Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 4
20 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Sport____________________________________________________________________________dv Þýska karfan um helgina: Jón Arnór stigahæstur í sigurleik Jón Arnór Stefánsson skoraði 21 stig og varð stigahæsti maður Trier i 91-90 sigurleik á Bayer Gi- ants Leverkusen í þýsku Bundesligunni en þetta var annar sigurleikur liösins í röð eftir aö þeir sex fyrstu töpuðust hjá liöinu í haust. Með þessum sigrum hefur Trier-liðið komið sér af botninum og er nú í 12. sæti af þeim fjórtán liðum sem skipa þýsku Bundeslig- una. Auk stiganna gaf Jón Arnór 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Á tveimur topplistum Jón Arnór er meðal efstu manna í tveimur tölfræðiþáttum eftir fyrstu átta umferðimar í þýsku Bundesligunni. Jón Amór hefur hitt úr 45,5% þriggja stiga skota sinna (15 af 33) og er þar þriðji á listnum á eftir Finnanum Markku L,arkio (48%) og Steve Ibens (46,2%). Jón Amór hefur siðan geflð 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þeirra 14,4 stiga sem hann hefur skorað. Aðeins þrír leik- menn í þýsku Bundesligunni hafa gefið fleiri stoösendingar að með- altali sem eru frábærar tölur hjá tvítugum strák á sínu fyrsta ári í deildinni. Logi og félagar í Ulm töpuðu Logi Gunnarsson og félagar í Ulm í suðurhluta þýsku 2. deild- arinnar í körfubolta máttu sætta sig við 85-93 tap fyrir USC Heidelberg. Þetta var aðeins annaö tap liðsins 1 vetur en þýddi að liðið datt niður í 8. sæti. Logi varð í þriðja sæti í kjöri besta leikmanns Ulm í október-mánuði. Björninn fyrstur til að vinna SA Bjöminn sigraði Skautafélag Akureyrar með 5-3 á íslandsmót- inu í ishokkí í Skautahöllinni á lauagrdagskvöldið. Þetta var fyrsti tapleikur Akureyringa í vetur og þeir eru enn efstir í deildinni með 8 stig, en Bjöminn og Skautafélag Reykjavíkur hafa bæði 4 stig. Bjöminn hafði yfir eftir fyrsta leikhluta, 3-2, í öðrum leikhluta skoruðu bæði liö sitt markið hvort en í þeim þriðja gerðu Bjamarmenn síðan út um leik- inn með tveimur mörkum. Jónas Breki Magnússon skor- aði tvö mörk fyrir Bjöminn og þeir Sergi Zak, Birgir Hansen og Brynjar Þórðarson skoruðu sitt markið hver. Rúnar Rúnarsson skoraði þrennu og þar með öll mörk norðanmanna. -ÓÓJ Þann 28. október síðastliðinn voru tilkynntar í London, breyting- ar á keppnisreglum Formúlu 1 kappakstursins af þeim Max Mosley, forseta samtakanna, og Bernie Ecclestone, eiganda sjón- varpsréttarins. Óhætt er að segja aö niðurstaða fundarhalda keppnisliða og stjómenda kappakstursins hafi ekki veriö í neinu samhengi við þær tiiiögur sem á borðum voru fyr- ir fundinn, en þær voru í meirá lagi róttækar þar sem þyngdarforgjöf og ökumannsskiptingar komu til tals. Niðurstaðan er hins vegar sú að timatökur sem ákvarða rásröð keppenda verða með öðru fyrir- komulagi en áður ásamt því sem stigagjöf og prófanir verða með öðr- um hætti en undanfarin ár. Það kann að hljóma undarlega að það þurfi að breyta keppnisreglum sem gengið hafa til margra ára í jafn sögulegri og vinsælli keppni og For- múla 1 er, en fáheyrð velgengni Ferrari á síðasta ári, og ekki hvað síst Michaels Schumahcers sem vann ellefu af sautján keppnum árs- ins, varð til þess að vinsældir og áhorfstölur minnkuðu þegar líða fór á árið. Til að jafna leikinn og reyna að koma í veg fyrir að annað eins keppnistímabil verði endurtekið, hefur FIA tekið málin í sinar hend- ur. Tvöfaldar tímatökur Helstu og viðamestu breytingarn- ar hafa verið gerðar á tímatökunum sem hingað til hafa verið ein klukkustund á laugardegi þar sem hver ökumaður hefur fengið tólf hringi til að aka á sem bestum tíma í brautinni. Tímatökumar hafa nú veriö færðar yfir á tvo daga. Klukkutími milli eitt og tvö á föstu- degi og annar á sama tíma á laugar- degi, en aðeins einn hraður hringur í hvort sinn á hvern ökumann. Þetta eru miklar breytingar fyrir bæði áhorfendur og ökumenn sem nú mega hvorki verða fyrir vélarbil- unum né gera mistök á þessum tveim dýrmætu hringjum sem ákvarða rásstööu þeirra fyrir kappaksturinn á sunnudeginum. Það má ekkert út af bregða ætli þeir að fá keppnisrétt, því 107% reglan verður áfram við lýði og verður henni hiklaust beitt og undanþágur ekki veittar nema við sérstakar að- stæður. í flestum tilfellum er grip brauta meira eftir því sem líður á tímatökur og hafa reglusmiðir FIA nýtt sér það til hins ýtrasta með þvi að láta stigastöðu ökumanna í heimsmeistarakeppninni ráða nið- urröðun á hringi ökuþóranna. Þannig fer forystumaður stiga- keppninnar fyrstu ferð á föstudegi þegar gripið er hvað minnst, í þeirri von um að honum farnist ilia. Nið- urstaða föstudagstímatökunnar kemur til með að ákveða niðurröð- un laugardagsins þar sem hægasti maður fer í fyrstu ferð, og sá hrað- asti síðustu. Með þessu vonast Max Mosley til þess að rásröð ökumanna verði með öðrum hætti en ella, og hraðari ökumenn lendi jafnvel í lægri rásstöðum og þurfi þar af leið- andi að vinna sig upp. Það þýðir vonandi meiri framúrakstur. Nýtt stigakerfi Núverandi stigakerfi Formúlu 1 hefur verið notað síðan 1991 og hef- ur fært sigurvegara tíu stig, en þeim sem næstur kemur aðeins sex. Þetta er mikill munur og er hluti af þeirri staðreynd að Michael Schumacher gat tryggt sér heims- meistaratitil sinn i Frakklandi þeg- ar sex keppnir voru eftir af móta- röðinni þar sem hann vann nærri allar keppnir fram að því. Nýjar reglur FIA hafa innleitt nýja stiga- gjöf þar sem átta fyrstu ökumenn- irnir fá stig. Sigurvegarinn fær áfram tíu stig fyrir unna keppni, næsti átta, þriðji fær sex, fjórði fimm, fimmti fiögur, og svona koll af kolli þar til sá áttundi fær eitt stig. Þetta kemur tii með að jafna leikinn miiii ökumanna og ekki síst bæta keppnina á miili þeirra liða sem að jafnaði fengu ekki stig fyrir að klára næst á eftir þrem bestu lið- unum sem yfirleitt yfirtóku fyrstu sex sætin og stigin. Með tilkomu þessarar reglu kemur til með að borga sig að klára keppni og annað sætið er lengur ekki svo slæmt. Hættan er þó sú að ökumenn verði ekki lengur fúsir til að taka áhættu til að komast I fyrsta úr öðru sæti því ávinningurinn er ekki ýkja mik- ill og því líklegt að menn sættist á fengna stöðu. Auðvitað verða gefin út fleiri stig en áður og stigametin, sem nú hafa verið aö falla hvert af öðru, verða nú auðveldari bráð. Hefði þetta nýja stigakerfi verið við lýði á síðasta ári hefði Schumacher til dæmis fengið 156 stig í stað 144, ÍÓmar Sævar Gíslason Formúlu eitt sérfræðingur og til gamans er áhugavert að benda á að árið 1999 hefði Eddie Irvine orð- ið heimsmeistari en ekki Mika Hákkinen, og þannig er með marga aðra meistara fortlðar sé miðað við nýtt kerfi. Það er nú önnur saga en segir okkur að það er verið að gera talsverðar breytingar á Formúlunni. Minni kostnaður? Þar sem kostnaður samhliða geysilegum prófunum keppnisliða sem hafa fariö vaxandi með hveiju árinu með þeim afleiðingum að efna- meiri liðin hafa náð miklu forskoti á þau efnaminni, hefur FIA komið með góðan valkost sem kemur litlu liðunum sannarlega til góða. Þau koma til með að geta nýtt tvo tíma á á föstudagsmorgnum á keppnishelg- unum til prófana og sparað þar af leiðandi mikinn ferðakostnað og mannahald. Þar geta þau notað prufuökumenn og varabíla, sam- þykki þau tillöguna fyrir 15. desem- ber og staðfesti að þau prófi ekki meira en tíu daga utan keppnis- helga. Hinn kosturinn er óbreytt ástand. Williams hefur þegar ákveð- ið að velja seinni kostinn og Minardi þann fyrri, og hafa þar með lagt línurnar. Þetta kostnaðarvanda- mál kemur til með að gera reglu- meisturum FIA erfitt því um leið og þeir banna eina tegund prófana koma liðin með aðrar lausnir sem eru jafnvel dýrari. Það verður því erfitt að takmarka kostnað í For- múlu 1. Einnig voru liðsskipanir bannaðar ásamt því sem dekkja- framleiðendur fá nú tækifæri til að sérsníða hjólbarða fyrir hvert lið fyrir sig. Einnig hefur belgiski kappaksturinn verið tekinn af móta- röð næsta árs þar sem keppnisliðin voru ekki sammála um að keppa þar án tóbaksauglýsinga. Margarundanþágur Þegar á heildina er litið virðist sem þessar reglubreytingar komi til með að verða Formúlu 1 til góðs og jákvætt að lengra skuli ekki hafa verið farið að þessu sinni. Þær hug- myndir sem bæði Bernie og Max komu með i október, voru allt of rótækar og þakkarvert að ekki kom til þyngdarrefsinga á stigahæstu mennina. Tlmatökur koma til með að verða spennandi, og gaman verð- ur að sjá hvemig breytilegt veður og rigning kemur niður á ökumönnum þegar þeir fá ekki lengur að velja tíma til að aka hringi sína. Það er mjög líklegt að FIA og dómarar þeirra þurfi að veita margar undan- þágur frá 107% reglunni á næsta ári. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.