Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 16
32
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
x>v
Shaun Goater, Manchester City
Shaun Goater
Fæddur: 25. febrúar 1970
Heimaland: Bermúda
Hæö/þyngd: 185 cm/76 kg
Leikstaða: Framherji
Fyrri lið: Man. Utd, Rotherham,
Notts. Co., Bristoi City.
Deildarleikir/mörk: 194/100
Landsleikir/mörk: Engir
Hrós:
..Shaun var slæmur i hnénu fyrir leik-
inn og því var óvíst hvort hann yrði með
í leiknum. Hann sýndi hins vegar
hversu öflugur hann er ..." Kevin Keeg-
an, stjóri Man. City, um Goater.
Mörkin tvö sem Shaun Goater
gerði gegn Manchester United um
helgina færðu honum þrefalda gleði.
í fyrsta lagi tryggði hann
Manchester City fyrsta sigur liðsins
í grannaslag gegn Manchester
United í 13 ár.
í öðru lagi var seinna mark hans
það hundraðasta hjá honum fyrir
Manchester City í aðeins 194 leikj-
um.
í þriðja lagi kafsigldi hann
Manchester United en forráðamenn
þess höfnuðu Goater þegar hann var
19 ára á þeim forsendum að hann
væri ekki nógu góður.
Goater, sem er dýrkaður af stuðn-
ingsmönnum Manchester City, fór
löngu leiðina í það spila með þeim
bestu. Hann spilaði með Rotherham
og Bristol City í neðri deildunum
allt þar til hann var keyptur til
Manchester City árið 1997. Hann
kom sterkur inn á eina tímabilinu í
sögunni sem Manchester City hefur
dvalið i ensku 2. deildinni og skoraði
þá 21 mark. Hann skoraði 29 mörk
næsta tímabil á eftir í 1. deildinni en
náði sér ekki á strik vegna meiðsla í
ensku úrvalsdeildinni tímabilið
2000-2001. í fyrra fór hann hins veg-
ar á kostum með sókndjörfu liði
undir stjórn Kevins Keegans og
skoraði 32 mörk þegar Manchester
City rúllaði upp 1. deildinni. Hann
hefur haldið uppteknum hætti í ár
og skorað fjögur mörk í ellefu
leikjum. -ósk
Tveir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær:
Enn tapar West Ham
- er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki unnið leik á heimavelli í vetur
Kevin Phillips fagnar her
markí sínu gegn
Tottenham i gær en þetta
var fyrsta mark hans fyrir
Sunderland a timabilinu.
Reuters
Hörmulegt gengi West Ham á
heimavelli i ensku úrvalsdeildinni
hélt áfram í gær þegar Leeds kom í
heimsókn.
West Ham er eina liðið sem ekki
hefur enn unnið leik á heimavelli í
ensku úrvalsdeildinni og sýndi svo
sannarlega af hverju í fyrri hálf-
leiknum gegn Leeds.
Vömin hjá liðinu var hreinasti
hryllingur og leikmenn Leeds óðu
um allt án nokkurrar fyrirhafnar og
má segja að það eina sem leikmenn
West Ham áttu eftir þegar flautað
var til hálfleiks hafi verið að rúlla
út rauða dregilinn til að bjóða þá
velkomna.
Leikmenn Leeds skoruðu fjögur
mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæg-
lega getað skorað mun fleiri.
í seinni hálfleik hresstist þó lið
West Ham, drifnir áfram af stórleik
ítalans Paolos Di Canios sem hlýtur
að velta vöngum yfir því hvað hann
þurfi að gera til að verðskulda nýj-
an samning frá West Ham. Di Canio
var potturinn og pannan í sóknar-
leik West Ham en þrátt fyrir að lið-
inu tækist að hysja upp um sig
buxurnar og minnka muninn í eitt
mark undir lokin tókst því ekki að
jafna metin.
Terry Venebles, knattspymu-
stjóri Leeds, varpaði öndinni léttar
en Glenn Roeder, knattspymustjóri
West Ham, er enn í sama skítnum
og hann var í fyrir leikinn. West
Ham er komið í fallsæti á nýjan leik
eftir sigur Sunderland á Tottenham
og fátt sem bendir til þess að liðið
muni rífa sig þaðan á næstunni.
Betri sókn
Það væri synd að segja að leik-
menn Sunderland hefðu verið á
skotskónum það sem af er tímabili í
ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn
gegn Tottenham í gær hafði liðið
skorað sex mörk í tólf leikjum en
mörkin tvö gegn Tottenham hljóta
að efla sjálfstraustið hjá leikmönn-
um liðsins.
Sóknarmennimir Kevin Phiilips
og Tore Andre Flo skoruðu mörk
Okkar menn
Lárus Orri Sigurósson spilaði allan
leikinn þegar West Bromwich Albion
geröi jafhtefli gegn Bolton 1 ensku úr-
valsdeildinni á laugardaginn.
Guöni Bergsson var ekki 1 leikmanna-
hópi Bolton í sama leik en hann á við
meiðsli að stríða.
Eióur Smári Guójohnsen var í byrjun-
arliði Chelsea gegn Birmingham í ensku
úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann
skoraði tvö mörk í leiknum og var skipt
út af á 71. mínútu.
Hermann Hreiöarsson spilaöi allan
liðsins og þurfa stuðningsmenn liðs-
ins ekki að örvænta ef þeir tveir eru
að vakna til lifsins.
leikinn fyrir Ipswich sem gerði marka-
laust jafntefli við Sheffield United á úti-
velli í ensku 1. deildinni.
Brynjar Gunnarsson og Bjarni Guó-
jónsson voru báðir í byrjunarliöi Stoke
sem tapaöi fyrir Grimsby í ensku 1.
deildinni. Bjarna var skipt út af á 81.
mínútu. Pétur Marteinsson var ekki í
leikmannahópi Stoke í leiknum.
Heiðar Helguson spilaöi allan leikinn
fyrir Watford í tapleik gegn Rotherham
i ensku 1. deildinni á laugardaginn.
Helgi Valur Danielsson spilaði allan
leikinn hjá Peterborough sem bar sigur-
orð af Chesterfield í ensku 2. deildinni.
Arnar Gunnlaugsson var ekki í leik-
mannahópi Dundee United sem tapaði
Sunderland komst með sigrinum
úr fallsæti en þetta var jafnframt
fyrsti sigurleikur liðsins undir
fýrir Celtic í skosku úrvalsdeildinni í
gær.
Jóhannes Karl Guöjónsson kom inn á
sem varamaður á 89. mínútu þegar Real
Betis gerði jafntefli gegn Valencia í
spænsku 1. deildinni.
Þóröur Guójónsson lék fyrri hálfleik-
inn í tapleik Bochum gegn Stuttgart í
þýsku 1. deildinni á laugardaginn.
Eyjólfur Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Herthu Berlin í þýsku 1.
deildinni í gær.
Arnar Þór Viöarsson og Arnar Grét-
arsson spilaðu báðir allan leikinn fyrir
Lokeren sem vann stórsigur á Charleroi
í belgísku 1. deildinni á laugardaginn.
Amar Grétarsson skoraði þriðja mark
stjóm Howards Wilkinsons í
ensku úrvalsdeildinni. -ósk
Lokeren í leiknum. Rúnar Kristinsson
var ekki í leikmannahópi Lokeren í
leiknum en hann á við meiösl að stríða.
Jóhannes Haröarson sat allan tímann
á varamannabekk Groningen sem gerði
jafntefli við NACBreda í hollensku 1.
deildinni í laugardaginn.
Sigmundur Kristjánsson og Viktor B.
Arnarson vom ekki í leikmannahópi
Utrecht sem vann Waalwijk í hollensku
1. deildinni.
Helgi Kolviösson kom ekki við sögu hjá
Kárnten sem vann Bregenz, 3-0, í aust-
urrísku 1. deUdinni á laugardaginn.
Stefán Gislason kom heldur ekki við
sögu hjá GAK sem bar sigurorð af Ried,
2-0, í austurrísku 1. deUdinni. -ósk
Sport
Hetjan
Varnarmaðurinn Gareth
Southgate sá tU þess að Liver-
pool tapaði fyrsta leik sínum i
ensku úrvalsdeildinni á þessu
tímabili. Hann þakkaði pent fyrir
gjöf pólska markvarðarins Jerzys
Dudeks og skoraði í autt markiö
sigurmark Middlesbrough gegn
Liverpool. Southgate hefur verið
einn af bestu varnarmönnum
ensku úrvalsdeildarinnar undan-
farin ár, margreyndur landsliðs-
maður en hann hefur ekki verið
þekktur fyrir að skora mörk.
Markið um helgina var þó annað
mark hans á skömmum tíma,
mikilvægt mark sem festir
Middlesbrough í sessi í efri hluta
ensku úrvalsdeildarinnar. -ósk
... skúrkurinn
Glenn Roeder, knattspyrnu-
stjóri West Ham, á ekki sjö dag-
ana sæla nú um stundir. Liðið
tapaði enn einum heimaleiknum
um helgina og vandamál West
Ham í vöminni komu berlega í
ljós í fyrri hálfleiknum gegn Leeds
þegar liðið fékk fjögur mörk á sig
og var heppið á fá ekki helmingi
fleiri. Roeder hefur ekki tekist að
koma lagi á varnarleikinn það
sem af er vetri og fátt sem bendir
til þess aö hann geri það úr þessu.
Besta verk hans væri sennilega að
hætta með liðið og hleypa ein-
hverjum öðrum að sem hefur
meira fram að færa. -ósk
Laugardagur 16. nóvember
Arsenal-Tottenham
Chelsea-Middlesbrough
Manchester City-Charlton
Newcastle-Southampton
West Brom-Aston Villa
Sunnudagur 17. nóvember
Liverpool-Sunderland
Birmingham-Fulham
Blackbum-Everton
Leeds-Bolton
West Ham-Manchester United
Fimmtudagur 21. nóvember
Aston Villa-Southampton
Laugardagur 9. nóvember
Man. Utd-Newcastle
Aston Villa-West Ham
Bolton-Chelsea
Everton-West Brom
Fulham-Liverpool
Middlesbrough-Man. City
Southampton-Arsenal
Sunderland-Birmingham