Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 13
13
_______________________________________•_________Viðskipti
Umsjón: Viðskiptablaðið
Heildarafli hefur aukist
um 167 þúsund tonn
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 8.717 m.kr.
Hlutabréf 681 m.kr.
Húsbréf 3.237 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
( Kaupþing 382 m.kr.
€:- Pharmaco 96 m.kr.
Össur 57 m.kr.
MESTA HÆKKUN
O Íslandssími 7,5%
© Auölind 0,9%
© Kaupþing 0,8%
MESTA LÆKKUN
Q Sjóvá-Almennar 2,3%
Q Pharmaco 2,0%
© Landsbankinn 0,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.310
- Breyting -0,38%
Vilhjálmur ráðinn
forstjóri Tanga hf.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur ver-
iö ráðinn framkvæmdastjóri Tanga
hf. og tekur viö starfinu af Friðriki
Guðmundssyni 1. nóvember nk.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur
gegnt starfi skrifstofustjóra Tanga hf.
frá ársbyrjun 2001. Áður hefur Vil-
hjálmur m.a. starfað hjá LÍÚ 1986-
1994, þar sem hann sá m.a. um stjórn-
un og skipulag á útflutningi á ísuðum
fiski og var hann framkvæmdastjóri
Aflamiðlunar í 4 ár. Vilhjálmur starf-
aði hjá Fiskafuröum hf. 1994-1998 og
sá þar m.a. um kaup og sölu á fiskaf-
urðum. Þá rak Vilhjálmur eigið fyrir-
tæki, m.a. útgerð 1998-2000.
Vilhjálmur er fæddur 1953. Hann
lauk verslunarskólaprófi 1972, far-
mannaprófl frá Stýrimannaskólanum
í ReyKjavík árið 1976 og útgerðar-
tækni frá Tækniskóla Islands árið
1980.
Skipulagsbreyting-
ar hjá Olíufélaginu
í framhaldi af mótun nýrra stefnu-
miða Olíufélagsins ehf. hefur verið
ráðist í breytingar á skipulagi félags-
ins.
Helstu breytingar frá fyrra skipu-
lagi felast í skarpari sýn tekjusviða
Olíufélagsins á markaðs-, sölu- og
þjónustuhlutverk en áður hefur verið.
Þá er skipulag stoðdeilda einfaldað,
starfsþróunardeild færð beint undir
forstjóra og hið sama gildir um elds-
neytisinnkaup. Breytingarnar miða
að því að styrkja samkeppnisstöðu
fyrirtækisins og skapa því skilyrði til
að eflast og vaxa í takt við ný
stefhumið og síbreytilegt samkeppn-
isumhverfi.
„Samrunar
og yfirtökur"
Stjórnunarvika Stjómvísi stendur
nú yfir og lýkur á fimmtudaginn og er
yfirskrift hennar „Samrunar og yfir-
tökur“. Það er óhætt að segja að yfir-
töku- og samrunaalda hafi riðið yfir
heiminn á síðustú árum og er ísland
þar ekki undanskilið. Nýlegt dæmi
um sameiningaröldu kemur úr sjávar-
útveginum á íslandi en þar hafa farið
fram margar sameiningar og yfirtök-
ur á síðustu mánuðum og er því ferli
ekki lokið. Áhrif slíkra samruna og
sameininga geta verið margvísleg á
þjóðfélagið og ekki hvað síst á við-
komandi fyrirtæki og starfsmenn
þeirra. Markmiðið með þessari viku
er að fjalla bæði um efnahagsleg og
stjórnunarleg áhrif þessara þátta. Á
ráðstefnu sem haldin verður á morg-
un á Hótel Loftleiðum verður fjallað
um hlutverk og reynslu stjórnenda.
Ráðstefnan hefst með ávarpi Þorkels
Sigurlaugssonar frá Eimskip. Þá tek-
ur til máls Hilmar B. Janusson, þró-
unarstjóri Össurar, og fjaliar hann
um reynslu Össurar af yfirtöku. Þar á
eftir flytur Hulda Dóra Styrmisdóttir,
framkvæmdastjóri markaðs- og kynn-
ingarmála Islandsbanka, mál sitt um
reynslu íslandsbanka af sameiningu.
Eftir kaffihlé fjallar Reynir Jónsson,
ráðgjafi IMG Deloitte, um samruna-
stjórnun - lykilatriði til árangurs. Að
síðustu talar Erna Amardóttir, starfs-
mannastjóri hjá Hug hf., undir yfir-
skriftinni: „Ég bað ekki um þessar
breytingar".
Heildarafli landsmanna á fyrstu
níu mánuðum ársins er orðinn
1.862.970 tonn sem er 167.000 tonn-
um meiri afli samanborið við
sama tímabil á árinu 2001. Heild-
arafli botnfisktegunda er orðinn
rúmlega 346 þúsund tonn og nem-
ur aflaaukningin 12.561 tonni.
Uppsjávarafli ársins 2002 er orð-
inn 1.445.544 tonn, flatfiskaflinn
28.443 tonn og skel- og krabba-
dýraaflinn 42.714 tonn.
Þetta kemur fram í frétt frá
Hagstofu íslands um fiskaflann í
september sl. Fiskaflinn í septem-
ber var 109.960 tonn samanborið
við 117.898 tonn i septembermán-
uði árið 2001 og nemur samdrátt-
urinn alls 7.939 tonnum.
Botnfiskafli var 37.249 tonn
embermánuði 2001, sem er aukn-
ing um rétt rúm 1.900 tonn. Af
þorski veiddust 17.030 tonn en
þorskafli var 1.053 tonnum meiri
nú en í septembermánuði í fyrra.
Karfaafli var 3.451 tonn, aukning
um 228 tonn, og úthafskarfaafli
um 3.609 tonn frá fyrra ári.
Af flatfiski bárust 3.260 tonn á
land en í septembermánuði í fyrra
veiddust 2.818 tonn og er munur-
inn 441 tonn. Af veiði einstakra
tegunda má nefna að 1.436 tonn
veiddust af sandkola, aukning um
89 tonn frá fyrra ári, og 1.011 tonn
af skarkola sem er aukning um
231 tonn frá fyrra ári.
Af kolmunna veiddust rúmlega
44.000 tonn sem er samdráttur um
tæp 14 þúsund tonn samanborið
við septembermánuð 2001. Alls
veiddust tæplega 19.500 tonn af
síld samanborið við rúmlega
16.000 tonna afla í september í
fyrra. Engin loðna barst á land í
september í ár sem var einnig
raunin í fyrra.
Skel- og krabbadýraafli var
5.901 tonn, þar af var rækjuaflinn
3.373 tonn, kúfiskur 1.614 tonn og
hörpudiskur 883 tonn. í september
2001 var skel- og krabbadýraaflinn
5.844 tonn og aflinn því 57 tonnum
meiri nú en þá.
FÆRÐ ÞÚ FERÐAVINIMIIXIG?
LUKKUMIÐI FYLGIR ÞES5U BLAÐI!