Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 .Egg
Bakarameistarinn
Óltar B. Sveinsson bakarameistari með ensku ávaxtakökuna sem hann segir að sé alltaf að
verða vinsœlli.
Bakað fyrir jólin:
ó/M'/’ áoa,xia/ut/i({
„Það er engin spuming," segir Óttar B.
Sveinsson, bakarameistari hjá Bakara-
meistaranum í Suðurveri, „enska ávaxta-
kakan er uppáhaldskakan mín.“ Óttar hef-
ur verið bakari í tæp þrjátíu ár og segir að
það hafi orðið miklar breytingar á mark-
aðinum írá því að hann bakaði sína fyrstu
köku. „Vinsældir ávaxtakökunnar eru sí-
fellt að aukast og einnig er þýskt stolen-
brauð á hraðri Ieið inn.“
Aðspurður viðurkennir Óttar að það sé
ekki fyrir byrjendur í bakstri að baka
ávaxtakökur. „Þetta er talsvert maus en
margir eru alvanir og geta þetta auðveld-
lega ef þeir vanda sig og klæða formið vel
að innan með smjörpapír svo að kakan
brenni ekki á jöðrunum - það skiptir
miklu.“
Ensk ávaxtakaka
(875 g)
155 g rúsínur
70 g ávaxtamix (súkkat, appelsínu-
börkur og sítrónubörkur)
35 g rauð kokkteilber - heil
15 g græn kokkteilber - heil
20 g koníak
20 g vatn
Sett í plastbox með góðu loki og látið
liggja í bleyti í viku. Snúið daglega svo
vökvinn renni vel í gegn.
Viku seinna
90 g sykur
90 g smjörlíki
3 egg
Þeytt vel
175 g hveiti
75 g súkkulaðidropar
Vigtað í hrærivél
Ensk ávaxtakaka
Ótrúlegt geymsluþol.
Avaxtamaukinu hellt út í og blandað
vel saman við, eggja- og hveitihrærunni
bætt út í í lokin og allt sett í stórt form
sem búið er að einangra vel með smjör-
pappír.
Setja skal formið i 180° heitan ofh og
lækka hitann strax niður í 150°. Bakist í
70 til 80 mínútur.
Eftir að kakan er orðin köld á að pensla
hana með koníaki og pakka henni vel inn
í plast. Pensla skal kökuna reglulega með
koníaki í viku áður en hún er borin ffam.
Mjkið geymsluþol
Óttar segir að geymsluþol ensku
ávaxtakökunnar sé ótrúlega mikið. „Ég
mundi ekki hika við að borða köku sem
bökuð er fyrir jól um páskana ef hún væri
geymd í kæliskáp. Koníakið heldur henni
ferskri.11 -Kip
dv Miw dw
Sígrænt eðaltré í haesta gæðaflokkl frá '
skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila.
» 10 ára ábyrgð f* Eldtraust
»12 stærðir, 90 - 500 cm » Þarf ekki að vökva
'<*■ Stálfótur fylgir ;* íslertskar leiðbeirtingar
» Ekkert barr að ryksuga :•& Traustur söluaðili
» Truflar ekki stofublómin ía Skynsamleg fjárfesting
1. hæð við Debenhams
Skátamiðsföðin Amarbakka 2
Bandalag islenskra skóta
Ferleg
kerling
Grýla
gamla er
úfin og
Ijót.
Tröll og forynjur:
nemiar
Grýla er ævagömul kerling og nefhd
meðal tröllkvenna í Snorra Eddu en hún
er ekki bendluð við jólin fyrr en í kvæði
frá 17. öld. Kerlingunni er lýst sem full-
kominni andstæðu kvenlegrar fegurðar.
Hún er með klær og hófa, kjaflstór, með
vígtennur og hom. Grýla er með augu í
hnakkanum og í þeim logar eldur, eyrun
ná langt út á axlir, nefið er stórt og
hlykkjótt og úr vitum hennar kemur hel-
blá gufa.
Gfyla er mannæta eins og önnur tröll og
óþekk böm eru eftirlætismatur hennar en
hún er lítið gefín fyrir fisk, súpur, grauta og
salatrétti. Mestur tími hennar fer í að afla
matar handa sér og fjölskyldu sinni. Kerl-
ingin hefur lengi verið notuð sem bamafæla
og flestir hafa einhvem tíma verið hræddir
með henni. Gfyla átti heilan haug af böm-
um fyrir utan jólasveinana með körlunum
sínum þremur sem hétu Boli, Gustur og
Leppalúði. í þessum gömlu þulum má sjá
nokkur þeirra.
Grýla kallar á bömin sín.
Gfyla kallar á bömin sín
þegar hún fer að sjóða til jóla:
Komið þið hingað öll til mín,
Nipa, Típa,
Næja, Tæja,
Nútur, Kútur,
Nafar, Tafar,
Láni, Sláni,
Leppur, Skreppur
Loki, Poki,
Leppatuska, Langleggur
og Leiðindaskjóða,
Völustakkur og Bóla.
Grýlubörn
Gfyla var að sönnu
gömul herkerling,
bæði á hún bónda
og böm tuttugu.
Eitt heitir Skreppur,
annað Leppur,
þriðji Þröstur,
Þrándur hinn fjórði,
Böðvar og Brynki,
Bolli og Hnúta,
Koppur og Kyppa,
Strokkur og Strympa,
Dallur og Dáni,
Sleggja og Sláni,
Djangi og Skotta.
Ó1 hún í elli
eina tvíbura,
Sighvat og Syrpu,
og sofhuðu bæði.
Kip