Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Page 5
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 25 DV Sport Sætið fyrir ofan - stefnan hjá ÍR-ingum eftir að 32-23 sigur á Gróttu/KR kom þeim í 2. sætið ÍR-ingar sigruðu þreytt og slappt lið Gróttu/KR, 32-23, í Austurberg- inu á laugardaginn var í Essodeild karla í handknattleik. Með sigrinum komust Breiðhyltingar í annað sæti deildarinnar en gestirnir eru i þétt- um og jöfnum pakka nokkrum sæt- um neðar. ÍR-ingar tóku leikinn i sínar hend- ur strax í upphafi og þeir komust frekar snemma í sjö marka forystu, 9-2, en gestirnir fóru þá aðeins að bíta frá sér. Talsverð harka var ein- kennandi í fyrri hálfleik og tveir leikmenn iR-inga fengu að líta rauða spjaldið. Fyrst Guðlaugur Hauksson fyrir afar klaufalegt brot á Alexandr Pettersons og síðan fékk Ingimundur Ingimundarson þrjár brottvísanir, þar af þá síðustu fyrir tuð. Leikmenn mættu öllu rólegri til leiks eftir leik- hléið og virtist brotthvarf Guðlaugs og Ingimundar ekki há ÍR-ingum hið minnsta, frekar var eins og þeir hefðu sfyrkst við þetta mótlæti. Svipað var uppi á teningnum varðandi handboltann framan af sið- ari hálfleik, heimamenn áberandi betri og á síðustu tíu minútunum kaffærðu þeir hreinlega gestina og þegar upp var staðið munaði níu mörkum, 32-23. Mótspyrnan lítil Það verður að segjast alveg eins og er að lið Gróttu/KR var mjög slakt í þessum leik og mótspyrna þess var afar lítil. Kristján Þorsteinsson var sá eini í liði Gróttu/KR sem lék vel, markvarslan var slök en skánaði að- eins þegar Kári Garðarsson kom inn á. Dainis Rusko var allt of seinn í gang og þessi sex mörk sem hann gerði töldu lítið því úrslitin voru ráð- in þegar hann loksins fann fjölina sina. Einar að skríða saman Hjá ÍR-ingum var Hreiðar Guð- mundsson traustur í markinu og stórskyttan Einar Hólmgeirsson gerði fma hluti, en piltur er rétt að skríða saman eftir ökklameiðsl sem hann hlaut í leiknum við Val fyrr i vetur. Sturla Ásgeirsson var feiki- góður og nýtti skot sín fullkomlega og þá voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þorbjörnsson sterkir. Bestur þeirra ÍR-inga var þó fyrir- liðinn Bjarni Fritzson, en hann var afar áræðinn og kraftmikill. Hann var hress sem fress þegar DV-Sport kom að máli við hann eftir leik: Allir lögðu sitt af mörkum „Við erum ekki ánægðir með gengi okkar að undanfórnu og vorum stað- ráðnir í því að klára þennan leik af krafti og mér fannst við sem lið spila vel hér i dag. Allir lögðu sitt af mörk- um og það er einfaldlega nauðsynlegt ef við ætlum okkur að halda öðru sætinu, þótt auðvitað við stefnum á sætið fyrir ofan,“ sagði Bjarni og var í jólaskapi. -SMS 1-0, 2-10, 5-11, 6-14, (8-17), 8-19, 9-21, 12-22, 15-23, 16-30, 17-35, 19-36, 20-38. Selfoss: Selfoss-Haukar 20-38 Mörk/viti (skot/viti): Ramunas Mikalonis 7/1 (18/2), Atli Rúnarsson 3 (4), Andri Úlfarsson 3 (4), ívar Grétarsson 3 (8), Atli Kristinsson 3 (9/1), Guðmundur Ingi Guðmundsson 1 (2), Hörður Bjamarson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: Engin. Vitanýting:'Skoraö úr 1 af 3. Fiskuó viti: ívar, Mikalonis, Atli K. Varin skot/viti (skot á sig): Jóhann Ingi Guðmundsson 11 (42/4, hélt 6, 26%), Einar Þorgeirsson 0 (7/2, hélt 0, 0 %). Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Valgeir Ómarsson og Bjami Viggós- son (7). Gœði leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 39. Maöur Ásgeir Hallgrímsson, Haukum Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Aron Kristjánsson 7 (8), Ásgeir öm Hallgrímsson 6 (6), Robertas Pauzuolis 5 (6), Halldór Ingólfsson 5/4 (7/4), Vignir Svavarsson 4 (5), Þorkell Magnússon 3/1 (3/1), Jón Karl Bjömsson 3/1 (3/1), Sigurður Þórðarson 2 (3), Birkir ívar Guömundsson 1 (1), Bjami Frostason 1 (1), Andri Stefan Guörúnarson 1 (2), Aliaksandr Shamkuts (2), Jason Kristinn Ólafsson (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Aron 2, Þorkell, Vignir, Andri). Vítanýting: Skoraö úr 6 af 6. Fiskuð viti: Ásgeir 2, Vignir 2, Shamkuts, Andri. Varin skot/víti (skot á sig): Birkir ívar Guömundsson 8/2 (16/3, hélt 5, 50%), Bjami Frostason 8 (20, hélt 4, 40%). Brottvisanir: 8 mínútur. ÍR-ingurinn Einar Hólmgeirsson reynir hér að komast fram hjá Magnúsi Agnari Magnússyni og Alfreö Finnssyni, leikmönnum Gróttu/KR í leik liöanna í Essodeildinni á iaugardaginn. Einar og félagar hans í ÍR unnu öruggan sigur og skoraöi Einar sex mörk í leiknum. DV-mynd Siguröur Jökull ^ Selfyssingar steinlágu fyrir Haukum á laugardaginn: I jólaköttinn - Selfyssingar luku keppni fyrir jól með því að tapa sautjánda leiknum í röð Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi þegar Selfoss og Haukar mættust i Esso- deildinni á Selfossi á laugardaginn. Selfyssingar eru á botninum en Haukar í toppbaráttunni og var munurinn á liðunum mikill og greinilegur. Átján marka sigur Hauka, 33-20, var öruggur og nær allir leikmenn liðsins skoruðu mark, meðal annars báðir mark- verðimir. Selfyssingar voru reyndar bók- staflega slegnir út af laginu strax í upphafi leiks þegar primusmótor liðsins, Hannes Jón Jónsson, þurfti að fara af velli. Aron Kristjánsson slæmdi olnboganum í nefið á Hann- esi í gegnumbroti, um leið og hann skoraði fyrsta mark Hauka. Hannes fékk hraustlegt höfuð- högg og þurfti að leita læknis til að rétta nefið og lék því aðeins rúma mínútu í leiknum. Haukar voru á allt öðrum hraöa í sínum leik og áttu heimamenn í mestu vandræðum í sókninni. Aron fór oft illa með Selfyssinga líkt og Ásgeir Hallgrímsson sem var einna bestur í Haukaliðinu og gerði sex falleg mörk. Að sama skapi var sóknarleikur Selfyssinga stirður og vandræðaleg- ur en mikla athygli vakti innákoma Atla Kristinssonar sem er aðeins 16 ára gamall. Atli, sem lék stöðu leik- stjómanda og skoraði þrjú mörk, var gjörsamlega óhræddur við gömlu kallana og þarna er greini- lega mikið efni á ferðinni. Haukar höfðu tryggt sigur sinn í hálfleik í stöðunni 8-17 og gátu því leikið síöari hálfleikinn í rólegheit- um. Þeir gáfu síðan aftur í undir lokin og uppskáru átján marka sig- ur. Selfyssingar fóru hins vegar i jólaköttinn og verða vonandi sloppnir frá honum aftur þegar Essodeildin hefst á nýjan leik í febr- úar. -GKS IR-Grótta/KR 32-23 2-0, 9-2, 10-7, 14-9, 15-11, (16-12), 16-13, 19-14, 21-17, 25-19, 28—20, 30-22, 32-23. ÍEl Mörk/viti (skot/víti): Bjarni Fritzson 7 (9), Sturla Ásgeirsson 6/1 (6/1), Einar Hólmgeirs- son 6 (11), Ólafur Sigurjónsson 6/3 (12/4), Fannar Þorbjörnsson 3 (4), Ingimundur Ingi- mundarson 2 (3), Ragnar Helgason 1 (1), Tryggvi Haraldsson 1/1 (1/1), Þorleifur Björnsson (3). Mörk úr hraðaupphlaupum: 9 (Sturla 3, Bjarni 3, Einar, Ragnar, Fannar). Vítanýting: Skoraö úr 5 af 6. Fiskuð viti: Þorleifur 2, Einar, Bjami, Fann- ar, Sturla. Varin skot/viti (skot á sig): Hreiðar Guö- mundsson 14 (37/1, hélt 7, 38%). Brottvisanir: 12 mínútur (Ingimundur og Guðlaugur Hauksson rautt). Dómarar (1-10). Guöjón L. Sigurðs son og Ólafur Har aldsson (6). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 240. Maður leiksir Ðjarni Grótta/KR: Mörk/vtti (skot/viti): Dainis Rusko 6 (10), Kristján Þorsteinsson 5 (7), Aleksandr Peter- sons 4 (9), Magnús A. Magnússon 3 (3), Páll Þórólfsson 3/1 (7/1), Alfreð Finnsson 2 (5), Hörður Gylfason (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Kristján 2, Páll, Petersons 1) Vitanýting: Skorað úr 1 af 1. Fiskuð vítU Petersons. Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur Morthens 5 (19/3, hélt 1, 26%), Kári Garðars- son 10/1 (28/3, hélt 2, 36%). Brottvísanir: 8 mínútur. Sigur hjá Magdeburg Heil umferð fór fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helg- ina. Magdeburg vann öruggan sigur á Grosswallstadt, 29-24. Ólafur Stef- ánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg en Sigfús Sigurðsson var ekki meðal markaskorara. Enn sigrar Lemgo Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar og Sigurðar Bjarnasonar, tapaði naumlega fyrir toppliði Lemgo, 29-27, á heimavelli. Róbert skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar og Sigurð- ur skoraði tvö mörk. Lemgo hefur nú unnið alla sautján leiki sína deildinni og setur met í hverjum sigurleik. Essen steinlá á útivelli gegn Flensburg, 26-18, á laugardaginn. Patrekur Jóhannesson skoraði eitt mark fyrir Essen en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Gústaf Bjamason skoraði eitt mark þegar Minden vann Lúbbecke, 24-20. -ósk Valur 17 12 3 2 466-366 27 ÍR 17 12 1 4 497—446 25 HK 17 11 2 4 476-446 24 Haukar 16 11 1 4 468-378 23 KA 16 10 3 3 436-402 23 Þór, A. 17 10 0 7 481-446 20 FH 17 9 2 6 457-432 20 Fram 17 8 3 6 432-421 19 Grótta/KR 16 8 1 7 407-371 17 Stjarnan 17 5 2 10 441-477 12 Afturelding 16 4 2 10 376-414 10 ÍBV 17 4 2 11 386-482 10 Víkingur 17 1 2 14 422-514 4 Selfoss 17 0 0 17 410-560 0 Nú verður gert hlé á mótinu til 4. febrúar vegna undirbúnings og þátt- töku íslenska landsliösins á heims- meistaramótinu í handknattleik sem hefst í Portúgal 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.