Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 8
28 + 29 Sport Fjárhagsvandræði hjá Breiðabliki? - hugsanlega Kanalausir eftir áramót Körfuknattleiksdeild Breiðabliks á við fjárhagsvandræði að etja þessa dagana og svo gæti farið að liðið spilaði án Bandaríkjamanns seinni hluta Intersportdeildarinnar. Einar Pétursson, formaður deild- arinnar, staðfesti í samtali við DV- Sport í gær að reksturinn væri erfið- ur. „Það hefur gengið illa hjá okkur að íjármagna reksturinn í deildinni það sem af er tímabili. Fyrirtæki hafa verið erfið viðureignar og þær fjáraflanir sem við höfum staðið fyr- ir hafa ekki skilaö nægilega miklu. Við þurfum að sýna aðhald í rekstr- inum og það er klárt að við þurfum að leita allra leiða til að halda rekstr- arkostnaði í lágmarki," sagði Einar. Hann sagði jcifnframt að það hefði komið til tals að láta Bandaríkja- manninn Kenny Tate fara en það yrði neyðarúrræði því að mikil ánægja ríkti með Tate og spila- mennsku hans í vetur. „Tate er góður leikmaður, ljúfur og þægilegur drengur, og ef hann hyrfi á braut þá væri það eingöngu ef við sæjum fram á að vera að keyra deildina á kaf í skuldir. Það ætlum við ekki að gera heldur reka hana á ábyrgan hátt,“ sagði Einar Pálsson í samtali við DV-Sport i gær. -ósk Birna Valgarösdóttir hefur átt mjög góöan vetur meö Keflavíkurliöinu en var í mjög strangri gæslu systranna Kristínar Bjarkar Jónsdóttur og Maríu Káradóttur og skoraöi „aöeins" 7 stig. Hér skorar hún tvö þeirra án þess að María komi neinum vörnum viö. DV-mynd Siguröur Jökuil HL NBA-DEILDIN Úrsllt á fimmtudag: New Jersey-LA Lakers .... 98-71 Kidd 27 (11 frák., 8 stoös.), Harris 19, Martin 16 (9 frák.), Rogers 16, Jefferson 11 - Bryant 21, O’Neal 19. Sacramento-San Antonio . . 81-83 Webber 23 (12 frák.), B. Jackson 21, Bibby 17 - Duncan 23 (14 frák.), S. Jackson 18 (8 frák.), Smith 11. Úrslit á föstudag: Toronto-Miami.............77-97 Lenard 19, A. Williams 17, McCoy 11 - Butler 25, Jones 17, Best 12, B. Grant 11 (9 frák.), James 11. Indiana-Chicago...........101-86 B. Miiier 26 (14 frák.), Harrington 19 (8 frák.), Mercer 16 - Fizer 26 (12 frák.), Rose 18, Marshall 15 (9 frák.). Boston-Minnesota..........108-99 Pierce 42 (14 frák.), McCarthy 14, Walker 13 - Garnett 27 (8 frák.), Nesterovic 19 (13 frák.), Hudson 16. Philadelphia-LA Lakers . 107-104 Iverson 32 (9 stolnir), Van Hom 20 (11 frák.), Coleman 18 - Bryant 44 (10 stoös.), O’Neal 26 (14 frák.), Fisher 13. Detroit-Cleveland.......109-107 Hamilton 27, Williamson 19, C. Robinson 15 (8 frák.) - R. Davis 42 (8 frák.), Ilgauskas 20, Wagner 14. Memphis-Milwaukee.........95-84 Person 23, Gasol 18 (14 frák.), Gooden 13 - Cassell 19, Thomas 18, Mason 14, Allen 14. Dallas-Utah ...............81-93 Nowitzki 28 (17 frák.), Nash 25, Finley 16 - Harpring 19, Cheaney 18, Malone 16 (12 frák.), Ostertag 16. Houston-Atlanta...........101-82 Francis 23 (8 stoðs.), Mobley 22, Ming 17 (8 frák.) - G. Robinson 28, Abdur- Rahim 20, Terry 10 (10 stoðs.). Denver-Orlando.............80-89 Howard 20, White 16, Harvey 15 - Kemp 17, Garrity 17, Hill 16 (10 frák.), M. Mffler 15. Seattle-New Orleans.......86-88 Lewis 26 (12 frák.), Payton 15, Drobnjak 12, D. Mason 12 - Mashburn 30 (10 frák.), B. Davis 20, Wesley 18. LA Clippers-Phoenix .......76-87 Jaric 18 (9 stoðs.), Zhizhi 16, A. Mffler 10 - Marion 20 (12 frák.), A. Stoudamire 18 (11 frák.), Marbury 16. Golden State-Portland . . 111-113 J. Richardson 23, Arenas 23, Jamison 21, Murphy 14 - Wells 28, R. Wallace 16, Anderson 15, Patterson 14. Úrslit á laugardag: Atlanta-Philadelphia......79-77 Abdur- Rahim 28, Newble 15, Terry 12, Glover 10 - Van Hom 18 (9 frák.), Snow 17, Iverson 13, McKie 13. Cleveland-Boston...........82-89 Wagner 25, R. Davis 21, Ilgauskas 15 (8 frák.) - Pierce 26 (10 frák.), Walker 23 (10 frák.), E. Wffliams 14. New Jersey-Detroit.......100-92 Kidd 27 (12 stoðs.), Jefferson 19, Harris 16, Rogers 13, Martin 12 - C. Robinson 19, Bfflups 14, Hamilton 13. Minnesota-Houston .........98-86 Gamett 27 (11 frák.), Hudson 15, R. Strickland 14 - Francis 24 (10 frák.), Ming 12 (12 frák.). Mobley 12. Chicago-Indiana..........110-103 Rose 28, Fizer 18, Marshall 16 (15 frák.), J. Williams 14 (13 stoðs.), Mercer 13 - B. Mffler 26 (13 frák.), R. Mffler 22, Harrington 18 (9 frák.). Milwaukee-New York........94-90 Cassell 25 (9 stoðs.), Redd 21, A. Mason 16 - Houston 17, Thomas 16 (12 frák.), Sprewell 13, Eisley 13. San Antonio-Washington .. 92-81 Parker 21, Duncan 18 (11 frák.), S. Jackson 17, D. Robinson 11 - Stackhouse 19, Jordan 16, Laettner 16, Haywood 10. Phoenix-Sacramento .... 110-101 Marion 28 (8 frák.), Marbury 28, A. Stoudamire 16 (12 frák.) - Webber 29 (15 frák., 11 stoðs.), Bibby 19 (8 stoös.), Stojakovic 16, B. Jackson 11. Portland-Seattle...........81-80 D. Anderson 27, R. Wallace 14 (9 frák.), Randolph 10 - Lewis 20 (9 frák.), B. Barry 13 (9 stoðs.), Payton 12 (8 stoðs.). LA Clippers-Denver..........92-89 Jaric 22, Olowokandi 18, Fowlkes 16 (9 frák.), A. Miller 10 - Howard 30, Yarbrough 16, M. Blount 11, Hilario 10. -ósk KR semur við Stomski Kvennalið KR hefur náð samkomulagi við bandarísku stúlkuna Jessie Stomski um að hún leiki með liðinu það sem eftir er vetrar og KR-liðið er þar með síðasta lið 1. deildar kvenna til að næla sér í erlendan leik- mann. KR er íslands- og bikarmeistari síðustu tveggja ára en hefur mátt þola mikinn mannamissi í vetur, nú síðast þegar Guðrún Arna Sigurð- ardóttir fór úr axlarlið í úrslitaleik Kjörísbikarsins gegn Keflavík og verður frá í 6 vikur. Stomski var valin inn í WNBA-deildina síðastliðið vor af liði Charlotte Sting en hætti við að reyna sig í deild þeirra bestu eftir að hafa nýlokið erfiðu lokaári með Wisconsin-háskólanum. Stomski skoraði 18,3 stig og tók 8,9 fráköst á lokaári sínu í skólanum þar sem hún var valin í hóp bestu leikmanna hákskólaboltans. Stomski er 22 ára framherji, 1,88 á hæð, og því mjög athyglisverður leikmaður sem ætti aö verða KR-liðinu mikill styrkur. -Ben Jón Arnór meö 14 stig í 21 stigs tapi Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Trier sitja á botninum eftir 21 stigs tap, 65-86, á heimavelli gegn RheinEnergie frá Köln. Jón Amór skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum sem var fjórði tapleikur liðsins í röð. -ÓÓJ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 DV DV Sport esprýðh Kjörisbikarmeistarar Keflavikur. Frá vinstri Anna Maria Sveinsdottir. spilandi þjálfári Birna Valgarðsdóttir, Sonia Ortega, Erla Porsteinsdóttir, Ingíbjörg Lara Gunnarsdóttir. fJarí Rós Karlsdóttir. Rannveig Randversdóttir, Kristín Blöndal fyrirliöi, Vala Rún Björnsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir. DV-mynd Siguröur Jökull Keflavíkurstúlkur unnu Kjörísbikarinn í fyrsta sinn á laugardaginn: Yfirburðir fvrir iól - Keflavík vann fimmtánda sigurinn í röð, 80-54, á KR í Smáranum Keflavík vann Kjörísbikar kvenna í fyrsta skipti þegar liðið sigraði KR örugglega í úrslitaleik á laugardag, 80-54. Þetta er í þriðja sinn sem kvenfólkið keppir um þennan bikar. KR sigraði fyrir tveimur árum og Grindavík síðasta vetur. Fyrir fram var reiknað með sigri Keflavíkur sem ekki hefur tapað leik í vetur og vann KR með 55 stiga mun ekki alls fyrir löngu og því hægt að segja að úrslitin hafi verið eftir bókinni. Munurinn var 36 stig þegar skammt var eftir af leiknum, 80-44, en KR gerði síðustu 10 stigin í leiknum og tókst aðeins að rétta sinn hlut. Keflavík byrjaöi leikinn af krafti og komst í 10-0. KR tefldi fram leynivopni í leiknum þar sem Kristín Jónsdóttir lék með liðinu og byrjaði hún inn á hjá KR. KR svaraði þessum tíu stigum Keflavíkur í röð með fimm stigum en engu að síður voru leikmenn KR í miklum vandræðum með sterka vörn andstæðinga sinna. Munurinn var níu stig eftir fyrsta leikhluta, 16-7, en Keflavík byrjaði annan leikhluta eins og þann fyrsta með þvi að gera tiu fyrstu stigin og munurinn var því orðinn 19 stig, 26-7. Rannveig Randversdóttir kom inn af bekknum hjá Keflavik í þessum kafla bar- áttuglöð og skilaði það sér í stolnum boltum og sóknarfráköstum. KR var enn þá í vandræðum með að fmna leiðir fram hjá vöm Keflavíkur og þegar það tókst voru leikmenn liðsins klaufar að nýta ekki færin betur. Staðan í hálfleik var 40-15 og nokkuð ljóst að Keflavik færi með sigur af hólmi og bara spuming hversu stór sigurinn yrði. KR varð síðan fyrir áfalli þegar Guðrún Sigurðardóttir meiddist á öxl og varð að yfirgefa leikstað svo hægt væri að hlúa að henni. Guðrún hafði spilað einna best í KR-liðinu. Sóknin fór síðan að ganga betur hjá KR í seinni hálfleik og Helga Þorvaldsdóttir, sem skoraði ekki stig í fyrri hálfleik, skoraði átta stig í þriðja leikhluta og María Káradóttir hitti úr tveimur þriggja stiga körfum. Munurinn fór engu að síður í 32 stig i þriðja leikhluta þar sem Keflavík lék mjög góðan sóknarleik og allir leikmenn liðsins vora með á nótunum og jafnvægið gott. Fjórði leikhluti var síðan formsatriði og fjaraði leikurinn út i rólegheitum. Liðsheild Keflavíkur er gríðarlega sterk og varla veikan blett að finna. Liðið spilar sterka vörn og allir leikmenn liðsins virðast vera á sömu blaðsíðunni sóknarlega. Ef einhver taugaveiklun er í leik liðsins þá er Anna María Svemsdóttir, þjálfari liðsins, dugleg að skipta sér inn á og koma með yfirvegun í sóknarleikinn. Allir leikmennirnir skiluðu sínu og verður að teljast líklegt að þetta Keflavíkurlið eigi eftir að vinna fleiri úrslitaleiki þetta árið. Hjá KR var fátt um fina drætti. Liðið á þó nokkuð inni og á eftir að koma sterkara til leiks eftir áramót með erlendan leikmann. Þá á liöið inni leikmenn eins Hönnu Kjartansdóttur og Grétu Mariu Grétarsdóttur. Kristínu Jónsdóttur tókst ekki að hafa áhrif á leikinn enda hefur hún ekkert æft í vetur og verið í námi erlendis. Hildur Sigurðardóttir var í strangri gæslu Sonju Ortega en það losnaði um Hildi í lokin þegar leikurinn var nánast búinn. Helga fann sig ekki en það var lykilatriði fyrir KR að hún spilaði vel ef KR hefðu átt að eiga möguleika í Keflavík að þessu sinni. -Ben Atta stórsigrar Keflavíkur í röð Keflavík vann á laugardaginn áttunda stórsigur sinn í röð, sigraði með meiri mun en 20 stigum. Alls hefur Keflavíkurlið- ið unnið 11 af 15 leikjum sínum í vetur með meira en tveggja tuga mun og þann tólfta síðan með 19 stigum. Átta stórsigrar t röð: 21. des. KR (Kjörís).. 86-54 (+26) 18. des Njarðvík (bikar) . 56-82 (+26) 16. des KR (deild).... 92-37 (+55) 11. des. ÍS (Kjörís) . 60-85 (+25) 7. des. Haukar (deild) . . . 43-78 (+35) 21. nóv. Njarövík (deild) . 82-42 (+40) 16. nóv. ÍS (deild)... 85-53 (+32) 14. nóv. Haukar (Kjörís) . 46-69 (+23) 15 sigrar Keflavíkur í röð: Deild ..........10-0 (6 þeirra +20) Kjörísbikar .....4-0 (4 þeirra +20) Bikar............1-0 (1 þeirra +20) Samtals .... 15-0 (11 þeirra +20) Allir titlar í húsi hjá Keflavík Keflavík vann á laugardaginn fyrsta sigur sinn í fyrirtækjabik- ar kvenna en liðið hafði tapað í fyrstu tveimur úrslitaleikjum keppninnar. Þar meö hefur Keflavík unnið alla stóru titlana sem í boði eru hjá KKÍ. Karlar islandsmeistarar...............5 Bikarmeistarar.................3 Fyrirtækjameistarar............4 Deildameistarar ...............5 Meistarar meistaranna..........1 Samtals.......................18 Konur íslandsmeistarar ..............9 Bikarmeistarar................10 Fyrirtækjameistarar............1 Deildameistarar ...............6 Meistarar meistaranna..........3 Samtals.......................29 Keflavik hefur því unnið samtals 47 titla í meistaraflokki karla og kvenna á árunum 1988 til 2002. -ÓÓJ kki nóg að stoppa !ara einn leikmann - sagði Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Kefla- víkur, eftir kærkominn sigur í Kjörísbikarnum f ■■ i! f f J J / m % 4v Ye' ‘\ / ,,3 / Vliffift íl ■ .... íl J 1 rt vor [ t * k ■ w \ ' RL v-~- K 4- _ A K V /f k JI j. „Það var virkilega kær- komið að vinna þennan bikar. Við mættum virki- lega tilbúnar til leiks og þrátt fyrir að hafa unnið KR með 55 stigum fyrir stuttu þá var ekkert van- mat af okkar hálfu og er ég ánægð með það. Mér fannst þetta aldrei vera ör- uggt fyrr en farið var að líða á seinni hálfleikinn. Þó svo að við kæmumst 20 stig yfir snemma í fyrri hálfleik þá er það enginn munur sem KR getur ekki brúað og því urðum við að halda áfram að spila af sama krafti," sagði Anna María Sveinsdóttir, spil- andi þjálfari Keflavíkur, við DV eftir leikinn. „Mér brá ekkert við að sjá Kristínu Jónsdóttir í búningi fyrir leikinn og datt í hug að KR myndi nota hana í leiknum. Hún átti greinilega að stoppa Birnu Valgarðsdóttur en það er bara ekki nóg að stöðva einn leikmann hjá okkur þar sem breiddin er það góð. Við lögðum áherslu á að stöðva Hildi Sigurðardóttur og Helgu Þorvaldsdóttur því þær hafa verið í fararbroddi í leik KR í vetur. Stigin dreifast Hjá okkur dreifðust stigaskorið vel. Við spilum vel sem heild þar sem allir era að hjálpast að og leika hver fyrir annan. Þá stjómar Marín Karlsdóttir leik liðsins virkilega vel og hefur blómstrað í vetur. Hún keyrir hraðaupp- hlaupin vel og stillir síðan upp þegar það á við. Hún stjómar hraðanum mjög vel. Þá hefur hún líka tekið af skarið þegar þess hefur þurft." Spurð út í framhaldið sagði Anna María að hin liðið væra að styrkja sig og reiknaði því með jafnari keppni eftir áramót. „Bæði Haukar og KR eiga eftir að vera mun sterkari eftir áramót þar sem bæði lið munu tefla fram erlendum leikmanni." -Ben Kristín Blöndal lyftir Kjörísbikarnum, fyrst fyrirliða hjá kvennaliði Keflavíkur. Kristín átti góðan leik eins og allt Keflavíkurliöið sem vann úrslitaleikinn örugglega. DV-mynd Sigurður Jökull Keflavík-KR 80-54 Úrslitalelkur Kjörlsbikars kvenna 21. des. 6-0, 10-2, 10-5, 16-5 (16-7), 26-7, 29-10, 31-14, 36-15 (40-15), 40-16, 44-18, 50-20, 54-23, 58-29, 62-29 (66-34), 66-36, 71-58, 74-42, 80-44, 80-54. Keflavík to ■8 Mln. Skot Vlti £ £ o O C0 &JD V C/3 MarínRós 26 10/3 3 2 7 Kristln 26 7/5 1/0 5 6 10 Bima 26 11/3 1/1 4 3 7 Ortega 32 12/7 3/2 7 6 16 Erla 22 11/7 10 0 14 AnnaMaría 16 10/5 3/3 4 1 13 Svava 19 7/1 5 3 3 Rannveig 17 6/2 2/2 7 1 6 Lára 9 2/2 2 4 Vala Rún 7 2/0 2 0 Samtals 78/35 10/8 49 22 80 Sóknarfráköst: (16) Ortega 3, Rannveig 3, Kristín 3, Bima 2, Anna Maria 2, Erla 2, Lára. Stolnir boltar: (13) Ortega 3, Birna 3, Marín Rós 2, Rannveig 2, Kristín 2, Anna María 1. Varin skot: (6) Ortega 3, Erla, Vala Rún, Bima. 3ja stiga skot• (11/2, 18%) Marín 3/1, Svava 4/1, Anna 1/0, Birna 3/0. Tapaöir boltar: 20. Villur: 23. mt Mín. Skot Víti | | Stig Hildur 40 11/4 11/8 11 2 16 María 32 7/2 4/0 3 1 6 Kristín 14 5/0 2/1 3 1 1 Helga Þ. 40 16/5 2/0 11 3 10 Guörún 21 5/2 5/3 6 1 7 Tinna 20 4/1 4/3 3 3 5 Hafdís 9 1/0 2/2 0 1 2 Georgia 20 9/3 1 3 7 Halla 4 0 0 0 Ingibjörg 0 Samtals 62/27 22/18 39 12 74 Sóknarfráköst: (15) Hildur 7, Helga 4, Kristin Björk 3, Guðrún Ama. Stolnir boltar: (7) Helga 2, Tinna 2, Georgia 2, Hafdis. Varin skot: (3) Helga, Kristin Björk, Guðrún Arna. 3ja stiga skof (19/3, 16%) María 7/2, Georgia 4/1, Guðrún 2/0, Hildur 3/0, Helga 3/0. Tapaóir boltar: 24. Villur: 13. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Bjami Gaukur Þórmundsson (8). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 80. Maður leiksins: Sonia Or- tega Hún spilaöi vel ( sókninni og klippti Hildi Sig- urðardóttur út í vörninni. Hildur skoraði nánast öll stigin sín þegar Ortega bekknum. %~ var Vassell spilar með Hamarsmönnum á nýju ári: Ótrúleg vinnubrögð - sagöi Robert O’KeHey við DV-Sport Hamarsmenn, sem era í áttunda sæti Intersport-deildarinnar í körfúknattleik, sögðu á laugardag- inn upp samningi við bandaríska leikmanninn Robert O’Kelley sem leikið hefur með þeim í vetur. O’Kelley hefur skorað 31,4 stig að meðaltali í leikjunum ellefu sem hann hefur spilað með Hamri í Intersportdeildinni í vetur en það var greinilega ekki nóg fyrir for- ráðamenn Hamars sem ákváðu að láta hann fara og fá í staðinn Kanadamanninn Keith Vassell sem er íslendingum að góðu kunn- ur eftir að hann spilaði með KR. DV-Sport ræddi við O'Kelley í gær og spurði hann út í þessa óskemmtilegu jólagjöf Hvergerð- inga. „Ég er mjög hissa á því að þeir skuli hafa ákveðið að segja upp samingnum við mig. Mér finnst ég hafa spilaö vel, skorað yfir þrjátíu stig að meðaltali í leik og var farinn að hlakka til seinni hluta mótsins. Við höfum verið að bæta okkur undanfarið og því kom mér þetta mjög á óvart,“ sagði O’Kelley í samtali við blaðamann DV-Sport í gær. O'Kelley sagði að vinnubrögðin, sem stjórn Hamars og þjálfari liðs- ins, Pétur Ingvarsson hefðu við- haft varðandi uppsögn hans, væra ótrúleg og engu lík. „Þetta var í fréttum einhverrar sjónvarpsstöðvar i gærkvöld (laug- ardagskvöld) og klukkutíma seinna hringdi einn félaga minna í liöinu, Ægir Gunnarsson, og sagði mér tíðindin. Ég varð auðvitað mjög hissa og sár yfir því hvernig að þessu var staðið. Stjórnin talaði reyndar við mig i morgun (í gær) en ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá Pétri (Ingvarssyni), þjálf- ara liðsins, og finnst það mjög skrýtið," sagði O'Kelley og bætti við hann vonaðist til að finna sér annað lið fljótlega. Það verður þó ekki á íslandi því að reglur kveða á um að erlendir leikmenn megi aðeins spila með einu félagi á hverju tímabili. Á íslandi á ný Allir körfuknattleiksáhuga- menn á íslandi þekkja Kanada- manninn Keith Vassell sem lék síðustu fimm tímabil með KR og varð meðal annars aðalmaðurinn á bak við íslandsmeistaratitil fé- lagsins vorið 2000. Vassell er góður alhliða leik- maður sem gelur leikið bæði sem sem bakvörður og framherji. Vassell glímdi við langvinn meiðsli síðustu tvö árin með KR sem átti eflaust nokkurn þátt í því að hann skilaði ekki sömu tölum og fyrstu þrjú ár sín hjá liðinu. Hann skoraði 16,9 stig og tók 10,3 fráköst að meðaltali með KR-liðinu á tímabilinu i fyrra. Þegar Vassell kom fyrst til KR um áramótin 1997 til 1998 ger- breytti hann hins vegar vesturbæj- arliðinu. Það vann 9 af síðustu ell- efú leikjum sínum þar sem Vassell skoraði 25,9 stig og tók 11,9 fráköst að meðaltali. Hamarsmenn vonast eflaust til að Vassell hafi svipuð áhrif á Hamarsliðið enda hafði KR aðeins unnið 5 af 11 leikjum sínum fyrir áramótin þegar Vassell kom fyrst en KR-liðið lauk timabilinu á því að leika um titilinn. -ósk/ÓÓJ Verður skrýtið að spila á móti KR - sagöi Keith VasseH við DV-Sport „Það verður skrýtið að spila gegn KR-ingum þegar ég kem aftur til íslands,“ sagði Kanadamaður- inn Keith Vassell þegar DV-Sport sló á þráðinn til hans í gær. Vassell, sem er nýgenginn til liðs við Hamar í Hveragerði, sagði í samtali við DV-Sport að honum litist vel á að spila með Hamri. Hamar er með gott lið og ég vona að ég geti fært þeim það sem upp á vantar til að þeir verði í toppbaráttunni," sagði Vassell. Vassell sagðist ekki hafa spilað mikið síðan hann var á íslandi síð- astliðið vor en að hann hefði æft vel og væri í mjög góðu formi. Aðspurður sagðist Vassell ætla að sækja um íslenskan ríkisborg- ararétt eins og hann gerði í fyrra. „Ég elska ísland og mér leið al- veg stórkostlega þegar ég dvaldi þar,“ sagði Vassell en hann er væntanlegur til íslands á milli jóla og nýárs. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.