Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 21
4 ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 21 :ov Tilvera l l Afmælisbarnið Brendan Fraser 34 ára Brendan Fraser er af- mælisbarn dagsins. Mestri frægð hefur hann náð í Mummy- myndunum tveimur. Inn á milli stórmynd- anna hefur hann leikið metnaðarfull hlutverk, meðal annars í Gods and Monsters og The Quiet American. Fraser er fæddur í Indiana- polis og ferðaðist um víða veröld á æskuárunum með föður sínum sem vann við ferðaþjónustu. Hann smitað- ist af leiklistarbakteríunni i London og gekk síöan í leiklistarskóla í Seattle áður en hann fór að vinna fyr- ir sér með leiklistinni. Glldlr fyrlr miövikudaginn 4. desember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: 1'• Jh Hætta er á að fólk sé f~# of upptekið af sínum g*^Jl eigin málum til að »^""- samskiptin gangi vel. Astarmálin ganga þó vel þessa dagana. Fiskarnir (19, febr.-20. marsl: j Þú færð margar góðar Ífréttir í dag. Félagslif- \ ið er með besta móti J en þú þarft að taka þig á i náini eöa starfi. Hrúturlnn (21. mars-19. aoríl): ^^Dagurinn verður frem- ^^fc<*ur rólegur og vanda- \J^M málin virðast leysast H| af sjálfu sér. Kvöldið verður ánægjulegt í faðmi fjöl- skyldunnar. Nautlð (20. apríl-20. maí): / Það gengur ekki allt J^^^ upp sem þú tekur þér flf^ fyrir hendur í dag. ^g/ Taktu gagnrýni ekki nærri þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 23. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníl: Þú skalt nýta þér þau 'tækifæri sem gefast eins vel og þú getur. Dagurinn gæti orðið nokkuð erfiður en þú færð styrk frá góðum vini. Krabblnn (22. iúní-22. iúin: | Þú uppskerð eins og , þú sáir og ættir þvi að leggja hart að þér í | dag. Taktu þér þó frí í kvöld og gerðu eitthvað skemmti- legt. UÓnlð (23. iúlí- 22. agústl: . íinyndunarafl þitt er 1 frjótt í dag og þú ættir að nýta þér það sem best. Þú þarft að treysta á sjálfan þig þvi samvinna gengur ekki sem best. Mevlan (23. áeúst-22. sept.): ./V/y Þú ert eirðarlaus og "^^^V þarft á upplyftingu að A^V^l»halda. Gerðu þér daga- * f mun ef þú hefur tök á því. Happatölur þínar eru 8,13 og 24. n (23. sent.-23. okt.l: Þú ert ekki hrifinn af því að fólk sé að skipta sér of niikio af þér. Þú ert dálítiö spenntur og þarft að reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér. SnorOdreklnn (24. okt.-2i. nov.i: jÞú getur lært margt af löðrum og ættir að líta - til annarra varðandi _jtómstundir. Þú verður virkur í félagslífinu á næstunni. Bogmadurlnn (22. nðv.-21. des.l: |Til að forðast misskilning fí dag verða upplýsingar [ að vera nákvæmar og þú Jverður að gæta þess að vera stundvís. Annars er hætta á að mikil togstreita skapist á milli fólks. StelngeKln (22. des.-19. ian.l: Seinni hluti vikuimar verður hagstæðari fyr- ir þig og dagurin H verður fremur við- buíðalíti 11. Farðu varlega varð- andi öll útgjöld. iólagjöfin Það getur borgaö sig aö svara spurningu dagsins! Björn afhendir Hjördísi Öldu kortiö. DV-MYND E.ÖL Óskaði sér líkamræktarkorts í spurningu dagsins í DV: Sjálfsagt að gefa jólagjafir — segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class „Mig langar í líkamsræktarkort í World Class," var svar Hjördísar Öldu Hreiðarsdóttur við spurningu dagsins sem birtist í DV 21. nóvem- ber sem var: Hvað langár þig í jóla- gjöf? Þetta las meðal annars Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class á íslandi, og gjafmildin bloss- aði upp í honum. Hann kallaði Hjör- disi Öldu á sinn fund og afhenti henni hvorki meira né minna en árskort í líkamsrækt, þannig að hún datt svo sannarlega í lukkupott- inn. Hjördís Alda er nemi i Mennta- skólanum við Sund og kveðst hafa verið ein af fáum úti á gangi skól- ans þegar útsendari DV vatt sér að henni með spurninguna. „Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug aö óska mér. Ég æfði í World Class í Grafarvogi í sumar og fannst það rosalega gaman en eftir að skólinn byrjaði hef ég ekki haft efhi á því," segir hún. Aðspurð segir hún ekki nóg að sprikla í íþróttasal MS í leik- fimitímunum. „Ekki til að halda sé í formi," segir hún brosandi og bæt- ir við. „Aðstaðan er líka svo frábær í World Class." Björn Leifsson segir svipað tilvik hafa komið upp fyrir fjórum árum. Þá hafi einn þátttakenda í spurn- ingu dagsins óskað sér hins sama og hann sent þeirri stúlku þriggja mánaða kort í pósti. „Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en þessi ósk kom upp núna að sú stúlka er farin að starfa hjá fyr- irtækinu og hefur æft hér frá því ég sendi henni kortið," segir hann og kveðst strax hafa verið ákveðinn í að gleðja Hjördisi Öldu þegar hann sá svar hennar í DV. „Ég tók blaðið umsvifalaust til hliðar. Það er sjálfsagt að gefa jóla- gjafir," segir hann. -Gun. Tónleikar í Iðnó: Jörð bif ast og Mr. Kid í kvöld verða tónleikar í Iðnó þar sem koma fram tvær hljómsveitir, Jörð bifast og Call him Mr. Kid. Jörð bifast er skipuð þeim Agli Jó- hannessyni gítarleikara, Sigurði Hrelli hljóðsmið og slagverksleikar- anum Steve Hubback sem leikur á slagverksskúlptúra sem hann sjálf- ur smíðar. Tónlist tríósins er að þeirra sögn lífræn og umhverfis- væn. Call him Mr. Kid er hugarfóst- ur hins þekkta gítarleikara Kristins H. Árnasonar. Á tónleikunum flytur hann ásamt aðstoðarfólki nýtt efni af geisladiski sem kemur út á veg- um Thule-útgáfufyrirtækisins í þessari viku. Jörö bKast Sigurður Hrellir, Egill Jóhannsson og Steve Hubback. Jordan tekur upp illdeiluþráðinn Silíkon-gellan Jordan hefur aft- ur tekið upp þráðinn í illdeil- unum sínum við fyrrum krydd- píuna Victoríu Beckham og gagnrýnir hana nú fyrir að hafa ekki fætt börnin sin með eðlilegum hætti heldur látið taka báða drengina, þá Brooklyn og Romeo, með keisaraskurði. Sjálf átti Jordan sitt barn, soninn Harvey, með eðlilegum hætti og segir að Victoria ætti að skammast sín fyrir að þora ekki að gera slíkt hið sama. „Það sæmir ekki sannri konu að þora ekki og það er alveg kominn tími til að Victoria geri eitthvað með eðlilegum hætti svona til tilbreyt- ingar," sagði Jordan. Þetta þykir koma úr hörðustu átt úr munni silíkon-gellunnar og er nú beðið með miklum spenningi eftir viðbrögðum fyrrum kryddpíunnar. Pete Sampras orðinn pabbi Hollywood-leikkonan Bridgette Wilson fæddi i síðustu viku eigin- manni sínum, tennisstjörnunni Pete Sampras, son og er hann fyrsta barn þeirra hjóna. Móður og barni heilsast vel að sögn talsmanns þeirra hjóna og hefur drengurinn þegar verið vatni ausmn og heitir Christian Charles Sampras. Þau Pete og Bridgette kynntust fyrst í kvikmyndahúsi í Los Angelses fyrir þremur árum, en þau gengu í það heilaga fyrir tveimur árum. Var athöfnin haldin með mjög innilegum hætti í bakgarði tennis- stjörnunnar og kom hann brúðinni á óvart með því að fá vin sinn Elton John til þess að flytja hjartnæmt píanóverk sem tók heila klukkustund í flutningi en Elton lauk uppákomunni með því að flytja brúðhjónunum ástaróðinn Can You Feel the Love Tonight. Frá afhendlngu gjafarinnar Setbergsfélagar á myndinni eru Steinþór Eyþórsson, Sigurður Axelsson, Matthías G. Pétursson, Guðjón Smári og Hallmann Óskarsson. Heimilisfólkið heitir Guðmundur Ottó Þorsteinsson, Gunnar Örn Erlingsson og Dagbjört Þór- leifsdóttir ásamt Þórhildi Svanbergsdóttur forstöðuþroskaþjálfa. Kiwanisklúbburinn Setberg: Færðu sambýli tölvubúnað Það var bros og eftirvænting sem skein úr andlitum heimilisfólksins í sambýlinu að Markarfiöt 1 í Garðabæ þegar félaga úr Kiwanisklúbbnum Setbergi bar að garði nýverið. Erindi Setbergsfélaga var að afhenda form- lega tölvu, prentara, pappir og aðra fylgihluti til sambýlisins - en tölva heimilismanna var orðin lúin og södd lífdaga. Þórhildur Svanbergsdóttir, for- stöðuþroskaþjálfari sambýlisins, hafði sett sig í samband við Kiwanisklúbb- inn Setberg og óskað eftir styrk til tölvukaupanna. Setbergsfélagar gengu þegar í málið og við frágang tölvu- kaupanna var leitað aðstoðar hjá fyrirtækjunum Nýherja og Prent- smiðjunni Odda sem bæði studdu myndarlega við verkefnið. Alls búa fimm manns í sambýlinu að Markarflöt og buðu heimilismenn Kiwanismönnum að skoða húsið þeg- ar gjöfin hafði verið afhent. -aþ Verð f rá 68.500- m. grind Queen 153 x 203 Skipholti 35 •• Sími 588 1955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.