Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 12
Með fullri reisn - frumsýning annan í jólum
• Nytsamlegar jólagjafir
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 | t
Margmiðlunardiskurinn Leikur að elda:
omeflin mexímú<smni
ow (wíhcu^ dílœfHZ
- segir Egill Vignisson
• Vandað handverk
* íslensk steinlist
Álfasteinn ehf - 720 Borgarfirði eystra
Sími 472 9977 - www.alfasteinn.is
Smáauglýsingar
atvinna
550 5000
„Þetta er auðvitað góð jólagjöf en líka
hentugt tæki til að nota við matargerðina
allt árið og í textanum er hvergi minnst á
jól,“ segir Egill Vignisson og er þar að tala
um margmiðlunardiskinn Leikur að elda
sem hann hefur útbúið í félagi við ungan
matreiðslumann, Benedikt Jónsson. Þar er
fylgst með Benedikt elda og útbúa ýmiss
konar krásir á einfaldan hátt og þeir félag-
ar fullvissa blaðamann um að þeir hafi
lagt áherslu á að hafa diskinn notenda-
vænan. Eða eins og Egill segir: „Þú sting-
ur diskinum í tölvuna - hann hleður sig
upp sjálfur - smellir tvisvar með músinni
og þá ertu byijuð að læra!“
Réttu handtökin
Á diskinum eru tiu uppskriftir og má
þar nefna hamborgarhrygg, pörusteik,
humarsúpu, eplasalat, brúnkál og heima-
lagaðan ís. Benedikt sýnir matreiðsluna
og segir ffá henni um leið - ekki aðeins
við eldavélina eða ofninn heldur er líka
hægt að fylgjast með honum forvinna það
sem með þarf með því að smella á orðin
sem visst merki er við. „Ég kenni fólki til
Það er leikur að elda
Benedikt með hamborgarhrygg og heima-
lagaðan is með steiktum jarðarberjum.
Giafakort ÞjóðleÍKhússins
-gleðiieg jólagjöf
Félagarnir tveir
„ Við erum búnir að vera að þróa þessa hugmynd í eitt og hálft ár, “ segja þeir Egill og
Benedikt um matreiðsludiskinn. DV-mynd
dæmis að pilla humar með réttum hand-
tökum," segir Benedikt.
Eitt enn: Diskinum fylgja spjöld með
uppskriftum og litmyndum til þess gerð
að hafa í eldhúsinu að loknu námi við
tölvuna. Spjöldin eru plöstuð svo auðvelt
er að þrífa þau þótt þau lendi í vosbúð.
Þetta get ég gert!
Egill er menntaður í margmiðlunar-
tækni og hefúr víðtæka reynslu á því
sviði. Augljóslega kann hann að beita
myndavélinni líka. Benedikt er mat-
reiðslumaður í meistaranámi og þeir fé-
lagar ákváðu að nýta þekkingu hvor ann-
ars. „Við höfúm verið að þróa þessa hug-
mynd í eitt og hálft ár og á þeim tíma hef
ég lært alveg helling í matargerð," segir
Egill brosandi. „Já, þetta er allt að koma
hjá honum. Hann er að minnsta kosti orð-
inn ágætur í að saxa niður hráefni og
svona,“ segir Benedikt hlæjandi og bætir
við, ögn ábyrgðarfyllri: „Við tókum þetta
upp heima hjá mér þannig að þetta er allt
raunverulegt og heimilislegt." Egill tekur
undir það og segir ekkert við myndatök-
umar sjálfar vera falsað eða tilgert. „Mat-
urinn er bara eins og hann kom út úr ofn-
inum og af pönnunni. Við viljum að fólk
hugsi: „Þetta get ég hæglega gert.“ -Gun
Fallegt jólatré er stofuprýði
Steinunn Reynisdóttir garöyrkjufrœðingur segir að það sé auðvelt að láta jólatréð halda
barrinu yfir jólin ef það er meðhöndlað rétt.
Jólatréð í stofu stendur:
í/íoewiiy e/1 /jexf <r()
konuv l oe& /utun cu£
„Það er algengt að fólk komi til mín
fyrir jól og spyrji hvemig best sé að láta
jólatréð halda barrinu sem lengst,“ segir
Steinunn Reynisdóttir, garðyrkjufræðing-
ur hjá Garðheimum.
„Satt best að segja er það ekki eins
flókið og margir halda og ef fólk notfærir
sér eftirfarandi heilræði eiga trén auðveld-
lega að halda barrinu yfir jólin.
í fyrsta lagi má aldrei taka jólatréð
beint inn í stofúhita úr miklu fVosti. Ef það
er frost þegar taka á tréð inn, verður að
láta það þiðna hægt og helst í raka. Það
má til dæmis leggja það í kalt vatn í bað-
keri eða úða það nokkrum sinnum með
köldu vatni. Þegar tréð hefúr jafnað sig
inni er kominn tími til að setja það í vatns-
fót. Oft þarf að fjarlægja nokkrar greinar
neðst af stofni og snitta hann til svo hann
passi í fótinn.
Best er að saga um tveggja sentímetra
sneið neðan af stofninum. Leggið neðstu
greinar upp með stofninum og tyllið þeim
með bandi á meðan næsta aðgerð er fram-
kvæmd.
Tálgið þriggja til fimm sentímetra í
hring utan af stofninum og stingið honum
síðan tíu sentímetra ofan í sjóðandi vatn í
tíu mínútur.
Að lokinni suðu skal ganga frá trénu í
fótinn strax og gæta þess að fóturinn tæm-
ist aldrei því annars myndast litlar loftból-
ur sem geta komist í vökvaæðar trésins og
valdið því að það fellir barrið.“ Kip