Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 5
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 21 DV Sport „Jú, nefndin er að vinna fint starf og það er orðinn mikill metnaður hjá þess- um stelpum að gera betur. Þegar ég tók við ákváðum við að fá 12-15 leiki á ári hverju og á þessu ári eru komir 14 leikir,“ segir Stefán Arnarson, lands- liðsþjálfari kvenna í handbolta, sem hefur tek- ið stór skref í að koma kvennalandsliðinu í hand- bolta aftur á kortið. Þettag ekkiei þarna í Eyjum. En auðvitað bitnar það eitthvað á landsliðinu." Hvernig er unglingastarfiö hjá íslensku félögunum í dag? Það er mjög mismunandi. Það er gott sums staðar en slæmt á öðrum en ungar stelpur eru að koma upp og það er mjög jákvætt." Spilum hraðan bolta En hvað með landsliðið nú samanborið við síðustu ár - erum við á uppleið? Samanburður er alltaf erfiður í hverju sem hann er en mér er tjáð, bæði af þjálfara Svía og Slóvena að við höfum tekið framfórum og það vekur athygli þeirra hvað við spil- um hraðan bolta. Ég held að fáir hefðu trúað þvi að íslenska liðið spilaði hraðan bolta. En það hefur unnist mikið í þessu starfi undanfarið. T.a.m. hef- ur landslið Noregs, sem er eitt af þremur sterkustu liðuum í heimin- um í dag, sýnt áhuga á að keppa eft- ir að sænski þjálfarinn fór fögrum orðum um íslenska liðið við hann. Þetta eru Rússland og Noregur og síðan Danmörk, Júgóslavía og Frakkland sem er sterkustu þjóð- imar en síðan kemur þarna bÚ frá sæti 5-14. í þann pakka þurfum við að komast og það er það sem við stefnum á,“ segir Stefán Arnar- sonlandsliðsþjálfari. -vig tver Íslenska kvennaiandsliðið í hand- bolta stóð í ströngu um síðustu helgi þegar það keppti við landslið Slóvena í þrígang. Allir leikirnir töpuðust þó enda slóvenska liðið talið með þeim allra sterkustu í heiminum í dag. DV-Sport sló á þráðinn til Stefáns Amarsonar landsliðsþjálfara og spjallaði við hann um stöðu landsliðsins og það sem er fram undan hjá liðinu. Margt jákvætt Hvernig kom liðið út úr þessum landsleikjum gegn Slóvenum að þinu mati? „Þetta voru mjög mikilvægir leikir á móti gríðarlega sterku landsliði. Þjóðimar sem við höfum verið að keppa við undanfarið, Sló- venar ásamt Spáni, Svíþjóð og Hollandi, eru þjóðir sem em það næsta við bestu þjóðir heims í dag. Uppistaðan í þessu slóvenska liði er félagsliðið Grim sem varð Evrópu- meistari fyrir tveimur árum svo að þessar stelpur eru gríðarlega sam- hæfðar í sínum leik. Þetta eru allt atvinnumenn, þessar stelpur æfa tíu sinnum í viku og eru í fanta- formi," segir Stefán. „Fyrsti leikurinn var ekki nægi- lega góður af okkar hálfu en hinir tveir vom mjög góðir. í hálfleik í öllum þessum leikjum er Slóvenía þetta tveimur mörkum yfir en í fyrsta leiknum hmndi leikurinn hjá okkur þegar 20 mínútur eru eft- ir. I leik númer tvö vorum við inni í leiknum allt þar til fimm mínútur voru eftir og lokastöður í þeim leik gefa ekki rétta mynd af gangi hans. En við teljum okkur hafa lært mikið af þessum leikjum og margt jákvætt sást i þessari ferð.“ Stelpurnar á kortiö Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari íslands í handbolta, vinnur stíft að þvi að koma fslenska kvennalands- liöinu á kortiö í alþjóölegum hand- bolta. DV-mynd Hari Kom eitthvað þér á óvart i is- lenska liðinu? „Við erum komin með góða blöndu af yngri stelpum og þeim eldri og í þessum leikjum stóðu ungu stelpumar sig virkilega vel, sérstaklega í síðasta leiknum. En annars var þetta mjög jafnt á heild- ina litið.“ Nefndin að vinna fínt starf Það virðist vera meiri metnað- ur hjá kvennalandsliðsnefnd núna heldur en oft áður, ekki satt? „Jú, nefndin er að vinna fint starf og það er orðinn mikill metn- aður hjá þessum stelpum að gera betur. Þegar ég tók við ákváðum við að fá 12-15 leiki á ári hverju og á þessu ári eru komir 14 leikir. Núna á næsta ári ætlum við í undankeppnina fyrir Evrópukeppn- ina. Hingað til höfum við alltaf far- ið beint í Evrópukeppnina og ekki náð góðum árangri en nú ætlum við að ná í reynslu áður en haldið er í keppnina sjálfa. Starfsumhverfið er betra nú hjá landsliðinu en oft áður. Við erum að vinna markvisst eftir þriggja ára plani sem að hófst nú í ár og þetta fyrsta ár hefur gengið ósköp vel. Menn mega ekki gleyma því að kvennalandsliðið hefur hingaö til ekki verið að ná neinum árangri og þetta gerist ekkert einn, tveir og þrír.“ Hvað er fram undan hjá ís- lenska liðinu? „Það er verið að setjast niður núna og meta stöðuna. Við höfum farið þessa leið að spila alltaf við sterkari þjóðir og t.d. nú um daginn fengum við boð um að koma á mót í Finnlandi. Við hefðum að ég tel einfaldlega unnið það mót þannig að við fórum frekar til Slóveníu og spiluðum við sterkari andstæðinga. Það teljum við einfaldlega vera betri skóla fyrir okkur.“ Erum að bæta okkur Hvernig finnst þér Esso-deild kvenna hafafarið af stað i vetur? „Hún hefur ekki farið nægilega vel af staö. Það voru miklar breyt- ingar hjá öllum liðum fyrir þetta tímabil nema kannski hjá Víking, og það tekur að sjálfsögðu einhvern tíma fyrir liðin að aðlagast. Það sem við þurfum að fá í bolt- ann héma heima er miklu meiri hraði vegna þess að þegar landslið- ið er að spila er þetta allt annar hraöi. Ég get nefnt sem dæmi að ein af ungu stelpunum sem var aö fara í sína fyrstu ferð með landsliðinu núna um síðustu helgi sagði þessa leiki meira líkjast borðtennis. Þannig aö það er gríðarlegur mun- ur þar á. En ég held að það sé ekki spuming aö boltinn á eftir að verða betri.“ En hvað með alla þessa erlendu leikmenn i deildinni. Er það ekki slœmtfyrir landsliðið þegar far- ið er að byggja liðin upp á erlend- um leikmönnum? „Þeir verða eiginlega að gera þetta þama út i Vestmannaeyjum ef þeir ætla að vera með og mér finnst bara frábært starf hafa verið unnið Mörkin gegn Slóvenum Úrslit leikjanna Slóvenia-ísland .............31-17 Anna Blöndal 5. Slóvenía-lsland .............31-22 Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9. Slóvenía-Ísland .............29-24 Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7. íslensku markaskorararnir: Hanna Guðrún Stefánsdóttir .... 16 Hrafnhildur Skúladóttir .........9 Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir ... 8 Dagný Skúladóttir................6 Dröfn Sæmundsdóttir..............6 Anna Blöndal ....................5 Drífa Skúladóttir................4 Harpa Melsted ...................3 Inga Fríða Tryggvadóttir.........3 Kristín Guðmundsdóttir...........2 Ragnhildur Guömundsdóttir.......1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.