Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Sport Hausfmót IR í frjálsum íþróttum um helgina: Stelpnamet í hástökki féll í Laugardalshöll: Dagrún áflugi - bætti 26 ára gamalt met Dagrún Inga Þorsteinsdóttir, hástökksstúlka úr Ármanni, sýnir hér hversu hátt, 1,66 metra, hún stökk þegar hún setti stelpnametiö á Haustmóti ÍR um helgina. DV-mynd Siguröur Jökull Nýtt nafn skráö á Davis Cup-bikarinn í tennis: Fýrsti sigur Rússa . - eftir gríðarlega spennandi úrslitaleik viö Frakka Dagrún Inga Þorsteinsdóttir, 14 ára hástökkvari úr Ármanni, gerði sér lítið fyrir á Haustmóti ÍR í Laug- ardalshöllinni um helgina og bætti 26 ára gamalt stelpnamet írisar Jónsdóttur, í flokki 13-14 ára innanhúss, um þrjá sentímetra. Dagrún Inga stökk 1,66 metra en gamla metið var 1,63 metrar. Dagný reyndi síðan við 1,68 metra en tókst ekki að komast yfír þá hæð. Dagrún hefur hæst farið yfir 1,64' metra utanhúss þannig að það verður gaman að fylgjast með þessari bráðefnilegu hástökksstúlku á næsta sumri. Mjög sigursæl Dagrún Inga var mjög sigursæl á árinu sem er að líða og varð Reykja- víkur-, íslands- og bikarmeistari í hástökki i sínum aldursflokki auk þess sem hún hafnaði i í öðru sæti á Bikarmóti FRÍ, á eftir Völu Flosa- dóttur. Dagrún tók ennfremur þátt fyrir hönd Reykjavikur í alþjóðlegu borg- arleikunum á þessu ári og hafnaði þar í 3. sæti og er eini íslendingur- inn sem hefur komist á verðlauna- pall á þessum leikum. DV-Sport ræddi við þessa knáu hástökksstúlku og komst meðal ann- ars að því að hún spilar á þverflautu í Lúðrasveit Austurbæjar þegar hún er ekki að æfa sig í hástökki. Æft í fjögur ár Hvað ertu búin að œfa frjálsar íþróttir lengi? „Ég byrjaði þegar ég var tíu ára þannig ég hef æft þær í fjögur ár. Ég hef alltaf verið í Ármanni og það er mjög skemmtilegt að æfa þar. Við æfum fjórum sinnum í viku þannig að það fer svolítill tími í þetta. Það er hins vegar bara svo skemmtilegt að ég sé ekki eftir neinu," sagði Dag- rún. Vel skipulögö Hyað gerir þú ífristundum? „Ég er að læra á þverflautu og spila í Lúðrasveit Austurbæjar. Það er oft svolítið mikið að gera en með því að skipuleggja mig vel þá get ég sinnt þessu hvorutveggja og haft líka tíma til að læra og gera ýmislegt annað sem er skemmti- legt." Hvernig er framhaldiö hjá þér? „Það eru einhver jólamót á næstunni en annars bara æflngar þar til utanhússmótin byrja. Ég ætla að reyna að halda áfram að bæta mig en hef ekki sett mér nein markmið," sagði Dagrún Inga í samtali við DV-Sport í gær. -ósk Rússar tryggðu sér á sunnudaginn sigur í Davis Cup-bikarnum í tennis í fyrsta sinn í sögunni eftir að hafa lagt Frakka að velli, 3-2. Rússar voru undir, 2-1, og urðu sjötta liðið í sög- unni sem tekst að vinna eftir að hafa verið undir. Þegar staðan var 2-1 fyrir Frakka voru tveir einliðaleikir eftir. Rússinn Marat Safin lagði Frakkann Sebasti- an Grosjean og jafnaði metin, 2-2, og því var ljóst að leikur þeirra Yevgeny Kafelnikov og Paul-Henri Mathieu yrði úrslitleikur einvígisins. Herbragöiö heppnaöist Rússar gerðu breytingu fyrir síð- asta leikinn því að Kaflelnikov ákvað að spila ekki en láta þess í stað hinn tvítuga Mikhail Youzhny spila gegn Mathieu. Það hernaðarbragð heppn- aðist því að Youzhny kom, sá og sigr- aði. Hann lagði Mathieu, 3-2, eftir að hafa verið tveimur settum undir á timabili og tryggði Rússum glæsileg- an sigur. Það kom nokkuð á óvart að Kafelnikov skyldi ekki spila síðasta leikinn en hann hefur verið fremsti tenniskappi Rússa um árabil. Honum gekk þó ekki vel í sínum leikjum og sagði við fjölmiðla eftir að úrslit voru orðin Ijós að hann hefði kastaö eig- ingirninni til Síberíu og hugsað um liðsheildina í staðinn. Erfiö ákvörðun „Ég var viss um að Mikhail (Youzhny) myndi spila betur en ég. Þess vegna lagði ég til þessa breyt- ingu. Ég veit ekki hvort ég hefði þöl- að pressuna sem var á honum í síð- asta leiknum en það er ljóst að við höfum eignast nýja stjörnu. Auðvitað var erfitt að gefa frá sér síðasta leik- inn en ég gerði það fyrir liöið og ég er stoltur af því að hafa sent eig- ingirnina til Síberíu," sagði Kafelnikov sem hafði gefið það út fyrir úrslitaleikinn gegn Frökkum að hann myndi hætta ef Rússar ynnu. Hann var.þó ekki tilbúinn aö gefa strax út yfirlýsingu heldur sagðist ætla að leggjast undir feld og íhuga málið. Efaðist aldrei Hetja Rússa, Mikhail Youzhny, sagðist aldrei hafa efast um sigur jafnvel þótt hann hefði verið tveimur settum undir á timabili. „Ég var í finu formi og það skipti engu þó ég væri tveimur settum und- ir. Ég efaðist aldrei og vissi að ég þyrfti bara að halda áfram að spila eins vel og ég gerði," sagði Youzn- hny. Paul-Henri Mathieu, sem tapaði fyrir Youzhny í síöasta leiknum, var að vonum vonsvikinn. „Það er erfitt að taka tapi eins og þessu en svona leikir reyna mikið á menn og það má lítið út af bregða. ég er sársvekktur en ég mun jafna mig á þessu tapi. Við komum til baka á næsta ári og vinnum þetta þá," sagði Mathieu eftir leikinn. -ósk Rússneska liöiö fagnar hér slgrinum ásamt Boris Jeltsín, fyrrum forseta Rússlands, sem er vfst mikill tennisáhugama&ur. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.