Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Menning ¦ww^wy „Heimurinn er á mótum tvennra tíma árið 1900" segir Þórunn Valdimarsdóttír og strýkur hárið uandlega aftur fyrir eyru. „Það er komin bullandi fjölmiðlun en hún er svo hœg!Allar frétt- ir berast hingaö meö skipum því síminn er ekki kominn. Og meira að segja tekur heimskautafari með sér bréfdúfu og sendirfréttir afsér með henni! Fjöldi fréttablaða er álíka mikill á íslandi og í Danmörku, tiðnin er bara minni. Þar eru dagblöö en hér vikublöð eóa hálfsmánaðarblöð. Eitt blaö var í Fœreyjum á þessum tíma en ekkert í Grœn- landi." Þórunn Valdimarsdóttir sýnir á sér tvær ólík- ar hliðar til skiptis, sagnfræðinginn og rithöfund- inn. í fyrra kom út skáldsagan Hvíti skugginn; í ár kemur út Horfinn heimur, sneiðmynd af ís- landi árið 1900. Þórunn var með vinsæla útvarps- þætti um þetta efni fyrir nokkrum misserum en hér er það stórlega aukið. Þórunn tekur skýrt fram að hún sé ekki að halda fram hjá Matthiasi Jochumssyni með þessu verkefni því hún hafi verið búin með þessa bók áður en hún hóf vinnu við ævisögu Matthíasar sem nú er hennar aðal- starf. Engin feimni viö dánarorsök „Hugmyndin kviknaði upphaflega þannig að ég DV-MYND HARI Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræölngur og rithöfundur Þeir tímar renna áreiöanlega upp innan skamms að við áttum okkur á þeim auöæfum sem felast í sögunni. Með veiöileyfi á fortíðina Þórunn Valdimarsdóttir tekur nákvæma sneiðmynd af íslensku var að skoða blöðin út af allt öðru verkefni og eins og allir sagnfræðingar sem komast í tæri við þessi gömlu blöð þá varð ég að passa mig að detta ekki ofan i þau, þó mig dauðlangaði til að lesa þau frá orði til orðs, fréttir, greinar og jafnvel auglýsingar. Skömmu seinna gaf Rannís mér veiðileyfi á fortíðina með styrk til að skoða alda- mótafjölmiðlana og þar að auki fékk ég styrk frá Menningarsjóði útvarpsstöðva, þess vegna gerði ég útvarpsþættina líka." Þórunn safnaði fullri rúmfataskúffu af ljósrit- um og spjöldum áður en hún byrjaði fyrir alvöru að búa til bókina og fann efni sem varðaði alla þætti þjóðfélagsins. Blöðin reyndust gefa ótrúlega glöggar upplýsingar um samgöngur - til dæmis má sjá hvernig hin árlega inflúensa kemur á land á Austfjörðum og ferðast með landpósti og póst- skipinu stað úr stað - líka heilbrigðismál, at- vinnuvegi og menningarmál. „Það er lítið að gerast í landbúnaðinum en stofnað er félag til að góma landhelgisbrjóta og mikil átök eru við erlenda togara sem veiða alveg upp undir landsteinum," segir hún. „Slysafréttir sýna manni glögga mynd af samfélagi fyrir vel- ferðarkerfi og í dánarfregnum er fólki lýst eftir stétt og stöðu. Menn eru alveg ófeimnir við að leggja dóm á hina látnu; ég tók saman langa þulu um það hvernig konum er lýst og hvernig körlum er lýst. Það er svo ólíkt sem þykir prýða kynin hvort um sig! Svo er heldur engin feimni við dán- Bókmenntir arorsök - hún kom inn með borgaralegri hugsun á 20. öld- inni. Þá fengum við svo stóran pakka af mannasiðum sem ekki voru í gildi í gamla samfélag- inu." Fortíöin - sameign þjóöar „Fjölmiðlar lýsa heimi sem er sjálfsagður," heldur Þórunn áfram. „En af því að þetta er horfinn heimur þá verða smáatriðin oft stórkostleg. Bindindishreyf- ingin er komin í gang, svo dæmi sé tekið, og menn auglýsa undir nafni: „Ég er hættur að drekka frá og með þessum degi og ef þið eruð vin- ir mínir þá gefið þið mér ekki sopa!" Eða auglýs- ingin: „Ef ykkur vantar þarfanaut, talið þá við ritstjórann"! En þetta er mikil óreiða og það þarf sagnfræöing til að greiða úr efninu fyrir fólk. Við höfum yfirlitsritin til að átta okkur á hlutum og skilja hvað er á bak við þá." - Fáum við þá fulla mynd af samfélaginu með því að lesa blöðin? Vantar ekkert? „Það sem vantar eru langar samhangandi sög- ur - og þó koma þær fyrir þegar hneykslismál koma upp," segir Þórunn. „Annars eru þetta brot og á ýmsan hátt alveg sambærileg við blöðin núna. Og það er gaman að sjá hvernig samræður opnast við okkar tima hvað eftir annað." samfélagi aldamótaárið 1900 Horfinn heimur kemur út hjá Máli og mynd og Sögufélagi og á vel við aldarafmæli Sögufélags í ár því hún lýsir einmitt heiminum eins og hann var þegar það var stofnað. En fyrir hvern er þessi bók? „Þá sem eru heillaðir af fortiðinni - þá sem hafa sögulegu skáldsagna- eða kvikmyndabakter- íuna í blóðinu," segir Þórunn og bætir við að þeir sem heilluðust af tímanum í skáldsögu hennar, Stúlku með fingur, sem fékk Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 2000, geti komist inn á það sama svið í þessari bók. „Við í þessu landi eigum nokkrar sameignir," segir hún að lokum. „Það er í fyrsta lagi fiskur- inn í sjónum kringum landið, annað er tungan, þriðja er landið sjálft, lika svæðið norðan við Vatnajökul sem þjóðin þorði ekki yfir í margar aldir af ótta við forynjur, og loks er sagan sam- eign okkar. Þeir tímar renna áreiðanlega upp innan skamms að við áttum okkur á þeim auðæf- um sem felast í sögunni. Ég heyrði einhvers stað- ar að tíminn væri fjórða víddin og því duglegri sem sagnfræðingar eru að gera góða troðninga inn í fortíðarlandið - alveg eins og þarf að leggja vegi um hálendið til að skemma það ekki - því aðgengilegra verður það almenningi. Kosturinn við að vera manneskja en ekki api er einmitt sá að við eigum alla þessa menningu, alla þessa for- tíð til að auðga okkur." Hver er KK? í rúman áratug hefur Kristján Kristjánsson - KK - verið fræg- ur tónlistarmaður sem frá fyrstu stundu var rætt um eins og allir vissu hver hann væri. Sum okk- ar kinkuðu bara kolli og sögðu KK, já, einmitt, og létu eins og við vissum það líka, hrædd um að verða okkur til skammar með fáfræðinni. Nú kemur Einar Kárason okkur til hjálpar með nýrri sögu KK sem einna helst mætti kalla uppvaxtar- eða þroskasögu. Saga KK skiptist í fimm hluta. Fyrst er lýst uppvexti hans i Ameríku, í umhverfi sem við þekkjum öll úr fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. í öðrum hluta er lýst bernsku og æsku á íslandi en í þeim þriðja og fjórða dvöl hans í Lundi og víðar á Norðurlöndum á þrítugs- aldri. Þar er fyrirferðamikil sagan af „bösk" KK sem gerðist götulistamaður um þrítugt og var það að sönnu ævintýralegt líf. Þessa sögu rekur Einar Kárason af miklum krafti og þeirri frásagnargleði sem gerði hann einn vinsæíasta rithöfund íslands með „Eyjabók- um" sínum. Hér er enda lýst nokkurn veginn sama tímabili og að sumu leyti svipuðum erfið- leikum, svo sem baráttunni við Bakkus. í fyrstu er stílgleðin dálítið ágeng og hliðskipun tengdra setninga keyrir næstum um þverbak (og .. og ... og) en hann kann þetta svo vel og fljótlega er les- andinn kominn á vald frásagnarinnar. Þroskasaga KK hefur tvo meginkosti: Annars vegar hina ófullkomnu og stundum seinheppnu en geðþekku aðalsöguhetju, en hins vegar er sögumaður í ham og skemmtir sér svo vel yfir frásögninni að auðvelt er að hrífast með. Elnar hefur tæplega verið í jafn miklu stuði frá því á 9. áratugnum. Eins og stundum áður rís hann þó hæst þeg- ar umfjöllunarefnið er fremur nötur- legt. Einn áhrifamesti kaflinn fjallar um sumar í sveit þar sem söguhetjan er látinn þræla viö fremur illan kost. Raunar eru fyrstu tveir hlutar bók- arinnar sagðir af slíkri hind að þeir ná svipuðu taki á lesendum og vel heppnuð spennusaga. Sagan nær ekki alveg sama flugi þegar líða tek- ur á. Fyllirí, slagsmál og eiturlyf eru fyrirferðarmikil og stundum svo óskemmtilegt efni að jafnvel sögu- maðurinn fær ekki rönd við reist. Hefur hann þó næmt auga fyrir hinu spaugilega án þess þó að gera nokkurn tímann litið úr skuggahlið- unum. Snjallræði er að ljúka sögunni um það leyti sem KK slær í gegn á ís- landi. Fyrir vikið er hún heildstæð- ari og leysist ekki upp í smásagna- safn með miskostulegum sögum úr lífi listamannsins eins og stundum vill verða. Ævisögur eru vandmeðfarin bók- menntagrein. Sú tegund sem nú er vinsælust er „skrásetningarævisag- an", saga frægrar manneskju rétt af miðjum aldri, skráð af einhverjum öðrum, gjarnan blaða- manni. Formið er vandmeðfarið, fátt rís þar úr flatneskjunni og sjaldan um nokkra heildarsýn að ræða. Einar Kárason sýnir hins vegar í sögu KK hvað snjall höfundur getur moöað úr góðu KK og ævisöguritari hans, Elnar Kárason Ná lesendum á sitt vald. DV-MYND HARI efni. íslenska skrásetningarævisagan fær hér liðsauka sem um munar. Ármann Jakobsson Einar Kárason. KK - Þangaö sem vindurinn blæs. Al- menna bókafélagiö 2002. Umsjón: Silja Aoalsteinsdóttir silja@dv.is Franskar nútímabókmenntir Á morgun kl. 17.15 ætla fjórir þýðendur franskra bókmennta á íslensku að ræða sam- an um verk eftir Michel Houellebecq, Dai Sijie, Amélie Not- homb, Emmanuel Carrére, Eric-Emmanuel Schmitt og Yasminu Reza. Umræöufundurinn verður haldinn I Þjóðarbókhlöðunni og þar kynna Friðrik Rafnsson, Guð- rún Vilmundardóttir, Kristján Þórð- ur Hrafnsson og Sigurður Pálsson þessa höfunda sem þau hafa nýlega þýtt og velta fyrir sér straumum í frönskum nútímabókmenntum út frá þeim. Dagskráin verður á íslensku. Franska sendiráðið býður upp á létt- ar veitingar. Frítt inn. Geysir er horfinn Nýja Útkallsbókin eftir Óttar Sveinsson blaðamann ber nafnið Geysir er horfmn og vermir að venju met- sölulista þessa dag- ana. Þegar glæsilegasta flugvél íslendinga, Geysir, skilar sér ekki á tilsettum tíma í Reykjavík í september árið 1950 setur ótta að fólki. Síðast spurð- ist til vélarinnar yfir Færeyjum. Þeg- ar liðnir eru rúmir fjórir sólarhring- ar telja flestirlandsmenn fólkið af, og menn eru farnir að skrifa minningar- greinar. Þá berst ógreinilegt neyðar- kall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lifi" - og við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu og sem mikið hefur verið skrifað og skrafað um. En í bókinni koma fram upplýsingar, myndir og frásagnir sem ekki hafa birst áður opinberlega - m.a. bréf og skilaboð sem flugmenn vörpuðu nið- ur til leiðangursmanna frá Akureyri og Reykjavík sem stóðu að einstæðri björgun Geysisfólksins. Útgefandi er Stöng. Aldarminning Indriða Sunnudaginn 1. desember hefði Indriði Waage, leikari og leikstjóri, orðið hundrað ára. Af því tilefni opn- uðu Samtök um leikminjasafn vef- síðu um hann á www. leikminja- safn.is í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Indriði Waage var fæddur í Reykja- vík, sonur Jens B. Waage, leikara og leikstjóra, og síðar bankastjóra og konu hans Eufemiu Waage leikkonu. Afi hans og nafni var Indriði Einars- son, frumkvöðull í leikritun og mest- ur baráttumaður þess að íslendingar eignuðust Þjóðleikhús. Indriði litli var því alinn upp í leikhúsumhverfi og snemma hneigðist hugur hans í þá átt, þó að hann þyrfti sem flestir aðr- ir af hans kynslóð að sinna ýmsum öðrum daglegum störfum sér til lífs- viðurværis. Tvítugur að aldri þreytti Indriði frumraun sina á leiksviði, fór síðan til Þýskalands þar sem hann drakk í sig nýjar stefnur og strauma í leiklist. Um þetta leyti urðu kynslóðaskipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var Indriði i forystusveit sem leikari og leikstjóri. Hann var afkastamesti leikstjóri félagsins og lék jafnframt minnisverð skapgerðarhlutverk. Svo varð hann fastráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið og einn helsti leikstjóri þess og starfaði þar til dauðadags 1963. Leiðrétting Eins og fram kom í (annars afar loflegri) umsögn Jónasar Sen um Uppáhaldslög Krist- ins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundar- sonar í DV 20.11. urðu þau leiðu mis- tök í prentun á bæklingi með geisla- diskinum að þar láðist að nefna tón- skáldin. Nú hefur borist tilkynning frá Óma klassík um að prentaður hafi verið nýr bæklingur og skipt um í þeim geisladiskum sem sendir eru í verslanir. Þeir sem þegar hafa fest kaup á diskinum geta nálgast nýjan bækling hjá Eddu útgáfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.