Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 Tilvera DV Gates segir Jordan ljúga Hin tandurhreina poppstjarna Gareth Gates segir þaö örgustu lygi hjá hinni íturvöxni Jordan aö þau hafi átt í ástarsambandi, en Jordan hélt því nýlega fram í viðtali að hún hefði átt í leyni- legu ástarsambandi við Gates þegar hann var sautján ára. „Hann var eins og kanínukarl sem sleppt var inn í kanínubúr í fyrsta skipti,“ sagði Jordan um Gates sem er trúrækinn í meira lagi. „Hún gerir sér þetta upp og það er mér algjörlega hulin ráðgáta af hverju hún er að búa þetta til. Ég þekki hana ekkert hef að- eins einu sinni hitt hana, en það var á EHe Style-verðlaunahátíð- inni í síðasta mánuði,“ sagði Gates sem fyrst varð frægur eft- ir að hafa komið fram í sjón- varpsþættinum Pop Idol. Jordan sagði í viðtalinu að -Qates liefði tertð hreimi sveiim þegar ástarævintýrið byrjaði. „Þetta var mjög indælt þótt hann hefði ekki neina reynslu. Ég varð að kenna honum öll töfrabrögðin,11 sagði Jordan. Madonna fær skelfilega dóma Nýjasta mynd Guy Ritchies, Swept Away, sem eiginkona hans, poppdrottningin Madonna, fer með aðalhlutverk- ið í, fær skelfilega dóma í bandarískum blöðum. Þetta fyrsta sameiginlega kvik- myndaverkefni hjónanna nær ekki einni einustu stjörnu hjá gagnrýnendum stærri blaðanna sem segja hana bæði viðvan- ings- og hallærislega, auk þess sem frammistaða Madonnu sé það slakasta sem til hennar hef- ur sést á hvíta tjaldinu. Myndin er endurgerð ítalskrar myndar frá árinu 1974 og segir frá ofurríkri, illgjarnri, giftri konu sem lendir í hafvillum á skútu sinni og skolar síðan upp á eyðieyju í Miðjarðarhafi ásamt skútukarli sínurn. Þar verður „ríka tíkin“ eins og gagnrýnendur kalla konuna sem leikin er af Madonnu, háð hjálp- semi sjómannsins sem endar með ástarævintýri og til- heyrandi senum sem einn gagn- rýnenda segir helst minna á mislukkað brúðuleikhús. Heitt og Kalt opnað við Grensásveg: Var átta ára þegar ég ákvað framtíðarstarfið - segir Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari „Hún er lífseig þessi matreiðslu- baktería. Fyrir ári seldum við hjón- in Veisluna á Setjamamesi og ætl- uðum að snúa okkur að einhverju allt öðru en matargerð en það liðu ekki margir mánuðir þar til við vor- um farin að svipast um eftir nýju eldhúsi og nýjum pottum,“ segir Brynjar Eymundsson matreiðslu- meistari sem í síðustu viku opnaði veitingastaðinn Heitt og Kalt að Grensásvegi 10, ásamt konu sinni Elsu Guðmundsdóttur. Þar eru þau með fyrstu sérverslun landsins með heita og kalda rétti til að kippa með sér - eða snæða á staðnum við bar- borð út við glugga. Einnig fyrsta súpubar landsins, svo og salatbar og heita og kalda rétti af hlaðborði sem hægt er að velja úr eftir vild og eru þrenns konar verð i gildi, eftir því hversu stórtækir menn eru. Það heyrir einnig til nýjunga í svona þjónustu. „Hér stílum við upp á hraða hádegisafgreiðslu og höfum opið fram til hálfníu á kvöldin en lokað um helgar, nema í hádeginu á laugardögum," segir Brynjar og bætir við að á boðstólum séu meðal annars heilsuréttir og að staðurinn sé reyklaus. Salurinn tekur 80-90 í sæti. Hann hefur létt yfirbragð og sægrænn skenkur með ávöxtum og skrauti setur á hann listrænan blæ. Kokkur fjórtán ára Vertamlr Brynjar og Elsa vita aö leiöin aö hjarta fólks liggur gegnum magann Brynjar er Homfirðingur og kveðst stoltur af þvl að vera fyrsti Austur-Skaftfellingurinn sem lærði matreiðslu. „Þarf maður virkOega að læra í fjögur ár til að henda ýsu í pott og sjóða selspekið" spurði gamall vinur minn, Þorbjöm Sig- urðsson, og þóttist hneykslaður þeg- ar ég var kominn út á þessa braut!“ segir Brynjar hlæjandi. En hvað skyldi hafa komið til að hann fetaði hana? „Ég hafði alltaf svo mikinn áhuga á mat og átta ára var ég bú- inn að ákveða framtíðarstarfið. Ég byrjaði 14 ára sem kokkur á sjó og var í því embætti í fjögur ár áður en ég byrjaði að læra.“ Hann kveðst hafa farið í Reykholt í gagnfræða- próf 17 ára og eftir að hafa spjallað við námsráðgjafa var kúrsinn settur á matreiðslunámið. Bíógagnrýni Brynjar hefur mikla reynslu í feikilega vinsæll veitingastaður í mörg ár.“ Veislan vár fyrirtæki sem Brynjar stofnaði frá grunni og rak í 13 ár. Þar stóð Elsa við hlið hans enda lærð smurbrauðsjómfrú og með kokkamennskuna í blóðinu. Faðir hennar, Guðmundur Þórðar- son, var þekktur bryti á skipum Eimskipafélagsins um áratuga skeið, meðal annars á Gullfossi þann tíma sem hann sigldi um heimsins höf undir merkjum Eim- skips. matreiðslu og spurður hvort hann hafi ekki ævinlega verið með eigin rekstur svarar hann án yfirlætis. „Jú, ég byrjaði fljótlega að brölta í því. Setti upp kaffihús í Bankastræt- inu 1980 en það er nú varla til hróss eða frásagnar. Það hét Sæluhúsið og þar hóf Svenni bakari sitt veldi því ég leigði honum reksturinn en var sjálfur með veitingarekstur í Félags- heimili Kópavogs.“ Þegar veitinga- húsið Halti haninn í Bankastræti breyttist í Gullna hanann kveðst Brynjar hafa gerst yfirkokkur þar. „Þá upphófst ákaflega skemmtilegt timabU," segir hann með blik í brúnum augum. „Áður en ár var liðið vorum við með tví-og þrísetið á hverju einasta kvöldi. Haninn var Kostaði krónu Nafnið Heitt og Kalt á sér langa sögu þótt hlé hafi orðið á notkun þess. Upp úr 1930 var veitingastaður með því nafni starfræktur í Hafnar- stræti í Reykjavík og eftir gömlum blaðagreinum og auglýsingum að dæma gekk hann glimrandi vel um tíma. Matarskammturinn kostaði krónu og Brynjar segir einn gest hafa komið til sín sem hafi keypt sér máltíð þar á þeim kjörum. Heitt og Kalt var með rekstur á tveimur hæðum í Hafnarstrætinu en fyrir- tækið Einar J. Skúlason var að hefja sinn feril i kjallaranum. Nú er hið nýja Heitt og Kalt á neðstu hæð við Grensásveginn en Einar J. Skúlason breiðir úr sér á öðrum hæðum þar fyrir ofan. „Svona eru tilviljanirnar," segir Brynjar bros- andi. Segir nafnið hafa strax heillað sig og konu sína. „Það á vel við og hefur víða skírskotun því flest er annaðhvort heitt eða kalt, meira að segja samskipti fólks.“ _ -Gun. Smárabíó/Regnboginn - Proof of Life ic i Blóðugt uppgjör hjóna Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Enough er kvikmynd þar sem allt snýst um stórstjömuna sem fer með aðalhlutverkið enda er það hún sem á að selja myndina. í þessu tilfelli er þaö Jennifer Lopez. Handritið virð- ist vera skrifað fyrir hana og ef svo ólíklega vill til að það sé ekki raun- in þá er því breytt til að Lopez fá að njóta sín. Svo ber myndin þess merki að ýmsar breytingar hafa verið geröar á miðri leið. Úr verður hrærigrautur þar sem við fáum að kynnast Jennifer Lopez sem þjón- ustustúlku á veitingastað, ham- ingjusamri konu sem gift er ríkum manni, elskandi móður, fómar- lambi líkamsárása eiginmannsins, eiginkonu á flótta með bam sitt, endurborinni konu með nýtt nafn, dóttur milljónamærings sem í fyrstu vill ekkert með hana hafa, dugmiklum nemanda í einkatímum í sjálfsvöm og hefndarengli sem snýr vöm í sókn. Það hljóta allir að sjá að eigi að koma öllu þessu á framfæri í tæp- lega tveggja tíma kvikmynd er ekki mikið pláss fyrir aðrar persónur. Eiginmaðurinn, sem Billy Campbell leikur, fær þó aðeins að njóta sín, enda verður að koma því á framfæri af hverju við þurfum að kynnast öll- um þessum hliðum á Jennifer Lopez eða Slim eins og hún heitir í mynd- inni. Campbell sýnir sterkan og góð- an leik í hlutverki „dramnaprins- ins“ sem fellir grímuna þegar Slim stendur hann að framhjáhaldi. Nú er Jennifer Lopez ekki slæm leikkona og margt verra hefur sést heldur en leikur hennar í Enough. Það er samt sem áður frekar erfitt að ímynda sér konu með jafn klass- ískt og glæsilegt útlit og Jennifer Lopez í hlutverki eiginkonu sem beitt er misþyrmingum af eigin- manni sínum. Lopez er meira á heimaslóðum þegar Slim snýr vöm í sókn, komin í svarta bardagagall- ann og tilbúinn að gera út um mál- in. Þá er líka komin fram allt önnur persóna en við kynntumst í byrjun. Michael Apted, leikstjóri Enough, er fær leikstjóri með mikla reynslu að baki. Hvort sem um er að ræða dramatískar myndir, spennumyndir eða heimildarmyndir, sem fáir gera betur, er hann góður fagmaður. Gera verður ráð fyrir að hann hafi fengið feitan launatékka fyrir að leikastýra Enough. Apted gerir það sem hægt er í björgunarskyni og hann nær stundum að byggja upp spennu í kringmn flótta Slims. Það nægir samt ekki til að koma mynd- inni yfir erfiðasta hjallann sem er ofmat á Jennifer Lopez. Lelkstjórl: Michael Apted. Handrit: Nicholas Kazan. Kvikmyndataka: Rogier Stoffers. Tónlist: David Arnold. Aöalleik- arar: Jennifer Lopez, Billy Campbell, Juli- ette Lewis, Fred Ward og Noah Wyle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.