Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
r^a
Aðventukransinn:
„Ég útskrifaðist sem blómaskreytinga-
meistari í Danmörk þegar ég var sautján
árasegir Fritz Hendrik Bemdsen eða
Binni hjá Blómaverkstæði Binna. „Ég er
ekki Dani eins og ætla mætti af nafninu,
langalangafi minn var danskur kaup-
maður á Skagaströnd og þaðan er nafh-
ið komið. Binna-nafhið er afhtr á móti
þannig tilkomið að skömmu eftir að ég
fæddist, 1944, giftist móðursystir mín,
sem kölluð var Binna, bandarískum her-
manni og flutti til Ameríku. Skyldfólk
mitt bytjaði því að kalla mig Binna til að
viðhalda nafninu og minna á þá Binnu
sem fór vestur um haf. Fimmtíu og átta
árum seinna er ég enn kallaður Binni og
það þekkir mig enginn undir öðru
nafni.“
Flóran hefur breyst
Binni þekkir vel til blómaskreytinga-
bransans, enda alinn upp í blómabúð.
„AFi minn rak verslun sem hét Blóm og
ávextir, ég var mikið hjá honum sem
krakki þannig að ég hef verið í þessu frá
því að ég man effir mér. Ég rak Blóm og
ávexti um tíma en stofhaði Blómaverk-
stæðið ásamt konunni minni, Ástu
Kristjánsdóttur, fyrir rúmum þrettán
árum.“
Að sögn Binna hefúr tískan í blóma-
skreytingum breyst mikið eftir því sem
framboðið á blómum hefur aukist. „Þeg-
ar ég byijaði í blómaskreytingum var
mjög takmarkað ffamboð á blómum.
Það var hægt að fá krýsa á haustin, túlíp-
ana um jólin, páskaliljur um páska og
rósir á vorin og sumrin. Flóran hefur
gerbreyst í þessu eins og öðru og nú er
hægt að fá allt mögulegt til skreytinga.“
Binni skýtur því inn að hann telji ís-
lenska ylræktarbændur framleiða „flott-
ustu“ rósir í heimi. „Rósaframleiðendur
hér eru að mínu mati þeir allra bestu í
heimi og ég hef skoðað rósir og afskor-
in blóm úti um allan heim.“
Tískulitir
Aðspurður segir Binni að jólabisness-
inn eigi sér langan aðdraganda. „Ég
byija yfirleitt að undirbúa jólin í lok jan-
úar eða byijun febrúar með því að
ákveða hvaða liti ég ætla að leggja
mesta áherslu á um næstu jól. Þegar líð-
ur að vori fer ég svo að panta skrautið og
annað sem mér finnst passa við litina.
Það koma alltaf fram ákveðnir tískulitir
í þessu eins og öðru og maður reynir að
fylgjast með. Persónulega finnist mér
jólarauði liturinn alltaf fallegastur og ég
reyni að hafa hann dóminerandi í búð-
inni. Ég er líka mjög hrifinn af mikilli
litadýrð og lítið fyrir drungann. Tískulit-
urinn í ár er dumbrauður í bland við
gyllt."
Lagaði kransinn
Fyrsta skrautið sem fólk setur upp
fyrir jól er yfirleitt aðventukransinn,
fyrsta sunnudaginn í aðventu, og síðan
er kveikt á kertunum einu af öðru út að-
ventuna. „Ég held mig við ákveðna gerð
aðventukransa og sel óhemjumikið af
þeim. Fólk á kransana lengi og notar þá
ár eftir ár og stundum kemur það með þá
aftur eftir nokkur ár og við gerum þá
eins og nýja. Það kom til dæmis kona
hér í fýrra með krans sem hún hafði
keypt hjá Blómum og ávöxtum fýrir
tuttugu og fimm árum og ég lagaði hann
til. Það hefur myndast ákveðin hefð í
kringum kransana og mér finnst mjög
gaman þegar fólk kemur með gamla
kransa til að láta gera upp.“ -Kip
Kransinn tilbúinn
Aðventukransinn er yfirleitt fyrsta skrautið sem fólk setur upp fyrir jól. Kveikt er áfyrsta
kertinufyrsta sunnudaginn í aðventu og siðan er einu kerti bætt við á hverjum sunnudegi
út aðventuna. , ,
Grunnurinn lagður
Allt sem þarf til að leggja grunninn að fallegum aðventukransi er hringur
úr oasissvampi, kertahaldarar, nokkrar greinar og slcraut að eigin vali.
DV-myndir Harí
Háifnað verk Slaufur, könglar og ber
Kertahöldurunum er stungið í svampinn og hann klœddur með greinum. Smám saman er aukið við skrautið þar til kransinn er orðinn alveg eins og
Binni leggur áherslu á aðfólk eigi að velja hráefni eftir snekk. „Allt er leyfit- hver og einn vill hafa hann. Binni segir að honum þyki jólarauði liturinn
legt “. Það má til dœmis pakka sykurmolum inn í litað plast og binda um þá alltaffallegur og noti hann því mikið.
slaufu og búa þannig til litla jólapakka.
Blómaskreytingameistarinn
Fritz Hendrik Berndsen. „ Flestirþekkja mig sem Binna á Blómaverkstœðinu. Ég er ekki Dani eins og ætla mætti afnafninu, langalangafi
minn var danskur kaupmaður á Skagaströnd og þaðan er nafnið komið.