Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 4
ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Fréttir jy-%r Eigendur „brunahússins" fengu greiddar háar bætur á sínum tíma: Grunur um svik- samlega háttsemi - lögmaður leitar réttar núverandi eigenda Grunur leikur á að um sviksamlega háttsemi hafi verið að ræða við endur- bætur og sölu á húsi í Reykjavík sem varð illa úti í eldi árið i—........... 1983. Þáverandi eigendur hússins fengu allháa upp- hæð í bætur frá Húsa- tryggingum Reykjavíkur eða ríflega 700 þúsund krónur á beim tíma. Sú upphæð nemur um 4,5 miiljónum króna að nú- virði. í haust, þegar nýir eigendur kjallaraibúðar hússins hugðust endur- bæta hana, kom í ljós að burðarvirki ásamt fleiru var stórskemmt eftir eld. Að sögn eigendanna hafði verið klastrað upp á það og skemmdirnar sáust alls ekki. Nú blasir við að rífa þurfi allt að útveggjum innan úr íbúð ungu hjón- anna. Miklar viðgerðir þarf einnig á næstu hæð fyrir ofan og nemur áætlað- ur kostnaður milljónum króna. Ungu hjónin eru að flytja úr íbúðinni þar sem fram þurfa að fara gagngerar endurbæt- ur á henni, svo og hæðirmi fyrir ofan. Það var í april sl. að þau Ólafur Buröarvirki hússins stórskemmt eftir bruna Frétt DV Það var í síöasta mánuöi sem gallarnir í umræddu húsi í Reykjavík uppgötv- uöust DV ræddi pá við nýja eigendur sem voru nýbúnir aö átta sig á hvers kyns var. Haukur Atlason og Jenný Aradóttir keyptu sína fyrstu íbúð, kjaliaraíbúð i þríbýli í miðborginni. Þau fluttu inn 1. júlí sl. í lofti íbúðarinnar voru klæddir stokkar, sem virtust vera utan um burðarbita. Ólafur hugðist fjarlægja stokk- ana og láta bitana njóta sin. Þegar hann hóf verk- ið blasti við honum ljót sjón. Innan í stokkunum voru kolbrunnir buröar- bitar. Fagmenn voru kallaðir á staðinn og sögðu þeir strax að allt burðarvirki hússins væri illa farið af bruna en hefði verið klætt með plötum og málað yfir. Sem dæmi má nefna að burðarbiti sem lá yfir stofuloftið í íbúðinni var styrktur með stokk sem gekk niður í gólfið. Bitinn sjálfur end- aði inni á baði og var þar festur í gifs, án nokkurrar undirstöðu. Þar sem kroppað hafði verið í veggklæðningar kom í ljós svart og sótugt timbur með klæðningu og málað yfir. Reynir Karlsson hrl. fer með málið Olafur og Jenný vlð kjallarann Lögmaöur íbúa hússins mun fara yfir stöðu málsins með eigendum og athuga hvað sé skynsamlegast að gera í framhaldinu. fyrir íbúa hússins. Hann hefur aflað sér gagna í málinu. Samkvæmt lög- regluskýrslum lék grunur á að kveikt hefði verið í húsinu á sínum tima. Eld- ur kom tvisvar upp fjarri öllum raf- magnslögnum. Ekkert tókst að sanna um upptök eldsins. Ofangreindar bæt- ur voru síðan greiddar út. „Síðan virðist vera einhver brestur í eftirfylgninni og eftirlitinu," sagði Reynir. „Menn virðast komast upp með það að kasta til höndum við endurbæt- ur hússins. Það virðist enginn bera ábyrgð á því að peningarnir séu notað- ir til endurbóta eins og ætlast er til." Lögmaðurinn mun fara yfir stöðu málsins með eigendum hússins, hvað skynsamlegast sé að gera í framhald- inu, með tilliti til kostnaðar við aðgerð- ir. Tveir eigendur af þremur hafi þegar fengið afslátt af kaupverði, en sá þriðji íhugar sitt mál. -JSS Veruleg aukning í samþykktum húsbréfum íbúðalánasjóðs: Þegar orðið metár þótt mánuður sé eftir - fer líklega yfir 35 milljarða fyrir árslok íbúðalánasjóður hefur frá byrjun árs 1996 samþykkt skuldabréfaskipti í hús- bréfakerfinu upp á samtals rúmlega 233,4 miUjarða króna. Var stöðug aukn- ing þessara lána út árið 1999, en aðeins dró úr lánveitingum árið 2000. Á síð- asta ári slöguðu samþykkt skuldabréfa- skipti upp í metárið 1999 og í ár er þeg- ar orðið íjóst að það met verður slegið. Miðað við verðlag hvers árs voru samþykkt húsbréf fyrir ríflega 14,4 milljarða 1996. Árið 1997 voru það tæp- ir 16,5 milljarðar og 1998 rúmur 21,1 milljarður. Árið 1999 tóku þessi viö- skipti stórt stökk upp á við og jukust samþykkt skuldabréfaskipti húsbréfa um þriðjung milli ára og fóru í rúma 31,5 milíjarða króna. Heldur dró úr þessu árið 2000, en þá voru samþykkt skuldabréfaskipti fyrir tæpa 28,2 millj- arða króna. Árið 2001 varð nokkur kippur á ný og voru þá samþykkt skuldabréfaskipti fyrir tæpa 31,3 millj- arða króna. í ár var í lok október þegar búið að samþykkja skuldabréfaskipti fyrir tæp- lega 29,6 milljarða króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafði heildarfjárhæð samþykktra lána í húsbréfakerfinu því vaxið um 15,36% miðað við sömu mán- uði í fyrra. Innkomnum umsóknum hafði á sama tímabili fjölgað úr 8.173 í 8.675 eða um 6,14%. Eru flestar um- sóknirnar vegna kaupa á eldra hús- næði eða 7.031 talsins, en 1.180 vegna nýbygginga. Metiö slegio Samkvæmt bráðabirgðatölum íbúðalánasjóðs 2. desember voru hús- bréfaJánsumsóknirnar orðnar 9.454 í ár á móti 9.020 á sama tíma í fyrra. Hafði lánsumsóknum því fjölgað um 5,14% í heildina tekið og er aukning- Samþykkt skuldabréfaskipti í húsbréfakerfinu 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Janúar 758.844.7511 961.007.756 i 993.977.140 ; 1.176.335.400 | 1.964.452.638 2.079.317.900; 2.509.732.379 Febrúar 1.116.615.250 928.647.337 1.343.657.549 1.821.430.003 2.192.988.338 2.061.601.343 2.588.025.798 Mars 1.211.155.929 1.236.891.893: 1.569.299.637 3.282.183.469 3.371.657.784 2.560.013.065 2.482.432.026 Apríl 1.437.605.556 1.181.549.535 1.772.840.808 2.849.001.101 2.475.124.865 1.652.662.826 2.721.317.568 Maí 1.155.044.339: 1.390.258.899 í 1.530.941.666 2.580.125.003 , 2.768.354.283 3.053.358.109 3.074.265.265 Jiíni 1.293.488.695 1.423.147.632 : 1.774.654.005 3.376.566.356 2.045.975.360 ¦ 2.632.802.406 2.919.576.419 3.231.308.965 Júlí 1.425.655.215 • 1.639.665.387 | 1.867.740.867 3.010.799.512 1.972.429.201 2.695.885.486 Ágúst 1.120.652.294 1.371.965.228 : 1.699.294.352 2.652.014.068 2.003.382.224 2.744.222.513 2.996.220.856 September 1.340.275.578 1.717.775.918 2.017.916.773 2.503.627.287 2.244.563.879 2.778.084.746 3.539.695.174 Október 1.460.942.155 1.815.900.590 1 2.341.085.653 3.016.899.571 2.529.285.857 3.375.504.830 3.507.259.652 Nóvember 1.186.645.939 1.385.843.838 2.197.631.296 2.852.481.497 | 2.396.307.830 3.159.301.825 3.514.000.000» Desember | 928.255.849 1.422.412.459: 2.024.425.092 2.430.856.4811 2.217.883.748\ 2.477.762.463 0 Krónur: | 14.435.181.550 ¦ Samtals frá upphafi: 16.475.066.472 | 21.133.464.838 | 31.552.319.748 1 28.1S2.406.007 | 31.270.517.512 j 33.083.834.102 *Samkvæmt hreyfingarskýrslu 2. desember 2002. 233.408.030.380 krðnur, en 236.922.030.380 krðnur miöao við bráöabirgöatölur 1 nóvember. Viöbótarlán íbúöariánasjóös in öll vegna kaupa á eldra húsnæði. Samdráttur er hins vegar í umsókn- um vegna nýbygginga, endurbóta og til byggingaraðila. Þá var fjárhæðin komin í 31,889 milljarða (í reiknuöu verði) þann 1. desember á móti 28,249 millj'örðum á sama tíma í fyrra. í heild var samþykkt fjárhæð húsbréfa samkvæmt hreyfmgarskýrslu íbúða- lánasjóðs í gær, 2. desember, komin í tæpan 33,1 milljarð króna á móti tæp- lega 28,7 milljörðurn á sama tíma í fyrra. Er það 14,9% aukning mílli ára og Ijóst að metið frá 1999 hefur þegar verið rækilega slegið. Miðað við reynsluna í fyrra má búast við að samþykkt verði húsbréfalán fyrir um 2,5 milljarða króna síðasta mánuð árs- ins. Þannig bendir margt til að heild- arsamþykktir þessara viðskipta verði yfir 35 milljarðar króna á þessu ári. 73,12% aukning viobótarlána Ef eingöngu er horft til viðbótar- lána þá hefur ásóknin í þau einnig aukist verulega það sem af er ári erns og fram hefur komið í fréttum DV. Meðaltalsaukning milli ára frá janúar til októberloka nam 73,12%. Hafði viðbótarlán þá vaxið úr 2.317 milljónum króna fyrstu tíu mánuð- ina 2001 í 4.026 milljónir fyrstu tíu mánuði þessa árs. Samkvæmt hreyfingarskýrslu íbúðalánasjóðs í gær, 2. desember, kemur í ljós að samþykkt lánsloforð vegna viðbótarlána á landinu öllu námu rúmum 4.965 milljónum króna. -HKr. DV-MYND GVA Ný leið opnuö Akstursleiðin milli Vesturhluta Mos- fellsbæjar og Reykjavíkur styttist til muna ígær pegar opnað var fyrir umferð frá Baugshlíð í Mosfellsbæ upp á Vesturlandsveg með hring- torgi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Stefán Friðfínnsson, forstjóri íslenskra aðal- verktaka, klipptu á borðann viö Baugshlíð í tilefni opnunar vegarins. Nýja tengingin við Vesturlandsveg pykir mikil samgöngubót og er auk bess liður J átaki Vegagerðarinnar sem miðar að pví að fækka gatna- mótum á þessum slóðum. Nýr eigandi Loöskinns Nýtt fyrirtæki hefur eignast meiri- hluta í sútunarfyrirtækinu Loðskinni á Sauðárkróki. Að því standa sveitarsjóð- ur . sveitarfélagsins Skagafjarðar og starfsmenn Loðskinns. Loðskinn hafn- aði tilboði Skinnaiðnaðar á Akureyri sem vildi kaupa fyrirtækið og hefur lengi falast eftir því. Forsvarsmenn Skinnaiðnaðar hafa sagt að ekki sé rúm fyrir bæði fyrirtækin í loðskinna- iðnaðinum. Andmæli Skagfirðinga við sölu á fyrirtækinu hafa byggst á ótta við það að Skinnaiðnaður mundi flyfja alla starfsemina, og þar með öll störf, til Akureyrar og þannig skapa atvinnu- leysi í Skagafirði. Forsetinn til Þýskalands Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Þýskalands í gær þar sem harm tekur þátt í viðamikilli menningardagskrá í tilefni af hálfrar aldar afmæli stjórnmálasam- bands íslands og Þýskalands. Hann flytur fyrirlestur í boði háskólans í Bonn og á viðræð- ur við forsætisráð- herra Nordrhein- Westfalen og aðra ráöamenn fylkisins. 1 dag heimsækir forsetinn höfuðstöðvar stofnana Sam- einuðu þjóðanna í Bonn og á viðræður við forráðamenn þeirra. Forsetinn verður einnig viðstaddur upplestur ís- lenskra rithöfunda á bókmenntavöku til heiðurs Halldóri Kiljan Laxness og að lokum viðstaddur sinfóníutónleika í boði háskólans í Bonn þar sem Guð- mundur Emilsson stjórnar flutningi á tónverki eftir Jón Nordal. Ölafur Ragnar Grímsson. Lftt gefur til síldveiöa Einhverjar síldveiðar eru fyrir aust- an þegar gefur en bræla hefur verið. Eingöngu stærri bátar með flotvórpu fá einhvem afla. Ails er búið að veiða um 51.000 tonn í haust og hefur liðlega helmingur aflans farið til manneldis, bæði til sóltunar og frystingar, eða um 26.500 tonn. Heildarkvótinn er 129.600 tonn svo enn eru óveidd um 78.000 tonn. Reynt verður að halda hluta flot- ans úti fram til jóla, ef eitthvað fiskast. Keyröi á Ijósastaur Harður árekstur varð í gærkvöld á Reykjanesbraut, ofan Njarðvíkur, þeg- ar bifreið hafnaði á ljósastaur. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að bill- inn ætlaði út í kant tÚ að hleypa öðrum bíl framhjá en hafnaði úti í mða - þeg- ar ökumaðurinn ætlaði að sveigja hon- um aftur upp á veginn varð ljósastaur- inn fyrir honum. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl hana eru talin minni háttar. -GG/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.