Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Ellefu ungmenni handtekin í fíkniefnapartíi á Selfossi: Sterkur orðrómur um neyslu grunnskólanema - segir lögreglan - ungur aldur sérstakt áhyggjuefni Ellefu ungmenni voru handtekin í fíkniefnapartíi á Selfossi á laugar- dagskvöld og fundust amfetamín og hass í neyslueiningum á nokkrum þeirra. Jafnframt fundust tæki til neyslu. Sex ungmennanna voru vistuð í fangageymslu lögreglu og yfirheyrð næsta dag. Málið telst nú að fullu vera upplýst. Sá elsti sem tengist þessu máli er 22ja ára en þau yngstu aðeins fjórtán og fimmtán ára. Grímur Hergeirsson hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Selfossi segir ungan aldur nokkurra ein- staklinga í raun vera alvarlegasta þátt þessa máls. Kúrfan í neyslunni upp á við „Það hefur verið sterkur orðrómur að undanförnu um fíkni- efnaneyslu meðal grunnskólanema hér á Selfossi, sem kemur þá að nokkru leyti saman við þetta mál. Því er full ástæða fyrir foreldra að fylgjast vel með börnum sínum og huga að því í hvaða félagsskap þau eru. Við höfum tilfinningu fyrir því að kúrfan í neyslunni hérna hafi verið upp á við að undan- förnu, en þó fer því víðs fjarri að hér hafi geisað einhver faraldur,“ sagði Grímur. Allmörg fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Sel- fossi það sem af er þessu ári, flest í stóru þéttbýlisstöðunum í héraðinu. Fjörutíu mál komu upp allt árið í fyrra - og telur Grímur stöðuna í ár vera svipaða. „Lögreglan verður sí- fellt að vera á tánum og fylgjast með. Þetta er líka að mestu leyti frumkvæðisvinna því ekki er mikið um að fólk komi inn af götunni og láti okkur vita um neyslu eða sölu fikniefna," segir hann. Langt innan sjálfræðisaldurs Barnaverndaryfirvöld voru köll- uð til vegna málsins sem upp kom um helgina, enda eru þau yngstu sem þar koma við sögu langt innan sjálfræðisaldurs. Grímur Hergeirs- son segir að á Selfossi sé kostað kapps um að fylgjast vel með vímu- efnaneyslu ungmenna og berjast gegn henni. FuUtrúar lögreglu, fé- lagsmálayfirvalda og grunnskólans hafi með sér gott samstarf. Sú vinna skili því að menn hafi tilfinningu fyrir því hvernig landið liggi hverju sinni. Atburðir helgarinnar sýni jafnframt að hvergi megi gefa eftir i baráttunni. Eyjólfur Sturlaugsson, skóla- stjóri í Vallaskóla á Selfossi, sagð- ist í samtali við DV í gær kannast við orðróm um fíkniefnaneyslu nemenda í elstu bekkjum skólans. Hann sagði hins vegar að málið hefði ekki komið inn á borð stjóm- enda skólans til beinna afskipta, né heldur umrædd tilvik um liðna helgi. Hann sagði mikilvægt að all- ir aðilar héldu vöku sinni í barátt- unni gegn þessum vágesti - og lagöi áherslu á að forvarnir yrðu fastur liður í skólastarfinu fremur en efnt yrði til skyndisókna í ljósi einstakra atvika sem upp kynnu að koma. -sbs Svíar léku af sér í hvalapólitíkinni: „Ánægjuleg mistök" „Mistök Svi- anna voru áægju- leg,“ segir Einar Kr. Guðfinnsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Al- þingis. í viðtali við NTB-fréttastofuna sagði Birgitta Bod- strom, ráðuneytis- stjóri í sænska umhverfisráðu- neytinu, það hafa verið tæknileg mis- tök að Svíar studdu inngöngu Islend- inga i Alþjóða hvalveiðiráðið. Þeir hafa hingað til verið á móti inngöngu. Kvaðst ráðuneytisstjórinn harma mis- tökin og væri að kanna hvað heíði í rauninni gerst og hvort bæta mætti skaðann. Einar sagði að með inngöngu hefðu íslendingar stigið fýrsta skrefið í átt til þess að hefja hvalveiðar. Skuldbind- ingar væru þess efnis að hefja ekki at- vinnuveiðar fyrr en árið 2006..en við höfum aðra mögu- leika í stöðunni eins og þá að hefja vísindaveiðar fýrr. Ég skal ekkert segja um hvort það verður gert en fyr- ir slíkum veiðum eru full rök.“ „Ég á erfitt með að trúa því að stuðningur við inngöngu okkar hafi verið mistök heillar sendinefndar Svía. Ætli þeir hafi þá ekki líka verið í raun á móti inngöngu okkar bara fyrir mistök," sagði Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG. Hann sagðist trúa því að í einhverri framtíð myndu íslendingar hefia hvalveiðar að nýju. „Ég hef alltaf talið það betra fyrir okkur að vera innan Alþjóða hval- veiðiráðsins en utan og það er okkur í raun nauðsyn - ella komum við afurð- unum ekki á markað." -sbs Keikó með nýtt heimili Eftir átök milli bæjarfélaga í Vestur-Noregi hefur loks verið ákveðið að Keikó hafi vetursetu við bæinn Taknes sem er í Kórs- nesfirði. Að vonum eru bæjarbúar mjög ánægðir með þessa ákvörðun en Taknes er í tíu kílómetra fjar- lægð frá Skálavíkurfirði þar sem Keiko hefur dvalið. Munurinn er að þar sem Keiko mun hafa vetur- setu leggur aldrei ís. Það að Keiko skuli ekki fara lengra er mikill sig- ur fyrir fyrir bæjarfélögin í þess- um landshluta en þau hafa allt frá því Keiko birtist óvænt í Skálavík- urfirði og bæjarfélagið komst í heimsfréttirnar barist fyrir því að Keiko yrði ekki fluttur: „Við erum ánægð. Við höfum unnið stríðið,“ sagði Lars Olav Lillebo sem hefur verið einn helsti baráttumaðurinn fyrir því að Keiko yrði áfram á þeim slóðum þar sem hann hefur verið. -HK DV-MYND G. BENDER Dauðastríðiö hafiið á heiðum „ Viö erum búnir aö labba frá því átta í morgun og fengum þrjá fugla hvor. Þaö voru margir aö skjóta en veiöin var ekki mikil, “ sögöu félagarnir Jóhannes Þór Ævarsson og Hannes Jón Marteinsson úr Reykjavík sem tíöindamaöur DV hitti í Bröttubrekkunni í gær, á fyrsta degi rjúþnaveiöa. Snjórinn þvælist ekki fyrir veiöimönnum þetta haustiö eins og myndin ber meö sér og hefur veiöin fariö af staö án stórtíöinda. Þó er viöa aurbieyta og festu tvær skyttur sig utan vega á Biskupstungnaafrétti. Sá björgunarsveit úr Biskupstungnum um aö draga þá „á þurrt“. Kurr vegna ráðningar upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðar: Faglega að verki staðið - segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri „Það var ráðn- ingarskrifstofan Mannafl sem sá um undirbúning og úrvinnslu um- sókna fyrir okk- ur því við viss- um að margir myndu sækja um stöðuna. Mannafl lagði fram tillögu um það fólk sem það taldi helst koma til greina og við gerðum ekki athugasemdir við það mat. Þessir aðilar voru allir kallaðir í viðtöl þar sem frekari upplýsinga var aflað. Að þvi loknu var það álit ráðningarstofunnar að sú sem var ráðin væri hæfust. Við sem komum að ráðningunni vorum alveg sammála því áliti. Við fórum einfaldlega að tillögu þess aðila sem við réðum til verksins og mjög fag- lega var að verki staðið," sagði Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, við DV. Nokkur kurr varð vegna ráðning- ar í starf upplýsingafulltrúa Hafn- arfjarðarbæjar en gengið var frá ráðningunni í lok september. Um 100 manns sóttu um stöðuna, þar af fjöldi fólks með töluverða reynslu af fjölmiðlastörfum. Mannafl hafði milligöngu um ráðninguna. Eftir að farið hafði verið í gegnum allar um- sóknir voru aðeins sex umsækjend- ur boðaðir í viðtöl. í starfið var ráð- in Steinunn Þorsteinsdóttir sagn- fræðingur sem unnið hefur á Byggðasafni Hafnarfjarðar. í kjölfarið fékk DV ábendingar frá fólki um óánægju vegna þess hvemig staðið var að ráðningunni. Var látið að þvi liggja að pólitísk lykt væri af málinu en Steinunn er af grónum krataættum í Firðinum. Einn umsækjenda, Jakob Bjarnar Grétarsson, skrifaði síðan opið bréf vegna ráðningarinnar og fannst vinnubrögðin óskiljanleg, að reynt fjölmiðlafólk væri ekki einu sinni boðað í viðtal vegna ráðningar i stöðu upplýsingafulltrúa. - Gagnrýni vegna ráðningarinn- ar var m.a. á þann veg að löngu hefði verið búið að ákveða hver fengi starfið og þar réðu pólitísk tengsl miklu. Hvað segir þú um það? „Ég get ekki séð að það hafi hjálpað henni né útilokað að hún ætti sömu möguleika og aðrir í þessa stöðu. Samfylkingin er með yfir 50% fylgi í Hafnarfirði og það væri nánast verið að útiloka ann- an hvern bæjarbúa ef menn ætluðu að vinna þannig. Steinunn hefur afar víðtæka reynslu í kynningar- og upplýsingamálum. Hún hefur starfaö við þau mál fyrir hönd bæj- arins í Byggðasafni, einnig við fjöl- miðlun og blaðamennsku og er menntuð sem sagnfræðingur. Hún þekkir einnig mjög vel sögu bæjar- ins. Steinunn er auk þess vön stjómsýsluvinnu en starf upplýs- inga- og kynningarfulltrúa er í raun víðtækara en svo að það snúi aðeins að blaðamennsku," sagði Lúðvík. -hlh jjíiJíifsvW REYKJAVÍK AKUREYRi Sólariag í kvöid 18.05 17.50 Sólarupprás á morgun 08.23 08.08 Síðdegisflóð 15.53 20.26 Árdegisflóð á morgun 04.19 08.52 Víða léttskýjaö Norðaustan 5 til 10 metrar á sek- úndu en 8-13 við austurströndina. Víða léttskýjað sunnan- og vestan- lands en smáskúrir eða slydduél norðan- og austanlands. Bgg Norðaustan 5 til 10 metrar á sek- úndu en 8-13 við austurströndina. Víða léttskýjað sunnan- og vestan- lands en smáskúrir eða slydduél norðan- og austanlands. Kólnandi veður. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hiti 0° tii7* Vindur: 5-10 ">/» * Norðlægar áttlr og él norðan og austan til en víða bjart- viðrl annars staðar. Krti 0° «17° Vindur: 5-10r,/s Norðlægar áttlr og él norðan og austan til en víða bjart- vlðri annars staðar. Hiti 0° ti! 7° Víndur: 5-10 4 Norðlægar áttlr og él noröan og austan tll en viða bjart- viðrl annars staðar. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola Kaldi 5,5-7,9 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Hl’ AKUREYRI súld 4 BERGSSTAÐIR léttskýjað 3 BOLUNGARVÍK skýjaö 6 EGILSSTAÐIR súld 4 KEFLAVÍK skýjað 4 KIRKJUBÆJARKL. iéttskýjað 5 RAUFARHÖFN alskýjað 3 REYKJAVÍK hálfskýjað 3 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 5 BERGEN léttskýjaö 1 HELSINKI snjókoma -1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 5 ÖSLÓ skýjað 1 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN ÞRANDHEIMUR léttskýjaö -5 ALGARVE skýjað 15 AMSTERDAM skýjað 12 BARCELONA þokumóöa 17 BERLÍN þokumóða 11 CHICAGO léttskýjað 5 DUBLIN skýjað 7 HALIFAX rigning 13 HAMBORG léttskýjað 2 FRANKFURT rigníng 7 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON skýjaö 10 LÚXEMBORG rigning 11 MALLORCA þokuruðningur 15 MONTREAL heiöskírt 9 NARSSARSSUAQ skýjaö 9 NEWYORK rigning 13 ORLANDO heiðskírt 21 PARÍS alskýjað 13 VÍN þokumóöa 10 WASHINGTON rigning 12 WINNIPEG heiöskírt -10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.