Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Kertagerð: , Paó a////' otm Kertagerðarmeistarinn Helga Björg Jónasardóttir segir að það séu tvœr aðferðir notaðar til að húa til kerti. „ Önnur felst i þvi að hella heitu vaxi i mót og láta það storkna. Hin aðferðin er að dýfa kveik ofan í fijótandi vax aftur og aftur og byggja þannig upp kerti. “ „Kertagerð er bæði einföld og skemmtileg og á allra færi,“ segir Helga Björg Jónasardóttir, kertagerðarmeist- ari hjá kertagerðinni Vaxandi. Helga lærði kertagerð í Bretlandi og stofnaði kertagerðina Vaxandi árið 2000. Hún segir að það sé hægt að búa til kerti með einföldum aðferðum sem henti bömum á öllum aldri en að einnig séu til flókn- ari aðferðir sem fremur eru á færi þeirra sem hafa einhveija þekkingu á faginu. Steypt á hvolfi „Það eru tvær aðferðir sem notaðar eru til að búa til kerti. Önnur felst í því að hella heitu vaxi í mót og láta það storkna. Hin aðferðin er að dýfa kveik ofan í fljót- andi vax aftur og aftur og byggja þannig upp kerti.“ Helga segir að fólk geti auð- veldlega tileinkað sér báðar aðferðimar en eftirfarandi aðferðir eru steypt kerti. „Það fyrsta sem ber að hafa í huga er að flest kerti sem steypt em í mót eru steypt á hvolfi og svo er einnig með kertin í að- ferðunum sem ég ætla að kenna lesendum að búa til. Önnur er mjög einföld og því tilvalin fyrir böm og fullorðna að stunda saman. Hin krefst aðeins meiri kunnáttu." Helga leggur áherslu á að fólk gæti fyllsta öryggis þegar kertin eru búin til. „i fyrsta lagi skal bræða vax í vatnsbaði, til að fyrirbyggja eldhættu og fólk skyldi forðist að hella fljótandi vaxi í vaskinn því þá getur niðurfallið stíflast, einnig skal gæta fyllstu varúðar ef börn eru nálægt.“ Endurunnin kerti Eftirfarandi aðferð hentar vel fyrir böm og fúllorðna og er tilvalin til að endurvinna kertaafganga sem falla til á heimilinu. Það sem þarf em kertaafgangar, góður kveikur, vax og sterinblanda. Tveir pottar eða „dou- ble-boiler“, mót, nál, hitamælir og kítti. „Takið kertaafgangana og brytjið þá nið- ur í bita. Setjið vatn í pott og annan pott eða eldfast ílát ofan i. Setjið hreint vax og sterin í innri pottinn í hlutföllunum níu á móti ein- um. Bræðið vaxblönduna við vægan hita í vatnsbaði eftir að suðan er komin upp á vatninu. Mótið er undirbúið með því að taka hæfilega sveran þráð fyrir mótið og klippið hann um það bil fimm sentímetmm lengri en mótið. Dýfíð kveiknum í vaxblönduna þegar vaxið hefur náð góðum hita, um 70" á Celsíus, látið hann liggja í hálfa mínútu eða þar til loftbólumar fara úr kveiknum. Látið vaxhúðaðan kveikinn storkna og þræðið síð- an mótið með honum. Best er að nota nál eða pinna til að halda kveiknum stöðugum í miðju mótinu. Gætið þess að þétta vel með hitaþolnu kítti við kveikinn til að vaxið leki ekki út þegar því er hellt í mótið. Þegar mót- ið er þrætt og tilbúið er kubbunum sem búið er að brytja niður, raðað í mótið og fljótandi vaxi hellt yfir. Best er að hafa vaxið um 80 gráða heitt þegar því er hellt yfir vax- kubbana. Þegar kertið er fullstorknað og orðið kalt er það losað úr mótinu og botninn jafnaður í tómum potti á heitri hellu eða með gömlu straujámi. Að lokum er kveikur- inn snyrtur, kíttið hreinsað af honum og hann styttur. Nú er kertið tilbúið til að kveikja á því og njóta hlýlegrar birtunnar eða gefa það í jó!agjöf.“ Helga segir að til að kerti brenni betur sé gott að setja það í kæli yfir nótt áður en kveikt er á því. Dýrindis jólaepli Helga segir að svo kölluð jólaepli hafa verið mjög vinsæl hjá kertagerðinni und- anfarin ár og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig á að búa þau til geta fylgt eft- irfarandi uppskrifti. „í jólaeplið þarf 250 grömm paraffin- vax, 1/4 teskeið vybar-bætiefni, 1/8 af rauðri eplalitaskífú, góðan kveik og ilm- efni sem gefúr frá sé epla- og kanililm (má sleppa), tvo potta, epla-gúmmímót, nál, hitamæli, grillpinna eða matpijón til að hræra og statív fyrir gúmmímót. Epla- kertið er steypt í gúmmímót sem hefur eplalögun. Klippið kveik um það bil fimm sentímetrum lengri en mótið. Þræð- ið kveikinn með nál og í gegnum miðjuna efst á mótinu, notið nálina síðan til þess að halda kveiknum á réttum stað. Gott er að sníða pappaspjald með gati í til að láta mótið standa eða hanga í. Hitið vaxið í vatnsbaði ásamt litnum og vybar bætiefn- inu. Hrærið varlega í pottinum til að blanda vaxinu og litnum vel saman. Hellið vaxblöndunni í mótið þegar hún er um 90“ heit. Ef nota á ilmefni er því hrært saman við rétt áður en blöndunni er hellt í mótið. Þegar búið er að hella í mótið er gott að slá létt í það eða kreista varlega til að losa um loftbólur sem geta myndast þegar vaxinu er hellt í mótið. Þegar þessu er lokið byijar tilvonandi kerti að storkna. Eftir um það bil hálftíma þarf að stinga með pinna í gegnum vaxhúðina sem byrj- uð er að storkna þar til hann lendir í fljót- andi vaxi. Þetta skal gera á háltíma fresti þar til kertið er fullstorknað." Helga segir að vax rými um' 15% við það að storkna og því sé óhjákvæmilegt að fylla upp í kerti sem steypt eru í mót. „Þegar kertið er svo gott sem storknað hafa myndast í því hvilftir og holur sem þarf að bæta í vaxi. Hitið því afganginn af vaxinu að nýju upp í 80” og hellið því í holumar og látið áfyllinguna storkna. Best er að losa kertið úr mótinu þegar það er fullstorknað en ekki orðið alveg kalt. Gott er að bera sápulög utan á mótið áður en kertið er tekið úr. Teygið mótið utan af kertinu og jafnið botninn í tómum potti á heitri hellu eða með gömlu straujámi. Vaxberið kveikinn ofan á kertinu með brúnu vaxi svo að það líkist sem mest venjulegu epli. Til að fá fallegan gljáa á jólaeplið er tilvalið að pússa það með gömlum nælonsokk." Sérhönnuð kerti Að sögn Heigu býður Kertagerðin Vax- andi viðskiptavinum sínum, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, að sérhanna fyrir þá kerti fyrir ýmis tilefni. „Við búum til kerti í stjaka sem erfitt er að fá rétta stærð af kertum í, sérstaka liti eða lögun og getum merkt kerti sérstaklega sé þess óskað. Auk þess stöndum við fyrir námskeiðum í kertagerð og seljum allt sem þarf til kertagerðar. -Kip Eplakerti Eplakertið er steypt i gúmmímót sem hefur eplalögun. Klippið kveik um það bilfimm sentí- metrum lengri en mótið. Þrœðið kveikinn með nál og í gegnum miðjuna efst á mótinu, not- ið nálina siðan til þess að halda kveiknum á réttum stað. Tilboð 1 10 tíma mánaðarkort, kr. 5.000 (rétt verð kr. 8.900) Tilboð 2 15 tíma mánaðarkort, kr. 7.500 (rétt verð kr. 12.900) Tilboð3 30 tíma 2ja mánaðakort, kr. 16.900. Kortinujylgir Absolute Munieceur, mótandi og stinnandi gely að verðmœti kr. 3.600. Rétt verð án gels 23.100. Ath., takmarkað magn. Hringdu og pantaðu jrtanprufutíma. Sími 553 3818. Opnunartími: mán. -jim.: 8 -21,fós.: 8 -20, lau.: 10-14 Eg náðifrábærum árangri á einum mánuði og œtla að halda áfram. Eg mæli hiklaust með Trimformi Berglindar. Guðrún Gunnarsdóttir Egfer íTrimform Berglindarpegar égsker niðurfyrir mót ogpað virkar I velmeð annarripjálfun. Lísa Hovland einkapjálfari |\ Munið vinsælu gjafakortin okkar Skrdðupig í netklúbbinn okkar 'iowwtrimform. is og við sendum nýjustu tilboðin. TRIM/\F0RM Grensásvegi 50 Sláðu til og nýttupér tilboðin - byrjaðu strax. Við böfum metnaðinn og reynsluna. Steypt í mót Það fyrsta sem ber að hafa i huga er að flest kerti sem steypt eru í mót eru steypt á hvolfi. Aðferðin er mjög einföld og þvi tilvalin Jýrir böm ogfullorðna að gera saman. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.