Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 6
http://jol.ismennt.is/
6
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
„Jólavefurinn er sprottinn frá persónu-
legri heimasíðu sem ég setti upp árið
1996,“ segir Salvör Gissurardóttir, lektor
við Kennaraháskóla íslands og starfsmað-
ur forsætisráðuneytisins við þróunarverk-
efni um ísienska upplýsingasamfélagið.
„Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað á
heimasíðunni fyrir jólin og þá fann ég litl-
ar glitrandi jólakúlur sem hreyfðust á Net-
inu og puntaði vefsíðuna með þeim. Ég
man hvað ég var ánægð með kúlumar og
fannst þær finar. Systir mín hringdi til mín
skömmu eftir að ég setti þær á síðuna og
spurði hvort ég væri búin að gera eitthvað
fýrir jólin. Ég svaraði henni hróðug og
sagðist vera búin að skreyta heimasíðuna.
Henni fannst það mjög fýndið því á þeim
tíma vissi næstum enginn hvað heimasíða
er. Þannig að þú sérð hvað þessi tækni er
í raun ný.“ Salvör segir að skreytingin
hennar þætti ekki upp á marga fiska í dag.
„Hún var hræðilega hallærisleg og
ósmekkleg."
íslenskt efni um jólin
„Tveimur árum seinna var ég að kenna
nemendum Kennaraháskólans heimasíðu-
gerð og einhverra hluta vegna vildu þeir
eingöngu hafa þær á ensku. Ég skildi það
ekki fyrst en áttaði mig síðan á því að þeir
héldu að heimasíðan ætti að vera þannig.
Þetta var svo nýr miðill að nemendumir
litu á hann sem glugga út í heim en ekki
eitthvað sem Islendingar gætu notfært sér.
Ég ákvað því að
finna rammíslenskt I
efni og sýna þeim jtm
fram á að hægt væri
að nota heimasíðuna S
til að miðla eigin ^
menningu.
Eftir langa um-
hugsun stóðu tvær , A
hugmyndir upp úr, I
önnur var islenskur I
matur cn hin jólin. i ggBgHBc
framhaldi af því I
ákvað ég að sal'na is- I
lensku elhi um jólin' I
og sýna nemendum I
um leið fram á að I
heimasiðugerð væri í I
og
að efnið safnast upp
smám saman. Eg Vefurinn á að vera
lagðt mtkla áherslu á Að sögn Salvamr n
að finna efm sem jÓUn Mér pykir „
ekki var til á prent- nýtist öllum sem la
miðlum til að sýna ingll ••
þeim að heimasíðu-
gerðin gæti verið annað og meira en flutn-
ingur á prentuðu máli yfir á vef.“
Salvör segir að auk efnis úr bókum hafi
hún safnað myndum, lausavísum og sög-
um um jólin sem hún heyrði hjá vinum og
vandamönnum. „Ég lagði einnig ríka
FRAMTÍOtN AKUREYRI
atHnnan
Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið
árlega jólamerki sitt. Merkið teiknaði
Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuð-
ur, og er það prentað í Ásprenti á Akur-
eyri.
Jólamerkið er tekjuöflun fyrir styrktar-
sjóð aldraðra og er til sölu í pósthúsinu á
Akureyri, Frímerkjahúsinu og Frímerkja-
miðstöðinni í Reykjavík.
Á sína uppáhalds jólapersónu
Salvör Gissurardóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, viðurkennir Juslega að hún eigi
sina uppáhalds jólapersónu. ,,Að minu mati er ein persóna sem stendur upp úr og á hug
minn og hjarta, það er Grýla. “
Jólasveinarnir endur-
spegla tíðarandann
Salvör viðurkennir fúslega að hún eigi
sína uppáhalds jólapersónu. „Þegar ég fór
að skoða persónur og leikendur sá ég
fljótlega að mér þótti jólasveinamir ffekar
litlausir og leiðinlegir karakterar. Að mínu
mati er ein persóna sem stendur upp úr og
á hug minn og hjarta en það er Grýla. Mér
finnst kerlingin óskaplega heillandi og
þegar maður fer að skoða hana í gegnum
tíðina sér maður hvað hún hefur breyst
mikið. Jólasveinamir breytast líka með
hverri kynslóð, þeir endurspegla tíðarand-
ann og ef maður skoðar myndir af þeim
frá stríðsámnum er ekki laust við að þeir
líkst hermönnum. Síðustu árin er ég farin
að líta á jólasveinaveröldina okkar eins og
goðsagnaheim sem endurspeglar samfé-
lagið.“
Grýla er það sem þú
hræðist
„Gtýla er alltaf það sem þú hræðist mest
á hveijum tíma. Á jólavefnum mínum em
þijú Grýlukvæði sem samin em með þijátíu
ára millibili og sýna þróun hennar vel. Einu
sinni var hún uppeldistæki, Grýla Ómará
Ragnarssonar endurspeglar afiur á móti
hræðsluna við stóriðju á sínum tíma og
Grýla Þórarins Eldjáms, sem er næst okkur
í tíma, er hrædd við að missa tilganginn I iíf-
inu.“
Salvör segist ekki vilja spá því hvemig
næsta Grýla verður en hún segist óneitan-
lega hlakka til að sjá hvemig hún kemur
fram hjá næstu kynslóð.
Salvör heldur meðal annars úti mjög
áhugaverðu veffiti í tíu köflum sem nefnist
Grýla og jólasveinamir í tengslum við jóla-
vefinn og ættu allir sem hafa áhuga á Grýlu
að kíkja á slóðina http://jol.is-
mennt.is/jol96/grylatop.htm. Á vefnum er
einnig að finna gamlar laufabrauðs- og
kökuuppskriftir en Salvör segist ekki leggja
sig neitt eftir uppskriftum fyrir jólasteikina.
„Vefurinn á að vera þjóðlegur og ég læt aðra
um slíkt. Ég setti inn efni um skötuna í fyrra
og það hefur vakið mikla athygli, sérstak-
lega meðal íslendinga erlendis og ég hef
fengið nokkrar fýrirspumir um meira af
slíku og hvort menn megi birta efhi eða
myndir í erlendum veffitum.“
Að lokum segist Salvör alltaf reyna að
finna sér tíma um jólin til að setja nýtt efni
á vefinn. „Stundum em það myndir ffá því
um síðustu jól eða eitthvað sem ég hef rek-
ist á og þykir þess virði að koma á ffamfæri.
Mér þykir mjög vænt um jólavefinn og vona
að hann nýtist öllum sem langar að kynna
sér gamla íslenska jólamenningu.“ -Kip
Jólakrans úr könglum
Þessi látlausi krans er eingöngu úr greni-
og furukönglum og því hentugur jyrir þá
sem hafa aðgang að sliku. Kransinn sómir
sér vel bœði úti og inni og endist i mörg ár.
JOLAMARKAÐU
útiljósaseríur, íslenskur fatnaður
leikföng
og handsmíðuð
BÍLAR, VACNAR,
PÓTAKASSAK
OC MARCT FLEIRA
Og
jólakerti
BERGIÐJAN
Víðihllð við Vatnagarða
Slmar 553 7131 og 560 2590
i/Úl 2002, 1 • þd 2002
i WSWfm