Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 29
MIÐVKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
29
Laufey og Rakel í Val
Val hefur borist liðs-
styrkur í kvennaknatt-
spyrnunni. Laufey Ólafs-
dóttir og Rakel Logadótt-
ir, sem báðar léku með
ÍBV í sumar sem leið,
hafa ákveöið að leika
uppi á fastalandinu á
næsta tímabili. Þær stöll-
ur eru öllum hnútum
kunnugar á Hlíðarenda
en þar léku með Val áð-
ur en þær fóru til Eyja.
Valsstúlkur eru til alls
líklegar næsta sumar en
áður hafði Guðbjörg
Gunnarsdóttir mark-
vörður gengið í Val úr
FH.
-JKS
Rafpostur: dvsport@dv.is
Oliver Kahn, markvörður Bayern
Munchen og þýska landsliðsins, er
að íhuga að hætta að leika með
landsliðinu, þrátt fyrir að hart sé
lagt að honum að halda áfram
fram yfir HM 2006, sem haldin
verður í Þýskalandi. Hann segist
ímynda sér að að hætta með lands-
liðinu sé einhvers konar frelsun
og segist alveg geta hugsað sér að
minnka við sig og leika annars
staðar en með Bayem Munchen.
Enska knattspyrnuliöid Barnsley
hefur rekið framkvæmdastjóra
sinn, Steve Parkin. Hann tók við
af Nigel Spackman í nóvember síð-
astliðnum en hann náði ekki að
koma 1 veg fyrir að liðið félli í 2.
deild I vor. Barnsley lék í úrvals-
deildinni keppnistímabilið 1998-99
en féll þá um vorið.
Þýska liðið Essen, sem þeir félag-
ar Patrekur Jóhannesson og
Guðjón Valur Sigurðsson leika
með, drógust gegn slóvakíska lið-
inu MSK Povazská Bystrica í EHF-
keppninni í handknattleik. Fyrri
leikurinn verður í Slóvakíu.
Lærisveinar Alfreðs Gislasonar í
þýska handknattleiksliðinu Mag-
deburg leika í riðlakeppni meist-
aradeildar Evrópu. Liðið leikur i
A-riðli með Fotex Vesprem frá
Ungverjalandi, Wisla Plock frá
Póllandi og gríska liðinu Panellin-
os AC Athens. Fyrsti leikur Mag-
deburgar, sem eru núverandi Evr-
ópumeistarar, verður gegn griska
liðinu I Aþenu 9. nóvember.
Þess má geta að Magdeburg og
Fotex Vesprem mættust í úrslita-
leik meistaradeildarinnar á sl.
vori. Fotex vann sinn heimaleik
meö þremur mörkum en Mag-
deburg vann á heimavelli með
fimm mörkum og tryggði sér titil-
inn.
Svíinn Pierre Thorsson og félagi
Guðmundar Hrafnkelssonar hjá
ítalska handknattleiksliðinu Con-
versano átti sér þann draum að
liðið drægist á móti sænska lið-
inu Sávehof í Evrópukeppninni.
Hann var þó sáttur þegar í ljós
kom að hann fengi íslandsferð. i
staðinn.
David Batty er ekki á leiðinni frá
Leeds United eins og sögusagnir
hafa verið um upp á síðkastið.
Umboösmaður hans skýrði frá
þessu í gærkvöld.
-JKS/PS
jt
IBV-Fylkir 34-20
1-0,7-1,10-4,11-8, (14-10), 1S-10,21-11,26-13,31-18,
34-20.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/víti): Sylvia Strass 11 (15), Anna
Yakova 7 (11), Alla Gorkorian 6/3 (11/3), Ingibjörg
Jónsdóttir 4/1 (8/1), Edda Eggertsdóttir 3 (3), Birgit
Engl 2 (6), Elísa Siguröardóttir 1 (1).
Mörk úr hraöaupphlaupunv 10 (Sylvia 4, Anna 3,
Ingibjörg, Alla, Edda).
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 4.
Fiskuó vítL’ Ingibjörg 2, Birgit 2.
Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Siguröardótt-
ir 21 (41/3, hélt 12,51%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10):
Júlíus Sigurjóns-
son og Magnús
Bjömsson (8).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 95.
Best á vellinum
Sylvia Strass, ÍBV
Fvlkir/ÍR’
Mörk/víti (skot/víti): Sigurbima Guðjónsdóttir 7
(15), Hekla Daöadóttir 5/3 (16/3), Valgeröur Áma-
dóttir 4 (4), Hulda Karen Guömundsdóttir 2 (4),
Soffía Gísladóttir 1 (2), Inga Jóna Ingimundardótt-
ir 1 (3), Lára Hannesdóttir (1), Hrönn Kristinsdótt-
ir (1), Tinna Jökulsdóttir (1).
Mörk úr hraóaupphlaupunv 2 (ValgerÖUT, Soff-
ía).
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3.
Fiskuó vitv Hekla 2, Inga Jóna.
Varin skot/víti (skot á sig): Erna María Eiríks-
dóttir 11 (39/3, hélt 4, 28%), Ásdís Benedikts-
dóttir 0 (6/1).
Brottvisanir. 4 mínútur.
Þjálfarar íslensku liðanna sáttir með mótherja sina í Evrópukeppninni:
Ótrúleg tilviljun
- segir Guðmundur Hrafnkelsson en félagar hans frá Ítalíu drógust gegn Haukum
í gær var dregið á Evrópumót-
unum í handknattleik en tvö ís-
lensk lið, Haukar og Grótta/KR,
voru í hattinum en drátturinn fór
fram í Vínarborg. Haukar, sem
leika í keppni bikarhafa, drógust
gegn ítalska liöinu Papillon Con-
versano í 3. umferð og eiga Hauk-
arnir fyrri leikinn á Ítalíu. Guð-
mundur Hrafnkelsson landsliðs-
markvörður leikur með ítalska
liðinu sem hefur nokkra aðra er-
lenda leikmenn á sínum snærum.
Grótta/KR dróst gegn Desportiv
Francisco de Holanda frá Portú-
gal og eiga Gróttumenn fyrri leik-
inn á heimavelli.
Þetta er draumadráttur í
okkarhuga
„Við erum mjög ánægðir og
þetta er draumadráttur i okkar
huga. Það er eins og við höfum
fengið að velja okkur mótherja.
Það verður spennandi og gaman
að mæta Guðmundi Hrafnkels-
syni og bara hann mun eflaust
draga að áhorfendur. Það er tví-
mælalaust viss kostur að eiga
fyrri leikinn á útivelli en þá vit-
um viö alveg að hverju við göng-
um í seinni leiknum heima í
Hafnarfirði. Ef við berum saman
íslenskan og ítalska handbolta þá
eigum við að klára þetta dæmi en
ég veit ekki alveg enn þá hversu
sterkt ítalska liðið er. Við höfum
verið heppnir með mótherja í
Evrópukeppninni á síðustu tveim-
ur árum og á því varð engin
breyting að þessu sinni,“ sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
í samtali við DV eftir dráttinn í
gær.
Viö eigum góða möguleika
gegn Haukunum
„Ég var mjög ánægður þegar ég
heyrði um dráttinn en þetta er
ótrúleg tilviljun að þetta hafi
gerst. Það er erfitt að meta þessi
lið saman vegna þess að ég hef
ekkert séð til Haukaliðsins lengi.
Ég get þó ekki annað séð en að við
eigum góða möguleika en það er
viss ókostur samt að eiga fyrri
leikinn á heimavelli. Þetta verða
alveg örugglega hörkuleikir og ég
hlakka til að koma til íslands,"
sagði Guðmundur Hrafnkelsson,
markvörður Papillon Conversano,
í spjalli við DV.
Conversano er sterkara en
á síöasta tímabili
Guðmundur sagði að allt hefði
veriö lagt undir fyrir tímabilið að
liðið næði sem besum árangri í
vetur og liðið væri þó nokkru
sterkara en í fyrra. Fjórum um-
ferðum er lokið í ítölsku 1. deild-
inni og hefur Conversano unnið
þrjá leiki og tapað einum. Guð-
mundur meiddist á undirbúnings-
tímabilinu og lék af þeim sökum
ekki fyrstu tvo deildarleikina með
liðinu. Hann hefur náð sér alveg
og hefur varið markið i síðustu
tveimur leikjum.
Með Conversano leika flmm út-
lendingar. Auk Guðmundar eru
það Svíinn Pierre Thorsson sem
leikur í hægra horninu. Hann á
að baki um 200 landsleiki með
sænska landsliðinu en leikur ekki
lengur með því. Hann lék í nokk-
ur ár í Þýskalandi en fór til
ítalska liðsins í fyrra. Þá leikur
Júgóslavinn Blazo Lisicic stöðu
örvhentrar skyttu, Króatinn
Zvonimir Bilic er rétthent skytta
og landi hans Igor Vori er á lín-
unni.
Skiptir sköpum aö veröa
sér úti um upplýsingar
„f fljótu bragði líst okkur bara
vel á þennan portúgalska and-
stæðing. Þarna er greinilega á
ferð mjög sterkt lið en það er sem
stendur í öðru sæti í 1. deildinni
þar í landi. Það segir okkur vissa
sögu um styrkleika liðsins en með
því leika eingöngu atvinnumenn
sem gera ekkert annað en að æfa
og spila handbolta. Ég veit annars
lítið um þetta lið en Daninn Lars
Walter, sem lék á sfnum tíma með
KA, ætlar að reyna að útvega mér
upplýsingar um liðið. Hann lék í
Portúgal fyrir nokkrum árum en
er umboðsmaður í dag. Þaö skipt-
ir sköpum finnst mér að verða sér
úti um upplýsingar en þá vitum
við betur hvað við erum að fara
út í. Við getum þó gefið okkur það
að þetta verður erfitt dæmi en um
fram allt skemmtilegt og lær-
dómsríkt fyrir liðið. Óneitanlega
hefði veriö þægilegra að eiga síð-
ari leikinn á heimavelli en það
þýðir ekkert að vera velta sér upp
úr þvi núna,“ sagði Ágúst Jó-
hannsson, þjálfari Gróttu/KR,
þegar drátturinn lá ljós fyrir í
gær.
Fyrri leikirnir á Evrópumótun-
um fara fram helgina 9.-10. nóv-
ember en síðari viðureignirnar
viku síðar. -JKS
|| glÍ ", • '
\W
jm,
Æ" 'jgf*. * "
f / 12
j, | |“ifc »i| f,
r
lCELA ND*,R
Ajk
mSmm*
tiýir n
trzfMf
±
É
Guðmundur Hrafnkelsson er að leika sitt annaö tímabil með ítalska fiðinu
Papillon Conversano. Hann segist hlakka mikið til að fara til íslands.
Símadeild kvenna í handknattleik:
Samkvæmt bókinni
- þegar ÍBV sigraði Fylki/ÍR, 34-20
Eyjastúlkur, sem eru með fullt
hús stiga í Essodeildinni, tóku á
móti nýliðunum úr Fylki/ÍR sem
hafa farið frekar rólega af stað í
deildinni og voru enn án stiga
fyrir leikinn í Eyjum. Munurinn
á liðunum var þónokkur en engu
að síður sýndu gestirnir ágæta
takta, sérstaklega í fyrri hálfleik.
ÍBV sigraði hins vegar í leiknum
með fjórtán mörkum, 34-20.
Eyjastúlkur byrjuðu af miklum
krafti, skoruðu fyrstu sex mörk
leiksins og virtust ætla að stinga
af strax á upphafsmínútunum.
En leikmenn Fylkis/ÍR spýttu í
lófana og með Sigurbirnu Guð-
jónsdóttur í broddi fylkingar söx-
uðu þær á forskotið og náðu því
niður í þrjú mörk skömmu fyrir
leikhlé en heimastúlkur áttu síð-
asta orðið í hálfleiknum.
Byrjuöum af krafti en
hættum síðan
Eyjastúlkur byrjuðu hins vegar
seinni hálfleikinn eins og þann
fyrri, skoruðu níu mörk úr tíu
fyrstu sóknunum á meðan að lít-
ið gekk hjá gestunum.
Sylvia Strass var í algjörum
sérflokki hjá ÍBV í seinni hálf-
leik, skoraði þá níu mörk og dreif
liðið áfram. Vigdís Sigurðardótt-
ir átti einnig góða spretti í marki
ÍBV en best hjá gestunum var áð-
urnefnd Sigurbirna Guðjónsdótt-
ir. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari
ÍBV, var ánægð með sigurinn hjá
sínu liði.
„Við byrjuðum af miklum
krafti en svo hættum við að spila
sem lið um miðjan fyrri hálfleik-
inn. Það kemur líklega upp hálf-
gert vanmat hjá okkur en deildin
er bara þannig að um leið og þú
vanmetur andstæðinginn þá er
ekki von á góðu. Fylkir/ÍR kom
mér skemmtilega á óvart í þess-
um leik, þær voru að spila vel og
þetta eru mjög efnilegar stelpur,"
sagði Unnur.
-jgi
deildin
Staöan í Essodeild
kvenna:
ÍBV 7 6 0 0 201-141 14
Stjaman 6 4 1 1 131-108 9
Haukar 6 4 0 2 173-129 8
Grótta/KR 6 4 0 2 116-118 8
Valur 6 4 0 2 124-127 8
Víkingur 6 3 0 3 119-106 6
FH 6 2 1 3 135-123 5
KA/Þór 7 2 0 5 153-170 4
Fylkir/ÍR 6 0 0 5 96-161 0
Fram 6 0 0 6 115-180 0
Næstu leikir:
Stjarnan-Fram ... 18. okt. kl. 18.00
Víkingur-Haukar . 18. okt. kl. 18.00
Fylkir/ÍR-FH.......18. okt. kl. 20.00