Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 2
18
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
Sport
x>v
Mánudagurinn 11. nóvember 2002
Efni DV-
Sports í dag
Utan vallar, fréttir
0 Víötal við Hilmar Björnsson
0 Formúla eitt
Viötal viö Stefán Arnarson
0 Körfuboltaúttekt
0 Körfuboltaúttekt
Essodeild kvenna
© Essodeild kvenna
0 Kvennakarfa
© Essodeild karla
Essodeild karla
og Haukar í
Evrópukeppni
© Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Evrópuknattspyrnan
Evrópuknattspyrnan
^ NBA-deildin
© Unglingamót í sundi
© Unglingamót í sundi
0 Amerískur fótbolti
Veiöisíöa
Baksíöa
A heimsmælikvarða
„Rúnar stóð sig rosalega vel. Hann er búinn að
ganga í gegnum mörg áföll undanfarin misseri sem
tengjast þjálfuninni en er að ná sér á strik núna eftir
að hafa átt erfitt með að klára síðustu mót. Það gekk
allt upp á bogahestinum og hann var að sýna æfmgar
á heimsmælikvarða. Rúnar er í mjög góðu formi,
hann er léttari en oft áður og það kom honum til góða
um helgina," sagði Ásdís Pétursdóttir, þjálfari
íslenska liðsins, í samtali við DV-Sport í gær. „Við
höfðum gert okkur vonir um að Sif Pálsdóttir næði í
úrslit í einhverjum áhöldum hjá stelpunum en hún
veiktist og náði sér ekki á strik. En þessar 11-12 ára
stelpur stóðu sig engu að síður frábærlega." -vig
Miklu sterkara
en mótið í fyrra
„Þetta mót um helgina var miklu sterkara en mótið í
fyrra. Við erum með ungt lið svo að það var kannski
ekki búist við miklu þannig að þetta var framar vonum.
Maður hafði samt alltaf smávegis væntingar til Bjarna
og hann stóð heldur betur undir þeim og vel það,“ segir
Sævar Sigursteinsson, annar af tveimur þjálfarum ís-
lenska liðsins. „Bjarni vann allar viðureignir sínar á
ippon og gerði allt saman rétt. Hann var í gríðarlega
sterkum flokki þannig að þetta er glæsilegur árangur hjá
honum," segir Sævar í samtali við DV-Sport. -vig
Norður-Evrópumótið í fimleikum fór fram í Stokkhólmi um helgina:
Frábært hjá Rúnari
- sigraði á tveimur áhöldum og hlaut einkunnina 9,7 fyrir æfingar á bogahesti
Rúnar Alexandersson, fimleika-
maður úr Gerplu, náði frábærum ár-
angri á Norður-Evrópumótinu í fim-
leikum sem fram fór um helgina.
Rúnar varð í öðru sæti í fjölþraut
sem keppt var í á laugardaginn og
hlaut 52,10 í samanlagða einkunn.
Svíinn Micheal Hjort sigraði með
52,70 stig.
Rúnar keppti síðan
til úrslita í þremur
greinum seinni
keppnisdaginn,
í gær, á boga-
hesti, í hringj-
um og á tvíslá.
Það er skemmst
frá þvi að segja að
Rúnar sigraði með yfir-
burðum á bogahesti og
hlaut 9,7 fyrir æfingar sín-
ar. Næstur kom svo Michael
Hjort frá Svíþjóð með 9,35 og í
3. sæti varð Svíinn Anders Pett-
ersson með 9,15.
Rúnar hafnaði í þriðja sæti í
hringjum með 9,2 en þar varð sigur-
vegari Olli Torkel frá Finlnlandi
með 9,60. í öðru sæti kom síðan
Janne Simola frá Finnlandi með
9,45.
Rúnar deildi síöan gullverðlaun-
unum á tvíslá með Michael Hjort,
þeir hlutu báðir einkunnina 9,10. í
þriðja sæti varð síðan Janni
Tanskanen frá Finnlandi með 8,45.
Á heildina litið er þetta frábær ár-
angur hjá Rúnari og virðist hann í
feiknaformi um þessar mundir. Það
er löngu orðið Ijóst að þeg-
ar allt gengur upp hjá
Rúnari er hann
klárlega einn af
fremstu fimleika-
mönnum
heims.
Aörir keppendur íslands komust
ekki i úrslit á einstökum áhöldum. í
liðakepninni á laugardeginum gekk
ágætlega hjá körlunum og enduðu
þeir í fimmta sæti með 135,50 stig.
Lið Svía sigraði með 153,90 stig eftir
harða keppni við Finna sem komu
næstir með 153,55 stig. íslenska liðið
var skipað ungum fimleikamönnum
og stóðu þeir sig mjög vel þrátt fyrir
að komast ekki í úrslit á einstökum
áhöldum.
Næstsíðastar
Kvennaliðið lenti í næstsíðasta
sæti í liðakeppninni og hlaut 89,925
stig. Lestina ráku síðan frændur
vorir Danir. íslensku stúlkurnar eru
mjög ungar og óreyndar og vakti
það athygli áhorfenda í Stokkhólmi
hversu frambærilegar fimleikakon-
ur þær voru miðað við ungan aldur.
Engin af stelpunum komst í úrslit
á einstökmn áhöldum og kom
það ekki á óvart. Engu að
síður glæsilegur árang-
ur hjá íslenska lið-
inu sem á fram-
tíðina fyrir
sér. -vig
Beinn sími: ............... 550 5880
Ljósmyndir. ............... 550 5845
Fax:....................... 550 5020
Netfang:.............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristján Sigurðsson (jks.sport@dv.is)
Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hrafit Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
Rúnar
Alexandersson vann
gull á bogahesti á
Noröur-Evrópumótinu
í Svíþjóö um helgina.
Júdó:
Eitt gull I
Finnlandi
- Bjarni Skúlason
vann -90 kg
flokkinn
íslensku keppendurnir náðu
stórgóðum árangri á opna
finnska meistaramótinu í júdó
sem fram fór um helgina.
Bjarni Skúlason vann gullverð-
laun i -90 kg flokki og vann allar
sínar glímur á ippon. Bjarni hef-
ur dvalið i Japan síðustu 2 mán-
uði og virðist að sögn Sævars Sig-
ursteinssonar, annars þjálfara ís-
lenska liðsins, vera í betra formi
en nokkurn tímann áður.
Þær Anna Soffia Víkingsdóttir
og Gígja Guðbrandsdóttir, sem
báðar keppa í -70 kg flokki,
kepptu báðar um bronsverðlaun
en höfnuðu i 5. sæti. Segir Sævar
að þar megi að mestu kenna
reynsluleysi um en þess má geta
að Gigja er aðeins 17 ára gömul.
Keppendur frá 24 löndum
Alls voru það 274 keppendur
frá 24 löndum sem tóku þátt í
mótinu um helgina. Var mótið nú
í fyrsta skipti flokkað sem B- mót
Evrópska júdósambandsins sem
þýðir að þetta er næst-sterkasta
mótaröð sem völ er á.
í fyrra náðist mjög góður ár-
angur á sama móti þar sem is-
lendingarnir nældu sér í fern
verðlaun. Þá hafði EJU ekki
samþykkt mótið sem B-mót
þannig að mótið var ekki eins
sterkt og í ár. Eu árangur liðsins
er alls ekki síðri í ár ef tekið er
mark á hversu mikið af sterkum
keppendum var mætt til leiks.
Um næstu helgi fer fram al-
þjóðlegt mót í Svíþjóð og verða
átta af landsliðsmönnum íslands
áfram í æfingabúðum í Finnlandi
fram að mótinu. Segist Sævar
vonast eftir sambærilegum ár-
angri í Svíþjóð.
„Þetta er ekki eins sterkt mót
og í Finnlandi en auðvitað verður
ekkert gefið að ná betri árangri
þar. Við vonum lika að
Vernharð Þorleifsson
verði orðinn klár þá
en hann gat ekki
verið með okkur
nú um helgina
vegna meiðsla,"
segir Sævar að
4 lokum. -vig
Utan vallar
Keflvíkingar hljóta að vera
hæstánægðir með lífið í körfunni
þessa dagana. Það er ekki nóg með
að karlamir séu komnir á mikið
skrið eftir rólega byrjun og stelp-
umar séu taplausar í fyrstu sex
umferðunum heldur fá þeir fyrstu
úrslitaleiki tímabilsins heim til
sín.
Já, Keflavík verður á heimavelli
í komandi undan- og úrslitaleikjum
Kjörísbikars þrátt fyrir að hafa á
engan hátt unnið til þess með
frammistöðu sinni inni á vellinum.
Þeir eru ekki íslandsmeistarar,
þeir eru ekki bikarmeistarar og
þeir eru ekki Kjörísbikarmeistar-
ar.
Heimavöllufinn er liðum oft dýr-
mætur og þeirra besta vígi. Körfu-
boltinn er þar ekkert öðmvísi og
deildarkeppnin snýst aðallega um
þaö að vinna sér inn heimavallar-
rétt í komandi úrslitakeppni. Ég
endurtek að vinna sér inn heima-
vallarréttinn.
Þegar leikmenn og þjálfarar eru
beðnir um að nefha óskamótherja í
bikarkeppninni er þaö heimaleikur
nefndur til sögunnar miklu frekar
en eitthvert liðið. Það er ekki að
ástæðulausu. Heimavöllurinn gerir
oft útslagið í mikilvægum og jöfn-
um leikjum.
Körfuknattleikssambandið gerði
vel í því að setja af stað fyrirtækja-
bikarkeppni haustið 1996 en með
þessari keppni sem um leið er ólík
hinum þremur (deild, úrslita-
keppni og bikar) auk þess sem hún
setur upp einn aukatopp á tímabil-
inu.
Með þeirri ákvörðun að leyfa
einu liðanna í hópi hinna fjögurra
fræknu aö spila, ekki einn heldur
tvo leiki, á heimavelli er hreinlega
verið að spilla inntaki og hugsjón
þessarar keppni sem vom bæði
sótt í háskólakörfuboltann í Banda-
ríkjunum. Þær eru tvær af aðal-
ástæðum fyrir því að þessi keppni
gengur upp og skapar sér sérstöðu
á körfuboltatímabilinu.
Það er í framhaldinu alveg eins
hægt-að afhenda Keflvíkingum bik-
arinn fyrir keppnina, annað væri
hreinlega klúöur hjá þessu frábæra
liði sem mætir til leiks með frábært
Oskar Ofeigur
Jónsson
íþróttafréttamaöur
á DV-Sporti
segir sína skoðun
lið og góða forgjöf á önnur lið keppn-
innar.
Leikstaðurinn, íþróttahúsið á
Sunnubraut, er í raun ekkert til um-
ræðu hér. Húsið er mjög vel til þess
fallið að hýsa úrslit sem þessi, Kefl-
víkingar voru stórtækir í sumar og
settu glæsilegt og löngu þarft parket
á gólfið og gerðu það enn betri kost
til að hýsa stórleiki sem þessa. Leik-
staðurinn sem slíkur er því í góðu
lagi ef Keflvíkingar hefðu misst af
því að komast alla leið í undanúrslit-
in.
Með þessari undarlegu ákvörðun
er enn fremur fordæmið gefið. Þessi
keppni, sem upphaflega átti að enda
með viðhöfn í Laugardalshöllinni,
eins og stendur í reglugerð hennar,
er orðin heimilslaus eftir þriggja ára
skammtímaveru í Smáranum í Kópa-
vogi og nú er að sjá hvort fleiri lið fá
keppnir körfuknattleiksins heim til
sín á næstunni. Hvemig þau fara að
því er kannski orðinn mesta keppnin
í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ.