Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 I>v 6 fyrstu blööin ókeypis og vönduö reiknivél aö gjöf... ef þú svarar innan 10 daga! Viöskiptablaöið er sent tii áskrifenda á hverjum miðvikudagsmorgni, stútfullt af traustum fréttum og fréttaskýringum úr íslensku og erlendu viöskiptalífi. Vönduö blaöamennska þar sem byggt er á margra ára reynslu og þekkingu. Tryggðu þér einstakt áskriftartilboð og fáðu fyrstu 6 blöðin ókeypis og vandaða reiknivél að gjöf ef þú tekur tilboðinu innan 10 daga! Hringdu strax í sima 51 1.6622.................... eða skráðu þig á vb .ÍS! Fréttir Fulltrúi Vinstri grænna á Akureyri ósáttur við meirihlutann: Segir meirihlutann misgáfaðan „Þetta eru ekki bara vonbrigði heldur kom þessi afgreiðsla bæjar- ráðs mjög á óvart,“ segir Val- gerður Bjama- dóttir, fulltrúi Vinstri grænna á Valgerður Akureyri. Bjarnadóttir. Meirihluti bæj- arráðs á Akur- eyri hefur lagst gegn tillögu Val- gerðar um að ráðast I allsherjar- könnun á launum allra starfsmanna Akureyrarbæjar. Með tillögunni var Valgerður að bregðast við könn- un á launum æðstu stjómenda hjá Akureyrarbæ en niðurstöður henn- ar sýndu kynbundinn launamun, konum í óhag. Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum gegn einu að ekki væri að svo stöddu tilefni til að ráðast i heildstæða könnun með- al allra starfsmanna Akureyrarbæj- ar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddi atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L-listans sat hjá en fulltrúi Samfylkingarinnar vildi fara að tillögu Valgerðar. Hún hefur sjálf ekki atkvæðisrétt i bæj- arráði og gat því ekki stutt eigin til- lögu. Valgerður telur að með ákvörðun- inni hafi Akureyrarbær misst af tækifæri til að kanna launamál starfsmanna fyrir og eftir starfsmat en innan skamms mun vinnu við slíkt mat verða lokið hjá öllum starfsmönnum bæjarins. „Ég taldi að hér væri komið gullið tækifæri til að meta áhrif þessarar einstöku aðgerðar á launamuninn," segir Valgerður og lýsir jafnframt von- brigðum með að meirihlutinn skyldi ekki tilbúinn að ræða neina málamiðlun gagnvart tUlögunni. „Bæjarstjórn hefði getað hafnað tillögunni en ég taldi að með því að vísa málinu til bæjarráðs væri ákveðinn vilji til að gera eitthvað í þessum málum en sá vilji virðist ekki fyrir hendi,“ segir Valgerður. Aðspurð hvort kostnaður við launakönnunina hafi reynst fyrir- staða segir Valgerður að þótt svona athugun kosti e.t.v. um 3 milljónir króna verji bærinn öðr- um eins fjárhæöum í eitt og annað og misgáfulegt. Til dæmis séu menn nú að slétta moldarhaug við fjölnota íþróttahús og kosti það starf á annan tug milljóna króna. Gleymst hafi á sínum tíma að hugsa fyrir því að slétta yrði úr hrúgunni. -BÞ Fasteignamarkaðurinn: Mesta aukningin í Kópavogi en minnst í Bessa- staðahreppi Velta og fjöldi kaupsamninga í fast- eignaviðskiptum á höfuðborgarsvæð- inu jókst á þriðja íjórðungi ársins 2002 (júlí til september) borið saman við sama tlma 2001. Þinglýstum kaup- samningum íjölgaði úr 1.682 á þriðja ársfjórðungi 2001 i 1.928 á sama tíma 2002, eða um 15%. Á sama tíma hefur velta aukist úr 21,7 milljarði króna í 27,3 milljarði króna, eða um 26%. íjöldi þinglýstra kaupsamninga jókst um 4% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2002 og veltan um 5% á sama tíma. Kaupsamningum fjölgaði úr 4.399 samingum fyrstu níu mánuði ársins 2001 í 5.283 saminga fyrstu níu mánuði ársins 2002, eða um 20%. Á sama tíma jókst veltan um 61,2 millj- örðum króna í 74,1 milljarð króna, eða um 21%. í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu jókst velta og fjöldi samninga fyrstu níu mánuði ársins 2002 miðað við sama tíma árið 2001, mest 39% í Kópavogi en dróst saman um 40% í Bessastaðahreppi. Líkleg skýring í Bessastaðahreppi er sú að þar er mjög takmarkað framboð fasteigna. í Reykjavík fjölgaði samn- ingum um 19% um 9% i Seltjarnar- nesi, 16% í Mosfellsbæ, 20% I Hafnar- firði og 6% í Garðabæ en þrátt fyrir það er veltuaukning 33% í Garðabæ meðan hún er 16% í Reykjavík og 39% í Kópavogi. -GG DVJWYND GVA Listaverk rifið niður Listaverk úr tré var sett upp í hólma syöri Tjarnarinnar í Reykjavík um heig- ina, eins konar turn meö konumynd. Höfundur er ókunnur sem og nafn verksins eöa tilgangur þess. Verkiö haföi ekki veriö lengi í hólmanum áöur en kæra barst til lögreglu. Fóru garöyrkjustarfsmenn borgarinnar út í hólmann I gær og rifu verkiö niöur. Eftir því sem DV kemst næst þarf leyfi garöyrkju- deildar fyrir listaverkum á staö sem þessum og haföi ekki veriö sótt um þaö. Erlendir bókaútgefendur beina æ meira sjónum sínum til íslands: Fylgjast grannt með útkomu nýrra bóka - segir Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi „Bókamessan verður skemmti- legri fyrir ís- lenska útgefend- ur með hverju ár- inu sem líður vegna þess hve erlendir útgef- endur hafa mik- inn áhuga á ís- lenskum bók- um,“ sagði Jó- hann Páll Valdimarsson, bókaútgef- andi hjá JPV forlagi, um nýafstaðna bókamessu í Frankfurt. Jóhann Páll sagði að þegar ís- lenskir bókaútgefendur hefðu farið á messumar í upphafi hefði enginn látið sér detta í hug að bjóða ís- Jóhann Páll Valdimarsson. lenskar bækur. Það hefði verið svo vita tilgangslaust. „Nú fylgjast erlendir útgefendur grannt með því sem er að koma hér út. Það er mjög ánægjulegt," sagði Jóhann Páll. Hann sagði enn fremur að þessar viðhorfsbreytingar til ís- lenskra bóka mætti vafalaust rekja til öflugs kynningarstarfs útgefenda á undanfórnum árum. Þá mætti full- yrða að íslenskir höfundar væru að gera ekki síður spennandi hluti heldur en erlendir kollegar þeirra. „Við stöndum því tvímælalaust jafnfætis hverjum sem er,“ sagði hann. Fjórir höfundar, sem JPV hefur á sínum útgáfusnærum, hafa vakið meiri athygli heldur en aðrir á bóka- messunum. Þar má nefna Mikael Torfason með bók sina Heimsins heimskasti pabbi. Hún er að koma út í Danmörku og Finnlandi í næsta mánuði, svo og í Litháen eftir ára- mót. Mjög margir aðrir útgefendur sýna þessum höfundi áhuga. Vigdís Grímsdóttir stendur traustum fótum og hafa verk hennar notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð og Finnlandi. Út- gefendur frá öðrum löndum hafa einnig sýnt áhuga á útgáfu verka hennar. Þýskt forlag hefur gefið út fjórar bækur eftir Guðberg Bergs- son. Nú keypti það réttinn á 1. bindi skáldævisögu hans. Loks sýndu margir útgefendur sjálfsræktunar- bók Önnu Valdimarsdóttur mikinn áhuga á Frankfurtarmessunni. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.