Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 E>V Fréttir Varasjoður husnæöis- mála fer til Sauðárkróks Ákveðið hefur verið að Varasjóður húsnæðismála verði á Sauðárkróki og hefur hann þegar tekið til starfa þar. Sjóðurinn var áður í félagsmálaráðu- neytinu. Flutningurinn þýðir eitt og hálft starf á Króknum. Varasjóðurinn var stofnaður þann 1. ágúst sl. með breytingu á lögum um húsnæðismál. Honum er ætlað að veita framlög til sveitarfélaga og félaga á þeirra vegum vegna félagslegra íbúða. Jafnframt tók sjóöurinn við öllum réttindum og skyldum varasjóðs viðbótarlána sem lagður var niður frá sama tíma. Sjóður- inn verður til húsa að Ártorgi 1 sem er sama húsnæði og íbúðalánasjóður er í á Sauðárkróki. Forstöðumaður hefur verið ráðinn Sigurður Ámason. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá fyrir- tækinu Elementi ehf. á Sauðárkróki. Sigurður sagði í samtali við frétta- mann að helstu hlutverk varasjóðsins séu eftirfarandi: Að veita rekstrarfram- lög til sveitarfélaga vegna hallarekst- urs félagslegra leigulbúða eða íbúða sem staðið hafa auðar í lengri tíma. Að veita framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eigna- og leiguíbúða á almennum markaði. Að hafa;umsýslu með tryggingasjóði vegna bygging- argalla. Að gera tillögur til íbúðalána- sjóðs um að afskrifa að hluta eða öllu leyti útistandandi veðkröfur íbúðalána- sjóðs á ákveðnum félagslegum leiguí- búðum sveitarfélaga í þeim tilvikum DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON. Varasjóösmenn Forstöðumaður varasjóðsins, Sigurður Árnason, fyrir miðju á myndinni, en með honum eru þeirPáll Pétursson félagsmálaráðherra og Árni Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður Páls í ráðuneytinu, en þeir voru keppinautar í baráttu um sæti á lista Framsóknarflokksins á dögunum. þar sem leiguíbúðir sem standa að veði fyrir viðkomandi kröfum verða ekki leigðar út vegna slæms ástands þeirra. Að veita ráðgjöf og leiðbeiningar þeim sveitarfélögum sem breyta um rekstr- arform félagslegra leiguíbúða eða hag- ræða í rekstri þeirra og að sjá um upp- lýsingavinnslu og úttekt á árangri af verkefnum sjóðsins. Helstu tekjustofnar varasjóðsins eru 60 milljóna króna framlag á ári úr rík- issjóði í fimm ár, frá Tryggingasjóði byggingagalla kemur sama upphæð á ári í jafnmörg ár og frá sveitarfélögun- um koma 20 milljónir á ári í fimm ár. ÖÞ DV-MYND JÚUÍA IMSLAND Dugnaöarstrákar og sjálfstæðir ruslaverktakar Þessir dugnaðarstrákar heita Gunnar Örn og Guðmundur Einar og eiga heima á Höfn í Homafirði. Þeir eru að fara með ónýtar umbúðir og rusl frá Smur og Dekk út ígámastöð þar sem tekið er á móti því sem henda þarf. Þar sem þeir vilja vera sjálfstæðir í sinni vinnu fengu þeir lánaða kerru og handaflið er notað til að koma ruslinu á áfangastað en það er dágóður spölur. Það vefst væntanlega ekki fyrir þessum dugnaðardrengjum að koma undir sig fótunum. Kraftmiklir bændur í Staðarsveit: Hátæknifjós reist í Staðarsveit Um helgina buðu bændurnir á Öl- keldu í Staðarsveit á Snæfellsnesi til opnunarhófs á nýju fjósi sem lokið var við að byggja fyrir skömmu. Það voru þeir bræður Jón Svavar og Kristján Þórðarsynir ásamt eiginkon- um sínum, þeim Astrid Gundersen og Bryndísi Jónasdóttur, sem að því stóðu en þau hjón reka búið saman. Mættir voru sveitungar þeirra hjóna ásamt vinum og kunningjum i Snæ- fellsbæ og víðar. Fjöldi fólks var viðstaddur opnun- ina sem hófst á því að Kristján Þórö- arson bóndi lýsti framkvæmdum við fjósið. Nýja fjósið er teiknað hjá Bygg- ingarþjónustu landbúnaðarins og er svokallað lausagöngufjós og kýrnar fóðra sig þar að mestu leyti sjálfar. Vinnan við byggingima var mest unn- in af aðilum i sveitinni en miklir hag- leiksmenn eru í Staðarsveitinni. Þeir bændur breyttu einnig gamla fjósinu og nú eru þeir með alls 680 fermetra og eru legubásar alls fyrir 71 kú. Fjósið er hátæknivætt m.a. með tölvustýrðum kjarnfóðurbásum og sjálffæranlegum gjafagrindum sem spara mikla vinnu hjá þeim bændum á Ölkeldu. Þá er i fjósinu sjálfvirk flórskafa sem ekki virtist raska ró kúnna hið minnsta meðan hún gekk. í fjósinu eru sérstakar kálfa- og burð- arstíur og einmitt er blaðamaður DV DV-MYND PÉTUR S. JÖHANNSSON Stórhuga Bændurnir á Ölkeldu, þau Kristján ogJón Svavar Þórðarsynir og eiginkonurnar, þær Astrid Gundersen og Bryndís Jónasdóttir. Þarna er byggt upp af stórhug. var á staðnum bar kvígan Ólína kálfi til óblandinnar ánægju þeim sem á horfðu. Nú em í fjósinu 57 hausar og þar af 35 mjólkandi kýr og framleiðsl- an á dag er 900 lítrar. Næsta vor verða 57 mjólkandi kýr hjá þeim bændum ef allt gengur eftir og að sögn Kristjáns bónda mun þá vanta kvóta. í dag eru þeir með 190 þúsund lítra kvóta og stefnt er að því að auka hann í 300 þús. lítra. Það var sannarlega forvitni- legt fyrir ekki-bændur að sjá þessa miklu tækni sem þeir bændur á Öl- keldu hafa tileinkað sér. Ekki er að sjá annað en að framtiðin sé björt hjá þeim og er þetta framtak þeirra til mikillar fyrirmyndar fyrir búskapinn í Snæfellsbæ og víðar. -PSJ TILBOÐ 49.995 Verð áður kr. 59.995 Daewoo DTE29 Einfaltengott29" SJÓNVARP með flötum myndlampa, stereó hljóðkerfi, textavarpi og tveimur Scart tengjum. PHiuPs Zsaii HD5405 KAFFIVÉLIN sem sýður vatnið. Vönduð vél á frábæru verði. TILBOÐ 9.995 Verðáðurkr. 12.995 TILBOÐ 14.995 Verðáðurkr. 16.995 otrúlegt *«satt FMC282 Vel hönnuð HUÓM- TÆKJASAMSTÆÐA með útvarpi, geisla- spilara hátölurum og fjarstýringu. ,BROTAp °RVALtNU /\*n'í\f>CÍt- Whirlpool ART294 ^JVUICVJVL ! 80/140 lítra ÍSSKÁPUR. o<\Q£ITT Hæð 139<breidd 55> dýpt 60. ¦** OrkunýtingA. TILBOÐ 44.995 Whirlpool Verð áður kr. 54.995 Heimilistæki oac i uimi o • oiivii ooa I ouu UMBOOSMENH UM ALLT LANO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.