og 200 íbúðh fyrir aldraða. -HKr. 50% daglegt áhorf á Aksjón Samkvæmt nýlegri áhorfsmæl- ingu GaUup horfa 52,1% áhorfenda daglega á akureyrsku sjónvarps- stöðina Aksjón. GaUup hefur síðast- liðin 3 ár gert mælingar á áhorfi á Aksjón og nú síðast með símakönn- un á tímabUinu 12. september tU 3. október sl. Mælingin var þannig framkvæmd að spurt var hve oft bæjarbúar stiUtu á Aksjón og stiUtu aUs 88,8% einhvem tima á sjón- varpsstöðina. í haust var í fyrsta skipti mældur lestur dagskrárheftis og spurt hvort fólk læsi eða fletti Extra sem er ann- að tveggja dagskrárrita sem gefin eru út vikulega á Akureyri. 84,5% aðspurðra lásu eða flettu dagskrár- heftinu. -BÞ Landsmótið undirbúið Nú standa yfir stórframkvæmdh við aðalíþróttavöllinnn á Sauðárkróki vegna Landsmóts ungmennafélaganna sem haldið verður í Skagafhði sumar- ið 2004. Framkvæmdirnar miða að því að gerð verður hlaupabraut með sex brautum umhverfis knattspymuvöll- inn og einnig aðstaða fyrh kastgrein- ar og stangarstökk. Að sögn Viggós Jónssonar, for- manns framkvæmdanefndar, sem hefur umsjón með framkvæmdinni, er stefnt að því að ljúka sem mestri jarðvegsvinnu í haust en frágangur og snyrting á svæðinu verði næsta sumar. -ÖÞ Spenna í skákinni Áttunda og næstsiðasta umferð MjóUíurskákmótsins á Hótel Selfossi var æsispennandi og lauk aðeins einni af tíu skákum með jafntefli. í meistaraflokki komst rússneski stór- meistarinn Pavel Tregubov upp að hlið Predrags Nikolic á Mjólkurskák- mótinu á Selfossi með fimmta sigrin- um í röð. Tregubov, sem varð Evr- ópumeistari í skák 1999, sigraði hinn unga Luke McShane á meðan bosn- ísku ofurstórmeistararnir Sokolov og Nikolic gerðu eina jafntefli kvöldsins. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Helga Ólafsson í uppgjöri ís- lensku stórmeistaranna. -HK RDGUM Á MDRGUN Fáðu þér miða í síma 800 6611 eða á hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.