Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 9 DV Fréttir Varasjóður húsnæðis- mála fer til Sauðárkróks DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON. Varasjóösmenn Forstöðumaöur varasjóðsins, Sigurður Árnason, fyrir miðju á myndinni, en meö honum eru þeir fáll Pétursson félagsmálaráðherra og Árni Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður Páls í ráðuneytinu, en þeir voru keppinautar í baráttu um sæti á lista Framsóknarflokksins á dögunum. Ákveðið hefur verið að Varasjóður húsnæðismála verði á Sauðárkróki og hefur hann þegar tekið til starfa þar. Sjóðurinn var áður í félagsmálaráðu- neytinu. Flutningurinn þýðir eitt og hálft starf á Króknum. Varasjóðurinn var stofnaður þann 1. ágúst sl. með breytingu á lögum um húsnæðismál. Honum er ætlað að veita framlög til sveitarfélaga og félaga á þeirra vegum vegna félagslegra íbúða. Jafiiífamt tók sjóðurinn við öllum réttindum og skyldum varasjóðs viðbótarlána sem lagður var niður ffá sama tíma. Sjóður- inn verður til húsa að Ártorgi 1 sem er sama húsnæði og íbúðalánasjóður er í á Sauðárkróki. Forstöðumaður hefur verið ráðinn Sigurður Ámason. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá fyrir- tækinu Elementi ehf. á Sauðárkróki. Sigurður sagði í samtali við ffétta- mann að helstu hlutverk varasjóðsins séu eftirfarandi: Að veita rekstrarffam- lög til sveitarfélaga vegna hallarekst- urs félagslegra leiguíbúða eða íbúða sem staðið hafa auðar í lengri tíma. Að veita ffamlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eigna- og leiguíbúða á almennum markaði. Að hafa umsýslu með tryggingasjóði vegna bygging- argalla. Að gera tillögur til íbúðalána- sjóðs um að afskrifa að hluta eða öllu leyti útistandandi veðkröfúr íbúðalána- sjóðs á ákveðnum félagslegum leiguí- búðum sveitarfélaga í þeim tilvikum þar sem leiguíbúðir sem standa að veði fyrir viðkomandi kröfum veröa ekki leigðar út vegna slæms ástands þeirra. Að veita ráðgjöf og leiðbeiningar þeim sveitarfélögum sem breyta um rekstr- arform félagslegra leiguíbúða eða hag- ræða í rekstri þeirra og að sjá um upp- lýsingavinnslu og úttekt á árangri af verkefnum sjóðsins. Helstu tekjustofhar varasjóðsins eru 60 milljóna lrnóna ffamlag á ári úr rík- issjóði í fimm ár, frá Tryggingasjóði byggingagalla kemur sama upphæð á ári í jafnmörg ár og frá sveitarfélögun- um koma 20 milljónir á ári í fimm ár. -ÖÞ 8iS|S DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Dugnaðarstrákar og sjálfstæðir ruslaverktakar Þessir dugnaðarstrákar heita Gunnar Örn og Guðmundur Einar og eiga heima á Höfn í Hornafirði. Þeir eru að fara með ónýtar umbúðir og rusl frá Smur og Dekk út í gámastöð þar sem tekið er á móti því sem henda þarf. Þar sem þeir vilja vera sjálfstæðir í sinni vinnu fengu þeir lánaða kerru og handaflið er notað til að koma ruslinu á áfangastað en það er dágðður spölur. Það vefst væntanlega ekki fyrir þessum dugnaðardrengjum að koma undir sig fótunum. Kraftmiklir bændur í Staðarsveit: Hátæknifjós reist í Staðarsveit DV-MYND PÉTUR S. JÖHANNSSON Stórhuga Bændurnir á Ölkeldu, þau Kristján ogJón Svavar Þóröarsynir og eiginkonurnar, þærAstrid Gundersen og Bryndís Jónasdóttir. Þarna er byggt upp afstórhug. Um helgina buðu bændurnir á Öl- keldu í Staðarsveit á Snæfellsnesi til opnunarhófs á nýju fjósi sem lokið var við að byggja fyrir skömmu. Það voru þeir bræður Jón Svavar og Kristján Þórðarsynir ásamt eiginkon- um sinum, þeim Astrid Gundersen og Bryndísi Jónasdóttur, sem að því stóðu en þau hjón reka búið saman. Mættir voru sveitungar þeirra hjóna ásamt vinum og kunningjum í Snæ- fellsbæ og víðar. Fjöldi fólks var viðstaddur opnun- ina sem hófst á því að Kristján Þórð- arson bóndi lýsti ffamkvæmdum við fjósið. Nýja fjósið er teiknað hjá Bygg- ingarþjónustu landbúnaðarins og er svokallað lausagöngufiós og kýmar fóðra sig þar að mestu leyti sjálfar. Vinnan við bygginguna var mest unn- in af aðilum í sveitinni en miklir hag- leiksmenn eru í Staðarsveitinni. Þeir bændur breyttu einnig gamla fiósinu og nú eru þeir með alls 680 fermetra og eru legubásar alls fyrir 71 kú. Fjósið er hátæknivætt m.a. með tölvustýrðum kjarnfóðurbásum og sjálffæranlegum gjafagrindum sem spara mikla vinnu hjá þeim bændum á Ölkeldu. Þá er í fiósinu sjálfvirk flórskafa sem ekki virtist raska ró kúnna hið minnsta meðan hún gekk. í fiósinu eru sérstakar kálfa- og burð- arstíur og einmitt er blaðamaður DV var á staðnum bar kvígan Ólína kálfi til óblandinnar ánægju þeim sem á horfðu. Nú eru í fiósinu 57 hausar og þar af 35 mjólkandi kýr og ffamleiðsl- an á dag er 900 lítrar. Næsta vor verða 57 mjólkandi kýr hjá þeim bændum ef allt gengur eftir og að sögn Kristjáns bónda mun þá vanta kvóta. í dag eru þeir með 190 þúsund lítra kvóta og stefnt er að því að auka hann í 300 þús. lítra. Það var sannarlega forvitni- legt fyrir ekki-bændur að sjá þessa miklu tækni sem þeir bændur á Öl- keldu hafa tileinkað sér. Ekki er að sjá annað en að framtíðin sé björt hjá þeim og er þetta framtak þeirra til mikillar fyrirmyndar fyrir búskapinn í Snæfellsbæ og víðar. -PSJ a^s Ótrúlegj 2««». ■ OT af '■ Hæð 139, breidd 55'dýpt 60' Urvalinu Verð áður kr. 54.995 TILBOÐ Orkunýting A. Whirlpool Heimilistæki UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.