Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 11
11 MIDVKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 I>V Útlönd Þjóðaratkvæðagreiðslan í írak: Saddam fékk 100% stuðning þjóðarinnar - sumir merktu við „jáið“ með eigin blóði kl/ Magnaðir SKJÁR EINN miðvikudagar mættur aftur! Samkvæmt fréttum frá írak fékk Saddam Hussein, forseti landsins, 100% útkomu úr þjóðaratkvæða- greiðslunni í gær, um það hvort þjóð- in vildi hafa hann áfram í forseta- stólnum til næstu sjö ára og er það 0,04% aukning frá síðustu atkvæða- greiðslu þegar hann fékk 99,96% stuðning. Alls nýttu 11.445.638 manns atkvæð- isrétt sinn og greiddu þeir allir með tölu ástkærum forseta sínum, sem var einn í framboði, atkvæði sitt. Kosn- ingin var einfóld og þurfti aðeins að velja á milli ,já“ og „nei“ um það hvort kjósendur vildu Saddam áfram sem forseta. Kjósendur höfðu verið hvattir til þess að sýna samstöðu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni og styðja við bakið á leiðtoga sínum í baráttunni gegn hugsanlegri árás Bandaríkjamanna og Breta á landið og er ekki annað að sjá _____________a*_________________ Handagangur við kosningaöskjuna. en þjóðin standi saman í baráttunni ef marka má úrslitin. Á kjörstöðum var það helsta gaman kjósenda að trampa á bandaríska fán- anum og sumir gengu svo langt að merkja við ,jáið“ með eigin blóði til að sýna foringjanum hollustu sína. Eftir á var dansað á götum úti og sauðum slátrað til heiðurs Saddam. Fyrir fram höfðu Bandaríkjamenn lýst atkvæðagreiðslunni sem sjónar- spili, eins og fyrst þegar þjóðin vottaði honum hollustu sína árið 1995. „Það er auðséð að það er lítil alvara i þessu hjá þeim, allavega ekki hvað varðar kosninguna, enda tekur eng- inn mark á henni," sagði Ari Fleisch- er, talsmaður Hvíta hússins. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins tók í sama streng og sagði lítið að marka kosningu þar sem að- eins einn maður væri í framboði. Maður sem þekktur væri fyrir að myrða og pynta andstæðinga sína til hlýðni. „Hver sá sem dirfist að bjóða honum birginn missir alla vega tung- una,“ sagði talsmaðurinn. REUTERSMYND Kínverjar fá sameinaða liti Benetton ítalska tískuvöruhúsið Benetton opnaði risastóra versiun í kínversku borginni Shanghaí í morgun. Þetta er stærsta verslun Benetton-fyrirtækisins í öllum heiminum og gera forráðamenn fyrirtækisins sér vonir um að njóta góðs af vax- andi velsæld í Kína. Á myndinni eru þeir Wang Lu Yen, forstjóri Kínabúðarinnar, og Luciano Benetton. Aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í undirbúningi í Indónesíu: Ástralar íhuga að setja fé til höfuðs sprengjuvörgunum Áströlsk stjómvöld íhuga að setja fé til höfuös þeim sem bera ábyrgð á sprengjutilræðinu á ferðamannaeyj- unni Balí í Indónesíu á laugardags- kvöld þar sem rúmlega eitt hundrað og áttatíu manns týndu lífí. Taliö er að flestir hinna látnu hafi verið frá Ástralíu. Stjómvöld í Indónesíu búa sig nú undir að hrinda 1 framkvæmd að- gerðaáætlun gegn hryðjuverka- mönnum vegna tilræðisins. Banda- ríkin og nágrannar Indónesa þrýsta nú mjög á þá að taka á honum stóra sínum. Aðstoðarmaður Megawati Sukamoputri, forseta Indónesiu, sagði í morgun að nýjar reglugerðir yrðu settar eins fljótt og auðið væri. Ýmis nágrannaríki hafa beitt sér- stökum öryggislögum við handtök- ur liðsmanna íslömsku öfgasamtak- anna Jemaah Islamiah, sem hefur REUTERSMYND Grátið á Balí Indónesísk konar grætur þegar hún biður fyrir þeim er létust í sprengju- ðrásinni á Balí á laugardagskvöld. verið kennt um tilræðiö á Balí. Múslímaklerkurinn Abu Bakar Bas- hir, sem býr í Indónesíu, hefur ver- ið sakaður um að leiða hópinn. Hann vísar hins vegar á bug öllum slíkum fullyrðingum. Ástralar ætla að þrýsta á að sam- tökin verði sett á lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkahópa. Budi Setuawan, lögreglustjóri á Balí, vildi í morgun hvorki staðfesta né neita fréttum í Washington Post um að fyrrum liðsmaður indónes- íska flughersins hefði gengist við því að hafa gert sprengjurnar sem notaðar voru á laugardag. Indónesískir rannsóknarmenn, sem kanna hugsanleg tengsl al-Qa- eda-hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens við árásina á Balí, hafa yfir- heyrt tvo Indónesa og fundið leifar af sprengiefni. Ný þáttaröð af Mótor hefur göngu sína á SKJÁEINUM miðvikudaginn 16. okt. kl. 19.30. Nýr liðsmaður Mótors er Karl Gunnlaugsson Formúluspekúlant og ökukappi, sem ásamt Halldóru Maríu Einarsdóttur og Njáli Gunnlaugssyni færir áhorfendum nýjustu fréttir úr mótorheimum, skoðar forvitnileg farartæki og fylgist með fífldjörfum og framtakssömum ökumönnum. Guinness World Records i m i Day Leno Judging Amy kl.23.40 ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.