Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 3
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
19
segir Hilmar Björnsson sem gekk nýverið til liðs við sína gömlu félaga í KR
Knattspyrnumaðurinn Hilmar
Bjömsson, sem leikið hefur með liði
FH í Símadeiidinni undanfarin tvö
keppnistímabil, ákvað nú fyrir
skemmstu að söðla um og gekk hann
til liðs við KR, liðið sem hann ólst
upp hjá og spilaði með í yngri flokk-
unum. Hilmar segir í samtali við
DV-Sport að 'máltakið „einu sinni
KR-ingur, alltaf KR-ingur“ eigi vel
við þegar kemur að því að skýra þá
erfíðu ákvörðun á yfirgefa Hafnar-
fjarðarliðið.
Erfitt að skilja við FH
„Það var aldrei erfið ákvörðun að
fara í KR en það var erfitt að fara frá
FH þar sem ég átti mjög góða tíma
og kynntist mörgu góðu fólki. En ég
hef ailtaf sagt við sjálfan mig að ég
myndi klára ferilinn hjá KR og mér
fannst þetta rétti tímapunkturinn til
að fara í félagið sem ég ólst upp hjá.“
Nú hefur þú tvisvar oróiö bik-
armeistari meö KR en aldrei is-
landsmeistari. Er þaó einhver
hluti af skýringunni; aó þig lang-
ar aö vinna íslandsmeistaratitil-
inn áöur en skórnir eru lagöir á
hilluna?
„Nei, það er ekki svo. FH-liðið er
mjög sterkt og verður án efa ofar-
lega á næsta ári. Maður stefnir alltaf
að því að vinna titla og þá er sama
með hvað liði spilað er. En ég var
hjá KR í 20 ár og hef alltaf haft sterk-
ar tilfinningar til þess og eftir að
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, tal-
aði við mig komst ég að þeirri niður-
stöðu að þetta væri rétti tímapunkt-
urinn til aö fara til KR.
Mér líst mjög vel á KR-liðið og ég
hef alltaf haft mikla trú á Willum
sem þjálfara. Ég bý í vesturbænum
og á marga góða vini í liðinu. Hann
hafði samband við mig í fyrra en þá
var ég samningsbundinn FH, reynd-
ar með klásúlu um að mega fara ef
að þjálfaraskipti yrðu sem síðan
urðu, en ég ákvað að virða minn
samning við FH. Svo hafði KR aftur
samband núna í haust og þá var ég
laus allra mála.
Núna erum við byrjaðir að æfa og
það eru mjög spennandi tímar fram
undan og það verður án efa mjög
skemmtilegur tími í vesturbænum á
næstu keppnistímabilum.“
Er Willum aö hugsa þig sem
bakvörð eóa má búast við því að
sjá þig í gömlu stööunni, hœgri
kantinum, nœsta sumar?
„Ég held að hann hugsi mig sem
bakvörð en mér er í sjálfu sér alveg
sama hvar ég spila. Það skiptir engu
máli. Það skiptir mestu máli að liðið
spili vel og sigri í sem flestum
leikjum."
Nú hafa KR-ingar veriö aö
styrkja sig verulega undanfarnar
vikur. Þú ert ekkert á því aö þaö
œtti bara aö vera formsatriöi að
vinna deildina á nœsta tímabili?
„Nei, alls ekki. Það er náttúrlega
alveg gefið mál að það verður gríð-
arlega erfitt að verja tiltilinn.
Leikjafjöldinn hjá KR ætti að vera
meiri á næsta tímabili heldur en nú
i ár. KR hefur verið að detta út í 16-
liða úrslitum í bikamum siðustu
þrjú ár og stefnan er náttúrlega að
komast lengra þar. Svo er það líka
Evrópukeppnin sem spilar þar inn í
þannig að það verða fleiri leikir ef
aiit er eðliiegt.
Svo hefur liðið líka misst
leikmenn, Þorsteinn Jónsson t.d., og
svo er það spuming meö Þormóð
Egilsson fyrirliða en vonandi mætir
hann aftur tii leiks. Það er
nauösynlegt að hafa sterkan hóp tii
að keppa á ölium vígstöðvum.“
Er þaó markmiö hjá Willum að
reyna aö ná langt i Evrópukeppn-
inni á nœsta ári?
„Við höfum nú ekki farið út í það
að setja okkur markmið enn sem
komið er en auðvitað emm við í
undankeppni meistaradeildarinnar
þar sem ýmislegt getur gerst. Það
eru miklir fjármunir í húfi og ég
held að alla langi að standa sig sem
best í Evrópukeppninni."
Lærði bakvörðinn úti
Hilmar fór í ársbyrjun 1998 til
sænska liðsins Helsingborg og var
þar til mála næstu tvö tímabil. Hann
lenti strax á undirbúningstímabil-
inu í meiðslum og átti erfitt með að
festa sig í sessi eftir það og fékk lít-
ið að spreyta sig. En telur Hilmar
þann tíma hafa verið vonbrigði og
hefur það aldrei komið í spilin að
reyna aftur við atvinnumennskuna?
„Ég lít ekki á þennan tíma sem
vonbrigði. Ég kom þama inn i lið
sem var eitt það besta á Norðurlönd-
unum á þessum tíma. Fyrsta árið
sem ég var úti varð liðið sænskur
bikarmeistari og lenti í öðru sæti í
deildinni. Árið eftir varð liöið síðan
sænskur meistari og enn síðar var
liðið í meistaradeiidinni. Þetta var
því gríðarlega sterkt lið og í dag er
mest af þessum mannskap atvinnu-
menn hjá stórum liðum, t.a.m. í
Þýskalandi. Auðvitað hefði ég viijað
fá fleiri tækifæri og var oft frekar
pirraður en ég var hjá liði sem ein-
faldiega allt gekk upp hjá. Mér hefði
liðið öðruvísi ef þetta hefði verið lið
um miðja deild. En ég sé ekki eftir
þessum tíma. Eitt jákvætt er t.d. það
að þeir kenndu mér að spila bak-
vörð sem ég hef gert síðustu tvö
keppnistímabil.
En það hefur einhvem veginn
aidrei komið til tals að fara aftur út.
Þetta er aiitaf erfitt þegar maður er
kominn með fjölskyldu og að þurfa
að rífa alit upp til að prófa eitthvað
annað freistar min ekki. Mér líður
vel hérna heima og ætla mér bara að
vera hér heima."
En aö íslensku deildinni. Hvern-
ig fannst þér boltinn siöastliðiö
sumar? „Ef ég hugsa ftjótt til baka
þá fannst mér einhverra hluta vegna
töluvert meira af fallegum mörkum
skorað í sumar en undanfarin ár.
Hvort spymugeta leikmenna er orð-
in betri eða hvað það er get ég ekk-
ert sagt til um en þetta er eitthvað
sem var eftirtektarvert. Síðan fannst
mér þetta vera mjög misjafnt eftir
liðum. Mér fannst sum liðin vera að
reyna að spila fótbolta á meðan önn-
ur lið vora að spila frekar leiðinleg-
an bolta. En það eru stigin sem telja
alltaf að lokum," segir Hilmar
Bjömsson.
-vig
Sport
Af Hilmari
Björnssyni
Hilmar er fæddur 13. maí 1969 og verð-
ur því 34 ára við upphaf næsta tímabils.
Hilmar er hluti af hinum sigursæla
1969-árgangi i KR en auk hans voru í
honum þeir Rúnar Kristinsson, Heimir
Guðjónsson og Þormóður Egilsson, svo
einhverjir séu nefndir til sögunnar hér.
Hilmar hefur leikiö 186 leiki í efstu
deild og hefur hann leikið þá fyrir þrjú
félög, 116 leiki fyrir KR, 44 fyrir FH og
26 leiki fyrir Fram. Ails hefúr Hilmar
leikið 212 meistaraflokksleiki fyrir KR
og er hann 15. leikjahæsti leikmaður fé-
lagsins frá upphafi.
Hilmar lék sinnfyrsta leik með meist-
araflokki KR í keppni á vegum KSÍ í júlí
1988. Hilmar kom þá inn á sem vara-
maður í seinni hálfleik í bikarleik á
Sauðárkróki þegar staðan var 3-0 fyrir
Tindastól. Innkoma Hilmars gerbreytti
leiknum og KR-ingar náðu að jafna
hann.
Það var aftur á móti Eyjólfur Sverris-
son sem tryggði norðanmönnum sigur-
inn með sínu öðru marki í leiknum en
Eyjólfur átti þátt i öllum mörkum
Tindastóls i leiknum. Hilmar vann sér
hins vegar með frammistöðunni sæti í
byijunarliðinu í næsta leik gegn Þór
sem varð hans fyrsti leikur í efstu deild.
Fyrsta mark Hilmars í efstu deild kom
gegn Skagamönnum á KR-vellinum 2.
júlí 1990. Hilmar fékk þá stungusend-
ingu frá Bimi Rafnssyni þremur mínút-
um fyrir leikslok og skoraði. Ails hefur
Hilmar skorað tólf mörk í efstu deild,
tíu fyrir KR-liðið og svo tvö fyrir Fram.
Hilmarfór utan sem atvinnumaður til
sænska liðsins Helsingsborg í ársbyrjun
1998 en það er óhætt að segja að at-
vinnumennskan hafi ekki verið dans á
rósum því hann náði aðeins að leika
einn leik á Alisvenskan áður en hann
var lánaður heim tii Framara í júní
1999.
Hilmar hefur leikió þrjá landsleiki á
ferlinum og í þeim er íslenska landslið-
ið bæði taplaust (2 sigrar, eitt jafntefli)
og hefur ekki fengið á sig mark (marka-
talan 2-0). Hilmar byrjaði inni á í ein-
um leik og kom inn á sem varamaður í
öðrum.
Hilmar á nú ifórum sínum fimm silf-
urverðlaun á íslandsmótinu í knatt-
spymu en á enn eftir að vinna íslands-
meistaratitilinn. Hilmar varð í öðru
sæti með KR-liðinu 1990, 1992, 1995 og
1996, og svo með FH sumarið 1993. Hann
hefur hins vegar unnið bikarinn tvisvar
með KR (1994 og 1995).
Þaó er þó óhœtt að segja að HUmar sé
líklegur tU að brjóta þann ís næsta sum-
ar enda hafa KR-ingar unnið þrjá ís-
landsmeistaratitta á síðustu fjórum ár-
um og auk þess styrkt meistaralið sitt
mjög mikið. -ÓÓJ
Gef enn þá
kost á mér
í landsliðið
Hilmar á að baki þrjá A-
landsleiki í gegnum tíðina, árið
1994 kom hann inn á í sigurleik
gegn Bólivíu og skömmu síðar
var hann í byrjunarliöinu þegar
ísland bar sigurorð af Sádi-
Arabíu. Árið 1997 kom Hilmar
síðan inn á sem varamaður í leik
gegn Sádi-Arabíu sem endaði
með markalausu jafntefli.
Á undanfórnum árum hefur
HUmari ekki verið gefið
tækifæri í landsliðinu að nýju,
tækifæri sem hann að margra
mati verðskuldar, þar sem hægri
bakvarðarstaðan hefur verið
mikiU AkkUesarhæll
landsliðsins undanfarin misseri.
Hilmar segist ekki mundu hika
við það að skella sér út í það
verkefni ef Atli óskaði eftir hans
kröftum.
Jú, það er ekki spuming. Það
er náttúrlega gífurlega mikUl
heiður að spUa fyrir. hönd
íslands. Mér hefur gengið vel
undanfarin tvö ár og það er bara
eitthvað sem verður að koma í
ljós. Ef Atli telur sig þurfa á mér
að halda þá er það bara gott mál
en ég er ekkert að velta mér upp
úr þessum hlutum. -vig